Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÉTT fyrir áramótin var birt stutt fréttatilkynning frá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) um breyt- ingar á gjöldum vegna heilbrigð- isþjónustu. Mitt í tilkynningunni leyndist stórfrétt, sem ekki einu sinni árvök- ulustu fréttahaukar veittu athygli. Fram kom að gjald ósjúkra- tryggðra (hjá TR) vegna komu á heilsu- gæslustöð hefði verið hækkað í 6.100 kr. Hækkunin er miðuð við kostnaðarmat. Þessi frétt er afar at- hyglisverð fyrir þær sakir að um langt árabil hefur verið ógjörningur að fá opinberaðar upp- lýsingar um raunveru- legan kostnað á bak við komu ein- staklinga til heilsugæslulækna. Þær upplýsingar eru þó afar mikilvægar til að geta borið saman hagkvæm- ustu kosti tryggingakerfisins vegna þjónustu við sjúka. Nú þegar upp- lýst er að raunkostnaður vegna komu til heilsugæslulæknis er a.m.k. 6.100 kr. og að kostnaðarhlutur sjúk- lings er enn 700 kr. þá má líka ljóst vera að mismunurinn er kostn- aðarhluti sjúkratrygginga, þ.e. 5.400 kr. Allt öðru máli hefur gegnt um sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Þeir hafa alltaf gert opinbera verk- takasamninga við TR og kostnaður vegna komu til þeirra því alltaf legið uppi á borðum. Nú um áramótin var gjaldið hækkað lítillega og er heildarkostnaður vegna einfaldrar komu til lyflæknis á stofu nú 4.583 kr. Þar af greiðir sjúklingurinn sjálfur heilar 3.453 kr., en hluti sjúkratrygg- ingakerfisins (TR) er aðeins 1.391 kr. Ójöfn sjúkra- trygging Hvað þýðir þetta í raun? Jú, einstaklingur sem t.d. fær verk í bakið eða þarf að láta mæla hjá sér blóðþrýsting er látinn greiða 700 kr. fyrir að fá heilsugæslulækni til annast verkið, en fimm sinnum meira eða 3.453 kr. fyrir að leita til gigtlæknis eða hjartalæknis! Er það af því að sér- fræðingurinn sé dýrari eins og hald- ið er fram? Nei, alls ekki, þvert á móti, sérfræðingurinn er miklu ódýrari! Sjúkratryggingakerfið stýr- ir samt þessum einstaklingi eins hart og það getur til heilsugæslunnar með því að greiða með honum 5.400 kr. fyrir komu þangað, en aðeins 1.391 kr. fyrir komuna til sérfræðingsins. Það er nær fjórfaldur munur! Þetta er auðvitað óþolandi og óskiljanleg mismunun í sjúkratryggingum og kemur hún t.d. harkalega niður á þeim einstaklingum, sem þurfa eða vilja leita til sérfræðilækna. Af ofangreindu leiðir líka að það þýðir stórkostlegan sparnað fyrir sjúkratryggingakerfið að fólk leiti sem mest til sérfræðinga, en síður til heilsugæslunnar, alveg öfugt við það sem margir hafa haldið fram. Sérfræðiþjónusta skert Þegar litið er til ofangreindra upp- lýsinga vekur furðu að sjálfstætt starfandi sérfræðingar í læknastétt hafa um langan aldur verið úthróp- aðir af sumum stjórnmálamönnum, ríkisendurskoðanda, hagfræðingum ASÍ og fleirum vegna „dýrrar“ þjón- ustu og hafa þeir aðilar heimtað að stofum sérfræðinga yrði lokað og þjónusta þeirra flutt inn á spítalana. Einmitt það gerðist reyndar nú um áramótin þegar hluti af þjónustu augnlækna var með valdi fluttur af stofum þeirra inn á Landspítalann, en ef að líkum lætur er göngudeild- arþjónusta spítalans hlutfallslega enn dýrari en þjónusta heilsugæslu- lækna og margfalt dýrari en stofu- þjónusta sérfræðilækna. Með líku móti hafa heilbrigðisyf- irvöld ýtt undir þá þróun að tak- marka störf sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna sem mest og hefur Landspítalinn lofað gulli og grænum skógum þeim sérfræðilæknum, sem loka stofum sínum, en hinum sem það gera ekki hefur verið hótað brottrekstri. Spítalinn hefur gengið svo langt að beita ólöglegum brott- vikningum og staðið í málaferlum við sérfræðilækna í þeim tilgangi einum að fá þá til að hætta stofurekstri! Of- sóknir er stórt orð, en kannski við- eigandi hér. Meiri vinna – minni laun En þetta er ekki allt. Sér- fræðilæknar fá bara ákveðinn kvóta af greiðslum frá TR vegna þjónustu sinnar og þurfa þeir að gefa TR af- slátt hafi þeir of mikið að gera sam- kvæmt mati TR, en það mat byggist ekki á neinum raunhæfum for- sendum um þarfir fyrir þjónustuna. Með þessu móti fá sjúkratrygging- arnar sérfræðiþjónustuna enn ódýr- ar en fram kemur hér að ofan. Um leið dregur afsláttarkerfið úr afköst- um sérfræðilæknanna, sem ekki sætta sig við að vinna langt fram á kvöld upp á þau býti að fyrir það sé dregið af greiðslum til þeirra! Ein- mitt á þeirri forsendu sögðu hjarta- læknar upp samningum við TR fyrir ári síðan og eru þeir enn samnings- lausir, en sú staða er íslensku sjúkra- tryggingakerfi til háborinnar skammar. Þess má loks geta að kostnaður vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna (þar með taldar stór- ar aðgerðir og viðamiklar rann- sóknir, sem margir þeirra annast líka í sjálfstæðum rekstri) nemur að- eins mjög litlu broti af heildarkostn- aði við heilbrigðisþjónustuna í land- inu. Til að gæta sanngirni gagnvart kerfisköllunum í ráðuneytum, spítöl- um, ASÍ og víðar, þá verður að við- urkennast að sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar eru alls ekki galla- lausir. Það alversta við þá er nú samt að þeir starfa sjálfstætt. Það er auð- vitað með öllu ólíðandi fyrir kerfis- kallana og má hið opinbera þá kosta miklu til að ráða bót á því! Ódýrir sérfræðilæknar ofsóttir Árni Tómas Ragnarsson fjallar um heilbrigðismál. » ... um langt árabilhefur verið ógjörn- ingur að fá opinberaðar upplýsingar um raun- verulegan kostnað á bak við komu einstaklinga til heilsugæslulækna. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. FÁTT veit ég skemmtilegra en þegar staðnaðar ríkisstofnanir falla af stallinum, en það gerðist einmitt á dögunum þegar fréttastofa Ríkissjón- varpsins gerði mis- heppnað áhlaup á Herbalife. Um furðufrétt RÚV þetta laug- ardagskvöld er tvennt vitað: Að hún er runnin undan rifjum keppinauta Herbalife og var svo illa unnin að hún féll um sjálfa sig áður en mótsvar Herbalife birtist á skjánum. Fréttin snerist í stuttu máli um „rann- sókn“ á 6 lifrarbólgu- tilfellum á 7 ára tíma- bili, þ.e. um eitt tilfelli á ári, þar sem ein- staklingar veiktust tímabundið, voru lagðir inn og náðu svo fullri heilsu. Í fréttinni var full- yrt að þessi tilfelli mætti „nær örugglega“ rekja til Herbalife þrátt fyrir að 26 ára saga fyrirtækisins afsanni slíkar getgát- ur og þrátt fyrir að ótal þættir með svipuð einkenni valda lifrarbólgu. Í framhaldinu kom fram að líklegasta orsökin væru einhver af 3 eitruðum jurtum en svo kom rúsínan í frétta- rlok: „Engin þessara þriggja jurta er notuð í vörur Herbalife á Ís- landi“! Fæðubótarefni og lifrarbólga En gætu vörur Herbalife samt valdið lifrarbólgu? Nei! Í fyrsta lagi eru notendur Herbalife nær 40 milljónir í 63 löndum. Ef einhver vara þess orsakaði lifrarbólgu væri slíkt löngu komið fram. Innan Herbalife starfa læknar í fremstu röð sem vaka yfir heilsu- gildi varanna. Minnsti grunur um skaðsemi kallar á tafarlausa rann- sókn. Sé enn vafi er leitað til ut- anaðkomandi sérfræðinga. Í þriðja og fjórða lagi má finna öll fæðubótarefni Herbalife í versl- unum Hagkaupa og á hillum heilsu- vörubúða og ekkert einasta þeirra hefur hepatotoxísk, þ.e. lifrarskað- andi, áhrif. Og síðast en ekki síst þetta: Fitu- lifur vegna offitu er að verða ein al- gengasta orsök lifrarbólgu á Vest- urlöndum (steatohepatitis). Ekki aðeins ýtir Hebalife ekki undir lifrarbólgu heldur er Herbalife helsta von þessara sjúklinga til að koma í veg fyrir sjúkdóminn! Herbalife á Íslandi Yfir 10.000 Íslend- ingar hafi persónulega kynnst vörum Herba- life á sl. 7 árum! Á þessum tíma hefur Herbalife losað Íslend- inga við yfir 30 tonn af fitu, bjargað tugum mannslífa og fært hundruðum betri heilsu! Á bak við þenn- an árangur liggur þrot- laus vinna mörg hundr- uð dreifingaraðila. En hann hefði aldrei náðst nema af því að vörur fyrirtækisins eru þær bestu á byggðu bóli. Sakar ekki að vís- indamaðurinn sem stýrir Vísinda- og læknasviði Herbalife er enginn annar en hinn heimsþekkti megrunarsérfræðingur dr. med. David Heber við UCLA- háskólann í Bandaríkjunum. Lyfjafyrirtæki í vanda En ef Herbalife-vörurnar eru svona frábærar hvers vegna eru lyfjarisarnir svona örvænting- arfullir? Svarið er að Golíat nútímans, lyfjafyrirtækin, stendur nú á erf- iðum krossgötum. Frumvandamálið er einhæfni. Þessi fyrirtæki gera fyrst og fremst út á lyf sem flest eiga það sameiginlegt að vera gerviefni. Vandinn er að hin sístækkandi gervilyfjaflóra hefur kallað á æ magnaðri aukaverkanir. Má nú telja líklegt (miðað við heilsutölur fyrir Vesturlönd) að aukaverkanir lyfja drepi allt að 100 Íslendinga á ári! Þetta eru ekki bólgur, heldur dauðir Íslendingar! Og þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Fyrir hvern einstakling sem deyr eru a.m.k. tíu til viðbótar sem veikjast, margir alvarlega. En eru náttúruleg efni þá öll skaðlaus? Öðru nær! En þau eru ekki aðskotaefni í náttúrunni og eigi þau forsögu sem fæðubótarefni minnka til muna líkurnar á alvar- legri eiturvirkni. Offituvandinn En lyfjafyrirtækin standa nú frammi fyrir öðru vandamáli: offi- tufárinu. Fari nú sem horfir gætu börnin sem nú eru að vaxa úr grasi lifað 10 til 15 árum skemur en við sem nú erum á besta aldri. Og hér er vandinn! Enn eru eng- in lyf til gegn offitu! Fyrir bragðið hefur ekki Golíat heldur Davíð, þ.e. Herbalife, með náttúrulækningar einar að vopni, tekið forystu í þessu afdrifaríka stríði. En þótt lyfjafyrirtækin séu vopn- laus í baráttunni (vonandi ekki lengi) taka þau mikinn óbeinan þátt því offita kyndir undir ótal sjúk- dóma sem við höldum í skefjum með mörgum afbragðs gervilyfjum. Offitufaraldurinn er orðinn svo skæður að heilbrigðisstéttir hafa ekki lengur efni á öðru en að vinna saman hvort sem þær kallast hefð- bundnar, óhefðbundnar eða eitt- hvað annað. Allar rannsóknir segja okkur að við þurfum að bæta lífsvenjur á öll- um sviðum. Eitt mikilvægasta svið- ið – að dómi Herbalife og fleiri – er að efla íþróttir barna og unglinga. Þannig styrkir Herbalife æ fleiri íþróttalið, þ.á m. L.A. Galaxy sem var að ráða frægasta knattspyrnu- mann heims, David Beckham, til þess að hlúa að þessum draumi í brjóstum æskufólks um veröld víða. Að lokum: Ef við ætlum að brjóta offitufárið á bak aftur þurfa allar heilbrigðisstéttir – eins og gott bol- talið – að vinna saman eins og smurð vél undir kjörorðinu „sam- einuð stöndum við, sundruð föllum við“. Við sem höfum að atvinnu að bjarga mannslífum ættum öllum öðrum fremur að skilja og virða þau einföldu sannindi. Skoðanir höfundar eru algerlega óháðar skoðunum Herbalife. Lyf eða heilsa? Jón Óttar Ragnarsson skrifar um Herbalife og heilbrigði »Ef einhvervara þess or- sakaði lifr- arbólgu væri slíkt löngu kom- ið fram. Jón Óttar Ragnarsson Höfundur er doktor í næringarfræði, fyrrum yfirmaður matvæla- og nær- ingarsviðs Háskóla Íslands og áhuga- maður um næringu og heilsu í 40 ár. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hafa háværar umræður verið um hátt matvælaverð á Íslandi. Margar mismunandi við- ráðanlegar ástæður hafa verið til- greindar. Meðal annars er talið að „eðlileg“ afföll séu um 4% vegna þjófnaðar starfsfólks og „við- skiptavina“ úr verslunum sem fer beint út í verðlagið. Verslanir hafa komið sér upp margs konar örygg- iskerfi til að draga úr ósómanum. Ef- laust eiga árvökulir starfsmenn og viðskiptamenn sinn þátt í því að halda þjófunum í skefjum. Þó tel ég að það eigi sér stað um- talsvert hnupl úr verslunum sem svo að segja viðgengst um hábjartan dag fyrir allra augum. Þar á ég við frjáls- lega notkun margra viðskiptavina á innkaupakerrum. Oft rekst ég á slík- ar kerrur í reiðileysi út um allan bæ sem enginn hirðir um. Flestar eru í námunda við verslunarstaðina sem viðskiptavinir hafa skilið eftir í þeirri góðu trú að starfsmenn sæki þær, stundum með vitund og vilja versl- unarinnar og stundum ekki. Ekki er ég að fárast yfir því að fólk sem hefur langt að fara og hefur ekki aðgang að bíl, eins og gamalt fólk og öryrkjar, taki kerrurnar heim til að þurfa ekki að bera of þungar byrðar. Hinir skilvísu koma þeim eflaust til skila við fyrsta tækifæri. Vera má að sumir skili þeim ekki fyrr en þeir þurfa að versla á ný sem jafngildir því að þeir hafi tekið kerrurnar til einka- afnota. Verstu skussarnir eru þeir sem skila frá sér kerrunum hvar sem er, fyrir utan heimili sín þar sem þær safnast saman, eða á berangri þar sem sjá má þær liggja fyrir hunda og manna fótum, jafnvel dögum eða vik- um saman. Það er því undir hendingu komið hvort einhverjir samvisku- samir borgarar skili þeim eða geri versluninni viðvart svo að starfsmenn megi ómaka sig við að ná í þær. Ég hef heyrt af verslunarstjórum að margar kerrur hverfi fyrir fullt og allt. Eina slíka kerru hef ég rekið augun í þar sem hún var notuð til þjónustu við íbúa í nýbyggingu og aðra á endurnýtingarstöð Sorpu. Sjálfsagt vita ýmsir um verri dæmi en þetta. Mín áskorun til fólks er að vera vakandi um að það getur dregið úr vörukostnaði með því að skila fljót- lega aftur kerrum sem það fær lán- aðar og vera vökult yfir því að ná- grannar þeirra geri hið sama. Maður skilar því sem maður fær að láni og aðrir hafa trúað manni fyrir, ekki satt! Ég hef einnig rökstuddan grun um að dagblöðin eigi við svipaðan vanda að glíma varðandi kerrur sem blað- burðarfólk notar. Margir staldra stutt við og sumir hverjir hafa ekki fyrir því að skila þeim. Af sömu ástæðu ættum við að sjá til þess að þeim sé komið til skila. Stöðvum ósómann. HARTMANN BRAGASON, Skeljagranda 6, Reykjavík. Lækkum matarverðið – stöðv- um hnupl á innkaupakerrum Frá Hartmanni Bragasyni: ÉG finn til með fólki sem á bágt, líður skort, þolir sjúkdóma og ástvinamissi. Samt finn ég ívið meira til með fávísum sem í sjálfsfögnuði og alvisku setja fram fullyrðingar án þess að vita í hausinn á sér og op- inbera þannig þekkingarleysi og eigin fordóma. Þess vegna finn ég virkilega til með Steinunni Jóhannesdóttur. Ps. Sem betur fer er lítil hætta á að hún verði nokkurn tíma boðin í heimsókn til páfans í Róm af því þar er ástandið hreint afleitt: kon- ur verða að bera slæðu. Jóhanna Kristjónsdóttir Að finna til Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.