Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 21
ERLENT
BRESKA stjórnin er nú að hefjast
handa við herferð sína gegn hval-
veiðum og ætlar í næstu viku að
gefa út bækling þar sem öll ríki,
sem andvíg eru hvalveiðum, verða
hvött til að ganga í Alþjóðahval-
veiðiráðið.
Í bæklingnum segir, að hvalir séu
„viðkvæm og félagslynd dýr“ og
ýmsar tegundir þeirra eigi á hættu
að deyja út. Þessu vísa raunar tals-
menn helstu hvalveiðiþjóðanna,
Japana, Norðmanna og Íslendinga,
á bug og segja, að unnt sé að stunda
sjálfbærar veiðar úr mörgum stofn-
um. Þá segja þeir það hreinan til-
búning, að hvalir hafi einhverja
sérstöðu umfram aðrar skepnur,
sem mennirnir nýti. Kom þetta
fram á fréttavef
BBC, breska rík-
isútvarpsins, í
gær.
Í formála
bæklingsins seg-
ir hinn kunni
náttúrufræð-
ingur og sjón-
varpsmaður Dav-
id Allenborough,
að ekki sé til nein
„mannúðleg“ aðgerð við að drepa
hvali en Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, kallar menn hins
vegar til vopna í baráttunni gegn
hvalveiðum. Segir hann það vera á
ábyrgð alls mannkyns að tryggja
vöxt og viðgang hvalastofna.
Bretar blása til sóknar
gegn hvalveiðiríkjum
Hnúfubakur Á leik
í Faxaflóanum.
Dublin. AFP. | Írar
hafa fundið fornt
skipsflak norður
af Dublin og er
talið að um sé að
ræða skip frá
víkingatímum,
en víkingaskip
hefur ekki fund-
ist á Írlandi til
þessa. Dick
Roche, umhverf-
is- og menningarráðherra, segir að
um sé að ræða sérstaklega spenn-
andi fund, sem geti varpað auknu
ljósi á söguna.
Flakið fannst fyrir tilviljun við
dýpkunarframkvæmdir í Boyne-á
skammt frá Drogheda í nóvember
sl. en ekki var greint frá fundinum
fyrr en í gær. Skipið er sagt hafa
verið 16 metra langt og níu metrar
á breidd. Eftir á að aldursgreina
það en Roche segir að tegundin sé
eins og tíðkaðist á víkingatímanum
og næstu öldum.
Talið er að það taki um tvo mán-
uði að ná flakinu á land og síðan
taka við frekari rannsóknir. „Svona
fundur getur sagt okkur mikið um
tækni, viðskiptahætti og daglegt líf
forfeðra okkar og getur varpað
ljósi á lífið á Írlandi fyrir meira en
1.000 árum,“ segir Roche, en vík-
ingar herjuðu fyrst á Írland 795.
Írar finna
víkingaskip
Víkingaskip Ís-
lendingur siglir.
TALSMAÐUR útlægs hóps ír-
anskra stjórnarandstæðinga hefur
birt lista yfir 32.000 manns, sem
hann segir vera útsendara Írans-
stjórnar í Írak. Hefur bandarískum
hermönnum í Írak nú verið heim-
ilað að skjóta íranska útsendara.
32.000 útsendarar
BRESK yfirvöld telja að Andrei
Lugovoí, fyrrverandi liðsmaður
KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna,
hafi eitrað fyrir njósnaforingjann
fyrrverandi Alexander Lítvínenko
og eru að undirbúa kröfu um að fá
hann framseldan.
Framsals óskað
STEPHEN Harper, forsætisráð-
herra Kanada, greiddi í gær Maher
Arar jafnvirði um 610 millj. kr. í
skaðabætur og bað hann afsökunar
á því að hann hefði verið handtek-
inn í Bandaríkjunum og sendur til
Sýrlands 2002.
Uppreisn æru
JAN Gasic, formaður tannlækna-
samtaka Slóvakíu, varaði í gær við
tannlæknaskorti í landinu á næstu
fimm árum. Hann sagði að um 50
tannlæknar útskrifuðust árlega en
um 25 þeirra hyrfu þegar til ann-
arra landa, einkum Bretlands,
vegna hærri launa.
Tannlæknar fara
FRÉTTASKÝRING
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
KOSOVO verður sjálfstætt ríki, ef
ekki í orði þá á borði, ef tillögur
finnska forsetans fyrrverandi, Martt-
is Ahtisaaris, um framtíð svæðisins ná
fram að ganga. Tillögurnar, sem
kynntar voru fyrir samráðshópi
Bandaríkjanna, Rússlands, Bret-
lands, Frakklands, Þýskalands og
Ítalíu í Vínarborg í gær, verða lagðar
fyrir Serba og Kosovo-Albana 2. febr-
úar nk. en Ahtisaari hefur unnið að
þeim undanfarna fjórtán mánuði í
umboði Sameinuðu þjóðanna.
Tillögur Ahtisaaris njóta stuðnings
Bandaríkjanna og Bretlands. Ekki er
hins vegar ljóst hvort Rússar munu
snúast gegn þeim eður ei; Serbar
þrýsta án efa á stjórnvöld í Moskvu að
beita neitunarvaldi gegn tillögunum á
vettvangi öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, en fullyrt er að Rússar séu
samt sem áður tilbúnir til að skoða
málið. Kom fram í The Washington
Post að Rússar vilji á móti að Banda-
ríkin og Evrópumenn samþykki að
tvö héruð í Georgíu, sem fylgja
Moskvustjórn að málum, fái að segja
skilið við það ríki.
Fulltrúi alþjóðastofnana
gæti gripið inn í
Tillögur Ahtisaaris gera ráð fyrir
því að Kosovo verði sjálfstætt ríki í
reynd, en orðið sjálfstæði er þó svo
viðkvæmt að ekki er víst að það verði
að finna í plöggum Finnans. Kosovo
yrði gert kleift að ganga í alþjóða-
stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirn-
ar og jafnframt, þegar fram líða
stundir, að setja á laggirnar eigin her.
Eftir sem áður yrði sérlegur út-
sendari alþjóðastofnana staðsettur í
Pristina og hann myndi hafa rétt til að
reka háttsetta fulltrúa heimamanna
úr starfi og afturkalla löggjöf, sem
hann teldi stuðla að spennu í sam-
skiptum þjóðarbrota í Kosovo.
Sveitir Atlantshafsbandalagsins
myndu áfram vera staðsettar í Kos-
ovo en smátt og smátt yrði dregið úr
viðveru þeirra, um leið og sú stund
nálgaðist að Kosovo gengi í NATO og
Evrópusambandið. Sérstaklega yrði
gætt að réttindum Serba, minnihlut-
ans í Kosovo.
Kosovo hefur verið hérað í Serbíu
um margra alda skeið, með umtals-
verð sjálfstjórnarréttindi þó, a.m.k.
um tíma. Íbúarnir eru í dag um tvær
milljónir, um 90% þeirra eru Albanar.
Samskipti Serba og Albana hafa
verið með allra versta móti og NATO
háði sitt stríð gegn Serbum 1999 með
það yfirlýsta markmið að koma í veg
fyrir mannréttindabrot og þjóðernis-
hreinsanir þeirra í Kosovo.
Með lyktum hernaðarátakanna í
júní 1999 voru tengslin milli Kosovo
og Belgrad, höfuðborgar Serbíu, rofin
og hafa Sameinuðu þjóðirnar stýrt
héraðinu síðan. Hefur serbneski
minnihlutinn í Kosovo sætt ofsóknum
eins og Albanar áður.
Morgunblaðið bar það undir Tim
Judah, blaðamann sem sinnt hefur
fréttum af Balkanskaga um árabil,
hvað myndi gerast í kjölfar þess að til-
lögur Ahtisaaris væru lagðar fram.
„Þetta veltur allt á Rússunum,“
segir hann. „Spurningin er sú hvort
þeir beita neitunarvaldi gegn ályktun
í öryggisráðinu, eða hvort þeir semja
um málið.“
Kosovo-Albanar eru orðnir lang-
þreyttir á að bíða eftir aðgerðum af
hálfu alþjóðasamfélagsins, sem
myndu miða að því að þeir fengju
sjálfstæði. Þeir eru ekki fullkomlega
sáttir við tillögur Ahtisaaris en líklegt
er talið að þeir myndu sættast á þær,
enda um að ræða bestu niðurstöðuna
sem mögulegt er að fáist eftir þessum
leiðum.
Beiti Rússar neitunarvaldi í örygg-
isráðinu er, að sögn Tims Judah, alls
ekki ólíklegt að Kosovo-Albanar
myndu lýsa einhliða yfir sjálfstæði
sínu í kjölfarið. Þá væri vond staða
komin upp. Serbar í norðurhluta
landsins myndu án efa segja sig úr
lögum við hið yfirlýsta ríki. Spurning
er hvort Bandaríkin og Bretland og
e.t.v. önnur ríki myndu viðurkenna
Kosovo, líkt og þegar Slóvenía og
Króatía fengu umsvifalaust viður-
kenningu 1991, sem sumir segja að
hafi flýtt átökum í gömlu Júgóslavíu.
Spenna myndi vaxa, sem Judah tekur
þó raunar fram að muni hugsanlega
gerast hvort heldur sem er. Alls ekki
sé óhugsandi að til átaka komi.
Sjálfstæði til
handa Kosovo?
MAÐUR einn gengur framhjá
styttu af hermanni í sovéskum
herklæðum í garði í Tallinn í Eist-
landi. Fyrirhugaður flutningur
þessa minnismerkis um þá sem
börðust í síðari heimsstyrjöld hef-
ur vakið harðvítugar deilur milli
stjórnvalda í Rússlandi og Eist-
landi. Eistnesk stjórnvöld telja
styttuna tákn um hernámið sem
Eistar þurftu að þola af hálfu Sov-
étmanna í fimmtíu ár; Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sagði hins vegar nýverið að
áætlanir um flutning minnismerk-
isins í kirkjugarð í Tallinn jafn-
giltu „guðlasti“. Hafa embætt-
ismenn í Moskvu staðhæft að
flutningur minnismerkisins myndi
í raun þýða að Eistar hefðu stutt
nasista.
Alls er talið að tíu milljónir sov-
éskra hermanna hafi fallið í síðari
heimsstyrjöldinni.
Reuters
Milliríkja-
deila um
minnismerki
$
K
&
L
,
1)L$,
'!' $;19,2
()LM)
(%
&
&$9,
0.)GN9,
L8..&9G
1?L="J2
&9G
LK0)9,
) *
+
Tillögur Marttis Ahtisaaris um framtíð
Kosovo kynntar fyrir samráðshópi
!
"
!
#
$ % & !
$
$
'
((($ $
")
*
+
,
-
$ ./0 12 13 40 30 5
) 6 $
7
8
9
-
$./0 /4 34 :3 :; 5
) "6 $
'
"
-
$
! "
"
# $
%& '
& !
% (
'
)
* %% +, ! * %% $-%
( " .%) / 0
) $-% ! 1'
! "
#$$% & '
()*&(
./0-:3 03 /1 0/ <$=$ >? 7@ A
B?
!
>
$- $
$ 2:-2C '
$
!
) 22-2C
C4
4
1
+ &
,
-.
/01
23'4
516' 7689'
4
516':
Á þessum fundi (einkaviðtal) getum við skýrt nánar frá byggingarmöguleikum þínum út frá
hústegundum okkar, byggingaraðferðum og afgreiðsluskilyrðum (kjörum) við að reisa hús á
Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum.
Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða hjá söluráðgjafa:
Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk
Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk
Söluráðgjafar eru dönsku- og enskumælandi.
Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur yfir 30 ára reynslu við að byggja og
reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun og er meðal leiðandi fyrirtækja á
markaðinum, með fjögur útibú í Danmörku og fjögur útibú i Þýskalandi. Einnig margra ára
reynslu af byggingu húsa á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum.
BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København
Mán., mið. og lau. 13-17, sun. og helgidaga: 11-17
DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR)