Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 41
ekki orðið tímabært að gera í kjarasamningum
skýra kröfu um styttri vinnutíma á móti skipu-
lagsbreytingum, sem geta aukið framleiðni í fyr-
irtækjum? Er það ekki mikilvægara fyrir marga
félagsmenn stéttarfélaganna að eiga þannig meiri
tíma með fjölskyldu sinni en að fá meiri peninga í
vasann? Sumir kjósa kannski peningana, en er þá
ekki hægt að byggja inn í kjarasamningana skýr-
ara val á milli tíma og peninga? Það er þörf á nýrri
hugsun í þessum efnum hjá verkalýðshreyfing-
unni og örlar raunar á henni, ekki sízt hjá VR, sem
einu sinni stóð fyrir Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
Lausnarorðin á undanförnum árum, þegar rætt
er um jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs, hafa gjarn-
an verið sveigjanlegur vinnutími og fjarvinna. Í
umfjöllun Morgunblaðsins kemur skýrt fram að
það getur nýtzt sumum að komast fyrr burt úr
vinnu og geta lokið verkefnum sínum t.d. þegar
börnin eru sofnuð, en fyrir aðra þýðir þetta að
vinnan eltir þá heim á hverjum degi og þeir eru
aldrei í fríi, ekki heldur heima hjá sér. Sveigj-
anleikinn og heimavinnan eru þess vegna tvíeggj-
að vopn. Þegar upp er staðið er það stytting vinnu-
tímans, sem fólk þarf á að halda til að geta sinnt
börnunum sínum, fremur en sveigjanleiki.
Vinnan og lífshlaupið
Þ
að þarf að nást samstaða um vinnu-
fyrirkomulag, sem tekur meira mið
af eðlilegu lífshlaupi barnafólks en
nú er. Það er öfugsnúið að fólk, sem
á lítil börn, sé á kafi í vinnu og hafi
ekki tíma fyrir þau, en að fólk, sem
er ekki byrjað að eignast börn eða löngu búið að
því vinni styttri vinnudag. Viðhorfið ætti auðvitað
að vera að fólk geti minnkað við sig vinnuna þegar
börnin koma til sögunnar og aukið hana við sig
smám saman þegar þau vaxa úr grasi og þurfa síð-
ur á foreldrum sínum að halda.
Það má líka spyrja hvort foreldrar sjálfir taki
ekki gróna atvinnulífs- og fyrirtækismenningu
sem gefnum hlut í alltof ríkum mæli, í stað þess að
gera sjálfir kröfur um það hvernig þeir vilja haga
vinnutíma sínum. Eins og fjölmargir viðmælendur
Morgunblaðsins benda á, er þetta auðvitað spurn-
ing um forgangsröðun; hvort fólki finnst mikil-
vægara, peningarnir eða tíminn með börnunum.
En hver segir að allir þurfi að vinna eitthvað, sem
er kallað 100% vinna? Af hverju höngum við ríg-
föst í einhverju, sem heitir 40 stunda vinnuvika?
Er það einhver heilög tala? Af hverju er ekki al-
mennt viðurkennt að fólk geti unnið t.d. 35 stunda
vinnuviku og fengið greitt sem því nemur? Og aðr-
ir, til dæmis ungir einhleypingar sem eru nýbúnir
að kaupa sér íbúð, unnið 60 stunda vinnuviku og
fengið borgað í samræmi við það?
Þetta er auðvitað engan veginn viðurkennt í
dag. Þeir starfsmenn, sem vilja vinna hlutastörf,
eins og það er kallað, eru næstum því eingöngu
konur. Þeir minnka möguleika sína á stjórnunar-
störfum og stöðuhækkunum. En er bezti stjórn-
andinn alltaf sá, sem vinnur tvöfaldan vinnudag?
Getur hann ekki líka verið sá, sem fær beztu hug-
myndirnar eða hefur mestu skipulagshæfileikana?
Það gerir fólki erfiðara fyrir í þessum efnum, að
margir eru staddir á krossgötum á sínum starfs-
ferli einmitt þegar þeir eiga lítil börn, sem þurfa
mikla umhyggju. Þá finnst fólki það þurfa að
leggja meira á sig en oftast áður í vinnunni, eigi
það að ná langt. Einu sinni var þetta einfalt; karlar
áttu sér starfsferil utan heimilisins og lögðu nótt
við dag að byggja hann upp á meðan konur voru
heima og sáu um börnin. Fáir telja í dag að það
hafi verið réttlátt eða eðlilegt fyrirkomulag. En
við höfum enn ekki fundið lausnina á því að báðir
foreldrar geti unnið úti án þess að þurfa að leggja
nánast jafnmikið á sig hvor um sig og ein fyr-
irvinna gerði áður.
Neyzluæðið
S
varið liggur að hluta til í afstöðu okk-
ar til veraldlegra gæða. Umræðan
um neyzluæði Íslendinga gengur
eins og rauður þráður í gegnum um-
fjöllun Morgunblaðsins um börnin í
samfélaginu. Hversu verr settar
væru margar fjölskyldur ef t.d. báðir foreldrar
ynnu fimm tímum skemur á viku? Ef svarið er að
þá ætti fólk ekki fyrir flatskjá í öll barnaherbergin
eða þyrfti að fækka utanlandsferðum um eina á
ári, er kannski ástæða til að endurskoða forgangs-
röðina. Auðvitað eru margar fjölskyldur þannig
staddar að foreldrar hafa ekki efni á að minnka við
sig vinnu; þá ættu þeir ekki fyrir lífsnauðsynjum.
En þessar fjölskyldur eru lágt hlutfall þjóðarinnar
og fer lækkandi.
Við getum nefnilega ekki leyft okkur að horfa
eingöngu til stjórnmálamannanna, stjórnenda fyr-
irtækja eða aðila vinnumarkaðarins í leit að lausn
á þeim vandamálum, sem snúa að börnum og fjöl-
skyldum. Að verulegu leyti er lausnin fólgin í hug-
arfarsbreytingu hjá okkur sjálfum. Ýmsir hafa
orðið til að spá því hér á síðum blaðsins að fólk
hlyti að fara að gera uppreisn gegn hinni skefja-
lausu neyzluhyggju, sem virðist hafa náð tökum á
samfélagi okkar og birtist til dæmis í fréttum eins
og þeirri, sem Morgunblaðið flytur í dag, Þorláks-
messu, af væntanlegu Íslandsmeti í verzlun; áætl-
að er að þennan síðasta dag fyrir jól eyði þjóðin
um þremur milljörðum króna í verzlunum.
Lausnin er líka fólgin í meira jafnrétti. Hér í
upphafi var það nefnt að það hefðu aðallega verið
konur, sem hefðu haft samband við Morgunblaðið
og þakkað umfjöllun þess um börn og foreldra.
Brennur málefnið síður á körlum? Eru þeir ekki
jafntættir á milli vinnu og fjölskyldu og konurnar?
Eða er það enn svo í flestum tilvikum að konur eru
undir tvöföldu álagi; vinna fullan vinnudag og
koma svo heim og bera meginábyrgðina á heimili
og börnum?
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í við-
tali í síðustu greininni í úttekt Morgunblaðsins, að
þátttaka karla í fæðingarorlofi hefði fært þá nær
börnunum sínum. „Ég er ekki í vafa um að virðið í
feðraorlofinu til lengri tíma litið liggur í því að feð-
urnir eru að taka hluta af samvizkubiti mæðranna
sem hefur verið þeirra versti óvinur í gegnum tíð-
ina. Þær eru sífellt með nagandi samvizkubit yfir
því að sinna ekki öllum sínum hlutverkum vel,“
segir Bjarni.
Yfir tuttugu þúsund feður hafa nú tekið fæðing-
arorlof, frá því lögunum um það var breytt í upp-
hafi nýrrar aldar. Þetta er harla stór hópur með
samvizkubit og orðið tímabært að hann láti í sér
heyra. Það er að minnsta kosti víst, að breytingar
á högum barnanna okkar verða ekki nema bæði
feður og mæður telji þær nauðsynlegar og séu
tilbúin að berjast fyrir þeim.
» Verkalýðshreyfingin þarf að hlusta eftir óskum og hug-myndum félagsmanna sinna í þessu efni. Er ekki orðið
tímabært að gera í kjarasamningum skýra kröfu um styttri
vinnutíma á móti skipulagsbreytingum, sem geta aukið fram-
leiðni í fyrirtækjum? Er það ekki mikilvægara fyrir marga fé-
lagsmenn stéttarfélaganna að eiga þannig meiri tíma með fjöl-
skyldu sinni en að fá meiri peninga í vasann?
rbréf
Morgunblaðið/Ásdís
Barngæzka Krakkarnir á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði fengu heimsókn frá jólasveininum á litlu jólunum.