Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 52

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 52
52 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er alltaf sérstök og dul-úðug stemmning að fara íhellaferð og hvernig gatmann grunað að hin marg- umræddu Brennisteinsfjöll lumuðu á talsverðum fjölda hella sem vert er að skoða? Fróðir ferðafélagar á borð við Ómar Smára Ármannsson frá gönguhópnum FERLIR og Einar Júlíusson frá Hellarannsóknafélagi Íslands eru nauðsynlegir á ferðum sem þessum en einnig má þess geta að bæði umrædd félög halda úti heimasíðu, www.ferlir.is og www.speleo.is. Ekki er úr vegi að geta þess einnig að Hellarannsókna- félagið hefur á heimasíðu sinni lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn Land- verndar undir yfirskriftinni „Reykja- nesskagi – eldfjallagarður og fólk- vangur“. Segir ennfremur að framtíðarsýnin grundvallist á nátt- úruvernd samhliða fjölbreyttri nýt- ingu á auðlindum Rekjanesskagans. Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við þetta verk- efni og telur það sérstaklega ánægju- legt að vernda eigi stór hraun, hraun- myndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu. Segir Hellarannsóknafélagið að Brennsteinsfjöllin og næsta nágrenni við þau sé stærsta ósnortna land- svæðið á Reykjanesskaganum og hafi að geyma ótal marga hella sem hafa verið lítt rannsakaðir. Gígarnir og hraunin séu ótalmörg og hvert og eitt einstakt út af fyrir sig og mikil þörf á að vernda þetta svæði í heild sinni. Undir þetta getur hver sá sem skoðar sig um á svæðinu tekið heils- hugar og víst er að af nógu er að taka. Bara í þeirri ferð sem farin var að þessu sinni var í senn farið í þekkta hella og leitað nýrra. Rannsóknarlögreglan neðanjarðar Um gönguhópinn FERLIR er það að segja að hann stóð upphaflega fyr- ir Ferðahóp rannsóknardeildar lög- reglunnar í Reykjavík og hefur vaxið fiskur um hrygg frá stofnun árið 1999. Segja má að félagsskapurinn sé nú orðinn ein helsta uppspretta þekkingar á hellum, seljum, letur- steinum, skútum, fjárborgum og fleiru á Reykjanesskaganum. Lögð er nokkur áhersla á að fá staðkunn- uga á hverjum stað til að fræða þátt- takendur í hverri ferð og eru Ferlis- ferðirnar nú orðnar vel yfir eitt þúsund talsins. Því fylgir nokkuð sér- stök tilfinning að ferðast með rann- sóknarlögreglumönnum í leit að hellum og guð hjálpi þeim heimska bófa sem dytti í hug að ramba inn á Reykjanesið með ránsfeng eða fíkni- efni og telja góssið öruggt í fyrsta hellisskúta sem hann fyndi. Með þeirri aðferðafræði myndi skrattinn aldeilis hitta ömmu sína en það er önnur saga. Ferlisfélagar eru heldur ekki eingöngu rannsóknarlög- reglumenn heldur fólk úr lögreglunni almennt og allir þeirra vinir eða vandamenn. Sérstök derhúfa er veitt sem viðurkenning fyrir fimm Ferlis- ferðir. En gönguhópurinn hefur nú nýtt undanfarin misseri til að ganga um hin einstöku svæði á Reykjanesi og var upphaflegt markmið að fara eitt hundrað ferðir um svæðið til að skoða það helsta. En þrátt fyrir ferðirnar þúsund eru enn stór svæði ókönnuð. Hafa Ferlismenn nú skoðað á fjórða hundrað hella og nafngreinda skúta svo fátt sé talið. Finna má urmul leiðarlýsinga á heimasíðu Ferlis og má samsinna fullyrðingum um að svæðið á Brenni- steinsfjöllum, þ.e. Kistufell, Kista og Eldborg, sé ótrúlegur undraheimur með ósnertum litskrúðugum hellum og einstökum náttúrufyrirbærum er nauðsynlegt er að standa vörð um þessa einstöku veröld, segir þar. Á liðnum árum hafa uppgötvast þarna langir hellar og enn er svæðið langt í frá fullkannað. Gangan yfir að hellasvæðinu í Brennisteinsfjöllum tekur 2–3 klukkustundir og er haldið frá bílunum við Breiðdal við Kleifar- vatn. Upp úr Hvammadal er fylgt gömlum stíg sem áður var genginn milli Kaldársels og Krýsuvíkur. Þeg- ar upp á brúnina er komið er beygt til vinstri til að fylgja stíg austur með brúninni yfir á slétta hraunhellu Kistuhrauns, sem liggur þar milli Kistufellshraunsins í austri og Eld- borgarhraunsins í vestri. Undir hinu síðarnefnda og vestar sjást fleiri Eld- borgarhraun. Gangan getur talist löng og sjálfsagt er að reikna með heilum degi í hana fram og tilbaka að meðtöldum hellaferðunum. Duttu niður í Lýðveldishellinn Í vesturhlíðum Kistu er svokall- aður Lýðveldishellir sem dregur nafn sitt af því að þann 17. júní árið 1994 fundu Guðmundur Löve og Þröstur Jónsson hellinn. Samkvæmt frásögn Ferlis voru þeir þarna á ferð í mikilli þoku og rigningu þegar þeir svo til „duttu“ niður um opið á hellinum. Er hann um 200 metra langur. Ferlis- menn leituðu þessa hellis á sínum tíma en við þá leit uppgötvaðist ann- ar hellir, sem fékk heitið Þjóðhátíðar- hellir Norðmanna því hellisfundinn bar einmitt upp á 17. maí. Hellisopin eru ekki langt hvort frá öðru, en reyndar sinn í hvoru hrauninu, segir á Ferlisvef. Að þessu sinni var farið ofan í ann- an helli sem Ferlismenn fundu líka og heitir sá FERLIR og er þarna í nágrenninu. Er þetta með litskrúð- ugri hellum landsins og ógleyman- legur þeim sem niður í hann fara. Lít- il hraunbreiða sem þar er að finna er svo óveðruð að halda mætti að hraun- ið væri nýrunnið og -storknað. Þótt aldur þess sé talin í mörgun öldum virðist það samt svo glænýtt og það er töfrum líkast og horfa á þetta fyr- irbæri sem gæti jafnast á við að hitta fyrir ungbarn úr grárri forneskju. Í raun jafnast fátt á við góða hella- ferð. Ljóst er að margfalt fleiri hellar en eingöngu Raufarhólshellir standa fólki til boða. Sjálfsagt er að taka með góð ljós og hlýjan fatnað sem má skemmast við mögulegan núning í hellunum. Nesti og ferðatilhögun þarf að ganga frá og sýna góða um- gengni hvar sem farið er um. Morgunblaðið/Þorkell Litadýrð Mögnuð lífsreynsla er að virða fyrir sér óveðruð hraunreipin í hellunum að ekki sé talað um alla litadýrðina. Hellarnir í Brennisteinsfjöllum Margar hæðir Sumir hellar í Brennisteinsfjöllum eru á nokkrum „hæðum“. Gangarnir mætast á nokkurskonar torgi, sem hægt er að ganga umhverfis. Á vit hellaævintýra Fyrst er um mosavaxin hraun að fara og upp úr Hvammadal áður en stefnan er tekin yfir Kistuhraun. Í Brennisteinsfjöllum á Reykjanesi er áhugavert útivistarsvæði sem státar af fjölmörgum hraun- hellum, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson að lokinni gönguferð um svæðið í fylgd kunnugra. orsi@mbl.is náttúra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.