Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 80

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðlæg átt, víða 10–15 m/s, rign- ing eða súld sunn- an- og vest- anlands. Minnkandi úrkoma og vindur síðdegis. » 8 Heitast Kaldast 10°C 3°C ICAO, Alþjóðaflugmálastofnunin, hefur samþykkt aðgerðaáætlun Flugmála- stjórnar Íslands sem gripið verður til ef skortur verður á íslenskum flugumferðar- stjórum 1. janúar nk. Í tilkynningu frá Flugmálastjórn kemur fram að viðbragðsáætlunin felur í sér breytingu á skipulagi flugumferðar á ís- lenska flugstjórnarsvæðinu sem muni að mestu leyti fylgja föstum ferlum og flug- hæðum. Fullt samstarf sé við flugstjórn- armiðstöðvarnar í Prestwick í Skotlandi og Stavanger í Noregi um framkvæmd þessarar áætlunar og sama gildir um Flugstjórnarfélag Kanada. Þá muni flæð- isstjórn flugumferðar í Brussel gegna veigamiklu hlutverki. Boðaður hefur verið fundur með flug- rekstraraðilum til að kynna viðbragðs- áætlunina. ICAO samþykkir viðbragðsáætlun JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræðishersins og Verndar verður haldinn í dag, aðfanga- dag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borð- haldi klukkan 18. Þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á aðfangadags- kvöld eru hjartanlega velkomnir í jóla- fagnaðinn. Morgunblaðið/Eyþór Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins ÞÓTT kirkjan í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sé bæði lágreist og lítil stækkar hún öll, þegar inn er komið sakir þeirrar helgi sem hún býr yfir. Kirkjubóndinn í Bjarnarhöfn, Hildibrandur Bjarnason, gerir bæn sína áður en hann gengur út í eril dagsins. | 36 Morgunblaðið /RAX Heilög jól, gleðileg jól Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is TALSVERT eignatjón varð á Grundarfirði í fyrrinótt vegna óveð- urs en vindhraðinn þar náði allt að 50 metrum á sekúndu í mestu hvið- unum. Hluti af húsvegg fiskmark- aðarins fauk af í einni hviðunni en við það losnuðu plötur sem ollu tjóni á bifreiðum og húsum í bæn- um. Þannig varð stórtjón á veit- ingahúsi þegar þrjár rúður brotn- uðu. Ólafur B. Ólafsson björgunar- sveitarmaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um þrjátíu manns frá björgunarsveitum og lögreglu hefðu verið við björgunar- störf. Þá hefðu smiðir verið kallaðir til aðstoðar við að festa niður þak- plötur. „Ég held að ég hafi aldrei nokk- urn tíma orðið var við þvílíkan hvell. Hviðurnar stóðu lengi yfir og vindhraðinn féll ekki mikið niður þess á milli,“ sagði Ólafur. Vatnselgur á Ísafirði Mikill vatnselgur myndaðist á götum Ísafjarðar í gærmorgun með þeim afleiðingum að hálfófært var um bæinn. Einhverjar skemmdir urðu á húsum þegar vatn flæddi inn í kjallara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bætti í vind um sexleyt- ið og urðu nokkrar skemmdir á hús- fyrrinótt á norðanverðu Snæfells- nesi, á Vestfjörðum og á Ströndum. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands lægði mikið í gær- morgun en meðalvindhraðinn á Vestfjörðum var þó enn um 30 metrar á sekúndu. og á Saurbæjarlínu í Dalabyggð. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik má búast við truflunum þar til veð- ur lægir og sérstaklega í Grundar- firði vegna mikillar veðurhæðar í Kolgrafarfirði. Veðurofsinn var hvað mestur í um og bifreiðum, auk þess sem þak- plötur fuku. Rafmagnstruflanir voru í fyrri- nótt og gærmorgun á Snæfellsnesi þar sem stofnlínur hafa farið út vegna mikils vindálags. Einnig hafa verið truflanir á dreifilínum í Kjós Talsvert eignatjón í ofsaveðri á Grundarfirði Veðurofsinn var hvað mestur á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sjórinn gengur á land Mikill vatnselgur var á Ísafirði í gærmorgun en þar var háflóð klukkan 10. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 27. desember. Fast- eignablað Morgunblaðsins verður ekki gefið út um jólin en næsta blað kemur út þriðjudaginn 2. janúar. Um jólin verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Á aðfangadag verður áskriftardeild- in opin frá kl. 6.00–12.00, en deildin verður lokuð á jóladag og annan í jól- um. Auglýsingadeildin verður opnuð 27. desember. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað á aðfangadag og jóladag en opið annan í jólum frá kl. 13.00–20.00. Fréttavakt á mbl.is yfir jólin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.