Morgunblaðið - 27.12.2006, Page 19

Morgunblaðið - 27.12.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 19 VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Borgarbyggð | Otilija Sirkauskiené leiddist á jólunum í fyrra. Hún er frá Litháen og var þá nýlega flutt til landsins. „Við vorum bara tvö, ég og Darius maðurinn minn, borðuðum jólamat, horfðum á myndir, fórum í gönguferðir og sváfum. Við eigum ekki börn og þekktum fáa Íslendinga og vinir okkar frá Litháen fóru allir heim yfir jólin. Allt var lokað, kaffihús og veitingastaðir og satt best að segja var ég alveg að deyja úr leiðindum,“ sagði Otilija. Otilija sagðist ekki hafa viljað hafa jólin í ár eins og í fyrra og því ákveðið að taka þátt í því að halda alþjóðlegt jólaboð fyrir þá útlendinga sem hér eru yfir hátíð- irnar. „Ég sló ekki hendinni á móti þessari hugmynd, því ég veit að hér eru margir sem ekki fara til síns heimalands og kannski leiðist þeim eins og mér í fyrra. Auk þess finnst mér gaman að skipuleggja og standa fyrir uppá- komum.“ Á sunnudögum í vetur hefur fólk af erlendum uppruna hist í Safnahúsi Borgarfjarðar. Tilgang- urinn hefur fyrst og fremst verið af félagslegum toga, til þess að fólk kynnist og blandi geði en einnig hafa þar verið veittar upp- lýsingar og ýmiskonar aðstoð. Ætla má að erlendir íbúar í Borg- arbyggð séu um 300 talsins og þann 22. janúar nk. stendur til að stofna formlega félag margmenn- ingar í Borgarfirði. „Þetta er mjög gott og mér hefur fundist gaman að koma í Safnahúsið á sunnudögum en nú er kominn tími til að hafa þetta formlegt og skipuleggja markvissar uppá- komur. Halda fræðslufundi og kynna samfélagið hérna o.fl.,“ seg- ir Olitija. Otilija er menntaður sjúkraþálf- ari en vinnur hjá Eðalfiski í Borg- arnesi. Darius er líka sjúkraþjálf- ari og kynntust þau í náminu. ,,Darius var útskrifaður en var látinn sýna okkur yngri nemum hvernig ætti að vinna. Í fyrstu hataði ég hann en það breyttist fljótt í ást og nú höfum við verið saman í sex ár, þar af gift í fjögur ár.“ Þau eru bæði frá bænum Pan- evezys þar sem búa um 130.000 íbúar. En hvers vegna komu þau til Íslands? ,,Á þeim tíma vorum við að hugsa um að kaupa íbúð og vantaði peninga. Frændi hans Dariusar var að vinna hér og út- vegaði honum vinnu. Ég varð eftir í Litháen í eitt ár, vann margfalda vinnu og nuddaði fólk í frítím- anum. Auk þess þjálfaði ég fólk í líkamsrækt og lærði naglaásetn- ingu. Launin voru talsvert lægri en ég gat í sjálfu sér lifað vel af þeim í Litháen en mér leiddist að vera án Dariusar svo ég ákvað að koma líka. Mér finnst Ísland mjög öruggt land, fólk ber virðingu fyr- ir laganna vörðum sem ég tel gott. Íslendingar vinna mikið, eru vinnualkar, en fólkið er gott og náttúran falleg.“ Olilija segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, hvort hún vilji búa hér eða ekki. ,,Ég sakna auðvitað foreldra minna Það fer líka eftir því hvort ég fær starfsleyfi til að vinna hér sem sjúkraþjálfari því það er fúlt að hafa fjögurra ára háskólamenntun að baki og geta ekki unnið við fagið hér.“ Alþjóðlega jólaboðið var haldið í gær, annan dag jóla, og kom fólk frá ýmsum löndum, t.d. Lettlandi, Litháen, Póllandi og Portúgal. Otilija sá um skipulag og innkaup en þeir sem styrktu framtakið voru KB Banki, Sparisjóður Mýra- sýslu, Hyrnan, Bónus og Samkaup Úrval. Hún vill koma þakklæti á framfæri til þessara aðila auk ann- arra sem lögðu hönd á plóg. Leiddist á jólunum í fyrra og hélt því alþjóðlegt jólaboð í ár Ljósmynd/Guðrún Vala Alþjóðlegt boð Margt var um manninn við hlaðborðið í alþjóðlega jólaboði Otilija Sirkauskiené. Frumkvöðull Otilija Sirkauskiené Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Tímamót hafa orðið hjá Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Safnið hefur verið til húsa uppi á Bókhlöðuhöfða í tugi ára, á einum fallegasta stað bæjarins. Nú var kom- ið að breytingum, því húsnæðið er ætlað vænt- anlegu Vatnasafni. Nýju heimkynni Amtsbókasafnsins eru niðri í gamla miðbæ, þar sem áður var verslun Skipavíkur. Amtsbókasafnið var stofnað um miðja 19. öld. Fyrstu árin var safnið í vörslu Árna Thorlacius kaupmanns. Þaðan var bókasafnið flutt í fangahúsið sem ekki þótti hentugt hús- næði fyrir bækur. Um aldamótin bauð Stykk- ishólmshreppur sýslunni að byggja í samein- ingu hús uppi á Höfðanum sem hýsti bókasafnið og nýttist sem þinghús. Árið 1899 var þinghúsið tekið í notkun. Nýtt húsnæði undir bókasafnið var byggt á Höfðanum í kringum árið 1960. Flutningar á safninu hafa staðið yfir síðustu daga og var það mikið verk. Til starfsins þurfti dugmikið lið og tók Lionsklúbbur Stykk- ishólms verkefnið að sér. Það voru fleiri hundruð bókakassar sem fór frá gamla staðn- um niður hólinn og í nýja húsnæðið. Leist vel á breytingarnar Fleiri breytingar hafa orðið á Amts- bókasafninu. Nýr forstöðumaður hefur tekið til starfa og stjórnaði hann skipulagi og upp- röðun bóka. Það er Ragnheiður Óladóttir sem er nýráðinn forstöðumaður. Hún hafði áður starfað í tvö ár við skjalasafn Akureyrarbæjar. Ragnheiður var full bjartsýni er hún opnaði dyr Amtsbókasafnsins á nýjum stað og bauð gesti velkomna. Henni líst vel á nýjar að- stæður. „Allt lífið er fullt af tilviljunum. Það er ekki langt síðan vinur minn benti mér á að for- stöðustarfið væri laust. Málin þróuðust hratt og nú er ég flutt í Stykkishólm,“ segir Ragn- heiður. „Ástæðan fyrir því að ég sló til er að mér leist vel á þær breytingar sem stóðu fyrir dyrum og hafði áhuga á að móta starfsemina í nýju húsnæði.“ Ragnheiður segir að nýja hús- næðið henti vel, þó að það sé til bráðbirgða. Staðsetning safnsins er miðsvæðis í gamla bænum og aðgengi mun betra en á þeim eldri. „Hér má tengja safnið starfsemi Norska húss- ins og það verður gert,“ segir Ragnheiður safnstjóri. Hún vill gera bókasafnið að róleg- um stað þar sem bæði börn og foreldrar geta átt saman góða stund með því að skoða tímarit og bækur. „Mig langar að fá nemendur grunn- skólans í heimsókn. Ég vil láta þau finna hvað mikið er hægt að gera á bókasafni, með því að handfjalla bækur. Mörg áhugaverð verkefni verða til og mikill fróðleikur fæst með lestri sem eykur þroska þeirra. Mig langar til að krakkar kynnist því hve gott er að fara á bóka- safn. Bókasafnið á að vera lifandi stofnun,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa áhuga á að tengja söfnin í Stykkishólmi betur saman. Norska húsið er næsti nágranni og þar getur verið samvinna varðandi sýningar, bæði á bókum og gömlum myndum. Getur vakið menn upp frá dauðum Starfsmenn Amtsbókasafnsins eru tveir. Með Ragnheiði starfar Mark Deriveau sem er Belgíumaður. Hann kom til starfa fyrr á þessu ári. Hann vann á gamla staðnum og er ánægð- ur með nýja húsnæðið. „Ég pakkaði öllum gömlu bókunum í kassa. Það var mikið verk, en ég sá að þarna eru mikil verðmæti,“ segir Marc. Nú er hann búinn að fá konu með sér á safnið. „Þetta er fínt og ég býð hana velkomna. Hún talar frönsku, við náum sama á því tungu- máli og svo lagar hún svo sterkt kaffi að það getur vakið menn upp frá dauðum,“ segir Marc og heldur áfram að skrá jólabækurnar, því þær laða gesti að safninu. Bókasafnið á að vera lifandi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lifa með bókum Ragnheiður Óladóttir og Marc Deriveau starfa í nýjum húsakynnum Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, sem eru í gamla miðbænum. Gamalt safn á nýjum stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.