Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KROSSGÁTA
LÁRÉTT
1. Dul í tilbúningi og jafnframt smá. (7)
7. Ávinningur undirföruls. (6)
9. Líkamshluti áss er fimur var á skíðum reynist vera
táning. (7)
10. Mjúkur líkamshluti birtist sem freistingin. (5)
11. Skorða mót með reglufestu. (9)
12. Blóðhlaupinn fær meiðsl af steininum. (9)
13. Kasta stól með því að velta. (9)
15. Spennó, stokkur með kælivatni. (9)
19. Fugl næstum því kenndur við dranga nær að
skrifa vitlaust (8)
21. Það sem vekur athygli og hægt er að teiga. (7)
22. Tónar í hljómsveit. (7)
24. Stúlka að seðja. (5)
26. Maturinn í dómstólnum. (9)
27. Kaffistofa hans enska veldur ekki einfaldlega æs-
ingi. (8)
29. Titlaður fær blæ að lokum hjá fyrirhuguðum. (10)
32. Ein nakin er hrein. (6)
33. Þvo húð, sérstaka húð. (10)
34. Stefna hvalir að stoðgrindum. (12)
35. Klára kast næstum því í borg. (7)
LÓÐRÉTT
1. Dytta einfaldlega að afkvæmi homo sapiens fyrir
sögupersónu Nexø. (5,9)
2. Gengur eins og draugar (6)
3. Telja fram til skatts og greina frá. (6)
4. Smá fis við kar af dýrum (9)
5. Ávöxtur Malus sylvestris sem veldur deilu. (9)
6. Ekki djúpur finnur undirstöðu. (7)
7. Sprellikarl missir heiti bókstafs þegar hann hreyf-
ir sig. (8)
8. Bíta í bút. (6)
14. Vant rómi og tortryggni (9)
16. Sá ys mest var einhvern veginn hjá stúlku. (8)
17. Mér heyrist prýði vera orðna mennt. (8)
18. Verustaður kynlegra kvista til að hugsa um pólitík.
(13)
20. Hroki sem Frosti hefur. (5)
22. Er fyrir vegna útlima. (5)
23. Skýli úr málmi sem fannst í Evrópu? (9)
25. Fuglar fæða til þess að hressa. (9)
28. Bjóðið bátnum. (6)
30. Svipaður og líkindi (5)
31. Endalok færa fleiri en einn angan. (6)
1 2 3 4 5
6 7 8
9
10 11
12
13 14
15 16 17 18
19 20
21
22 23
24 25
26
27 28 29 30 31
32 33
34
35
G A R Ð S H O R N H R E P P I R
A Ö E R S E F U
U M S Á T U R S T Ó L P A R P
T K U A H A D M L
E S H E I T I Ð U Á S A
L A B B A R K G E R Ó L Í K A R
F L L Í R S K U R S U
U Á U Ð T E Á L G
R B R A R I T S T U L D U R
E D T Á
F R A M A G O S I D R I F S K A F T
Ó T Ú U
F Ö Ð U R L A N D Á S J Ó N U R
Á U A F A B K M
H A G A G A N G A U Ó U B
Æ K L F L É T T A N R
T A O U I N O
M U R T U R G E R Ð I N F A T T A
R N R
VERÐLAUN eru
veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn
með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úr-
lausninni í umslagi
merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110 Reykjavík. Skila-
frestur á úrlausn krossgátu 24. desember
rennur út næsta föstudag. Nafn vinn-
ingshafans birtist sunnudaginn 7. janúar.
Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn-
ing. Vinningshafi krossgátunnar 10.
desember sl. er Erla Ásmundsdóttir,
Melateigur 41 - 201, 600 Akureyri. Hún
hlýtur í verðlaun bókina Lærum að elda
ítalskt sem Edda útgáfa gefur út.
Krossgátuverðlaun
Nafn
Heimilsfang
Póstfang
Að skilja útundan
ÉG HEF alltaf verið stolt af því að vera Íslend-
ingur. Verið hreykin af okkar litlu þjóð sem hef-
ur með dugnaði ekki bara þraukað á þessu skeri
heldur byggt upp kraftmikið þjóðfélag. Þess
vegna er það ennþá meira áfall þegar maður rek-
ur sig á það að kerfið hér misbýður hinum
smæstu í þjóðfélaginu, eins og fátækum börnum.
Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar ég
hlustaði á umræðuþáttinn Í vikulokin, þar sem
rætt var um þá staðreynd að í skólakerfinu væru
ekki til sérstök úrræði til að hjálpa börnum frá
tekjuminni fjölskyldum til að taka þátt í eðlilegu
starfi grunnskóla, hvað þá til að borga fyrir þau
skólamáltíð. Það er nefnilega ný reynsla fyrir
mig að vera með barn í íslensku skólakerfi, en ég
hef reynslu sem foreldri grunnskólabarns í Bret-
landi. Þar var enginn skilinn útundan, að
minnsta kosti ekki í því skólaumdæmi sem við
vorum búsett í. Hið opinbera borgaði fyrir skóla-
máltíðir þeirra sem þurftu á því að halda, og
einnig þegar farið var út fyrir skólaveggina –
hvort sem það var leikhúsferð eða aðrar skoð-
unarferðir. Og þegar börnin voru beðin um að
taka með sér nesti í slíkar dagsferðir gátu þeir
efnaminnstu fengið nestispakka frá skólanum.
Ég í sakleysi mínu taldi víst að Íslendingar
stæðu ekki Bretum að baki í þessum málum. Það
er engin furða að vandamálin hrannist upp hér á
landi þegar börn eru markvisst skilin eftir ef fjöl-
skyldur þeirra verða undir í lífsgæðakapphlaup-
inu.
Anna Sveinbjarnardóttir,
Tómasarhaga 12, Rvík.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Anna Sveinbjarnardóttir
Víkverji er mikill heims-borgari og flakkar milli
heimshorna jafn léttilega og
sumir ferðast milli borg-
arhverfa í Reykjavík. Af
þessum sökum þykist Vík-
verji vita hvað hann talar um
þegar kemur að þjónustu
flugfélaga á heimsvísu.
Víkverji er almúgamaður
og ferðast sem slíkur. Hann
hefur aldrei ferðast á við-
skiptafarrými og í löngum
biðum á flugvöllum hvílir
hann æðrulaus æðri endann
á hörðum bekkjum.
Víkverji, sem annars er
rólyndismaður, verður nán-
ast alltaf frústreraður þegar hann ferðast
með Icelandair. Oftar en ekki er honum
svarað stuttaralega eins og hann sé voða-
lega kröfuharður þegar hann svo mikið
sem biður um teppi og hvað þá íslenskt
dagblað en aldrei er nóg af þeim um
borð. Síðast þegar Víkverji bað um
Moggann var honum tjáð að það væri
bara eitt blað á röð og þar sem parið sem
sat við hlið Víkverja hafði valið DV átti
hann að láta sér það nægja!
Mesta frústrasjón Víkverja tengist þó
mat enda er Víkverji einn af
þeim sem verður ægilega
pikkaður þegar hann er
svangur. Víkverji borðar
nánast aldrei kjöt og alls
ekki svínakjöt og pantar því
alltaf grænmetismat á flug-
ferðum. Öll flugfélög sem
Víkverji hefur flogið með
færa honum grænmetisfæðið
án allra vandræða. Und-
antekningarnar eru Air Ma-
roc og Icelandair. Hjá því
síðarnefnda virðist grænmet-
ispöntun Víkverja alltaf
koma flugfreyjum og -þjón-
um á óvart með þeim afleið-
ingum að Víkverja finnst
sem hann sé álitinn lygari þegar hann
skilar kurteisislega kjötbakkanum og bið-
ur um matinn sinn.
Víkverji hefur líka lent í því að grænt-
metismatarpöntun hans virðist bara ná í
gegn aðra leiðina en ekki á heimleiðinni,
eins og það hafi eitthvað breyst í útlönd-
um og einu sinni þegar Víkverji þurfti að
breyta dagsetningu á fluginu sínu hvarf
grænmetisfæðið líka!
Víkverji skorar á Icelandair að bæta úr
þessu hið fyrsta.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is