Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 55
|laugardagur|27. 1. 2007| mbl.is staðurstund Jónas Sen gagnrýnir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á Myrkum mús- íkdögum. » 56 dómur Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um veglega þrjátíu ára afmælisútgáfu af Stuð- mannaplötunni Tívolí. » 57 af listum Lögin í öðrum riðli Söngva- keppni sjónvarpsins, sem fer fram í kvöld, eru kynnt til leiks ásamt flytjendum. » 56 sjónvarp Íslensku kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason eru á ferð og flugi um heiminn. » 57 kvikmyndir Þóra Þórisdóttir dæmir sýningu Þorsteins Gíslasonar, To Think/ Do Think, í DaLi gallery á Ak- ureyri. » 58 dómur Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnat@mbl.is Þeir Þröstur og Krummi voruvant við látnir þettafimmtudagskvöld og þvífór svo að áðurnefndir þre- menningar hittu á blaðamann á gamla góða Hressingarskálanum. „Við erum að senda lög á milli okk- ar yfir Netið núna,“ segir Frosti en nú er í gangi eftirvinnsla með upp- tökumönnunum í Los Angeles sem eru þeir Joe Barresi (Tool, Queens of the Stone Age, Melvins, Jesus Liz- ard) og Husky Hoskulds (Steinar Höskuldsson), Íslendingur sem hef- ur unnið með t.d. Noruh Jones, Fan- tômas, Tom Waits og Elvis Costello. „Þetta er hægt en öruggt ferli,“ segir Frosti. Bjössi og Bjarni eru á því að þetta sé mun betra vinnulag en þeir áttu á von á. „Einhvern veginn er auðveldara að koma hlutunum í gegn skriflega,“ segir Bjarni. „Í staðinn fyrir að allir séu að gjamma hver ofan í annan.“ Og þeir félagar segjast hæst- ánægðir með Husky. „Magnaður gaur,“ segir Frosti. „Hann hefur átt heima þarna í fimm- tán ár og veit ekkert hvað er að ger- ast hérna, veit ekki hvað 10–11 er. Við komumst í kynni við hann í gegn- um Einar Örn (Ghostigital, þar sem Frosti er gítarleikari). Hallur Ing- ólfsson hafði líka bent okkur á hann, að hann hefði tekið upp Fantômas og Peeping Tom, verkefni sem Mike Patton hefur staðið að. Okkur fannst það mjög spennandi.“ Víkingar Strákarnir voru á besta stað þarna í Los Angeles, Hollywood Boulevard á næsta horni. „Þetta var mjög sérstakt allt sam- an,“ segir Bjössi. „Í fyrsta lagi þekktum við upptökustjórann ekki neitt, og við vorum því í umhverfi sem við vorum ekki vanir. En við vorum hins vegar geysivel æfðir. Þá vorum við auðvitað saman öllum stundum.“ Þessi mikla nálægð sem hljóm- sveitastússi fylgir gerir oft og iðu- lega út af við þær. En hér er Mínus enn, níu árum eftir stofnun. „Það er hægara sagt en gert að láta svona hluti ganga upp,“ segir Frosti. „En ef menn eru nógu þol- inmóðir, umburðarlyndir og farnir að læra hver inn á annan þá gengur þetta upp. Þetta er mesti galdurinn við það að halda úti hljómsveit; að geta verið saman og að halda sér saman. Það er fullt af hljómsveitum sem gefa út eina góða plötu og starfa kannski í tvö, þrjú ár. Trikkið er að geta látið þetta ganga í lengri tíma. Það að hljómsveitin skuli enn vera starfandi er í raun ótrúlegt, það sem hefur gengið á gæti hæglega fyllt bók.“ Dagskráin var stíf úti í LA, menn voru í hljóðveri frá tíu til tíu alla daga. Hljómsveitin fékk tvo frídaga og annan þeirra nýtti hún til að heimsækja upptökustjórann fræga Ross Robinson, sem hefur m.a. tekið upp Korn, Slipknot og At the Drive- In. Hann á sjö milljón dollara villu á Venice Beach og þar dvöldu þeir fé- lagar í góðu yfirlæti. Robinson hefur verið Mínusaðdáandi lengi, eða allt frá því að hann heyrði fyrsta demó- diskinn sem var gerður áður en sveitin tók þátt í Músíktilraunum. Síðasta plata Mínuss, Halldór Laxness, kom út hér á landi 2003, en erlendis 2004. Af mörgum er þetta talin besta rokkplata Íslandssög- unnar og á þessum árum voru með- limir Mínuss mikið í umræðunni hér- lendis. „Þetta er mjög hættulegur staður að vera á, sé maður að reyna að vera tónlistarmaður,“ álítur Frosti. „Sum- ir geta misst sig út í einhverjar glorí- ur sem eru þeim ekki hollar. Okkur líður vel með það núna að vera sem lengst frá þeim stað. Og nýja platan verður ekki spiluð á FM957. Næsta plata þar á eftir verður svo enn lengra frá slíku. Við erum þegar farnir að tala um næstu plötu á eftir þessari, hvað hún verður allt öðru- vísi.“ Bjössi segir að á þessu umrædda tímabili hafi þeir allir verið í steik. „Við túruðum ofsalega mikið og ferð- uðumst ofsalega mikið. Þetta var svakalegt. Og svo þegar við komum heim skulduðum við milljón.“ Bjarni segir þá að þeir hafi verið miklir víkingar á þessum tíma. „Við vorum með ólæti hvert sem við fór- um. Og vorum alltaf „Íslendingar“. Ef einhver heyrði okkur rífast blind- fulla á íslensku varð hann skelkaður. Við vorum ekki bannaðir af ákveðnum tónleikastöðum, heldur heilli tónleikastaðakeðju. Einnig var okkur úthýst af Hróarskeldu og fleiri stöðum. Það er nóg að ganga fram af fólki erlendis með því að tala ís- lensku hátt og skýrt. Þá heldur fólk að maður sé einhver geðsjúklingur að rífast.“ Mínus hefur þannig frá fyrstu tíð borið með sér sterka gengis-áru. Þegar þeir unnu Músíktilraunir árið 1999 mátti heyra saumnál detta er þeir mættu í hljóðprufu. Hér var harðsvíraður og þéttur hópur á ferð og á þessum tíma bar sveitin höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar rokk- sveitir. Það var einfaldlega enginn sem stóðst þeim snúning. „Þetta hefur alltaf verið við á móti öllum hinum,“ segir Bjarni og Frosti heldur áfram: „Já, við höfum alltaf fundið sterkt fyrir alls kyns mótbárum og höfum því komist upp á lagið með að snúa bökum saman. Þegar við stofnuðum hljómsveitina vorum við bara ein- hverjir strákar sem voru óvelkomnir í öllum partíum. Þannig að við vorum bara í æfingahúsnæðinu að drekka úr landabrúsa eða hvernig sem það var. Þannig hefur þessi gengisára orðið til. Við erum hver úr sínu út- hverfinu en við kynntumst í gegnum áhuga á rokki. Þannig tengdumst við saman upphaflega.“ Það var því tónlistin sjálf sem leiddi þá saman, frekar en að þetta væru bekkjarfélagar sem byrjuðu að djamma úti í skúr. „Við urðum vinir eftir á,“ segir Bjössi. „Menn leituðu í upphafi hver í annan vegna tónlistarhæfileika. Það var það sem skipti meginmáli. Tón- listin skipti öllu, maður fórnaði öllu fyrir hana og er ennþá að því. Og þessi hópur er iðulega sammála um hvert stefna beri með hana.“ Frosti tekur undir þetta, og rifjar upp þegar hann sá Spitsign á tón- leikum. Bjarni og Bjössi voru í þeirri sveit ásamt Smára Tarfi og Bóasi (nú í Reykjavík!) og einnig lék Ívar, upp- runalegur bassaleikari Mínuss, all- lengi með Spitsign. „Þá hugsaði maður: við verðum að fá þennan trommuleikara og þennan gítarleikara í bandið okkar. Þannig var það bara (hlær).“ Svik Mínus var í upphafi slengt í harð- kjarnasenuna íslensku, eðlilega, og álitin einslags leiðtogi hennar. Með- limir voru þó fljótir að losa sig undan slíkum stimplum. Margir ráku Englar og djöflar Bræður „Við ætlum að halda áfram að gera plötur eins lengi og við höfum burði í það,“ segir Frosti að lokum. „Það skiptir engu máli hversu vel þær eiga eftir að ganga. Bara að þær verði til, og að við séum ánægðir. Það er það eina sem skiptir máli.“ Rokksveitin Mínus dvaldi í Los Angeles í desember og tók upp nýja plötu. Sveitin hefur lítið verið í sviðsljós- inu undanfarið. Arnar Eggert Thoroddsen fór því yfir stöðu mála ásamt þeim Frosta, Bjarna og Bjössa » „Það að hljómsveitinsé enn starfandi er í raun ótrúlegt, það sem hefur gengið á gæti hæglega fyllt bók.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.