Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 76
76 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 3 - 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 - 4:45 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 2:30 - 4:45 - 9 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 LEYFÐ BOSS OF IT ALL kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN DENZEL WASHINGTON VAL KILMER ENDURUPPLIFUNIN FÁNI FEÐRANNA eee S.V. MBL. HAGATORGI • SÍMI 530 1919 • WWW.HASKOLABIO.IS / AKUREYRI FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 4 - 8:30 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:30 B.I. 12 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KEFLAVÍK FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára ERAGON kl. 3 - 5:30 - 8 B.I. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:10 B.I. 12 ára Óskum landsmönnum SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR 26. DESEMBER HINIR FRÁFÖLLNU ÞRJÁR Á TOPPNUM ÆTLI nokkur djasssveit, eftir að Charlie Parker leið, hafi náð slíkum hæðum í klassískum djassleik og kvintett Miles Davis er starfaði á ár- unum frá 1965–68 með Shorter og Hancock innanborðs? Margar bestu djasssveitir sem nú leika hafa leitað þangað beint eða óbeint og er Atl- antshafið, fyrrum Atlantshafs- bandalagið, ein þeirra. Kannski ekki meðvitað, heldur hefur skólun þeirra fyrir austan haf sem vestan beint þeim á þær brautir. Þeir félagar hafa leikið meira og minna saman síðan þeir voru í Menntaskólanum í Hamrahlíð en þessa tónlist hafa þeir aðeins leikið saman þrisvar sinnum. Fyrst árið 2004, þá 2005, er hljóm- plata þessi var hljóðrituð, og svo nú í desember. Gulli er sá eini þeirra sem enn býr erlendis; atvinnubassaleik- ari í Hollandi. Það má segja að þeir séu í sama hlutverki í ungdjassinum íslenska og Útlendingahersveitin í þeim eldri. Í þessum sveitum hittast nokkrir af helstu snillingum heillar kynslóðar og leika eigin djasstónlist. Á nýju skífunni, sem tilnefnd hefur verið til íslensku tónlistarverð- launanna sem besta djassplata árs- ins, eru fjögur verk eftir Gulla, þrjú eftir Agga og tvö eftir Einar Val. Allflest þeirra eru ofin úr ljóðrænum glitþráðum en sterk sveifla skýtur þó upp kollinum af og til. Nitron eft- ir Gulla er meðalhraður mælsískur ópus og fylgir ljúfsár ballaða hans í kjölfarið, Lögur. Þá er keyrt á fullu í Slangeman Agga þar sem Jóel blæs frábæran stílblandaðan sóló. Hljóð- vit Agga er aftur á móti evrópskara í byggingu þar sem píanó og boga- bassi leika inngang áður en Jóel blæs laglínuna, sólóar eru fínir og fer höfundur glæsilegur í leikandi lí- nuspuna studdum sterkum hljóm- um. Þarna sem annars staðar eru Gulli og Einar Valur allt um kring í sterkum hryni sem styður einleik- arana til dáða. Ballaða Gulla, T , ber norrænan blæ með sér og N-ið hans er skemmtilegur tónleikur. Líf Ein- ars Vals er tilnefnt til íslensku tón- listarverðlaunanna sem djasslag ársins, ljúf ballaða, rótföst í íslenskri mold, aftur á móti er seinni ópus hans, Small Wonder, hrynfastari og alþjóðlegri. Lokalag skífunnar er eftir Gulla, Láður nefnist það, einfalt og grípandi, en býr yfir ryþmískum seið og slær réttum botni í skífuna. Þessi diskur er fallegur gripur og vandaður, bæði að ytri sem innri gerð. Það þarf að gefa sér góðan tíma til að ná að kjarna tónlistar- innar sem kann að virðast nokkuð einsleit við fyrstu hlustun. En það er fyrirhafnarinnar virði. Hljóðfæra- leikurinn er eins og best verður kos- inn, enda Jóel og Agnar sólistar af fínustu sort, Gulli tandurhreinn og mjúkur bassisti og Einar Valur bæði hrynfastur og melódískur. Djassklassík af meiði Miles Djass Íslenskur geisladiskur Jóel Pálsson tenórsaxófón, Agnar Már Magnússon píanó, Gunnlaugur Guð- mundsson bassa og Einar Valur Scheving trommur. Atlantshaf Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.