Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 43
og helju sólarhringa þar á eftir. Á
þeim sjúkrabeði öðlaðist hann þá
sýn sem varð til þess að hann kveið
ekki vistaskiptum á annað tilveru-
stig. Eftir að heim var komið varð
krabbamein sem hann hafði áður
greinst með, honum æ erfiðara og
ekki síst sem einbúa. Var það mikið
lán fyrir Bjössa þegar vinkona hans,
Ólöf Sölvadóttir, bauð honum að
dvelja hjá sér á Egilsstöðum og mik-
ill léttir dætrum hans að vita hann á
því heimili, fáandi alla þá góðu
umönnum hjá Ollu sem aldrei verður
fullþökkuð. Það var öllum ljóst sem
til þekktu að lífið var orðið erfitt síð-
ustu mánuði. Því kveðjum við góðan
vin sátt og þökkum honum allt það
góða sem hann gaf okkur. Dætrum
hans og tengdasonum, barnabörn-
um, systkinum og Ollu biðjum við
blessunar.
Guðmundur og fjölskylda á Vaði.
Það eru forréttindi að eiga ömmu
og afa en ég var svo heppin að eiga
ekki bara venjulega ömmu og afa
heldur átti ég ömmu og afa í sveit-
inni. Ég beið óþreyjufull á vorin eftir
að komast í sauðburðinn en varð svo
að yfirgefa sæluna kvöldið áður en
skólinn byrjaði. Ég naut góðs af því
að vera elsta barnabarnið og fá
óskipta athygli þeirra beggja og not-
uðu þau tímann til að spilla mér en
jafnframt að gera mig að betri
manneskju eins og þau orðuðu það.
Amma og afi voru ólík. Amma var
hávaðasöm, rösk, pólitísk og fljót-
huga en átti auðvelt með að skipta
um skoðun á meðan afi var rólyndur,
úrræðagóður, hreinskilinn, stríðinn,
þögull en jafnframt þrjóskari en allt.
Þegar hann var búinn að taka
ákvörðun var erfitt að breyta henni.
Ég fékk oft það hlutverk að hringja í
afa til að kjafta hann til, t.d. þegar
átti að fá hann til að koma í heim-
sókn til Reykjavíkur yfir jól og ára-
mót.
Á milli okkar þriggja, mín afa og
ömmu, ríkti vinátta og virðing og var
því erfður tími fyrir okkur afa þegar
amma dó 1992. Afi tók það ekki í mál
að flytja suður til barna og barna-
barna og vildi halda áfram með bú-
skap á Sauðhaga 2, enda leið honum
hvergi betur en á Austurlandi.
Við afi vorum miklir vinir og gát-
um við rætt allt milli himins og jarð-
ar, hvort sem það var eitthvað um
sveitina eða ástamálin auk þess að
geta dundað okkur við hin ýmsu
verkefni eins og að spila kasínu þó að
ég þekki engan sem svindlaði eins
mikið í spilum og hann afa minn.
Það var eingöngu eitt atriði sem
við vorum ósammála um og það var
hvort hann ætti að taka í nefið. Mín
leið til að fá afa til að hætta var að
fela neftóbaksdollurnar og að lokum
var afi farinn að fela þær sjálfur til
að ég myndi ekki finna þær. Úr
þessu varð hinn skemmtilegast leik-
ur okkar á milli en auðvitað gaf ég
mig alltaf um leið og afi var búinn að
týna öllu saman og bað um smá tób-
ak. En líklega myndum við ef vel
væri leitað finna einhverjar dollur í
sveitinni.
Oft hringdi afi þegar honum leidd-
ist til að spjalla en það breyttist fyrir
nokkrum árum þegar hann flutti til
hennar Ollu sinnar en þá urðu fáar
þær stundir sem honum leiddist. Þá
hafði afi ekki alltaf tíma til að spjalla
lengi því það var svo mikið að gera í
spilamennskunni hjá honum og Ollu.
Því miður fékk afi minn ekki langan
tíma með Ollu en ég veit að þau áttu
góðar stundir saman og vil ég þakka
Ollu fyrir að hafa gert afa ánægðan
með lífið á ný.
Einnig vil ég þakka starfsfólki
sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir
að hafa hugsað vel um afa og fyrir
alla þá aðstoð sem það veitti mér og
fjölskyldu minni síðustu daga hans.
Elsku afi, ég kveð þig með söknuði
en ég veit að þú varst sáttur við þitt
líf og tilbúinn að halda áfram á nýrri
braut. Þú sagðir mér síðast þegar
við hittumst að þú værir orðinn gam-
all og yrðir ekki til staðar að eilífu en
minningin um þig mun lifa í hjarta
mínu auk allra þeirra fallegu hluta
sem þú útbjóst handa mér. Ég bið
innilega að heilsa ömmu og ég veit að
hún hefur tekið vel á móti þér.
Hvíl í friði, elsku afi. Þín
Ásbjörg.
✝ Þorgerður Jens-dóttir fæddist á
Þingeyri 1. nóv-
ember 1921. Hún
lést á öldrunardeild
Sjúkrahúss Ísa-
fjarðar 19. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jens Ögmundsson,
f. á Hálsi á Skógar-
strönd 1885, og Að-
alheiður Soffía
Bjarnadóttir, f. á
Tjaldanesi í Auð-
kúluhreppi 1898.
Systkini Þorgerðar sammæðra
eru Gunnjóna Fanney 1923–1924,
Guðvarður 1924, Gunnjóna Fann-
ey 1927–1976, Svavar 1928–2006,
Yngvi 1930, Hjörleifur 1931–
2000, Sigurbjörg 1933, Hreiðar
1935 og Guðbjörn 1941. Samfeðra
eru Erna Brynhildur 1928, Þór
Reynir 1931–1990, Magnús 1934–
1970, Garðar 1935–1994.
Þorgerður giftist 6. desember
ar Örn, f. 2004; Ísak, f. 1977; og
Rakel Helena, f. 1981. 5) Að-
alheiður Guðbjörg, f. 31.7. 1949.
6) Pálína, f. 28.2. 1951, gift Sig-
mari Páli Ólafssyni, börn þeirra
eru Jóna Margrét, f. 1970, sam-
býlismaður Guðmundur B. Bald-
vinsson; Gerða, f. 1976, gift Hin-
riki Sigurði Jóhannessyni, börn
þeirra eru Jóhannes Páll, f. 1999,
Sigmar Breki, f. 2003, Valgerður
Saga, f. 2005; og Signý Pála, f.
1985, sambýlismaður Páll Indr-
iðason. 7) Matthías, f. 21.3. 1952,
kvæntur Guðmundínu Hallgríms-
dóttur. Synir þeirra eru Páll Þor-
geir, f. 1971, kvæntur Gunnvöru
Brögu Jónsdóttur, synir þeirra
eru Hafþór Ingi, f. 1993, Björn
Hreiðar, f. 1996, Matthías Þor-
bergur, f. 1999, og Olíver Helgi,
f. 2002; Kári Þór, f. 1976, kvænt-
ur Majbritt Hansen, dætur þeirra
eru Guðný Hallgerð, f. 1996,
Ronja Þóra, f. 1998, og Rebekka
Dís, f. 2005; Matthías Freyr, f.
1980, sambýliskona Elísabet
Thoroddsen.
Útför Þorgerðar verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
1942 Páli Ásgeirs-
syni frá Baulhúsum í
Arnarfirði og eign-
uðust þau sjö börn.
Þau eru: 1) Matthías
Ásgeirs, f. 16.8.
1943, d. 17.5. 1950.
2) Sigríður, f. 18.11.
1944. Dóttir hennar
er Jóhanna Íris Jak-
obsdóttir, f. 1975.
Sambýlismaður
hennar er Hafsteinn
Ásgrímur Ingvars-
son. Dóttir Jóhönnu
og Hafsteins er Ísa-
bella Íris, f. 2006. 3) Sturlaugur,
f. 6.3. 1946, kvæntur Margréti
Svavarsdóttur, skilin. Sonur
þeirra er Óskar Páll, f. 1987. 4)
Kristján, f. 29.11. 1947, kvæntur
Ólöfu Helgadóttur. Börn þeirra
eru Jóna Lind Karlsdóttir, f.
1968; Karítas Elísabet, f. 1972,
sambýlismaður Rúnar Örn Rafns-
son, sonur Karitasar er Hilmar
Þ., f. 1995, sonur Rúnars er Veig-
Ævi Gerðu var ekki alltaf auð-
veld. Foreldrar hennar giftust
aldrei og bjuggu ekki saman.
Gerða var elsta barn móður sinnar
og var hjá henni fyrstu átta ár æv-
innar, en þá leystist heimilið upp
vegna veikinda stjúpa hennar. Þau
voru þá orðin fjögur systkinin og
voru þrjú þau elstu send sitt á
hvern bæinn í sveitinni, en það
yngsta fékk að fylgja móður sinni.
Þessar aðstæður eru okkur fram-
andi í dag, þar sem samfélagið hef-
ur breyst svo mikið á einni manns-
ævi, að ekki er unnt fyrir ungt fólk
að skilja hvernig tekist var á við
aðsteðjandi vanda fyrr á tímum.
Gerða fór frá móður sinni til
sæmdarhjónanna Sturlaugs Ein-
arssonar og Guðrúnar Elínar
Kristjánsdóttur í Múla í Ísafirði.
Þar ólst hún upp til fullorðinsára
með uppeldissystkinum sínum,
þeim Gerði og Kristjáni. Hún naut
þeirrar menntunar, sem tiltæk var
í sveitinni og stundaði síðan nám
við Húsmæðraskólann á Ísafirði
með stuðningi fósturforeldra
sinna, en slíkt nám var ekki al-
gengt á þeim tíma. Henni lá alltaf
hlýtt orð til fósturforeldra sinna
og uppeldissystkina.
Gerða hélt góðu sambandi við
móður sína þrátt fyrir aðskilnað-
inn og fylgdist með systkinum sín-
um úr fjarlægð, þó ekki hafi verið
náið samband þeirra í milli. Því
eins og Guðvarður, bróðir hennar,
skrifar: „Aldrei hefur okkur systk-
inunum tekist að mynda eðlileg
systkinatengsl og býst ég við að
það hefði litlu breytt hjá hvaða
fósturforeldrum við hefðum alist
upp.“
Þessar aðstæður í uppeldinu
hljóta að vera erfiðar hvaða ein-
staklingi sem er og hljóta einnig
að setja mark sitt á þá sem fyrir
því verða, en Gerða var sterkur og
gefandi einstaklingur og það fylgdi
henni í gegnum lífið. Hún mátti
aldrei aumt sjá og var alltaf boðin
og búin, að gefa það sem hún átti
þeim sem hún taldi þurfandi, en
þeir voru margir.
Hún giftist Páli Ásgeirssyni frá
Baulhúsum í Arnarfirði árið 1942.
Þau bjuggu fyrstu sambúðarár sín
á Ísafirði en fluttu til Flateyrar ár-
ið 1949 og bjuggu þar þangað til
Páll lést árið 1989, en þá flutti
Gerða til Ísafjarðar aftur og bjó
þar til dauðadags.
Gerða og Palli eignuðust sjö
börn og voru fimm þeirra fædd er
þau fluttu til Flateyrar. Elsti
drengurinn, Matthías Ásgeir, var
orðinn sex ára þegar þau fluttu og
vorið eftir hvarf hann og fannst
ekki aftur, þrátt fyrir mikla leit.
Hvarf Matthíasar varð Gerðu mik-
ið áfall og leitaði hún hans lengi
eftir að skipulagðri leit var hætt.
Þetta mikla áfall fylgdi henni í
gegnum árin, enda ekki um áfalla-
hjálp að ræða á þeim tíma.
Gerða vann mikið og hélt fallegt
heimili, þrátt fyrir mörg börn, sem
fæddust öll á innan við tíu árum,
hún vann úti og hafði kostgangara
til þess að drýgja tekjur heimilis-
ins. Hún var smekkmanneskja
varðandi hannyrðir og heimili,
þannig að eftir var tekið.
Ég þekkti Gerðu frá barnæsku,
en kynntist henni ekki náið, fyrr
en eftir að við Pálína fórum að
draga okkur saman, en þá héldum
við hópinn saman nokkur og eydd-
um tímanum heima hjá Gerðu og
Palla. Stundum hefur hvarflað að
mér, eftir á, hverskonar endalausri
þolinmæði og umburðarlyndi þessi
sæmdarhjón voru gædd, því aldrei
var orðinu hallað við okkur ung-
lingana, þó kvöldin yrðu stundum
löng og ekki væri alltaf talað sam-
an á lágu nótunum í stofunni á
Grundarstígnum. Ég vildi að ég
hefði smá brot af þessum eigin-
leikum til þess að sýna mínum af-
komendum.
Gerða var alla tíð gefandi. Það
var hennar einkenni allan þann
tíma sem ég þekkti hana. Hún
hafði alltaf áhyggjur af því að við
værum svöng eða okkur vantaði
eitthvað. Hún hafði ljúfa kímni-
gáfu og sá auðveldlega jákvæðar
hliðar tilverunnar.
Hún var sérlega elsk að dætrum
okkar og þær að henni, enda eydd-
um við saman mörgum frídögum,
bæði hér heima á Íslandi og einnig
erlendis þar sem við héldum til,
vegna starfa minna.
Gerða bjó síðustu árin í íbúð
sinni á Hlíf á Ísafirði og þangað
heimsóttum við hana þegar færi
gáfust, en þau hefðu gjarnan mátt
vera fleiri. Seinustu árin hafa ver-
ið henni erfið vegna fjarlægðarinn-
ar og einsemdarinnar. Hún lést á
öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarð-
ar, þar sem hún hafði dvalið frá
lokum síðasta árs.
Við hjónin viljum koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks deild-
arinnar, fyrir hlýlegt viðmót og
frábæra umönnun þessa síðustu
daga.
Ég horfi með þakklæti til þess
tíma, sem við áttum saman.
Kveðja.
Sigmar.
Elsku amma okkar. Þá ertu far-
in frá okkur, farin til afa. Það er
okkur mikill missir að þú skulir
vera farin. En þér líður í það
minnsta betur núna.
Það er yndislegt að hugsa aftur í
tímann og rifja upp góðar minn-
ingar um þig.
Okkur þótti öllum yndislegt að
koma í heimsókn á Grundarstíg-
inn. Það var svo notalegt að koma
til ykkar. Enda var oft mikið líf
þar, sérstaklega á kvöldverðartím-
anum. Það var alltaf til nóg handa
öllum, alveg sama hversu marga
vini maður dró heim með sér. Allt-
af var eitthvað á borðum hjá þér
og varst þú mikill og góður gest-
gjafi. Hjá þér fengum við líka góð-
an og gamaldags heimilismat, eins
og ýmiss konar fisk, hrogn, lifur
og svið. Eins munum við aldrei
gleyma kaniltertunni góðu sem þú
bakaðir svo oft og við hin ýmsu
tækifæri, og ekki má nú gleyma
heimsins bestu vínarbrauðum.
Þegar afi var á lífi fóruð þið í
bíltúr á hverju kvöldi eftir lok
sjónvarpsdagskrárinnar og var
það ein af ykkar uppáhaldsstund-
um, og vitum við að þú saknaðir
bíltúranna mikið eftir að afi lést.
Okkur þótti rosa gaman að geta
farið með þig í bíltúra eftir að við
fengum bílpróf og gátum veitt þér
smá skemmtun. Ekki leiddist okk-
ur í bíltúrum og vorum við að rifja
upp þegar þú fórst með Gerðu í
bíltúr á Laugaveginn og töluðuð
þið um að ræna banka og ná ykkur
í stráka.
Þú varst mikill húmoristi og
varst alltaf tilbúin að grínast með
okkur. Þú varst alltaf létt í lund og
stutt í brosið hjá þér.
Þú leyfðir okkur líka að komast
upp með flest þegar við vorum í
heimsókn hjá þér. En þó að svo
væri varstu nú ekki tilbúin að
leyfa okkur að komast upp með
allt. Þegar Jóna var að skrópa í
vinnunni tókstu hana á eintal og
sagðir henni að ábyrgðarleysi væri
ekki kostur, og nægði það til að
Jóna tók sig á.
Þú varst líka klár hannyrða-
kona. Saumaðir út myndir og
prjónaðir sokka og vettlinga á
okkur allar.
Alltaf áttum við nóg af vett-
lingum og sokkum, og hefur það
oft komið sér vel, bæði þegar kalt
hefur verið í veðri og þegar flutn-
ingar áttu sér stað. Svo þegar
barnabarnabörnin fóru að koma í
heiminn prjónaðir þú teppi sem
vöktu mikla lukku og nýttust vel.
Eftir að þú fluttir á Hlíf sastu við
svefnherbergisgluggann og horfðir
út og prjónaðir og var alltaf svo
mikil ró yfir þér.
Við munum sakna þín mikið,
elsku amma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Jóna, Gerða, Signý og Jóhanna.
Þorgerður Jensdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
ÁRSÆLS GUÐSTEINSSONAR,
Dalvegi 16c,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landa-
kotsspítala og heimaþjónustu Karítasar.
Pálína K. Pálsdóttir,
Sigurður Ársælsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir,
Vilborg Ósk Ársælsdóttir, Finnbogi G. Kristinsson,
Páll H. Ársælsson,
Guðrún H. Ársælsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og
stuðning vegna andláts og útfarar
FRIÐRIKS BJÖRNSSONAR
bónda á Gili í Svartárdal.
Guð blessi ykkur öll.
Erla Hafsteinsdóttir,
Örn Friðriksson, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir,
Guðríður Friðriksdóttir, Jón Hallur Pétursson,
Hafrún Friðriksdóttir, Gauti Höskuldsson,
Sigþrúður Friðriksdóttir, Guðmundur Guðbrandsson,
Björn Grétar Friðriksson, Harpa Hrund Hafsteinsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir, Sigfús Guðmundsson,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNU GRÓU AÐALBJÖRNSDÓTTUR,
Mýrarvegi 111,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Asparhlíð og Skógar-
hlíð á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson,
Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson,
Björn Sigurliðason,
ömmu- og langömmubörn.