Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Árnasonfæddist á Húsa- vík 24. október 1904. Hann lést á heimili sínu að Lindarsíðu 4 á Ak- ureyri 21. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Árni Hem- mert Sörensson bóndi á Kvíslarhóli á Tjörnesi, f. 1.11. 1861, d. 6.6. 1915 og Björg Sigurpáls- dóttir, f. 4.1. 1869, d. 25.10. 1944. Systkini Ólafs eru: Guðný, f. 1889, d. 1985, Sigurpáll, f. 1891, dó ungur, Sigurður, f. 1894, d. 1897, Sören, f. 1895, d. 1973, Sigurður, f. 1897, d. 1990, Hólmgeir, f. 1899, d. 1980, Rósa, dó ung, Rósa, f. 1906, d. 1977, Þor- valdur, f. 1908, d. 1975, Sigurpáll, f. 1911, d. 1932, Guð- rún Hólmfríður, f. 1913, d. 1996 og Jón f. 1915. Ólafur var ókvæntur og barn- laus. Ólafur nam bú- fræði að Hólum í Hjaltadal og síðan mjólkurfræði í Dan- mörku. Hann bjó á Akureyri og starfaði sem mjólk- urfræðingur við Mjólkursamlag KEA í rúm 40 ár. Ólafur verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrstu minningar um Ólaf föður- bróður okkar tengjast árlegum komum hans til Húsavíkur þar sem hann gekk á milli og heimsótti systkini sín sem flest bjuggu þar. Framganga þessa góðlega og hæg- láta manns bar vott um hlýleika, lít- illæti og mikla nægjusemi. Óli bjó lengstan hluta ævi sinnar á Akureyri þar sem hann starfaði sem mjólkurfræðingur. Hann bjó alla tíð einn, naut aldrei húshjálpar og sá al- veg um sig sjálfur, allt til dauða- dags, þá orðinn 102 ára að aldri. Heimili hans einkenndist af einfald- leika og alltaf var hreint og snyrti- legt í kringum Óla, enda snyrti- mennskan honum í blóð borin. Óli var lánsamur að halda góðri heilsu þrátt fyrir mjög háan aldur, hélt bæði sjón og heyrn, hugsunin var skýr og minnið brást honum aldrei. Hann las og fylgdist vel með í fjölmiðlum og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Meðal þess sem hann veitti sér var að kaupa áskrift að enska boltanum, þá orðinn 100 ára gamall, en hann naut þess mjög að horfa á knattspyrnu í sjón- varpi og Liverpool var hans lið. Þótt Óli væri einrænn maður og héldi ekki nánu sambandi við marga, hafði hann mikinn áhuga á að fylgjast með og spurði gjarnan frétta af skyldfólki sínu. Oft kom það okkur á óvart hvað hann var vel með á nótunum þegar hann heyrði eða sá í fjölmiðlum minnst á skyld- menni sín, t.d. í tengslum við þátt- töku í íþróttum. Það fór ekki fram hjá honum. Óli hafði mikinn áhuga á veiði- skap, en veiðar á hreindýrum, laxi og rjúpum stundaði hann um langt árabil. M.a. hélt hann nákvæma rjúpnadagbók um allar þær 1870 rjúpur sem hann og veiðifélagi hans á Akureyri veiddu á árunum 1957– 1990. Stórkostleg lesning það. Á síð- ustu árum hefur það verið okkur dýrmætt að fá einstaka tækifæri til að hlusta á Óla rifja upp gamla tíma og segja frá lífi sem við þekktum svo lítið en hann mundi svo vel. Blessuð sé minning Óla frænda. Sigurgeir, Björg, Guðmundur og Ásdís. Ólafur Árnason ✝ Ástvaldur Ósk-ar Tómasson fæddist í Garðs- horni á Höfð- aströnd 31. ágúst 1918. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 20. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tómas Geir- mundur Björnsson, bóndi á Spáná í Unadal o.v., f. 3.5. 1873, d. 4.5. 1951, og Ingileif Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 12.6. 1877, d. 14.5. 1959. Ástvaldur átti sex eldri systur sem allar eru látnar, en þær voru: Sigríður, f. 11.6. 1903, Elín Helga, f. 11.12. 1904, Hjörtína, f. 25.8. 1906, Kristjana Guðrún, f. 2.12. 1908, Ingibjörg Halldóra, f. 28.10. 1911, og Jóna Margrét, f. 14.10. 1913. Hinn 26. september 1947 kvæntist Ástvaldur Svanfríði Steins- dóttur, f. 18.10. 1926. Foreldrar hennar voru Steinn Leó Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi á Hrauni á Skaga, og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978. Börn Ástvaldar og Svan- fríðar eru: 1) Steinn Gunnar, f. 7.3. 1948. 2) Tómas Leifur, f. 23.5. 1950. 3) Björn Sævar, f. 9.7. 1953. 4) Ingimar Rúnar, f. 20.12. 1959. 5) Ragnheiður Guðrún, f. 8.8. 1964. Barnabörn þeirra hjóna eru tólf og barna- barnabörnin tólf. Útför Ástvaldar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Með sorg í hjarta og tár á kinn. Ég sit við gluggann og hugsa til þín. Í huganum fletti ég myndaalbúmi lífs þíns. Myndirnar renna mér fyrir hugskotssjónum ein af annarri og hlýjar minningar streyma fram. Ég man, ég man. Það er svo margs að minnast að ég gæti setið hér og skrif- að um það heila bók. Það verður kannski síðar. Einkum er það tvennt sem stendur mér skýrast fyrir hug- skotssjónum. Þú og ást þín á hest- unum, þú og ást þín á sveitinni. Sveitinni okkar, Blönduhlíðinni. Ást- in sem ég hef svo ríkulega fengið í arf frá þér. Þú lýsir ást þinni á Blönduhlíðini best í vísunum þínum. Lít ég yfir liðna tíð lítið þó að sjái. Byggðina í Blönduhlíð best ég man og þrái. Bjart er yfir Borgarhól, blærinn strýkur kinnar þegar á vori vermir sól vanga Hlíðarinnar. Bjart er yfir Blönduhlíð blómum skrýdd er jörðin þegar sól um sumartíð sveipar Skagafjörðinn. (Ástvaldur Tómasson) Ást þín á hestunum, ó, já. Gamli Brúnn er þar fremstur flokki meðal jafningja. Sjálf man ég ekki eftir honum en hef oft heyrt um hann tal- að. Fullviss er ég um að hann hefur komið skeiðandi á móti þér. Þá hefur þú verið fljótur á bak honum og nú skeiðið þið félagar fram alla Blöndu- hlíð. Þú alsjáandi á ný og báðir gleið- brosandi. Varla má á milli sjá hvor brosir breiðar þú eða Gamli Brúnn. Kannski að þið kyrjið saman „ég berst á fáki fráum“. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýjasundi. Lokkar í blænum, leifur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt, ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Elsku pabbi. Það voru forréttindi að eiga þig fyrir pabba. Hjarta mitt þrútnar af stolti er ég hugsa til þín. Í hjarta mínu geymi ég allar góðu, hlýju og yndislegu minningarnar um þig. Þar átt þú stórt pláss. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Megi allar góð- ar vættir vaka yfir þér. Faðir minn sofðu rótt. Þín dóttir Ragnheiður (Radda). Elskulegur tengdafaðir minn er látinn og vil ég með fáum orðum þakka honum samfylgdina. Það eru liðin yfir 20 ár síðan ég kynntist þér fyrst, vinalegum og kátum karli, sem ég kunni strax mjög vel við. Ég komst líka að því að það voru fleiri en ég sem kunnu vel við þig, þú varst vinmargur, gott var að rabba við þig, en oft hafði hver sína skoðun á mál- unum. Minningarnar frá fyrstu árum mínum í Kelduvík með þér og Fríðu eru yndislegar. Reykjavíkurstelpan heillaðist af öllu þar og þú hafðir gaman af að sjá mig brasa við eitt- hvað sem ekki var neitt merkilegt, bara bras, til dæmis þegar ég útbjó blómareitinn með villtu plöntunum úti á miðju túni. Þú spurðir oft hvernig mér gengi með blómareitinn og varst þá dálítið kíminn, en reyndir að vera alvarlegur, þar sem þetta var merkilegt fyrir mér. Og svo þegar sögunarverksmiðjan mikla var sett af stað, þá var nú hávaði og læti, kannski heldur of mikið myndafárið í mér, en allt í lagi að gera þetta að stórviðburði ef fólk vildi það. Þessi ár sem þú varst með fulla sjón hefðu þurft að vera fleiri, en þú tókst öllu með jafnaðargeði og fannst mér þú alveg sérstaklega skapgóður maður. Þakka þér fyrir samveruna, Valdi minn, og vonandi hefurðu það „ljóm- andi gott“ þar sem þú ert núna. Svanfríði tengdamóður minni votta ég innilega samúð mína og vona að hún verði sterk núna sem áð- ur, til að takast á við söknuðinn og það tómarúm sem nú myndast. Börnum þeirra votta ég líka ein- læga samúð mína og veit að þau geyma vel minninguna um góðan föður. Kristín Rós. Þótt við vitum að allt hafi sinn tíma í veröld okkar þá var það mér mikið áfall þegar ég frétti af andláti hans afa sem lést háaldraður síðast- liðinn laugardag, 88 ára að aldri. Ég hef alla tíð verið mikill afastrákur og hef verið stoltur af því. Afi Ástvaldur var yndislegur maður. Með honum og Fríðu ömmu á Sauðárkróki á ég margar af mínum dýrmætustu æskuminningum. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja þau og dvelja hjá þeim fyrir norðan. Með þeim leið mér ætíð vel. Ástvaldur afi var mikill barnakarl og hafði einstakt dálæti á sínum barnabörnum og barnabarnabörn- um. Hann var hjartahlýr og einlæg- ur og gaf mikið af sér þann tíma sem hann eyddi með okkur. Hann lét mér alltaf líða sem ég væri uppáhalds- barnabarnið og ég veit að okkur öll- um barnabörnunum leið þannig í nærveru hans. Hestar skipuðu ríkan þátt í lífi afa. Margar þeirra minninga sem ég á um hann eru tengdar hestum og hestamennsku. Margar skemmtileg- ar sögur spruttu af ævintýrum okkar með hestunum hans sem ég mun rifja upp við mín börn á góðri stund. Oft blés mótvindur í lífsbaráttunni hjá þeim afa og ömmu en afi var harðduglegur maður og laghentur, en sú vinnusemi tók líka sinn toll af honum. Hann hafði aðdáunarvert jafnaðargeð og nægjusemi hans var einstök. Það lýsir sér einna best í því hvernig hann tókst á við það að missa sjónina fyrir um fimmtán ár- um. Aldrei var hægt að merkja trega eða biturð út í þau kjör sem lífið bauð honum. Enda vissi afi í hverju hin raunverulegu verðmæti voru fólgin. Eftir að hann missti sjónina varð hann æ meira ósjálfbjarga eftir því sem árin liðu. Amma Fríða annaðist hann af miklum dugnaði og mun lengur en hún hafði þrek til. Það starf sem hún innti af hendi í umönn- un hans var einstaklega óeigingjarnt og verður seint ofmetið. Ég minnist afa míns fyrir þann kærleika sem hann sýndi mér. Fyrir þann höfðingja og heiðursmann sem hann hafði að geyma og fyrir hans hlýju og rólegu nærveru sem hann hafði alla tíð. Það er mér mikils virði að hafa heimsótt afa og ömmu norður ein- ungis viku áður en hann kvaddi þennan heim. Afi Ástvaldur kenndi mér margt og ég hef vonandi lært mikið af honum. Genginn er sóma- maður sem mér þótti vænt um og mun sakna. Blessuð sé minning hans. Brynleifur Birgir Björnsson. Við munum alltaf eftir því þegar við vorum á Hólaveginum og fórum í einn skemmtilegasta feluleik sem við höfum farið í. Við földum okkur und- ir borði og hlógum svo mikið að auð- vitað fannstu okkur strax. Við viljum þakka þér, afi Valdi, fyrir allar ánægjustundirnar á Hóló og í Kelduvík með þessari litlu sögu og ljóði: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (Úr Hávamálum) Birna og Sandra. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl, grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil. Við bakkana beggja megin blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Þannig kemst skáldið úr Blöndu- hlíðinni Sigurður Hansen að orði í fyrra erindi í ljóði sínu „Lækurinn“. Ugglaust hefur Ástvaldur Tómasson einnig virt fyrir sér lækina skoppa niður Blönduhlíðarfjöllin öll þau ár sem hann bjó í þeirri góðu sveit Akrahreppnum. Stundum ærsluðust lækirnir í vorleikjum eða kveinkuðu sér í klakaböndum vetrarins, rétt eins og mannsævin sem þarf að tak- ast á við margbreytilegar aðstæður á leið sinni frá vöggu til grafar. Nú er lækurinn hans Valda kominn að ós- um eftir langt og gifturíkt rennsli og hann kvaddi þennan heim sáttur við sitt jarðneska líf. Valdi bjó yfir mörgum mannkostum og einn þeirra var hin létta lund sem hann deildi með okkur hinum, og kom best í ljós öll þau ár sem hann lifði í algeru myrkri eftir að sjónin gaf sig. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir mann eins og Ástvald sem var ein- staklega handlaginn og hafði mörg áhugamál, að finna skímuna minnka stöðugt og þar með starfsgetuna. En þessu mótlæti mætti hann af æðru- leysi, dyggilega studdur af Fríðu, ættingjum og vinum, sem með ein- stakri alúð og ræktarsemi styttu honum stundir og bjuggu gott ævi- kvöld. Það var gaman að koma til þeirra Fríðu á Hólaveginn, fá sér kaffibolla og deila fréttum því Ást- valdur fylgdist vel með og ekki þótti honum verra ef viðkomandi gat spjallað um hross og hestamennsku sem voru hans líf og yndi enda var hann bráðlaginn hestamaður og átti hross allt til lokadags þrátt fyrir að hafa ekki komist á bak í allmörg ár. Ræddi hann gjarnan um hestakaup og brask og glotti svo stríðnislega út í annað, þeim megin sem pípan var ekki, ef dræmt var tekið undir. Það er gott að minnast þessa heimilis- brags og afstöðu til mótlætis í lífinu, því stundum finnst okkur allt vera svo sjálfsagt. Lækurinn minnir á lífið lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru, lækjarins óskasdraum. (Sig. Hansen) Elsku Fríða, fjölskylda og afkom- endur. Um leið og við minnumst af virðingu og þakklæti, vináttu og samferðar með Ástvaldi þá biðjum við ykkur blessunar á sorgarstund. Rögnvaldur, Guðlaug, synir og fjölskyldur. Ástvaldur Óskar Tómasson Við kveðjum látinn félaga og góðan vin. Vegir okkar og Torfa Freys Al- exanderssonar skárust haustið 1997 þegar við urðum bekkjar- Torfi Freyr Alexandersson ✝ Torfi Freyr Al-exandersson fæddist í Reykjavík 12. september 1973. Hann lést á heimili sínu í Varsjá í Pól- landi hinn 13. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fella- og Hólakirkju 8. jan- úar. félagar í Stýrimanna- skólanum. Torfi var einn af þeim sem stóðu upp úr sem einstakar manneskj- ur, óhætt er að segja að við kunnum strax ákaflega vel við pilt- inn. Á krossgötum sem þessum reikar hug- urinn yfir gömul kynni og hvað stend- ur upp úr í minning- unni. Torfi var skarpgáf- aður heimspekingur, ófáum stund- unum vörðum við í spjall um allt milli himins og jarðar, Torfi hafði skoðanir á öllu sem óneitanlega gæddu umræðuna skemmtilegri blæ. Torfi var góður vinur, einstak- lega hjálpsamur og jákvæður, allt- af leið okkur betur eftir að hafa talað við Torfa. Torfi var sérstaklega skemmti- legur sögumaður sem áttaði sig fullkomlega á því, eins og hann sagði sjálfur, að góð saga ætti aldrei að gjalda sannleikans, enda kunni hann að ýkja. Hann var einnig góður hlustandi sem er í raun það sem fullkomnar góðan sögumann. Elsku Torfi, þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar, allar hvatning- arræðurnar og allt það góða sem við minnumst þín fyrir. Við sendum Renötu, dætrum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guðmundur Þórir Sigurðs- son, Stefán Álfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.