Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 60
60 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Í dag kveð ég ljúfa
og fallega frænda
minn, Ásgeir Jón.
Þegar ég hugsa um
litla frænda minn
kemur í huga mér fal-
lega brosið hans sem hann var svo
óspar á, glettnin í augunum eins og
hann væri alltaf tilbúinn að stríða
manni og glæsileikinn, enginn tók
sig jafn vel út á dansgólfinu og
hann.
Ásgeir Jón ólst upp við mikinn
kærleika, umhyggjusemi og óeig-
ingirni og bar hann það með sér.
Ég á margar ljúfar minningar um
góðar stundir heima hjá Stínu
frænku þar sem við frændsyskinin
brölluðum ýmislegt og er ég mjög
þakklát fyrir þær minningar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Stína frænka, Raggi
Maggi, Linda, Sara Sif, Emma Ósk
og Einar, megi Guð styrkja og
hugga ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Guðleif Hafdís og fjölskylda.
Kæri frændi. Þegar ég sit hér og
fer yfir farinn veg finn ég hversu
berskjaldaður og ósjálfsbjarga
maður er þegar frétt á borð við þá
að ungum manni, 29 ára gömlum,
sé kippt fyrirvaralaust úr lífi fjöl-
skyldunnar, ættingja og vina og yf-
ir í móðuna miklu.
Þegar þú varst tveggja ára gam-
all dundi yfir hörmulegt slys og
föður þínum, Einari Magnússyni
þá 29 ára gömlum, er kippt út úr
lífi þínu og fjölskyldan þarf að
hefja nýtt líf án föður og maka.
Ég veit að hún Stína frænka mín
og móðir þín hefur verið sem klett-
ur í lífi ykkar bræðra og staðið
með ykkur sem sönn móðir og vin-
ur.
Því bið ég góðan Guð að leiða
ykkur í gegnum sorgina og hjálpa
okkur að muna góðan dreng.
Ásgeir Þór frændi.
Um hádegi 2. desember vaknaði
ég með gleðibros, því afmæli mitt
var í nánd og, eins og flestir í fjöl-
skyldunni vita, á Ásgeir frændi
minn það til að stríða mér með
auka afmælispakka, oftast tengist
það Póstinum Páli, bækur, leikföng
eða dagatal. En síðan hvarf það
bros og gleðin, þegar ég frétti að
Ásgeir hefði lent í árekstri og þá
kom áhyggjur og bið, sem breyttist
Ásgeir Jón Einarsson
✝ Ásgeir Jón Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 7. júní
1977. Hann lést af
slysförum 2. desem-
ber síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Neskirkju 13. des-
ember.
fljótt í tár og sorg
þegar ég frétti að
hann væri dáinn.
Þennan dag dó stór
hluti af sál minni með
þér, minn kæri
frændi.
Hann Ásgeir var
ekki bara frændi
minn og besti vinur
minn, hann var mér
líka sem bróðir og
faðir sem ég átti aldr-
ei.
Hann Ásgeir var
alltaf til staðar fyrir
mig hvort sem ég var veikur eða
leiður. Hann fékk mig alltaf til að
brosa og hlæja.
Ég sakna þín frændi, ég sakna
þess að faðma þig, ég sakna þess
að hlæja með þér, ég sakna þess að
syngja með þér, ég sakna þess að
heyra röddina þína, ég sakna þess
að tala við þig en ég vona að þú
heyrir þetta kall frá mér. Það kall
er að láta þér líða vel og ég lofa að
hugsa oft til þín, svo þú getir hald-
ið áfram að elska mig.
Þinn frændi
Davíð Freyr Hjaltalín.
Elsku Ásgeir minn,
ég vildi óska þess að þú værir
enn hér hjá mér. Ég sakna þín svo
mikið, ég sakna hlátursins, ég
sakna prakkaraskaparins, ég sakna
þess að þú hringir í mig, ég sakna
rödd þinnar, ég sakna þess að þú
munir aldrei aftur hrekkja mig, ég
man þegar þú fórst í rauða kjólinn
hennar mömmu og fórst út í hon-
um og hljópst í honum fyrir utan
og lést öllum illum látum og þér
var alveg sama hvað fólki fannst,
því að þú varst að reyna að hressa
frænku þína við.
Ég man þegar við vorum lítil og
gerðum allt saman, vorum saman í
dansi og á hverjum sunnudegi þá
fórum við til Hveragerðis, þú, ég,
Davíð og mömmur okkar, manstu
þegar við vorum í fataleik eða vor-
um að leika okkur í playmo eða
barbie? Ég man eftir því þegar við
vorum að stela rabarbörum úr
görðum hjá fólki því að okkur
fannst þeir góðir.
Ég man þegar við vorum alltaf
að gera eitthvað, við þrjú, ég, þú
og Davíð, það er svo skrítið þetta
líf, þú varst tekinn svo snögglega
frá okkur að ég vildi óska að þú
myndir koma og taka utan um mig
og segja mér að þetta hafi bara
verið draumur og þú myndir hugga
mig, passa upp á mig og faðma eins
og þú varst vanur að gera. Við gát-
um alltaf leitað hvort til annars ef
okkur leið eitthvað illa, þú áttir
alltaf annað heimili hér og munt
alltaf eiga.
Síðast þegar ég sá þig, þann 29.
nóvember, faðmaðir þú mig svo
fast að þér, þú hafðir aldrei faðmað
mig svona mikið eins og þá, hund-
arnir voru brjálaðir þegar þú
komst og Mikki vildi ekki fara frá
þér.
Ég man og mun alltaf muna eftir
því sem við gerðum saman og einn-
ig hvað þú elskaðir pitsu, beikon-
bát og uppáhaldið hjá þér, bíópopp
með miklu kryddi og þú áttir til að
stela kryddi í kókglas til að taka
með þér heim.
Elsku Ásgeir minn, ég veit bara
ekki hvað ég á að segja. Það er svo
erfitt að segja bless við þig og vita
það að þú sért farinn héðan frá
okkur. Ég sakna þín svo mikið að
það er ekki hægt að láta það á
blað. Það eru ekki til nógu mörg
blöð í heiminum til að skrifa á hvað
ég sakna þín mikið. Ég veit hvað
þú elskaðir Mikka mikið og þú
veist einnig hvað Mikki elskaði þig,
hann er búinn að vera svo sorg-
mæddur, hann saknar þín svo mik-
ið.
Ég veit að þú ert í góðum hönd-
um þarna uppi og fögnuðurinn
mikill þegar þú hittir föður þinn og
Dúllu aftur sem þú ert búinn að
þrá svo lengi, elsku Ásgeir minn.
Nú kveð ég þig, sem er erfitt að
gera, en ég mun alltaf geyma þig í
hjarta mínu og mun alltaf hugsa til
þín, minn elskulegi frændi. Ég
elska þig svo mikið og sakna þín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK)
Þín frænka,
Kristín Soffía Kristmarsdóttir.
Hvernig er hægt að taka burt líf
svona ungrar manneskju? Svona
hjartahlýrrar, góðrar, frábærrar
og yndislegrar manneskju sem
vildi allt fyrir alla gera.
Sannur vinur sem ávallt var
hægt að stóla á og hressti mann
ávallt við ef eithvað bjátaði á.
Það erfiðasta er að fá ei að sjá
þig aftur hér á jörð, og segja þér
hve ofboðslega mér þyki vænt um
þig, Minning mín um þig er greini-
leg Sársaukinn nístir mig, Trausts-
ins verður og hjartahlýr.
Hlýnar að innan um að hugsa um
þig. Minnast svo hlátursins þíns,
með stóru brosi á vör; hefði ég
bara vitað að missir væri svo sár,
ljósum geislaður engill fallinn frá.
Ég minnist þess þegar við hitt-
umst fyrst, í bíóferðinni með Jóni.
Allir göngutúrarnir sem við fórum
saman upp í Heiðmörk, Breiðholt-
ið, og svo þegar þú sóttir mig í
skólann og dróst mig síðan með
þér í Elliðaárdalinn þar sem þú
dróst mig á eftir þér alveg efst upp
á risastóran hól og gafst ekki upp
fyrr en ég var komin alla leið upp
þrátt fyrir öll stoppin mín á leið-
inni...
Vídeókvöldin í kjallaranum
heima hjá þér, og þegar ég kom að
vestan hve gott, gaman og ynd-
islegt það var að fá að sjá ykkur
Dóru, og allar þær yndislegu
stundir sem við áttum saman.
Þú náðir strax að stela stórum
hluta úr hjartanu mínu og aldrei
minnkaði hann. Jafn yndislegan,
góðan og traustan vin er erfitt að
finna.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og bróðir,
UNNSTEINN PÁLSSON
trésmiður,
lést á krabbameinsdeild 11E Landspítalanum
fimmtudaginn 21. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðríður Haraldsdóttir,
Elísabet Unnsteinsdóttir, Böðvar Páll Jónsson,
Baldur Jón Böðvarsson,
Þórunn Halla Unnsteinsdóttir, Runólfur Einarsson,
Þórdís Pálsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og lang-
amma,
MARÍA SIGMARSDÓTTIR,
lést á líknardeildinni í Kópavogi að morgni laugardagsins 23. desember.
Ásgeir J. Guðmunsson,
Sigmundur Ásgeirsson, Kristín Ottesen,
Guðmundur Ásgeirsson, Helga Ólafsdóttir,
Þóra Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Gíslason,
Ásgeir Ásgeirsson, Berglind Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐFINNU ÓLAFSDÓTTUR,
Gerðakoti 2,
Álftanesi.
Megi Guð gefa ykkur gleðilega jólahátíð.
Sigríður Karlsdóttir, Sigurður G. Thoroddsen,
Ólöf Björg Karlsdóttir, Jósep Guðmundsson,
Ingveldur Karlsdóttir,
Ólafur Karlsson, Kristín Bjarnadóttir,
Þorsteinn Helgi Karlsson,
barnabörn og langömmubörn.
Hún settist hjá
mér svo ljúf og hlý á
svip. Sagðist heita
Sigrún. Hún var fal-
leg kona með góða nærveru. Þetta
voru mín fyrstu kynni af Sigrúnu
Magnúsdóttur sem mig langar að
minnast með nokkrum orðum.
Sigrún Magnúsdóttir
✝ Sigrún KristínMagnúsdóttir
fæddist á Ísafirði 3.
júní 1946. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 21. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Langholts-
kirkju 3. október.
Við vorum staddar
á samverustund fyrir
eldri borgara í Nes-
kirkju, þetta var í
október 2005. Fljót-
lega tókum við tal
saman, var eins og
við hefðum þekkst
lengi. Ekki var Sig-
rún að flíka tilfinn-
ingum sínum. En af
einhverjum ástæðum
sagði hún mér að hún
ætti að fara í stóra
aðgerð og brugðið
gæti til beggja vona.
Ég dáðist að rólyndi hennar og yf-
irvegun. Við sem vissum af þessu
studdum Sigrúnu eins og við gát-
um. Fyrir það var hún mjög þakk-
lát. Svo komu góðu fréttirnar, Sig-
rún var komin heim, aðgerðin hafði
gengið vel og allt virtist ætla að
ganga upp. Við eigum svo frábæra
lækna. En auðvitað var mikil bar-
átta framundan. Við töluðum sam-
an öðru hverju og allt leit frekar
vel út. En samt sagðist hún vera
með höfuðverk, sem ekki vildi
hverfa. En við reyndum báðar að
vera jákvæðar, að allt myndi
lagast. Ekki var ég að hnýsast í
einkamál Sigrúnar, en hún kvaðst
vera fráskilin með tvær dætur og
ætti tvö barnabörn, sem ég fann að
hún unni heitt.
Við Sigrún áttum saman nokkur
áhugamál, báðar höfðum við sung-
ið í kórum en ekki var ég eins dug-
leg og hún að syngja í mörgum
kórum samtímis. Einnig höfðum
við báðar áhuga fyrir íslensku
máli. Og eitthvað fleira. Ég reyndi
að ná í Sigrúnu í sumar, en aldrei