Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 26
TOLSTOJ, Laxness og Dic-
kens. Auðvitað hafa allir les-
ið verk eftir þessa snilld-
arhöfunda enda eru þeir
siðmenntað fólk. Eða hvað?
Niðurstöður nýrrar
breskrar rannsóknar sýna
nefnilega að þriðja hver
manneskja játar að hafa log-
ið til um hversu vel lesin hún
er, að sögn Berlingske Ti-
dende. Um 4.000 manns voru
spurðir.
Tveir af hverjum fimm
segjast ljúga til um lestur
sinn til að geta tekið þátt í umræðum og einn af hverjum tíu karl-
mönnum gerir það til að ganga í augun á hinu kyninu.
Rannsóknin var á vegum The Museums, Libraries and Archive
Council í Bretlandi og segist John Dolan, sem var í forsvari fyrir
hana, mjög ánægður með niðurstöðurnar. „Það er heillandi að sjá
hversu margir reyna að ganga í augun á öðrum með bókum sem þeir
hafa aldrei lesið,“ segir hann.
Samkvæmt rannsókninni er algengast að Bretar ljúgi því að hafa
lesið Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien en bækur á borð við
Stríð og frið eftir Tolstoj og Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë eru
einnig ofarlega á lista.
Logið til um lestur
Skáldverk Jú, þær eru margar bæk-
urnar sem við ættum að lesa.
Morgunblaðið/ÞÖK
|laugardagur|27. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Í sumar ættu herrarnir að skarta
fötum sem bera persónulegum
stíl vitni og leita innblásturs í því
sem efst er á baugi. » 30
tíska
Ingi Már Úlfarsson er nýkominn
heim til Íslands eftir að hafa
verið skiptinemi í Paragvæ síð-
asta árið. » 32
ferðalög
Sigurbjörg Einarsdóttir kann
best við sig í risíbúðum og
gömlum húsum sem hefur verið
haldið vel við. » 28
lifun
Við vorum pínulitlar, kannskiþriggja eða fjögurra ára,þegar við byrjuðum að fálánuð gúmmístígvél hver
annarrar. Þetta hefur ekki stoppað
síðan,“ segir Sigrún María Grét-
arsdóttir um það fatalán sem þær
stunda stíft, hún og vinkonur hennar
Brynja Gunnarsdóttir og Svava
Kristjánsdóttir. „Svo er fjórða stelp-
an líka með í þessari fataklíku, hún
er frænka okkar Sigrúnar, en það vill
svo vel til að við notum allar um það
bil sömu stærð af fötum,“ segir
Svava og bætir við að skónúmer og
brjóstahaldaranúmer þeirra séu þó
ekki öll þau sömu. „En tvær okkar
nota sömu stærðir af brjóstahöld-
urum og hinar tvær geta notað sömu
skó.“
Þær segja að karlkyns vinir þeirra
hafi orðið þó nokkuð hneykslaðir
þegar þeir komust að því að þær lán-
uðu hver annarri líka nærföt. „Þetta
eru bara hrein og fín föt sem við
sjáum engan mun á að fá lánuð frek-
ar en aðrar flíkur. Aðstæður geta
líka verið þannig að maður verður að
fá undirföt lánuð, til dæmis þegar við
gistum hver hjá annarri, sem er þó
nokkuð algengt, þá fer maður
kannski í sturtu um morguninn og
þarf að fá hrein nærföt lánuð af því
maður er ekki heima hjá sér. Í okkar
huga er þetta sjálfsagt mál og við
lánum líka hver annarri tannburst-
ana okkar,“ segir Brynja og bætir við
að það hafi marga kosti að skiptast
svona á með föt.
„Við spörum heilmikið í fata-
kaupum því okkur líður eins og við
séum í nýrri flík þegar við fáum eitt-
hvað lánað hjá hver annarri. Svo er
þetta líka svo gaman, að máta, prófa
og skoða hvað fer hverri vel. Og þeg-
ar einhver okkar kaupir nýja flík sem
einhverri annarri í hópnum líst vel á,
þá erum við ekkert feimnar við að
segja. „Ég ætla sko pottþétt að fá
þetta lánað hjá þér einhvern tíman.“
Allar jafn frekar
Reyndar koma stundum upp
árekstrar þegar einhver í hópnum
hefur hugsað sér að vera í einhverri
flík frá annarri við eitthvert ákveðið
tækifæri þar sem þær eru allar sam-
an. „Og það kemur kannski í ljós að
eigandinn ætlar einmitt að vera í
þeim bol eða buxum. Þá förum við
ekkert að rífast um það, fíflumst
kannski eitthvað og frekjumst, en
eigandinn ræður auðvitað. Við erum
allar jafn frekar, þannig að það valt-
ar enginn yfir neinn þegar kemur að
fataláni.“
Þær segja að stundum vilji flík-
urnar fara á flakk og gleymast. Þær
eru allar sammála um að mæður
þeirra hafi oft pirrað sig á því þegar
þær voru yngri.
„En núna þegar við kaupum okkar
föt sjálfar, þá er þetta okkar mál. Og
það er svolítið gaman að komast allt í
einu að því að maður á flotta flík hjá
vinkonu sinni sem maður var búinn
að steingleyma að væri til. Þetta skil-
ar sér nú oftast að lokum í rétta fata-
skápa en stundum höldum við að við
eigum eitthvað af því við erum búnar
að vera svo lengi með það í láni.“
Þær segja að fatalán krefjist
ákveðins trausts, sem þær beri hver
til annarrar. „Við lánum ekki neinum
öðrum nema systrum okkar fötin
okkar. Ég hef reyndar lánað Brynju
föt af systur minni sem ég var með í
láni frá henni og mamma mín varð
dálítið hissa þegar hún sá Brynju í
fötum systur minnar,“ segir Sigrún
og hlær en þær vinna allar á sama
stað. „Við förum saman í ræktina
fyrir vinnu á morgnana, vinnum sam-
an og djömmum saman. Enda fáum
við fráhvarfseinkenni ef einhver okk-
ar fer í burtu í meira en viku.“
Þær segjast halda að fataláns-
hegðunin sé stelpufyrirbæri. „Við
sjáum þessa hegðun ekki mikið hjá
strákum í kringum okkur. Kannski
eru þeir eitthvað feimnir við að fá
lánað hjá hver öðrum eða þeir pæla
bara ekki eins mikið í fötum og við.“
Ég í þínu,
þú í hennar og
hún í mínu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tekist á Brynja, Svava og Sigrún togast á um flík sem þær vilja allar fá lánaða hjá þeirri fjórðu.
Litla fatafríkið Hundurinn hennar Sigrúnar ánægður í fatahrúgunni.
Alþjóðlega leikfangasýn-
ingin verður haldin í Banda-
ríkjunum í febrúar. Þar
kynna leikfangaframleið-
endur nýjungar og meðal
þeirra í ár er páfagaukur
sem hegðar sér eins og al-
vörupáfagaukur og kannski
rúmlega það. Hann end-
urtekur orð sem eru sögð við
hann, bregst við snertingu
og dansar.
Páfagaukur
eða leikfang?
Reuters
Nú hugsar landinn til landsliðsins íhandbolta, sem stendur í ströngu í
Þýskalandi. Sigrún Sveinsdóttir færði
landsliðinu hamingjuóskir í bundnu máli
eftir sigurinn á Túnis á bloggsíðu sinni,
sem finna má á slóðinni
www.savior.blog.is:
Í sófanum ég sit ei hljóð
svona fer með marga.
Ég er orðin alveg óð,
upp ég stend og garga.
Já, þeir sigra eflaust enn,
þótt af þeim svitinn bogi.
Þetta eru mínir menn:
Meira svona Logi.
Og enn yrkir hún:
Áfram liðið Alfreð dregur
unun er að sjá til hans.
Allan leikinn ótrúlegur
iðkar sannan línudans.
VÍSNAHORNIÐ
Af handbolta
pebl@mbl.is