Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Nafnorðið hregg, hk.,merkir ‘stormur meðúrfelli, óveður, él’.Orðasambandið súpa
hregg er notað um hesta og merk-
ir ‘draga snöggt að sér andann
(svo að snörlar í nösum)’, t.d.: Við
riðum þéttinginn svo reiðskjót-
arnir voru orðnir ólmhuga, fnös-
uðu og supu hregg þegar heim
kom. Orðsambandið mun ekki
vera algengt í nútímamáli en ný-
lega rakst umsjónarmaður þó á
eftirfarandi dæmi: en Sæunn, sem
Össur lýsir sem langhæfasta þing-
manni Framsóknar, súpi hregg
varaþingmennskunnar því ekki
hætti Jónína í pólitík (20.12.06). –
Nú kann að vera að unnt sé að
nota orðasambandið súpa hregg
með vísun til manna, t.d. mætti
hugsa sér að langhlaupari sypi
hregg að loknu hlaupi. Umsjón-
armaður hefur þó efasemdir um
að varaþingmaður geti sopið
hregg eftir setu utan þings.
Ópersónulegar sagnir
Flestir munu þekkja muninn á
persónulegum og ópersónulegum
sögnum. Sagt er að sagnorð sé
notað persónulega ef það stendur
með frumlagi (fallorði í nefnifalli)
og þá sambeygist það jafnan
frumlaginu í persónu og tölu, t.d.
Ég bar pokann og Við bárum pok-
ann. Sagnorð er hins vegar notað
ópersónulega ef það stendur með
fallorði í aukafalli (í stöðu frum-
lags) og þá sambeygist það ekki,
heldur stendur það ávallt í 3.p.et.,
t.d. Mig bar þar að; Okkur bar þar
að; Mér ber að segja satt og Þeim
ber að segja satt. Eins og sjá má
er skýr formlegur eða setn-
ingafræðilegur munur á persónu-
legum og ópersónulegum sögnum
en merkingarfræðilegur munur á
þeim er þó enn mikilvægari. Í
dæmunum Ég bar pokann og Við
bárum pokann vísa frumlögin (ég,
við) jafnframt til geranda, þess
sem framkvæmir verknaðinn sem
í sögninni felst. Með ópersónu-
legum sögnum stendur hins vegar
aldrei gerandi.
Alloft ber við að ópersónulegar
sagnir séu ekki notaðar í samræmi
við málvenju og er það reyndar
ekkert nýtt, elstu dæmi af þeim
toga er að finna í fornu máli. Slík
dæmi stinga í stúf en rétt er að
leggja áherslu á að í langflestum
tilvikum eru Íslendingar sammála
um notkun ópersónulegra sagna.
Því má segja að málnotkun og
málvenja vísi veginn með ótvíræð-
um hætti.
Umsjónarmaður hefur haldið til
haga dæmum þar sem vikið er frá
málvenju og skulu nokkur þeirra
tilgreind [innan hornklofa er skot-
ið inn myndum sem samræmast
málvenju]: í viðtalinu bar krónan
[krónuna] og stöðu hennar gagn-
vart evrunni á góma (2.1.07); talið
er að hval-
urinn [hval-
inn] hafi rekið
á land fyrir
nokkrum dög-
um (29.12.06);
Gagnrýnt hef-
ur verið að
jarðfræði-
rannsóknir
[jarðfræði-
rannsóknum]
hafi verið
ábótavant
(23.8.06); það
er nánast
sama hvar Íslendinga ber [Íslend-
ingar bera] niður, alls staðar
gengur þeim vel (4.9.06)
Er Afríka [Afríku] að blása
upp? (vegna loftslagsbreytinga)
(30.10.06); Ef við höldum að þær
(gömlu ræðurnar) séu enn í fullu
gildi þá erum við eins og nátttröll
sem hafa [hefur] dagað uppi í
breyttum heimi (11.11.06); rann-
sakar nú hvernig það kom til að
upplýsingar [upplýsingum] úr af-
ritum af bréfum … var lekið í
Blaðið (30.12.06); Öllum mönnum
[Alla menn] mun hrylla við þá til-
hugsun [þeirri tilhugsun] að kon-
an þeirra fari til Mike Tyson [Ty-
sons] (18.11.06) og Hálka [hálku]
er víða að finna á vegum landsins
(10.12.06). – Síðasta dæmið er
reyndar sérstakt að því leyti að
óvenjulegt er að tala um að hálku
sé að finna e-s staðar.
Orðasambandið halda utan um
e-ð merkir í nútímamáli ‘gæta e-s;
hafa umsjón með e-u’, t.d.: Ríkið
hætti að halda utan um málið síð-
asta vor (16.9.06) og halda utan
um frístundaaðstöðuna (16.9.06).
Þetta mun vera nýmæli og er
vísunin augljós. Umsjónarmanni
finnst hins vegar hæpið að nota
orðasambandið í óbeinni merkingu
um menn. Eftirfarandi dæmi er
því allsérstakt: Gerðar eru meiri
kröfur um sérhæfingu en hefur
verið og meiri þverfaglega vinnu
teymisvinnu þannig að betur er
haldið utan um konuna alveg frá
því að hún greinist [með brjósta-
krabbamein] eftir skimun (4.1.07).
Reyndar er þessi setning öll mjög
amböguleg.
Úr handraðanum
Eiður Guðnason bendir rétti-
lega á að orðasambandið enginn
afgangur er af e-u sé merking-
arlega skylt orðasambandinu ekki
leifir af e-u, t.d. enginn afgangur
var af því að ég kæmist inn í húsið
‘það leifði ekki af því’. Þetta leiðir
hugann að því að merking eða efni
virðist jafnan mikilvægara en bún-
ingur og þess eru mörg dæmi að
sama eða svipuð merking birtist í
margvíslegum myndum, t.d. e-ð er
út í hött, e-ð er út í bláinn og e-ð er
út í loftið.
Orðasambandið e-m veitir
(ekki) af (e-u) er að merkingu til
svipað orðasambandinu e-ð leifir/
gengur ekki af (e-u). Grunnmerk-
ing þess er (1) ‘e-m verður enginn
afgangur af e-u’ en óbein merking
er margþætt, t.d. (2) ‘þurfa tiltek-
inn tíma til að gera e-ð/ljúka e-u’,
t.d.: honum veitir ekki af tveimur
vikum til að undirbúa sig fyrir
prófið. Í nútímamáli mun algengst
að nota það í merkingunni (3) ‘hafa
fulla þörf fyrir; þurfa’, t.d.: Honum
veitti ekki af að hvíla sig/raka sig/
þvo sér í framan … og stráknum
veitti ekki af rækilegri ráðningu
‘… þyrfti að fá’. Í síðari alda máli
er orðasambandið ýmist notað eitt
sér (ekki veitir af) eða með per-
sónu (e-m veitir ekki af (e-u)). Í
ævisögu Jóns Steingrímssonar er
að finna skemmtilegt dæmi: hon-
um [klerki] veitti ei af um árið (‘á
ári hverju’) þremur brennivín-
stunnum ‘hann komst ekki af með
minna’.
Alloft ber við að
ópersónulegar
sagnir séu ekki
notaðar í sam-
ræmi við mál-
venju og er það
reyndar ekkert
nýtt, elstu
dæmi af þeim
toga er að
finna í fornu
máli.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 95. þátur.
SÁ ánægjulegi atburður átti sér
stað nýlega að samkomulag var
gert milli félagsmálaráðherra og
samtaka sveitarfélaga um starf-
semi frístundamiðstöðva, lengda
viðveru fyrir 10–16 ára fötluð
grunnskólabörn. Í samkomulaginu
felst að aðilar skipta með sér
kostnaði við starfsemina og sveit-
arfélögunum er falið að sjá um
framkvæmdina. Landssamtökin
Þroskahjálp fagna mjög þessu
samkomulagi enda hefur krafan
um starfsemi frístundaheimila fyr-
ir umræddan hóp verið baráttumál
samtakanna undanfarin ár. Með
slíkri starfsemi er foreldrum fatl-
aðra barna tryggt jafnrétti til
náms og starfs til jafns við for-
eldra ófatlaðra barna. Þá skapast
möguleikar á öflugri frístund-
astarfsemi fyrir fötluð börn þeim
til gagns og gleði. Í kjölfar um-
rædds samkomulags er mikilvægt
að foreldrar fatlaðra barna, hvar
sem þeir búa á landinu, kalli eftir
þeirri frístundaþjónustu eftir
skóla sem þeir óska eftir og þurfa
á að halda og fellur innan þess
samkomulags sem gert var á dög-
unum. Fjárhagslegar forsendur
fyrir slíkri starfsemi hafa nú verið
tryggðar. Framkvæmdin getur
verið mismunandi eftir mismun-
andi bæjarfélögum eða borg-
arhlutum en í samkomulaginu er
gert ráð fyrir að þjónusta geti
verið veitt strax á vormisseri
2007. Mikilvægt er að boðið verði
upp á frístundatilboð í samræmi
við þarfir og óskir hvers ein-
staklings og að starfsemin þróist
út frá forsendum notenda. Lands-
samtökin Þroskahjálp hafa sett á
stofn frístunda-
nefnd sem er ætlað
að safna hug-
myndum um góð
frístundatilboð og
móta stefnu um
hvernig þessari
þjónustu verður
best komið. Nauð-
synlegt er að við
vinnum sameig-
inlega að því að frí-
stundatilboð eftir
að skóla lýkur á
daginn verði að
góðum kosti fyrir
hvern einstakling og veitt á rétt-
um forsendum. Foreldrar eru
hvattir til að koma hugmyndum
sínum og óskum varðandi frí-
stundatilboð til síns sveitarfélags
en einnig til samtakanna þannig
að við getum stuðlað að sem bestri
þjónustu. Ástæða er til að leggja
áherslu á að starfsemi frí-
stundamiðstöðva eftir skóla er við-
bót við önnur tilboð til fatlaðra
barna, s.s. skammtímavistanir,
stuðningsfjölskyldur og liðveislu,
eftir því sem aðstæður hvers ein-
staklings kalla á en kemur ekki í
staðinn fyrir eða í veg fyrir að
fjölskyldur njóti annarrar stuðn-
ingsþjónustu.
Góðar fréttir
Gerður Aagot Árnadóttir og
Friðrik Sigurðsson skrifa um
frístundir fyrir fötluð börn.
» Foreldrar eru hvatt-ir til að koma hug-
myndum sínum og ósk-
um varðandi
frístundatilboð til síns
sveitarfélags...
Friðrik
Sigurðsson
Gerður er formaður og Friðrik fram-
kvæmdastjóri Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Gerður Aagot
Árnadóttir
✝ Sigríður Sig-urgeirsdóttir
fæddist í Súðavík
12. ágúst 1924. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 15. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Margrét Sigurð-
ardóttir, f. 5. júní
1892, d. 14. maí
1971, og Sigurgeir
Auðunsson, f. 22.
ágúst 1888, d. 24.
maí 1924. Alsystkini
Sigríðar voru Jóna, f. 1917, d.
1999, Kristján, f. 1918, d. 1997, og
Garðar, f. 1922, d. 2002. Hálf-
bróðir Sigríðar, sammæðra, er
Kjartan Geir Karlsson, f. 1934.
Margrét eignaðist hann með sam-
býlismanni sínum Karli Þorláks-
syni, f. 16. ágúst 1906, d. 5. apríl
1978.
Árið 1944 giftist Sigríður Guð-
mundi Lúðvíki Jónssyni húsa-
smið, f. 25. desember 1920, d. 15.
mars 2002. Þau skildu. Guð-
mundur var sonur hjónanna Daní-
elu Jónu Samúelsdóttur, f. 1888,
d. 1940, og Jóns Bjarnasonar, f.
1881, d. 1929. Börn Sigríðar og
Guðmundar eru: 1) Daníela Jóna,
f. 1945, gift Sigurjóni Rafni Þor-
valdssyni, f. 1943, börn þeirra
Dagný Sigríður, Helga Margrét,
Þorvaldur Lúðvík og Selma
Dögg, barnabörnin eru níu. 2)
Grétar Geir, f. 1946, kvæntur
Agnesi Eymundsdóttur, f. 1945,
börn þeirra Sigríður, látin, Birg-
ir, látinn, Guðmundur Lúðvík og
Ingi Valur, barnabörnin eru
fimm. 3) Jón Lúðvík, f. 1949, hann
fórst með mb. Freyju frá Súðavík
1967, sambýliskona Kristín Gunn-
björg Björnsdóttir, f. 1947, d.
2002, dóttir þeirra Jóna Lovísa, f.
1967, barnabörnin eru þrjú. 4)
Ólafur, f. 1957, var kvæntur Sally
Ann Rudrud, f. 1956, þau skildu,
sonur þeirra er Christian.
Árið 1964 giftist
Sigríður Birgi
Benjamínssyni,
skipstjóra og út-
gerðarmanni, f. 26.
september 1928,
hann fórst með mb.
Freyju frá Súðavík
1967. Foreldrar
Birgis voru Benja-
mín Jón Gíslason, f.
1889, d. 1934, og
Margrét Svein-
bjarnardóttir, f.
1886, d. 1942. Sig-
ríður og Birgir
eignuðust einn son, Sævar Magn-
ús, f. 1955, kvæntur Svanhvíti
Leifsdóttur, f. 1952, börn þeirra
Rakel, Bryndís og Birgir, og þau
eiga eitt barnabarn.
Árið 1977 hóf Sigríður sambúð
með Jóakim Pálssyni skipstjóra
og útgerðarmanni, f. 20. júní
1915, d. 8. september 1996.
Sigríður ólst upp í Súðavík.
Faðir hennar lést áður en hún
fæddist og var hún að mestu leyti
alin upp hjá Sæmundi Jónssyni,
Ingibjörgu konu hans og Mar-
gréti dóttur þeirra á Mýri í Álfta-
firði fyrstu ár ævinnar og síðan
hjá móður sinni og Karli Þorláks-
syni í Súðavík. Fyrstu hjúskap-
arárin bjó Sigríður á Ísafirði, en
flutti síðan til Súðavíkur og bjó
þar þangað til hún varð að leita
sér atvinnu út fyrir plássið eftir
að hún varð ekkja, með tvo
yngstu synina innan ferming-
araldurs.
Sigríður vann ýmis störf á sinni
starfsævi, svo sem við fiskvinnslu,
verslunarstörf og í mötuneytum
Núpsskóla í Dýrafirði og Mennta-
skólans á Ísafirði og einnig sem
matráðskona með vegagerð-
arflokkum á sumrin. Frá árinu
1977 til 1996 bjó Sigríður í Hnífs-
dal og eftir það á Akureyri.
Sigríður verður jarðsungin frá
Súðavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Fyrstu minningar okkar um Siggu
eru í gegnum fjölskyldutengsl þar
sem hún og móðir okkar voru systra-
dætur. Á þessari stundu rifjast upp
fyrir okkur hvað mamma talaði alltaf
fallega um Siggu, enda hafði hún
mikið dálæti á henni. Örlögin höguðu
því svo þannig að Sigga varð sam-
býliskona pabba eftir lát móður okk-
ar.
Frá upphafi sambúðar Siggu og
pabba stóð heimili þeirra í Hnífsdal
öllum opið og þar tók Sigga á móti
gestum og gangandi af þeirri miklu
gestrisni og hlýhug sem einkenndi
hana alla tíð. Með sinni ljúfu og glað-
lyndu framkomu tókst henni að
tengja saman tvær stórar fjölskyld-
ur og voru allir afkomendur okkar
velkomnir á hennar myndarlega
heimili hvenær sem var. Margar
góðar minningar eigum við frá heim-
sóknum okkar á Bakkaveginn þar
sem Sigga hafði ávallt tilbúin veislu-
borð.
Einnig koma upp í hugann ljúfar
endurminningar frá ferðalögum sem
við fórum saman. Sigga sinnti fjöl-
skyldum okkar af einstakri alúð og
ræktarsemi. Sterk er minningin um
ferð fjölskyldunnar til Kiel þar sem
stórfjölskyldan dvaldi í Heiðarkoti.
Sú ferð var ákaflega fjörug og
skemmtileg og þar sem endranær
dekraði Sigga við alla og ekki síst
börnin sem sóttu alltaf mikið í að
vera hjá henni. Samband hennar við
börnin var einstakt og þau kepptust
um að fá að gista hjá Siggu ömmu.
Það fór ekki framhjá neinum hvað
pabbi var ánægður með Siggu sína.
Heimili þeirra var einstaklega hlý-
legt og þar naut smekkvísi og rómuð
matargerð Siggu sín til fulls. Áttu
þau tuttugu yndisleg ár saman. Við
nutum einnig félagsskaparins við
Siggu og heimsókna hennar á okkar
heimili og erum þakklát fyrir að hafa
átt áframhaldandi vináttu Siggu eft-
ir fráfall föður okkar. Sigga flutti sig
til Akureyrar að pabba látnum og
bjó sér þar notalegt heimili. Æsku-
stöðvar á Súðavík leituðu á huga
hennar og þar dvaldi hún mörg und-
anfarin sumur.
Sigga var einstaklega ljúf, um-
hyggjusöm og myndarleg kona. Þó
áföll og alvarleg veikindi hafi sett
mark á líf hennar þá bar hún þær
raunir með mikilli reisn. Sigga hefur
nú fengið sína hinstu hvíld og er til
moldar borin á æskuslóðum sínum í
Súðavík. Að leiðarlokum viljum við
þakka hjartanlega fyrir allt sem
Sigga gerði fyrir fjölskyldur okkar
og um leið votta öllum aðstandend-
um dýpstu samúð.
Helga, Jóhanna, Hrafnhildur
og Aðalbjörn.
Þú tími eins og lækur áfram líður
um lífsins kröppu bugður alltof fljótt.
Markar okkur mjög svo undan svíður,
minnir á þig, gengur títt og ótt.
Ekkert kvikt sem andar fær þig flúið,
það fölnar allt og máist burt um síð.
Galdur enginn getur á þig snúið
þú glottir bara og hæðist alla tíð
Samt linar þú og læknar hjartasárin
og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag.
Svo tínast eitt og eitt í burtu árin
eins og dægrin björt um sólarlag.
(Valgeir Skagfjörð)
Elsku Sigga amma.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá þér leitar hugur minn til baka,
minningarbrotin hrannast upp –
ótrúlegt hversu hratt árin hafa liðið
hjá.
Ég minnist þín með kolsvart hár í
brúna Hagkaupssloppnum þínum
standandi úti á tröppum í Túngöt-
unni í Súðavík leitandi að óstýriláta
fiðrildinu þínu.
Ég minnist þín í eldhúsinu í Tún-
götunni hrærandi í risastórum potti
fullum af rabarbarasultu.
Ég minnist allra indælu sólardag-
Sigríður
Sigurgeirsdóttir
MINNINGAR