Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 4

Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA fyrir hönd ríkisins er sakaður um að hafa farið langt út fyrir umboð það sem þjóðlendulög veita honum með kröfu- gerð sinni varðandi þjóðlendur á austanverðu Norðurlandi. Segir í kröfulýsingu Ragnars Að- alsteinssonar hæstaréttarlögmanns, en hann gætir hagsmuna eigenda nokkurra jarða á svæðinu, að framganga ríkisins kunni að varða við almenn hegningarlög. Fjármálaráðherra afhenti óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á austanverðu Norðurlandi í fyrrahaust. Ragnar Aðalsteinsson og Ólafur Björnsson, hrl., sem gætir hagsmuna jarðeigenda að Reykjahlíð, Vogum, Grímsstöðum og Skútu- stöðum í Mývatnssveit krefjast þess hins vegar báðir, fyrir hönd umbjóðenda sinna, að kröfum ríkisins verði vísað frá óbyggðanefnd. Til vara krefjast þeir þess að óbyggðanefnd leggi fyrir íslenska ríkið að leggja fyrir nefndina og þar með fyrir varnaraðila sönnunargögn sem upp- fylli sönnunarreglur íslensks réttar á þessu sviði og greinargerð um þær réttarheimildir, sem íslenska ríkið byggir rétt sinn á yfir því landi, sem er þegar samkvæmt opinberum skrám eign annarra. Í kröfulýsingu Ragnars Aðalsteinssonar seg- ir að ekki sé farið að íslenskum lögum í kröfu- gerð íslenska ríkisins. Ríkið færi ekki fram nein sönnunargögn fyrir kröfum sínum, færi ekki fram gögn um betri rétt yfir landareignum þinglesinna eigenda né heldur sýni það fram á að lög hafi breyst með þeim hætti að landar- eignir sem hafi verið í einkaeign um áratugi og aldir skuli nú verða ríkiseign. Ragnar segist byggja kröfuna um frávísun m.a. á því að fjármálaráðherra fyrir hönd ís- lenska ríkisins hafi farið langt út fyrir umboð sitt skv. þjóðlendulögum. „Þarf vart að minna á annað en þær þjóðlendukröfur sem ná niður að sjó og sópa fjölmörgum jörðum í einkaeign í heild sinni til ríkisins, ef fallist yrði á kröfurnar. Hér er m.a. átt við jarðir sem íslenska ríkinu er kunnugt að eru í einkaeign og virðist ríkið gera tilraunir til að ná slíku landi undir sig og vonast til að eigendur hafi ekki uppi varnir og glati þar með eignarrétti sínum. Kann þetta að varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 og krefst sérstakrar rannsóknar.“ Varðar kröfugerð ríkisins við almenn hegningarlög? Landeigendur vilja að kröfum vegna þjóðlendna á austanverðu Norður- landi verði vísað frá Morgunblaðið/G. Rúnar Óánægja Á stofnfundi samtaka landeigenda var Guðný Sverrisdóttir kosin formaður. Sam- tökin er afar óánægð með kröfugerð ríkisins. BÖRNIN á leikskólanum Sólstöfum í Þingholtunum í Reykjavík voru að fylgjast með rigningunni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið framhjá í gær. Búið er að vera blautt undanfarna daga og Veð- urstofan spáir áframhaldandi vætu fram í miðja næstu viku. Morgunblaðið/G. Rúnar Horfa saman á rigninguna NIÐURSTÖÐUR nýrrar lands- rannsóknar á tannheilsu íslenskra barna og ungmenna á aldrinum 6, 12 og 15 ára sýna að tannheilsu- vandi er mikill í þessum hópi og glerungseyðing vaxandi, því hún mælist nú í einhverri tönn hjá 30% 15 ára unglinga. Lýðheilsustöð stendur fyrir ár- legri tannverndarviku dagana 29. janúar til 2. febrúar. „Drekkum vatn“ er þema vikunnar að þessu sinni og minnir á að vatn er besti svaladrykkurinn. Ein aðalorsök glerungseyðingar er mikil og tíð neysla gosdrykkja – með eða án sykurs – en neysla slíkra drykkja er mjög mikil hér á landi. Vatn, ferskt og kolsýrt, veld- ur ekki glerungseyðingu. Lýðheilsustöð hefur því látið út- búa veggskilti sem hvetur til vatns- drykkju og sent hefur verið til ým- issa stofnana um allt land. Að auki mun það birtast sem auglýsing aft- an á strætisvögnum. Vaxandi glerungs- eyðing Lýðheilsustöð hvet- ur til vatnsdrykkju NÁHVAL rak á land fyrir botni Lóna- fjarðar í Þistilfirði á dögunum og fann Guðjón Gamalíelsson frá Þórshöfn hvalinn hinn 20. janúar síðastliðinn. Hafrannsóknastofnun er ekki kunnugt um að náhval hafi rekið á fjörur Ís- lands síðan 1976, að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Árið 1976 rak tvö dýr af þessari tegund á land í Geldinganesi í Reykjavík. Náhvalur sást aldrei í víðtækum hvalatalningum Hafrannsóknastofn- unarinnar á tímabilinu 1987 til 2001. Svo virðist sem náhvalsrekar hafi verið algengari á árum áður. Bjarni Sæ- mundsson náttúrufræðingur nefnir í bók sinni um spendýrin níu dæmi um náhvalsreka á tímabilinu 1800 til 1924. Öll þau dæmi voru frá Norðurlandi og Vestfjörðum og flest að vorlagi. Náhvalur er önnur tveggja tegunda af ætt hvíthvala. Gríðarstór framtönn, eða spjót, skagar allt að 2,7 metra fram úr höfði fullvaxinna náhvalstarfa. Tönn- in vex vinstra megin fram úr efri góm, gegnum kjálkann og snýst í spíral til vinstri. Tennur náhvala hafa löngum þótt konungsgersemar og verið mjög eftirsóttar. Náhvalstennur frá Íslandi munu þannig hafa borist til Mikla- garðskeisara á 12. öld og eins færði Guðbrandur biskup Þorláksson Krist- jáni 4. Danakonungi náhvalstönn árið 1621. Náhvalur er hánorræn tegund og út- breiðsla hennar að mestu bundin við Hudsonsund í Norður-Kanada, um Diskóflóa á Vestur-Grænlandi, með- fram austurströnd Grænlands og aust- ur að Svalbarða. Nafn náhvalsins á ís- lensku er dregið af því að dröfnótt húð hans þykir líkjast sjóreknu líki. Fyrsta dæmið um náhvalsreka í rúm 30 ár Sjaldgæfur hvalreki fyrir botni Lónafjarðar í Þistilfirði Ljósmynd/Guðjón Gamalíelsson UNGUR ökumaður var um hálffimmleytið í gær tekinn af lögreglunni á Keflavík- urflugvelli fyrir vítaverðan akstur. Hann mældist á hvorki meira né minna en 199 km hraða á klukkustund. Ökumaðurinn ók bifreið sinni vestur Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km, sinnti ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að komast undan lögreglu, meðal annars með því að aka ítrekað á ofsahraða öfugum megin fram úr bifreiðum. Hann var hand- tekinn skömmu síðar þegar lögreglumenn fundu hann við akstur í Vogum. Ökumað- urinn, sem er karlmaður fæddur árið 1987, var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða að lokinni skýrslutöku. Hann hefur níu sinnum áður verið kærður fyrir of hraðan akstur. Tveir aðrir voru í gær teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Á 199 á Reykja- nesbrautinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur fram- lengdi í gær gæsluvarðhald til 9. febr- úar yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa reynt að lokka stúlkubörn upp í bíl sinn fyrr í þessum mánuði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði óskað eftir því að gæsluvarðhaldið yrði framlengt fram í miðjan marsmánuð en héraðsdómur féllst ekki á svo langt varðhald. Maðurinn er grunaður um að hafa reynt að lokka stúlkur inn í bifreið sína í Vogahverfi og hefur neitað sök. Hann var upphaflega úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknar máls- ins. Situr áfram í gæsluvarðhaldi BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur sett Rúnar Guð- jónsson, sýslumann í Reykjavík, í embætti ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalaga- brotum fimm manna tengdum Baugi Group. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í vikunni, að Haraldur Johannessen, ríkislögreglu- stjóri, bæri að víkja sæti við rannsókn málsins. Settur ríkis- lögreglustjóri Rúnar Guðjónsson MORGUNBLAÐIÐ hefur ákveðið að birta daglega leiðara og Staksteina dagsins á blog.is þar sem mögulegt verður að setja fram athugasemdir við það sem þar kemur fram í þar til gerðum athugasemdadálki. Slóðin er morgunbladid.blog.is. Þar verða leiðarar og Staksteinar dagsins sýnilegir, auk Reykjavíkurbréfs á sunnudögum. All- ir skráðir notendur á blog.is geta farið inn og skrifað athugasemdir, en allir notendur vefjarins skoðað þær. Skráðir notendur á blog.is eru nú um 6.800 talsins. Athugasemdir við leiðara á blog.is MORGUNBLAÐIÐ býður í dag, í sam- starfi við Heimsferðir, áskrifendum sínum tilboð á ferð til Kúbu, en tilboðið er aug- lýst á miða sem festur er á forsíðu blaðs- ins. Ferðin verður farin 22. febrúar næst- komandi en í boði er gisting á vinsælum gististöðum á Varaderoströndinni eða í Havanaborg. Að sögn Finns Orra Thorlacius, áskrift- arstjóra Morgunblaðsins, stendur til að fjölga tilboðum til áskrifenda Morgun- blaðsins í framtíðinni. „Við ætlum að gleðja áskrifendur með frábærum til- boðum,“ segir Finnur Orri. Þau verði gjarnan birt á miðum á forsíðu blaðsins en um verði að ræða tilboð af ýmsu tagi. „Við höfum verið að bjóða tveir fyrir einn í bíó en þetta mun aukast mjög. Við vonumst til að þetta falli áskrifendum mjög vel í geð, en þeir mega eiga von á góðum tilboðum út árið,“ segir hann. Tilboðum til áskrifenda fjölgað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.