Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Í 2. kafla Lúkasarguðspjalls segir, að eftir að María hafi fætt barn sitt, vafið það reifum og lagt í jötu, hafi þetta gerst: En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþókn- un á. Engla er getið ríflega 300 sinn- um í Biblíunni. Þeir eru ósýnilegar verur, himnesks eðlis, þjónar Guðs og vinna í hans nafni. Þeir voru skapaðir af honum í upphafi og búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð, framkvæma boð hans og eru settir mönnum og dýrum til verndar. Stéttir þeirra eða gerðir eru margs konar. Í síðgyðingdóminum var farið að tala um níu flokka engla; þeim var skipað eftir virð- ingarröð, sem oftast var þessi: efst voru serafar, þá kerúbar, síðan há- sæti eða trónar, og eftir það herra- dómar, dyggðir, tignir, máttarvöld, erkienglar og loks englar. Kristnin erfði þessa röðun og er hún komin í núverandi form á 5. eða 6. öld. Serafar eru næst hásæti Guðs og lofa hann þar og tigna, syngj- andi dýrðaróð kærleikans. Kerúbar standa vörð um hásæt- ið og einnig lífsins tré í Paradís. Óður þeirra er viska og speki. Þeir hafa tvo, fjóra eða sex vængi, stundum þakta augum. Gulli drifn- ar myndir þeirra skreyttu náð- arstólinn í musterinu, í hinu allra helgasta, sáttmálsörkina, kistuna þar sem boðorðatöflurnar voru geymdar, og einnig fortjald þess. Hjá spámanninum Esekíel (1:4– 28) er að finna stórbrotnar lýs- ingar á kerúbunum. Hásæti og trónar, eða stólar, eins og þeir eru nefndir í íslensku hómilíubókinni, frá því um 1200, standa umhverfis hásæti Drottins. Þeir eru herskarar engla, gjarnan lýst sem vængjuðum hjólum; ef þeir eru sýndir í mannsmynd eru þeir hafðir í bænastellingu og með ríkisepli og veldissprota, eins og konungar. Þeir eru í hvítum kyrtl- um og með græna stólu, oft með gyllta linda um sig miðja. Vængir þeirra eru oft sýndir alþaktir aug- um. Herradómar voru álitnir farveg- ur guðlegrar miskunnar, en dyggðir tengjast oft hetjum trú- arinnar og þeim öðrum sem eiga í hinni góðu baráttu í þágu Guðs. Tignirnar eru í framvarðarsveit ljóssins gegn myrkrinu; hlutverk þeirra er að vinna kraftaverk á jörðu. Einkenni þeirra er stafur, með ríkisepli á endanum. Máttarvöld ríkja yfir jörð, vatni, lofti og eldi, og eiga að halda illum öflum í skefjum; þau eru vernd- arar þjóðanna. Erkienglar eru gjarnan nefndir fjórir; það eru Gabríel, Mikael, Rafael og Úríel. Oft er Gabríel tal- inn foringi þeirra; hann er engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins, enda kann hann einn þeirra öll tungumál veraldar. Sam- kvæmt gamalli hefð er þetta eng- illinn sem boðaði fjárhirðunum tíð- indin á Betlehemsvöllum. Hann er nafngreindur fjórum sinnum í Biblíunni, þ.e. tvisvar í Gamla testamentinu og tvisvar í Nýja testamentinu, og í öllum tilvikum er um stóra atburði að ræða. Á apókrýfu-meiði Nýja testament- isins er aukin heldur ýjað að því, að Gabríel hafi sömuleiðis birst foreldrum Maríu, þeim Jóakim og Önnu, og tilkynnt um fæðingu hennar. Og sennilega var það einn- ig títtnefndur erkiengill sem boð- aði móður Samsonar fæðingu hans, því margt er afar líkt með þeirri frásögn og öllum hinum. Og sumir telja þetta vera engilinn sem glímdi við Jakob, ættföður Ísr- aelsmanna forðum, sem birtist Jósef trésmið í draumi og sagði honum að flýja til Egyptalands og velti steininum frá grafarmunn- anum að morgni páskadags en hann var „sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór“. Og víðar á Gabríel að koma fyrir í bókinni helgu. Á myndverkum, sem oftast tengjast ferð hans til Nazaret, er hann gjarnan vængjaður, þó ekki alltaf, oft með geislabaug, berandi lilju, krossstaf, spjót, veldissprota eða þá bókrullu í hönd, þar sem letruð eru orðin Ave Maria eða þá Ave Maria, gratia plena. Dominus tecum. Það merkir Heil vert þú, María eða Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Neðsta stéttin, englar, hefur svo inni að geyma aðrar ljósverur him- insins. Og senn kemur það aftur í minn- ingunni, sem forðum gerðist meðal snauðra hjarðmanna um kalda nótt í Palestínu, og heimsbyggðin mun þá taka undir og syngja: Englakór frá himnahöll hljómar yfir víða jörð. Enduróma fold og fjöll, flytja glaða þakkargjörð. Gloria in excelsis Deo. Gleðileg jól! Englakertið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fjórða kertið á aðventukrans- inum nefnist englakertið og vís- ar til hlutar þeirra í rás atburða í Nazaret og Betle- hem. Sigurður Ægisson er hér með fróðleik um þessar himnesku verur sem afar djúpar rætur eiga í mörgu kristnu hjarta. SKÁKDÆMI þau sem lögð eru fyrir lesendur Morgunblaðsins eru misjafnlega erfið og má ætla að léttustu dæmin komi fyrst en tvö erfiðustu dæmin eru tvímælalaust númer 5 og 6. Fyrstu þrjú dæmin eru eftir bandarískan skákdæmahöfund, Sam Lloyd. Þau komu fyrst fyrir sjónir íslenskra skákáhugamanna um aldamótin 1900 í ritinu Skák- dæmi og tafllok, sem Daniel Will- ard Fiske gaf út og prentað var í Flórens á Ítalíu. Um Samuel Lloyd þennan skrifar Fiske m.a.: „Hann er fæddur 1. janúar 1841 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og varð fyrst kunnur sem skákdæmahöf- undur um þær mundir, er fyrsta ameríska skákþingið var haldið í New York 1857, þá einungis 16 ára að aldri. Það er merkilegt að Am- eríka skyldi eiga á sama tíma hinn fremsta skákdæmahöfund og hinn bezta taflmann. Því að það var ein- mitt á skákþinginu 1857, að Páll Morphy fékk skákorð á sig og skáksigurför hans byrjaði. Töfl Morphys og Lloyd eru þannig framleiðsla hinnar sömu kynslóðar og hins sama lands.“ Um Willard Fiske hefur margt verið ritað. Hann gaf út skáktímarit með Paul Morphy en tók síðar ást- fóstri við íslenska þjóð og lærði tungumálið. Í Grímsey er hann hafður í miklum metum og steig hann þó aldrei fæti á land þar. Bókagjafir hans kunna að hafa lagt grunninn að skákáhuga Íslendinga á síðustu öld. Fiske-safnið í Þjóð- arbókhlöðunni er eitt merkasta skákbókasafn í víðri veröld og má geta þess að þegar Lothar Schmid, yfirdómarinn frá einvígi Fischers og Spasskís 1972 og kunnur safnari, kom hingað til lands vegna 30 ára afmælis einvígisins 2002 hélt hann vart vatni af hrifningu sinni yfir ýmsum þeim handritum sem til sýnis voru í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrir nokkrum árum var upplýst að Fiske hefði komið hingað til lands með ýmsa muni, m.a. frá Egyptalandi, og eru þeir nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn stjórn- armanns í safnaráði Þjóðminja- safnsins stundaði Fiske fornleifa- fræði af svipuðum ákafa og kvikmyndapersónan Indiana Jones. Um dæmi nr. 5 er það að segja að í bókinni A. Alekhine, agony of a chess genius, greinir höfundurinn Pablo Moran frá því að þetta dæmi hafi verið lagt fyrir Aljekín, þegar hann dvaldi í útlegð sinni á Spáni undir lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar, og látið fylgja að það hefði tekið Morphy eina klukkustund að leysa dæmið. Eftir örskamma stund leysti Aljekín dæmið og kvað jafn- framt upp úr með það að Morphy hlyti að hafa verið hálfsofandi er dæmið var borið á borð fyrir hann. Síðasta dæmið hefur undirritaður lagt fyrir marga snjalla skákmenn og fáir leyst það. Ég sá það fyrst á sæluviku á Sauðárkróki árið 1980 en það birtist fyrst í tímaritinu Skák. Gleðileg jól. Skákþraut nr. 5 – mát í 3. Skákþrtaut nr. 6 – mát í 3. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skákþraut nr. 2. – mát í 2.Skákþraut nr 1. – mát í 2. Skákþraut nr. 3 – mát í 3. Skákþraut nr. 4 – mát í 3. Jólaskákþrautir 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.