Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 34

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 34
flóttafólk 34 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hann brosir fyrirlitlega: – Rússarnir? Þeir skutu bara á lækna, hjúkrunarkonur og sjúkra- hús. Þegar Rússarnir voru farnir að ganga á sjúkrahúsin og varpa sjúklingunum í fangelsi fór flótta- maðurinn heim. „21. nóv. munaði litlu, að ég yrði fluttur nauðugur til Rússlands. Ég var á gangi úti, þeg- ar rússneskir skriðdrekar komu skyndilega og sópuðu fólkinu sam- an. Síðan var það bundið og keflað, svo að það gat ekkert hljóð gefið frá sér og loks fleygt inn í flutn- ingavagna. Þarna réðust þeir á mig og ætluðu að binda hendur fyrir aftan bak, en fundu þá að mig vant- aði hægri höndina. Þá köstuðu þeir mér í burtu aftur. Ef ég hefði haft hægri höndina væri ég ekki hér.“ Í frásögn blaðamanns Morg- unblaðsins segir m.a.: „Þegar við lítum inn í aðalsalinn er hann þétt- skipaður fólki á öllum aldri. Yngsti flóttamaðurinn er þriggja ára gam- all, en hann er ekki viðstaddur, er sennilega farinn að sofa. Það er komið að kvöldi. Elzti flóttamað- urinn er 54 ára gömul kona. Hún er ekki heldur í salnum, því að hún er lasin eftir hrakningana og liggur fyrir. – Það er verið að leika dans- músík, og eitt parið hefur fengið sér snúning á miðju gólfi. Sumir tefla, aðrir spila á spil, og ein eða tvær konur prjóna án afláts. Hér er séð fyrir öllu og reynt að afmá sár- ustu minningarnar. En það er ekki auðgert. Rússnesk ráðstjórn segir til sín með köflum. Ung stúlka grætur með þungum ekka. Frú Nanna (Snæland túlkur, var gift Andrési Alexandersyni af ung- versku bergi brotinn, en þau hjón höfðu flúið til Íslands frá Búdapest 1948 – innskot) gengur til hennar og hughreystir hana. Og svo er okkur sagt að þetta fólk hafi flúið af „ævintýraþrá“!“ En í samtölum við flóttafólkið kemur fram, að það var engin æv- intýraþrá sem rak það í skemmti- ferð til Íslands. Lýsingar þess á grimmd rauða hersins og ráð- stjórnarfyrirkomulagsins eru skelfilegar og hrikalegar þær hörmungar sem hröktu fólkið á flótta heiman að. Engin nöfn eru birt í greininni og á meðfylgjandi ljósmyndum eru augu fólksins hulin utan yngstu flóttamannanna sem myndaðir eru á koddanum. Þessi leynd átti m.a. að koma í veg fyrir að útsendarar ráðstjórnarvaldsins vissu hverjir flóttamennirnir væru en sú vitn- eskja átti að gefa höggstað á flótta- mönnunum og ættingjum þeirra heima fyrir. Einn flóttamannanna segir ber- um orðum, þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann fór úr landi: Ef þér skrifið ekki nafn mitt í blaðið get ég sagt yður það. Ég tók þátt í uppreisninni og barðist með frelsissveitunum í verkamanna- hverfum Búdapest. Þar urðu bar- dagar einna harðastir. – Þér hafið sem sagt ekki flúið af „ævintýraþrá“? Hann brosir, segir svo: – Við erum komnir yfir alla „æv- intýraþrá“! Þegar ég frétti um ör- lög móður minnar (sem Rússar myrtu meðan hann sat í fangabúð- um nazista og föður hans settu þeir í fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir) var ég ákveðinn í að klekkja á Rússum eins og ég frekast gæti. Ég fékk tækifæri til þess – og þess vegna er ég kominn hingað. Á baksíðu Morgunblaðsins er fólk hvatt til þess að leggja ung- versku flóttamönnunum lið með fjárframlögum, atvinnu og húsa- skjóli; „Leggjum öll hönd að verki“. Blaðið birtir lista um störf Ung- verjanna „til að íslenzkir vinnuveit- endur geti betur áttað sig á því að hvaða störfum það fær helzt geng- ið“. Karlmenn: Bifvélavirkjar (3), múrari (1), námumaður (1), járnsmiðir (2), log- suðumaður (1), bílaréttingamaður (1), búfræðingur (1), gúmmíverka- maður (1), húsgagnasmiður (1), skósmiður (1), verksmiðjuverka- menn (2), bifreiðastjóri (1), loft- skeytamaður (1), vélsmiðir (3), raf- virki (1), vélfræðingur (1). Konur: Hjúkrunarkonur (4), saumakon- ur (2), Rannsóknastofustarf (1), skrifstofustúlka (1), matreiðslu- kona (1), verksmiðjustúlkur (3). Gunnlaugur Þórðarson segir, að svo vel hafi tekizt til að um áramót var búið að útvega öllu fólkinu at- vinnu og finna því flestu samastað. Sex fóru til Vestmannaeyja, tveir til Akraness, tveir til Hafn- arfjarðar, að Álafossi og nágrenni fóru sex, fjórir að Geldingalæk í Rangárvallasýslu (hjón með tvö börn) og í Reykjavík ílentust 30. Hvíti þrælasalinn Gunnlaugur segir að það hafi verið mikil uppörvun að finna þann velvilja, sem fólkið mætti í hvívetna og hann líka fyrir forgöngu sína í máli þess. Hins vegar var annað hljóð í strokki Þjóðviljans, sem helgaði Gunnlaugi leiðara sinn 28. desember undir fyrirsögninni: „Kynferði mannúðarinnar“. Gunn- laugur hafði í útvarpsviðtali á jólum sagt frá Austurríkisferðinni og sagði Þjóðviljinn hann hafa talað „eins og fyrirmaður nýkominn af þrælamarkaði, þar sem hann hafði þuklað, mælt og vegið þá sem á boðstólum voru“. Mannúð hans var bundin við aldur og kyn, en ekki þá sem erfiðast áttu. Í blaðinu Austur- landi var Gunnlaugur kallaður „samviskulaus þrælakaupmaður“. Í Ævibrotum segir Gunnlaugur: „Mér þótti líklegt að konur ættu öðru jöfnu auðveldara með að sam- lagast nýjum aðstæðum en karlar og tók þær því fram yfir karla. Reynt var að koma á mig höggi á þeim forsendum, og eins því að vilja fá börn til landsins. Það duldist samt engum, að hingaðkoma flótta- fólks frá kommúnistísku ríki var hin eina ástæða þeirrar óvildar sem Þjóðviljinn gat ekki leynt.“ Tæpum aldarfjórðungi eftir þrælakaupmannsnafnbótina birtist í Þjóðviljanum helgarviðtal við Gunnlaug Þórðarson, þar sem hann kemur m.a. inn á mál ungversku flóttamannanna. Þá horfir aðdrag- andinn svona við honum: „Ég lék tveimur skjöldum í þessu máli, því félögunum í RKÍ leist í rauninni ekkert á hugmyndina um flóttafólk til Íslands. Ég sagði ríkisstjórninni að RKÍ hefði hug á að fá fólkið til landsins og sagði síðan félögunum í RKÍ að ríkisstjórnin vildi fá flótta- mennina. Ég taldi ráðlegast að fá stúlkur hingað til lands vegna þess að kvenfólk á auðveldara með að aðlaga sig en karlmenn.“ Og Ing- ólfur Margeirsson sló botninn í þetta mál fyrir Þjóðviljann: „Fyrir þessa afstöðu var Gunnlaugur kall- aður „hvíti þrælasalinn“ í Þjóðvilj- anum 1956.“ Nixon á Íslandi Undanfari ungversku flótta- mannanna á Íslandi var bandaríski varaforsetinn, Richard Nixon, sem kom hér við á heimleið frá Aust- urríki, þar sem hann kynnti sér að- búnað ungverska flóttafólksins og úrræði því til handa. Nixon hitti ís- lenzka ráðamenn á Bessastöðum og ræddi við blaðamenn. Nixon varði afskiptaleysi Banda- ríkjanna og hins vestræna heims með því að þótt menn fylgdu ung- versku frelsishetjunum í hjarta sínu hefði verið ógerlegt að hætta heimsfriðnum með því að skerast beint í leikinn. Því yrðu menn að vinna í gegnum samtök Sameinuðu þjóðanna. „Ekkert land sem tekur við ung- versku flóttafólki verður fyrir von- brigðum,“ hefur Morgunblaðið eftir varaforsetanum. „Því að þetta fólk er þegar á heildina er litið duglegt Saga Rauða kross Íslands Fararstjórinn og flóttamennirnir Gunnlaugur Þórðarson í hópi ung- verskra flóttamanna eftir komuna til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.