Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning BESTA MYND ÁRSINS besta leikstjóri: Martin Scorsese besta aðalhlutverk karla: Leonardo DiCaprio, besta aukahlutverk karla: Jack Nicholson besta aukahlutverk karla: Mark Wahlberg besta handrit: Willian Monahan ÁLFABAKKA HEFUR ÞÚ SÉÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS Málarinn Bencivenni eðaCenni di Pepo, sem tóksér listamannsnafniðCimabue, fæddist 1240 og mun hafa verið virkur í Flórens á tímabilinu frá því um 1270–1301/2 er hann lést. Á því tímaskeiði síðmið- alda áttu sér stað miklar andlegar hræringar í Evrópu, sem komu greinilega fram í myndlist og líkast til einna fyrst í verkum Cimabue, í öllu falli á Ítalíu. Myndlistarmenn voru að fikra sig burt frá býz- antískum áhrifum, maniera greca, og þótt þau væru ríkjandi í list Cimabue má greina skýr einkenni nýrra við- horfa í myndverkum málarans sem áttu eftir að þróast enn frekar og til mikilla afreka í verkum nemanda hans, sjálfs Giotto di Bondone (sirka 1266–1337), en með honum urðu mik- il umskipti í málaralistinni. Hér voru að þróast ný og jarðbundnari viðhorf til mannslíkamans en sá stað í býz- antískum helgimyndum og má greina mjög skýrt dæmi þess í þessari fresku í S. Franziscus-undirkirkjunni í Assisí, máluð á árunum 1279–1283. Býzantískur helgisvipur prýðir guðs- móðurina og hirð hennar, en heilagur Franziskus eins og settur aðeins til hliðar og hefur yfir sér öllu jarð- bundnara yfirbragð, þótt hvorki skorti á helgitákn né dýrðarljóma. Kannski hefur málarinn einungis lát- ið sér detta í hug að leggja meiri vigt á stigsmuninn milli yfirhafinnar og holdlegrar ímyndar en í leiðinni orðið til ný og byltingarkennd sýn á mál- verkið, eitt dæmi þess að það er fyrir framan málaratrönurnar og með full- tingi verkfæranna milli handanna, sem birtingarmyndirnar fæðast og listasagan skrifast, þótt fleira til hlið- ar komi til. Þá er forvitnilegt og til dýpri þanka, að bein lína liggur frá Cimabue til Cennano Cennini sem skrifaði fyrstu bókina um málara- listina, því eins og áður hermir var lærimeistari hans Agnolo Gaddi, sem var sonur Taddeos Gaddi, sem Giotto hélt undir skírn! Hér um beina og sjálfsprottna tjáþörf að ræða, síður miðstýrða samhæfingu og einsleitni, myndræna varðveislu munnlegra geymda og arfsagna á trúarlegum meiði. Orða má það svo; að hið sama megi segja um andann og efnið, að þótt náttúran sé barin með lurk leitar hún út um síðir. Einnig athyglisvert að Giorgio Vasari kaus að hefja lista- sögu sína á Cimabue, sem að læri- meistara hafði málarann og steinfell- umeistarann Coppo da Marcovaldo sem starfaði í Flórenz um 1250–60, og var hinn fyrsti í þeim sígildu geir- um myndlistar þar í borg sem eft- irtíminn þekkir með nafni. Eftir Marcovaldo liggur meðal annars fræg altaristafla í hinni fornu Santa Maria Maggiore-kirkju sem fyrst er getið í annálum frá tíundu öld. Þar næst fylgdu svo stóru nöfnin sem kirfilega eru greypt í listasöguna; Giotto Masaccio, Ghiberti, Brunel- leschi, Donatello, Botticelli, Uccello, Mantegna, Leonardo, Michaelangelo og Rafael! Íframhjáhlaupi er kannski ekkisvo galið að vísa til þess aðþetta gerðist á örlagatímum áÍslandi þá þjóðveldisöld leið undir lok og norskir höfðingjar réðu hér ríkjum hver á fætur öðrum; Magnús lagabætir Hákonarson, Ei- ríkur Magnússon presthatari og Há- kon háleggur Magnússon. Þjóðin leitaði þá sem aldrei fyrr til hetju- sagna liðinna alda sem lærðir tóku að skrásetja í gríð og erg, á ferð inn- byggður metnaður og lífsblossi sem átti eftir að halda tungumálinu lif- andi fram á daginn í dag. Þannig var eitt og annað stórmerkilegt á döfinni í suður- og norðurhluta álfunnar, þótt af ólíkum toga væri, og ekki loku fyrir skotið að það hafi gerst fyrir yf- irnáttúrulega skikkan og afstöðu himintungla. Einnig athyglisvert að Cimabue verður virkur í Flórenz um 1270, eða á sama tíma og Kon- ungabók Eddukvæða á að hafa verið rituð, og auðvitað hafði miðlun rit- aðra heimilda áhrif á myndlist og öf- ugt. Víxlverkun sem verður trauðla aðskilin og mun svo einnig hafa verið á Íslandi, þótt þess sjái ekki stað í sama mæli og í bókmenntum. Hér mætti það afgangi að hlúa á skipu- legan hátt að hinum myndræna arfi, þvert á móti var goðalíkneskjum heiðninnar fargað sem og flestu öðru sjónrænu sem minnti á hinn forna átrúnað. Siðaskiptin sáu svo um hér sem annars staðar að mála yfir og sópa burt myndrænu skreyti frá kaþólskum sið, sem vafalítið reyndist stórum afdrifaríkara í hinu fámenna og einangraða eylandi … Ífresku Cimabue af guðsmóð-urinni situr hún á þriggjaþrepa hásæti, snýr aðeins út áhlið, umkringd fjórum englum sem allir snerta hásætið. Bera það minna uppi en að vera ímynd ósnert- anlegs myndgerðs fyrirbæris í tíma og rúmi, ennfremur og til áherslu guðlegrar tignar er festur dýrindis dúkur í bakhluta hásætisins. Jesú- barnið hefur með hægri hendi gripið í slæðu móðurinnar hvar Davíðs- stjarnan blasir við á hægri öxl, en undir slæðunni sér í rauðleit klæði Maríu ríkulega skreytt gulli. Til hægri við þessa himnesku ímynd stendur heilagur Franziskus í al- mynd, og þótt jarðneskari sé er hann með himneskan dýrðarljóma yfir ásjónunni. Heldur á helgri bók milli handanna og greinilega má kenna brennimörk á handarbökunum, tákn hins vígða lífs eftir fæðingu Krists. Bljúgur stendur heilagur Franziskus eins og nokkurs konar frálag við hlið guðsmóðurinnar, sem Franziskus- arreglan dýrkaði og birtist hér sem drottning himinhæða. Í myndbyggingu og uppruna- legum litum einkenna býzantískar hefðir útfærslu Maríu og englanna, á Ítalíu voru þær skilgreindar sem „maniera greca“, aftur á móti má í Franziskusi greina nýstárlegt raunsæi, sem fyrst kom fullkomlega í ljós eftir viðgerðir 1979. Áður vildi mönnum yfirsjást að freskan er ekki óskorðuð heild, því undir birtingar- mynd guðsmóðurinnar er táknmynd legstaðar fimm Franziskusarmunka, allir einungis málaðir til mittis, og sem á bæn horfa með lotningu upp til drottningar eilífðarinnar. Sagan hermir að Bernard af Clair- vaux (d. 1153) og heilagur Antoníus af Padúa, samferðamaður Franz- iskusar, hafi mótað hugmyndina um að María skyldi verndardýrlingur síðustu lífsstundanna – þar ef til vill komin hugmynd þess hvernig túlka skal sambandið milli freskanna tveggja … Fáu er hægt er að slá föstu um lífshlaup Cimabue, en Giorgio Vasari telur málarann hafa lifað 1240–1300, til viðbótar staðfest að hann starfaði fyrir Ottoboni Fieschi kardinála í Róm 1272, sem einmitt gerir mögu- legt að giska á fæðingarárið. Hins vegar er öruggt að hann dó eftir 1300 þar sem sannað hefur verið að hann var starfandi í Písa 1301 og 1302. Með öruggri vissu er ein-ungis hægt að rekja eittverk til Cimabue, með-ur því að bókað er að 1301–02 móttók hann greiðslur fyrir útfærslu steinfelluverks fyrir kór- skot dómkirkjunnar í Písa, með Jó- hannes guðspjallamann sem út- gangspunkt. Þá hefur ekkert varðveist af ýmsum verkefnum sem vitað er að hann vann að í Róm og Flórenz, hins vegar telja menn per- sónueinkenni hans svo afgerandi og skyldleikann við steinfelluverkið í Písa svo sláandi að auðvelt hefur ver- ið að eigna honum fleiri verk enda naumt um aðra sem réðu yfir slíkri snilld á þeim tímum. Má hér nefna S. Croce-kirkjuna í Flórens, hvar einn- ig eru allnokkrar og magnaðar fresk- ur Giottos, sem jafnvel nútíma- listamenn geta sótt drjúgan lærdóm til. Og ekki síður hinnar risavöxnu steinfellu í hjálmþaki skírnarkapellu dómkirkjunnar, sem byrjað var á 1225, en verkinu ekki lokið fyrr en nær hundrað árum seinna. Nafn- kenndir listamenn lögðu þar á hönd, meðal annars Cimabue, Giotto og Coppa da Marcovaldo, og má gera ráð fyrir að margir eftirkomendur og Cimabue (sirka 1240–1301/2) Cimabue Guðsmóðirin með jesúbarnið og heilagur Franziskus, 1279–1283. Freska í undirkirkju S. Franzisco, Assisi. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Madonna með barnið og heilagur Franziskus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.