Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 30
hildarleikur 30 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ ótt Clint Eastwood sé 75 ára mun- ar hann ekki um að koma með tvær stórmyndir í ár. Auk Fána feðra vorra nýtti hann tökurnar á Reykjanesinu að nokkru leyti í Letter from Iwo Jima sem sýnir þessi hat- römmustu átök Kyrrahafsstríðsins frá sjón- arhóli Japana. Fánar feðra vorra var frumsýnd í október vestan hafs, í Japan og fáeinum fleiri löndum sem komu við sögu stríðsins. Hún er jafn- framt jólamynd víða um Evrópu. Tvær hliðar á atburðunum Fánar feðra vorra fékk fullt hús hjá sum- um kröfuhörðustu gagnrýnendum Bandaríkj- anna og ekki þykir ólíklegt að Eastwood hampi sigurlaunum fyrir leikstjórnina. Í stuttu máli segir Fánar feðra vorra frá bardögunum á eyjunni frá sjónarhóli Banda- ríkjamanna og persónunum að baki ljós- myndarinnar frægu, þar sem hópur her- manna reisir fána feðra sinna undir blóðbaðinu miðju og var táknræn athöfn. Mikilvæg fótfesta Upptökur voru skammt á veg komnar þeg- ar Eastwood fór að velta fyrir sér að segja söguna líka frá sjónarhóli Japana, ella væri bara hálf sagan sögð. Honum fannst það sanngjarnt, þar sem 60 ár voru liðin frá lok- um heimsstyrjaldarinnar, sárin sem hún skildi eftir tekin að gróa og Japanir búnir að gjalda þátttöku sína dýru verði. Yfirhershöfðingi japanska heraflans á eyj- unni, Tadamichi Kuribayas, framdi sjálfs- morð þegar öll sund voru að lokast. Hann hafði sent fjölskyldu sinni bréf og myndir frá dvölinni á eyjunni og hélt því áfram allt undir það síðasta. Myndirnar og bréfin voru síðar gefin út í bókinni Picture Letters from Commander in Chief. Með þessar átakanlegu minningar í höndunum, hélt Eastwood á fund japanska rithöfundarins Iris Yamashita. Hann skrifaði síðan handritið Letters from Iwo Jima, en naut aðstoðar Pauls Higgis. Eastwood notar tökur af bardögunum á Reykjanesinu í nýju myndina, sem var frum- sýnd í Japan í nóvember, þar sem hún hefur slegið í gegn hjá almenningi og gagnrýn- endum. Í Bandaríkjunum hófust sýningar 20. des. en Evrópufrumsýningin verður á kvik- myndahátíðinni í Berlín í byrjun febrúar og hérlendis 16. sama mánaðar. Tvær tilnefningar? Eastwood var einn vinsælasti leikari sam- tímans eftir að hafa verið í áratugi í auka- hlutverkum í misjöfnum bíómyndum og aðal- hlutverkum í sjónvarpsþáttum. Sá sem á heiðurinn af framgangi Eastwoods er Ítalinn Sergio Leone, sem fékk honum aðal- hlutverkið í þremur, feykivinsælum spag- hetti-vestrum, gerðum í Evrópu. Þær þóttu koma með ferskan andblæ í vestrana. Eftir sigurgöngu „dollaramyndanna“, hélt Eastwood aftur vestur um haf og var orðinn stjarna, einkum í átakamyndum og vestrum. Hlutverkin fóru batnandi en það var ekki fyrr en að leikarinn fór að leikstýra að menn tóku Eastwood alvarlega. Það gerðist árið 1971 og frumraunin var Play Misty for Me, þrælmögnuð spennumynd sem þrusaði áhorf- andanum fremst fram á sætisbrúnina. Síðan hefur gengið verið upp á við, að und- anskildum nokkrum hortittum um og eftir 1980. Eastwood hefur verið með ólíkindum afkastamikill síðasta aldarfjórðunginn, leik- stýrt, framleitt og leikið í sínum eigin mynd- um og annarra. Vinsældirnar hafa aldrei yf- irgefið hann en viðurkenningar látið á sér standa. Eastwood var 63 ára þegar hann hlaut sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu, fyrir leikstjórn stórvestrans Unforgiven (’93). Karl kom sá og sigraði og hélt á braut með tvenn verðlaun; fyrir leikstjórn og bestu mynd ársins, þar sem hann var framleiðandi hennar. Árið 2004 var hann tilnefndur til Óskars fyrir leikstjórn Mystic River og myndin var tilnefnd sem ein af fimm bestu það árið en hann gekk út tómhentur, þrátt fyrir að margir telji myndina hans besta verk á ferlinum. Eastwood þurfti ekki að bíða lengi eftir sárabótum, árið eftir lék hann sama leikinn og ’93 og hélt á braut með tvenn aðal Ósk- arsverðlaunin fyrir Million Dollar Baby. Nú ræða menn í fúlustu alvöru að Eastwood verði fyrstur leikstjóra til að fá til- nefningu fyrir tvær myndir á sama ári. Öll erum við haldin sama óttanum Stríðsmyndir eru ekki ofarlega á óskalista bíógesta um þessar mundir. En hvað var það sem rak Eastwood á þessum tímapunkti að leggja út í jafn metnaðarfullt en tvísýnt og erfitt verkefni og Iwo Jima-tvennuna? Kvikmyndagerðarmaðurinn, sem bæði framleiðir og leikstýrir myndum sínum, hefur sagt að hvert verk sem hann geri, kenni hon- um eitthvað nýtt, því haldi hann ótrauður áfram. „Ég er kominn á þann aldur að ég gæti hætt og farið að berja golfkúlur. En með því að taka þessar tvær myndir hef ég fræðst um stríð og manneskjur og komist að ýmsu um sjálfan mig.“ Meira en fjórðungur allra heiðursmerkja sem veitt voru landgönguliðum flotans í síð- ari heimsstyrjöldinni, var fyrir frammistöðu þeirra á Iwo Jima. Meðalaldur þeirra var 19 ár, allt niður í 14, en margir lugu til um aldur til að þjóna fósturjörðinni. Aðeins þrír sexmenninganna sem reistu fánann, komust lífs af; John Bradley, sjúkra- liði í sjóhernum frá Wisconsin; Ira Hayes, Pima indjáni og landgönguliði frá Arizona, og Rene Gagnon, sem einnig var landgönguliði, frá New Hampshire. Á meðan stríðið geisaði voru þremenningarnir sendir út um allar jarðir til að safna fé til stríðsrekstursins og fyrr en varði voru þeir hylltir sem hetjum sæmdi af 50.000 manns í Chicago, milljón á Times Square í New York. Það var yfirþyrm- andi upplifun fyrir þá og að sumu leyti nið- urlægjandi. Þeir voru sakbitnir yfir því að vera hampað sem stríðshetjum þegar svo margir félagar þeirra létu lífið eða slösuðust á Kyrrahafseyjunni. Bandaríkjamennirnir sem héldu til Iwo Jima vissu að baráttan yrði erfið en þeir trúðu alltaf á sigur. Japönunum var sagt að þeir ættu ekki afturkvæmt, þeir væru sendir til þess að deyja fyrir keisarann. Menn hafa dregið rangar ályktanir sakir þessa ólíku, menningarlegu bakgrunna. Þegar ég fór að kynna mér efnið að baki myndanna, komst ég að því að allir þessir ungu menn voru jafn óttaslegnir, hvort sem þeir voru japanskir eða bandarískir. Allir skrifuðu þeir tilfinn- ingaþrungin bréf heim þar sem þeir sögðu „Ég vil ekki deyja“. Umgengni til fyrirmyndar Eastwood og hans fólk setti allt á annan endann á viðkvæmum tökustöðunum á Reykjanesi. Við höfðum slæma reynslu af umgengni nokkurra íslenskra kvikmynda- gerðarmanna á Kvikmyndavordögunum góðu og talsvert bar á neikvæðri umræðu á meðan tökunum stóð í Sandvík og í Krýsuvík. Þar yrði sprengt og tætt og landið myndi aldrei bíða þess bætur að vera staðgengill átakanna á Iwo Jima. Eastwood hefur lært góða hluti í lífinu og sýnir það m.a. með því að sjá svo til að eng- inn getur merkt að stríðsmyndir úr fremstu víglínu voru teknar á svæðunum. Þar er allt eins og það áður var annað en að bílastæðin fengu að halda sér og koma okkur að góðum notum í framtíðinni. Eastwood, Ísland og Iwo Jima Clint Eastwood tók stríðs- myndina Flags of Our Fath- ers, um átök Bandaríkja- manna og Japana á Iwo Jima í seinni heimsstyrjöldinni, að miklum hluta í Sandvík og Krýsuvík á Reykjanesi. Sæbjörn Valdimarsson lítur yfir feril kempunnar og nýju myndirnar hans tvær. Merie W. Wallace, SMPSP Leikstjórinn Clint Eastwood ræðir við japanska leikarann Shidou Nakamura við tökur mynd- arinnar Bréf frá Iwo Jima, seinni myndar sinnar um átökin um Kyrrahafseyjuna. saebjorn@heimsnet.is Heimild: San Fransico Chronicle leiddar fyrr en 1940. Og þarna voru húfur sem komu fyrst til sögunnar ’43. Og þetta var meira að segja Spielberg. Það fannst mér skondið. Ég er alltaf að bæta við mig, mað- ur fer alltaf dýpra og dýpra ofan í hlutina, les bók um einhvern ein- stakan atburð eða hlið á stríðinu. Það er verst að ég hef bara rosalega slæmt minni, alveg hræðilegt. Ég rekst stundum á eitthvað geðveikt forvitnilegt en er síðan svo vitlaus að glósa ekki hjá mér. Einn daginn á heilinn samt eftir að fyllast af þess- um fróðleik um stríðið. Það verður sorglegur dagur. Þá dettur stærð- fræðin út í staðinn eða eitthvað.“ Skrýtið að fara aftur út í hinn venjulega heim Hjálmar Kristinsson er lífeyris- og tryggingaráðgjafi úr Hafnarfirði. Hann var kvaddur óvænt til að leika majór í hernum og sér ekki eftir því. „Það var rosalega gaman að taka þátt í þessari mynd. Þetta er svo framandi heimur. Það hefði að vísu verið skemmtilegra að vera búinn að lesa bókina. Ég fór á Saving Private Ryan á sínum tíma. Byrjunin á henni var náttúrlega rosaleg. Ég var í sjokki strax frá byrjun því mér fannst ég vera inni í kúlnahríðinni miðri og fann á eigin skinni hvað þetta var allt saman átakanlegt. Á Discovery var líka þáttur um daginn þar sem sjónvarpsmaður fór á pramma til Normandí og prófaði að ganga þar í land í fjörunni. Hann var alveg bú- inn eftir að hafa hlaupið úr pramm- anum og upp eftir fjörunni. Þó var hann ekki með þungan farangur og vopn og það dundi engin skothríð á honum. Í sama þætti sagði sjón- arvottur frá ástandinu í þessum landgönguprömmum. Þegar þeir komu upp í fjöru og hlerinn fyrir framan féll niður og menn áttu að hlaupa í land þá frusu þeir fastir. Þeir voru stjarfir af ótta. Síðan dundi skothríðin bara á þeim úr landi og það var auðvelt að stráfella þá. Svo maður hreinlega skilur ekki hvernig Bandaríkjamenn gátu tekið þessa eyju á sínum tíma. En ég var vissulega stundum að hugsa um það þarna á settinu, hvað við erum heppin að eiga heima á Ís- landi og það á þessum tíma. Að þurfa ekki að sæta því að vera kvaddir í herinn skyndilega. Það eru í raun forréttindi.“ Ekkert tilviljun háð „Mér fannst að það yrði að gera þessa mynd vel, hafa allt hundrað prósent. Svo ég hefði gert hvað sem ég var beðinn um að gera. Við höfum náttúrlega allt til að verða stór í þessari kvikmyndagerð hér á landi. Við eigum þetta frábæra landslag og allt eftir því. Og þetta er bara byrj- unin. Ég gaf mig örstutt á tal við Clint Easwood á tökustaðnum. Og það var greinilegt að hann var snort- inn yfir því hvernig Íslendingar höfðu tekið honum og tökuliðinu. Hvernig allt þetta ólíka fólk úr öllum áttum hafði gengið inn í þetta verk eins og einn maður. Hann er mjög hlýr maður og greinilega eldklár. Mér fannst gaman að sjá alla fag- mennskuna og viðbúnaðinn í kring- um myndatökuna. Þar fékk greini- lega ekkert að vera tilviljun háð. Ég tók meira að segja eftir því að kvik- myndaliðið var farið að þekkja suma hermennina með nafni, sagði bara „Heyrðu, Jón, komdu hérna.“ Það var flott. Ég verð samt að játa að mér fannst síðan mjög skrýtið að fara úr þessum heimi og hverfa aftur inn í minn venjulega, daglega heim. Mjög skrýtið.“ Eyjan Iwo Jima er í eyjaklasanum suður af Japan. Þegar leið á heims- styrjöldina síðari og Bandaríkja- menn náðu yfirráðum á Kyrrahafi bæði í lofti og á sjó urðu þessar eyj- ar helsta átakasvæði stríðsins milli Japana og Bandaríkjamanna. Árum saman höfðu Japanir búið sig undir að á eyna yrði ráðist. Þeir höfðu af dæmigerðri elju grafið eyna sundur og saman með skot- gröfum og göngum. Þeir höfðu meira að segja útbúið stærðarinnar herspítala neðanjarðar. Auk þess höfðu þeir reist 750 lítil stálstyrkt steinsteypubyrgi um gervalla eyna. Í þessum byrgjum var síðan komið fyrir skyttum sem áttu að fella eins marga óvinahermenn og þeir gætu áður en þeir féllu sjálfir. Átökin um Iwo Jima voru lang- vinn. Bandaríkjamenn vörpuðu fyrst sprengjum í gríð og erg á eyna, bæði úr lofti og utan af hafi. Þegar á því hafði staðið langa hríð var ljóst að árangurinn var enginn. Eyjan var jafn óunnin og fyrr. Þá sáu Bandaríkjamenn sitt óvænna og lögðu til landgöngu. Árásin á Iwo Jima er einhver hat- rammasta orrusta heimsstyrjald- arinnar síðari. Hér börðust allt í allt um 100 þúsund hermenn. Bandaríkjamenn sendu í allt um 80 þúsund hermenn til landgöngu en 22 þúsund Japanir vörðust af dæmi- gerðri staðfestu, kirfilega faldir í gryfjum og göngum. Þegar yfir lauk höfðu Japanirnir misst flesta sína menn – enda vildu japanskir hermenn frekar deyja en falla í hendur óvinum – en Bandaríkja- menn um 7 þúsund. Margir banda- rísku hermannanna sem lifðu styrj- öldina af sáu þó aldrei einn einasta japanskan hermann. Heiftúðug styrjöld á smáeyju Atlagan Bandarískur hermaður á Iwo Jima með landgöngupramma í bak- sýn. Hart var tekist á um Iwo Jima og eyjarnar í kring í seinna stríði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.