Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ BLOG.IS Frú forseti þarf orðið eitthvert betra tæki til að þagga niður í bjöllusauðunum. Morgunblaðið hefur lengi kapp-kostað að vera vettvangur þjóðfélagsumræðna. Ekkert dag- blað á Íslandi birtir jafnmikið af efni frá lesendum sínum í formi aðsendra greina og bréfa til blaðsins. Líklega eru fá blöð með viðlíka útbreiðslu jafnopin fyrir skoðunum lesenda sinna.     Nú hefur ávegum Morgunblaðs- ins orðið til annar umræðuvettvangur og ekki síður opinn og líflegur, en það er blogg- samfélagið Blog.is á vef blaðsins, sem ýmsir kalla líka Moggabloggið. Þar skrifa um 5.000 manns um hugð- arefni sín. Þar á meðal eru margir stjórnmálamenn og áhugamenn um þjóðmál. Margir voru þekktir fyrir, aðrir hafa orðið þekktir af skrifum sínum á Moggablogginu.     Það er ekki eftir neinu að bíða aðauka flæðið á milli þessara tveggja umræðutorga, Morgun- blaðsins sjálfs og Moggabloggsins. Hér á þessari síðu verða framvegis birtar tilvitnanir í þjóðmálaskrif á Blog.is. Þar með stækkar enn sá hópur, sem les það sem þar er skrifað.     Jafnframt hefur Morgunblaðið núbyrjað að birta ritstjórnargreinar sínar, leiðara, Reykjavíkurbréf og Staksteina, á Blog.is, nánar tiltekið á slóðinni morgunbladid.blog.is. Þannig tekur blaðið þátt í þeim um- ræðum, sem þar fara fram og jafn- framt gefst skráðum notendum Blog.is kostur á að koma skoðunum sínum á ritstjórnargreinunum á framfæri í gegnum athugasemda- kerfi vefjarins. Eitthvað af þeim at- hugasemdum mun svo birtast hér í blaðinu, eftir hentugleikum.     Þessi aukna samvinna vefjar ogblaðs verður vonandi til þess að efla enn þær opnu og líflegu þjóð- málaumræður, sem Morgunblaðið vill stuðla að. STAKSTEINAR Moggabloggið og Morgunblaðið                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! - . ( // - /. +0 +/1 +2 ' /- 3 4! 4! ) %    3 4! 4! 4! 3 4! )*4! 3 4! ) %  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +. +/ - - - ' 2 . +/ +. +/0 3 4!  !3 4! 3 4! 4! 4! )*4! 5 *%    !  *%   3 4! ) %6  "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 0 +/ 7 +0 ' +'/ +/' ' / +/ . 5*%    ! 4! 4! 4! 4!      4! 4! )*4! 5 *%   9! : ;                      !       " # $    #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ;= 2!>          *  :   ; *%  !      5  < *  :   6            !!  :!     /7=/>8;  )    "   =   ;  5  %      0 (  ?: *4  *<    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" .>/ 7;> 7.' ''1 >/7 1>/ 2>/ (>0 //'0 /27. /.70 />7/ /->0 ''.( /7'0 /70( /7.' 1>( /2>( /20. /2'> /2'' /1'7 '/'> '.01 .;. /;- /;/ /;> /;. 7;2 7;. 7;> .;/ /;2 /;7 /;- /;' 7;2 7;0            Hrafn Jökulsson | 26. janúar Ingibjörg í frjálsu falli – konur hópast til VG Steingrímur J. Sigfússon getur þakk- að fyrir að hafa ekki rifið í útrétta hönd Ingibjargar Sól- rúnar í Kryddsíldinni, þegar hún bauðst til að verða forsætisráðherra í Kaffisullsstjórninni. Vinstri grænir eru orðnir stærri en Sam- fylkingin, samkvæmt nýjustu könnun Heims. Samfylkingin er komin niður í 18,5 prósent. Nú lætur nærri að annar hver kjós- andi hafi yfirgefið flokkinn í for- mannstíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Það sem einkum vekur athygli er að konur hafa, þúsundum saman, horfið frá stuðningi við Sam- fylkinguna og flykkjast yfir til Vinstri grænna. Og það þarf ekki að vera skrýtið þegar að er gáð. Flestar af áhrifa- mestu og vinsælustu þingkonum Samfylkingarinnar eru farnar eða á leiðinni burt: Bryndís Hlöðversdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Rann- veig Guðmundsdóttir – fyrir utan þingkonurnar sem kolféllu í próf- kjörum flokksins. Með þessu áframhaldi mun Ingi- björg Sólrún senn ávarpa þingflokk- inn með fleygum orðum Axlar- Bjarnar: Nú eru sólarlitlir dagar, bræður. Á sama tíma teflir VG fram ein- valaliði kvenna á öllum vígstöðvum, og af nýjum stjörnum ber að nefna Svandísi Svavarsdóttur, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Katrínu Jak- obsdóttur sem allar eru í landsliðinu á vinstri vængnum. Þegar þær eru búnar að kenna Steingrími að hætta að blóta í tíma og ótíma getur fátt stöðvað Vinstri græna. Meira: http://tulugaq.blog.is Anna Kristinsdóttir | 26. janúar Andvana framboð Aldraðir og öryrkjar eru félagar í öllum stjórnmálaflokkum landsins og margir þeirra mjög virkir talsmenn fyrir réttindum þessara hópa. Held að þetta framboð sé í raun andvana fætt. Ekki síst þar sem menn báru ekki gæfu til að koma samhentir til leiks. Meira: http://annakr.blog.is Björn Bjarnason | 26. janúar Björn bloggari? Ég veit ekki hver er munurinn á bloggsíðum og öðrum vefsíðum ein- staklinga. Ég kippi mér að minnsta kosti upp við að vera kall- aður bloggari, þótt ég líti ekki endilega á mig sem slíkan, þar sem ég veit ekki alveg hvað í því felst að slást í þann félagsskap. Tilgangur minn með þessari síðu var, hefur verið og er að halda utan um það, sem mér finnst þess eðlis, að ég vilji geyma hér á þessum stað. Meira: http://www.bjorn.is Sigurður Á. Friðþjófsson | 26. janúar Sovét-Ísland Það er ekki bagalegt að geta lofað bændum slíkum fjárhæðum í aðdrag- anda kosninga og ætla komandi kynslóðum að borga brúsann. Þeir fé- lagar eru báðir í fram- boði í landbúnaðarhér- aðinu Suðurlandi. Þetta kemur jú neytendum til góða, sagði Guðni og Árni Matt. reyndi líka að réttlæta þennan rík- isbúskap Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks. Hver var að tala um að Sov- ét-Ísland heyrði sögunni til? Meira: http://safi.blog.is. Salvör Gissurardóttir | 26. janúar Samantekin ráð? Ég held að Fréttablaðið og það fjöl- miðlaveldi sem það tilheyrir sé ekki par hrifið af uppgangi moggabloggsins … Blaðamaðurinn sem hringdi í mig spurði eitt- hvað á þá leið hvort ég héldi að gróska mogga- bloggsins væri einhver samantekin ráð, ég tel svo ekki vera, þetta er einfaldlega besta kerfið á ís- lensku og það er aukakostur að það er partur af samfélagi sem tengist einu stærsta dagblaði landsins. Meira: http://salvor.blog.is Fáðu úrslitin send í símann þinn Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ VEÐUR SIGMUND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.