Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu var komin á fremsta hlunn með
að beita mjög alvarlegu þvingunar-
úrræði gegn bílþjófnum sem ók um
borgina á ofsahraða á fimmtudags-
kvöld á dráttarbíl. Að sögn Geirs
Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns
ætlaði lögreglan að beita nagla-
mottum sem átti að leggja fyrir
bílinn til að sprengja dekkin á hon-
um og stöðva förina. Bílstjórinn
gafst hins vegar upp rétt áður en
ákvörðun var tekin um að leggja
motturnar fyrir bílinn. Lögreglan
hefur átt motturnar í nokkur ár en
aldrei þurft að beita þeim.
Mikil hætta skapaðist vegna
ofsaakstursins og tóku 12 lög-
reglumenn þátt í aðgerðum sem
miðuðu fyrst og fremst að því að
tryggja öryggi vegfarenda og
stöðva síðan bílinn. Lögreglan
reiknaði með þeim möguleika að
aðgerðirnar gætu endað með slysi
en hafði það að leiðarljósi að lág-
marka hugsanleg slys.
Þjálfaðir til að aka utan í bíla
Lögreglumenn hafa áður þurft
að grípa til alvarlegra aðgerða
gegn ökuníðingum og laska lög-
reglubíla til að stöðva ökumenn
sem láta sér ekki segjast. Búa lög-
reglumenn yfir sérstakri þjálfun í
að aka utan í flóttabíla með því að
stefna á ákveðið horn bílanna og
gera þá þannig óvirka en slík að-
gerð nefnist neyðarstöðvun. Slíkar
aðgerðir eru að hluta kenndar í
Lögregluskóla ríkisins og einnig
hjá lögreglunni. Þessi aðferð hefði
þó verið illmöguleg á fimmtudags-
kvöldið vegna stærðarmunar flutn-
ingabílsins og lögreglubílanna. Þótt
ekki hafi hlotist af slys þá um
kvöldið munaði ekki miklu þegar
dráttarbíllinn æddi yfir gatnamót
Bústaðavegar og Reykjanes-
brautar. Þar tókst ekki að tryggja
gatnamótin í tæka tíð með lög-
regluverði, heldur ók lögreglubíll á
undan bílnum með forgangsljósum
og sírenum til að aðvara vegfar-
endur. Þar lét nærri að flóttabíll-
inn hefði ekið á aðvífandi bíl. Á
næstu gatnamótum, við Arn-
arneshæð og aftur við Vífils-
staðaveg, var kominn lög-
regluvörður og lauk eftirförinni
þar.
„Lögregluna grunaði að bíllinn
færi Reykjanesbrautina og þar var
lögreglubíll sendur á undan með
blá blikkandi ljós og sírenur til að
aðvara fólk,“ segir Geir Jón. „Þar
var því bjargað sem bjargað varð
og því urðu engin slys.“
Bílnum var ekið um Reykjavík,
Kópavog og Garðabæ, sem áður
voru aðskilin lögregluembætti, og
segir Geir Jón engan vafa leika á
því að sameining þessara lögreglu-
embætta hafi gert sitt gagn í að-
stæðunum, þótt hann bendi á að
sameiginlegt fjarskiptakerfi lög-
reglunnar milli embætta hafi áður
verið komið í gagnið. „En stjórn-
unin á verkefninu varð sannarlega
til þess að einungis var unnið sam-
kvæmt einu verkferli hjá nýja
embættinu. Það skipti sköpum.“
Eins og fram hefur komið voru
það lögreglumenn í eftirlitsferð
sem fyrst sáu bílinn og kölluðu eft-
ir aðstoð þegar ökumaðurinn
hlýddi ekki fyrstu skipunum. Geir
Jón bendir á að stjórnandi í jafn-
alvarlegu verkefni og því sem hér
um ræðir þurfi einkum að huga að
því hvert ætla megi að bílnum
verði ekið, og hvort hindra þurfi
för inn á þrengri svæði.
Stjórnendur aðgerðarinnar
glímdu við gífurlega tímapressu
fimmtudagskvöldið með því að
skipuleggja þurfti aðgerðir á með-
an sjálf ógnin var til staðar og
stýra þurfti lögreglubílum inn á
svæðið jafnóðum og rás atburða
vatt fram auk þess sem hugsa
þurfti upp mögulega atburðarás
um leið.
„Þetta er afar vandasamt mat en
að lokinni aðgerð fara menn yfir
málið og skoða hvort eitthvað hefði
mátt gera öðruvísi. Lögreglan er
þó svo lánsöm að hafa gott fólk í
þessu verkefni og sem betur fer
hafa ekki margir slasast við þessi
alvarlegu atvik.“
Geir Jón segir þá ökumenn sem
kalla á alvarlegar aðgerðir lögreglu
oft vera undir áhrifum lyfja eða
vímuefna og viðbrögð slíkra öku-
mann við aðgerðum lögreglu sé
viðkvæmur núningsflötur. Þegar
svo hátti til þurfi lögreglan ávallt
að meta hversu langt megi ganga á
hverjum tíma og velja hárrétt
augnablik til að stöðva viðkomandi.
Drógu fram naglamottur
ÞJÓNUSTUSTÖÐ Esso við Geirsgötu var
lokað með formlegum hætti klukkan 17 í
gær, en stöðin víkur fyrir Tónlistar- og ráð-
stefnuhúsi sem stendur til að reisa á lóðinni.
Segja má að þetta séu nokkur tímamót í sögu
miðborgarinnar, því bensín hefur verið selt í
Kvosinni frá árinu 1928 hið minnsta.
Fyrsti bíllinn kom til landsins árið 1904 en
fyrstu árin var bensín ekki selt úr tönkum
heldur mun hafa verið geymt í dunkum og
síðar dælt upp úr tunnum.
Fram kemur í bókinni Þeir létu dæluna
ganga, sem Hallur Hallsson skrifaði, að á út-
mánuðum 1928 var opnuð bensínstöð á Lækj-
artorgi á vegum British Petroleum (BP). Í
kjölfarið fylgdi bensínstöð við Grófina í
Reykjavík.
Ný bensínstöð reist árið 1937
Á fjórða áratug síðustu aldar keypti Hið ís-
lenska steinolíuhlutafélag, síðar Olíufélagið
hf., hús Jes Ziemsen við Hafnarstræti 23 og
flutti aðalstöðvar sínar þangað, að því er seg-
ir í tilkynningu vegna breytinganna.
Árið 1937 var reist ný bensínstöð á lóðinni
og var skjólþak á súlu yfir bensíntankinum. Á
því var merki Standard Oil til ársins 1938, en
var þá tekið niður og merki ESSO sett í stað-
inn. Síðar flutti Esso sig um set, að Geirsgötu,
en að samkomulagi varð að sú stöð viki fyrir
Tónlistar- og ráðstefnuhúsi.
Í dag mun Esso opna nýja þjónustustöð við
Hringbraut. Í tilkynningu segir að þar verði
lögð aukin áhersla á veitingasölu og verði
verslun í stöðinni, sem opin verði allan sólar-
hringinn. Stöðin er byggð eftir ströngustu
umhverfiskröfum sem gerðar eru um sam-
bærilegan rekstur á landinu, ekki síst vegna
nálægðar stöðvarinnar við Vatnsmýri og
Tjörnina. Nefna má að eldsneytistankar eru
með tvöföldu byrði og að í hólfi á milli tanka
er undirþrýstingsbúnaður þannig að ef það
kemur leki þá verður þess vart umsvifalaust.
Langri sögu bensínsölu í Kvosinni
lauk í gær en rífa á Esso-stöðina
Morgunblaðið/Ómar
Síðastur Katarínus Jónsson, starfsmaður Esso við Geirsgötu, dælir á síðasta bílinn fyrir Pétur
Hansson. Á næstunni verið hafinn undirbúningur að því að rífa þjónustumiðstöðina.
FLUTNINGABÍLLINN ók á ofsa-
hraða eftir Reykjanesbrautinni og
lagði fjölda vegfarenda í hættu, auk
lögreglumanna. Þá er ótalin sú
hætta sem ökumaðurinn skapaði
sjálfum sér með aksturslagi sínu
með því að virða hvorki umferð-
arljós né fyrirskipanir lögreglu.
Eftirför lögreglumanna hófst við
Kleppsmýrarveg þegar maðurinn
ók stolnum flutningabíl Samskipa
en á geymslusvæði fyrirtækisins
hafði maðurinn skemmt nokkra
bíla áður en hann komst út á beinu
brautina. Þar tóku lögreglumenn
eftir númerslausum bílnum og skip-
uðu manninum að stöðva. Hann
hlýddi því ekki og hófst því um-
fangsmikil lögregluaðgerð til að
tryggja öryggi annarra vegfarenda
og stöðva ökumanninn sem loks
gafst upp við Vífilsstaðaveg. Við
Bústaðaveg skapaðist einna mest
hætta þegar bíllinn hafði næstum
lent á aðvífandi vegfaranda, en lög-
reglan reyndi hvað hún gat til að
vara fólk þar við með því að aka á
undan bílnum með blikkandi ljós og
sírenur. Telur lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu mikla mildi að at-
burðir fimmtudagskvöldsins skyldu
ekki hafa í för með sér slys.
Lagði fjölda fólks í hættu
á Reykjanesbrautinni
Lögreglan hugðist
sprengja dekk
trukksins
! " # $
%
&
&%'&
&%( '()*&
+&',(-((..
/-0 %1
!
!
!!
"
#
%&'
(
2'&
&%(3,4
&5&&
6%7(
,,80
5,
6(
&*&5(5(,,(-
9
0
,47 +
& %(&6%%7115&-3
8
&*&
5,
6(
:3,
,,%*,&-3((-
%'&
&%(6%%-
6%,,1%
3(-*&
(-3,0(1% 3%,
;(4
3%(,,(65
2'&
&%<4
8-
%(*&5 ' ()
00&( BANDARÍSKA fjölmiðla-
fyrirtækið Time Warner
ætlar að selja átján af tíma-
ritaútgáfum sínum til
sænska fjölmiðlafyrirtækis-
ins Bonnier. Kaupverðið
verður ekki gefið upp en
meðal tímaritanna sem
Time Warner selur eru
Babytalk, Parenting og
Popular Science.
Ólafur Jóhann Ólafsson,
aðstoðarforstjóri Time Warner, segir í samtali
við Morgunblaðið að síðustu misseri hafi fyr-
irtækið verið að selja fyrirtæki sem ekki sé tal-
ið nauðsynlegt að hafa.
Brot af umfangi Time Warner
Tímaritin sem um ræðir segir Ólafur að eigi
það sammerkt að höfða til afmarkaðs hóps les-
enda og að stjórn samstæðunnar hafi metið
það svo að þeirra væri ekki þörf.
Ólafur segir þó af og frá að Time Warner sé
að draga úr tímaritaútgáfu. „Tímaritin sem við
seljum nú eru ekki nema brot af tímaritaflota
Time Warner og brotabrot af umfangi sam-
stæðunnar í heild sinni. Eftir söluna rekur
Time Inc. um 130 tímarit.“
Seldu tímaritin segir Ólafur jafngilda um 2%
af heildarhagnaði tímaritaútgáfu Time Inc.,
sem veltir um 5 milljörðum bandaríkjadala á
ári. Velta Time Warner samstæðunnar er milli
40 og 50 milljarðar bandaríkjadala á ári.
Time selur
átján tímarit
til Bonnier
Ólafur Jóhann
Ólafsson