Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 59 menning GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Páll Kristinn Pálsson rit- höfundur og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari. Þau ásamt liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan af augljósu tilefni: Krónan okkar kastast til sem korktappi á floti. Í síðustu viku var fyrriparturinn um fyrsta leik Íslendinga í heims- meistaramótinu í handbolta: Auðveldlega ættum við Ástrali að vinna. Davíð Þór Jónsson fann fleiri óvænta andstæðinga: Hondúrösk og havaísk lið og hugsanlega Finna. Steingrímur Sævarr Ólafsson leitaði í tónlistarsöguna: AC/DC-landsins lið lánlaust meira og minna. Hlustendur létu sitt ekki eftir liggja, þar á meðal Sigurlín Her- mannsdóttir sem breytti tíðinni í ljósi seinni leikja: Auðveldlega áttum við Ástrali að vinna. Frökkum engin gáfum grið, gleði seint mun linna. Valur Óskarsson sendi „þjóð- rembubotn“: Frökkum ekki gefum grið, þeir geta ennþá minna. Erlendur Hansen á Sauðárkróki: Góða smurða gangverkið gefur það til kynna. Sara Pétursdóttir: En gleymum seint þeim gamla sið að gefa stig til hinna. Halldór Halldórsson: Okkar góða úrvalslið eflaust því mun sinna Jónas Frímannsson: Íslendinga úrvalslið ætlar sér ei minna. Pálmi R. Pétursson: Andfætlinga aumt er lið, annað væri ósvinna. Auðunn Bragi Sveinsson botnaði tvisvar: Þeir hafa svo lélegt lið, og lakan þráðinn spinna. Okkar hetju-hörkulið hefur vöðva stinna. Útvarp | Orð skulu standa Krónan líkt og korktappi Orðheppin Davíð Þór Jónsson, Karl Th. Birgisson og Hlín Agnarsdóttir.. Hlustendur geta sent botna sína í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. STRANGFLATARLIST hefur ver- ið málaranum Þórunni Hjart- ardóttur hugleikin um langa hríð, og svo er einnig á sýningu hennar sem nú stendur yfir í Gallerí Anima við Ingólfsstræti. Þórunn hefur iðulega notað sterka liti í verkum sínum, á borð við grunnlitina, eða t.d. svartan og rauðan saman og verk hennar verið unnin mjög í anda strangflat- armálara á borð við Mondrian. Á ní- unda áratugnum var svokölluð neo- geo stefna vinsæl í myndlistinni á al- þjóðavettvangi en þá var strangflatarlistin færð í nýjan bún- ing, oft í tengslum við rýmið eða samtímaleg fyrirbæri á borð við vörumerki. Undanfarið er sem rým- ið og umhverfið og samspil þessa við áhorfandann leiki stærra hlutverk í verkum Þórunnar, samanber sýn- ingu hennar í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu þar sem hún virkjaði rýmið sjálft sem myndflöt. Strangflatarlistin er heldur ekki langt undan í mynd- verkum Þórunnar í Anima en hún sýnir bæði málverk og ljósmyndir. Málverkin sýna himin og haf mætast á myndfletinum en ljósmyndirnar sýna rómantísk birtubrigði Róma- borgar, laufskrúð og borgarmyndir, en einnig hér eru litir og form í aðal- hlutverki, hrynjandi ljóss og skugga, endurtekning lína og forma. Í sýningarskrá kemur fram að málverkin eru máluð í janúar, kaldir litir eru því mótvægi við hlýja suð- ræna birtu ljósmyndanna. Þórunn gæðir myndflötinn næmu lífi með daufum litbrigðum og sjóndeild- arhringurinn er jafnan lifandi, hvik- ull eins og birtan, á einni myndinni er það myrkrið sem er ráðandi en örmjó ljósrönd gægist í gegn, eins og draumur um sólríkan heim mitt í vetrarkuldanum. Samspil ljósmynda og málverks er hér áhugavert, en málverkin gefa til kynna sterkari tilfinningu fyrir birt- ingarmyndum hins innra lífs en ljós- myndirnar gera. Hvort tveggja er þó tímalaust og engin auðkenni sýna staðsetningu í veröldinni og verður þetta til þess að sýningin í heild fær á sig heillandi, draumkenndan blæ og vísar áhorfandanum þannig í ferðalag inn á við. Ljósmyndirnar verða líkt og málverk sem leitast við að fanga hið eilífa, en ekki hraða augnabliksins. Abstraktmálverkið, strangflat- arlist þar með talin, leitaðist jafnan við að sýna myndflötinn sem hið endanlega verk, hlutverki málverks- ins sem glugga inn í annan heim var lokið í augum þeirra sem það stund- uðu. Ef Þórunn kaus á sýningu sinni í Suðsuðvestur að opna rými mál- verksins í verki og beina áhorfand- anum inn í þrívíðan heim þess, þá kýs hún hér að opna málverkið á huglægan hátt og búa til glugga og beina sjónum áhorfandans inn á við. Horft inn á við Rómantík Málverkin sýna himinn og haf mætast á myndfletinum en ljós- myndirnar sýna rómantísk birtubrigði Rómaborgar MYNDLIST Anima Gallerí Til 27. janúar. Opið þri. til lau. frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Þórunn Hjartardóttir Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ er gaman að vera á frumsýn- ingu í Iðnó; húsið tekur vel á móti fólki; samsetning gesta er önnur og kom á óvart hve mikið var af ljúfum, brosmildum, kurteisum karl- mönnum í yngri kantinum. Kannski var það efniviðurinn sem breytti svo ásjónum manna, kannski eru líka þær breyttu aðstæður sem efnivið- urinn er sprottinn úr þegar farnar að setja svip sinn á þjóðlífið. En hvað með það. Í þessu uppi- standi, einleik Bjarna Hauks, er rak- in saga ungs manns sem ákveður eða ákveður ekki að verða faðir og hvernig hann upplifir meðgöngu konunnar, fæðinguna og fyrstu ár barnsins. Og byrjar þetta allt saman og endar í flugvél. Keðja af kunn- uglegum atburðum þar sem ákveðið látbragð eða eitt orð kveikir nýja si- tuasjón. Sagan sem byggir upp ágæta stígandi í gamninu er þó kannski fullöng, ensku sletturnar, vísanirnar of margar í byrjun, og brandarnir allir ekki jafn frumlegir. En Bjarni Haukur er ágætur uppi- standari, heldur vel utan um salinn með sínu alvarlega fasi í heimi sem kemur honum stöðugt á óvart: hann bregður sér lipurlega í gervi eig- inkonu, barns, og annarra persóna með breytingu í látbragði og rödd og án þess að þurfa að taka á honum stóra sínum. Samvinna hans og leik- stjórans Sigurðar Sigurjónsonar ákaflega góð, allt rennur fram sem smurt, ekki er dekrað við íslenska groddann og skemmtilegt að sjá næmi Sigurðar fyrir gamansemi til- verunnar endurspeglast í leikara svo ólíkum honum sem hugsast getur. Einstaklega skemmtileg er líka úr- vinnslan á örfáum næstum væmnum augnablikum í verkinu þar sem leik- stjórinn með lýsingu Árna Baldvins- sonar og hljóðmynd Þóris Úlfars- sonar leikur sér að augnablikinu og áhorfendum. Góð viðbót við verkið er spaugilega unninn myndbands- þáttur Egils Eðvarðssonar sem býr til stranga ferkantaða, hreina leik- mynd, (sem síðar brenglast af marg- litu plastdrasli, bleyjum og barnaföt- um,) með tveimur tjaldskermum í bakgrunni, einni bókahillu og hreyf- anlegum hægindastól sem gegnir lykilhlutverki. Bjarni Haukur á sem fyrr vafa- laust eftir að draga að sér áhorf- endur enda „Pabbinn“ ágæt af- þreying. Vandinn að vera pabbi LEIKLIST Íslenska leikhúsgrúppan Eftir Bjarna Hauk Þórsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd: Egill Eðvarðsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Hljóð: Þórir Úlfarsson. Leikarar: Bjarni Haukur Þórsson. Lára Sveinsdóttir. Iðnó, fimmtudaginn, 26.janúar, 2007 Pabbinn Morgunblaðið/Ásdís Pabbinn Bjarni Haukur er ágætur uppistandari, heldur vel utan um salinn með sínu alvarlega fasi í heimi sem kemur honum stöðugt á óvart. María Kristjánsdóttir. Myrkir músíkdagar www.listir.is Tónskáldafélag Íslands SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST 350-500 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups. Staðsetning mætti gjarnan vera í gamla bænum en fleiri staðir koma vel til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg.fasteignasali. Afmælisþakkir Hugheilar þakkir til allra sem heiðruðu mig á 100 ára afmæli mínu þann 28. desember sl. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Hannesdóttir, Ási, Hveragerði. Sérstakt tilboð til VISA kreditkorthafa í janúar:* Miðinn í forsölu á 1.950 kr. í stað 2.900 kr. *500 kr. afsláttur á miða eftir það. LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR FORSALA Á MISERY ER HAFIN Sýnt á NASA við Austurvöll Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 11 - 16 í síma 511 1302 eða á NASA.is 2. sýning sunnudaginn 28. janúar kl. 20 3. sýning laugardaginn 3. febrúar kl. 18 4. sýning sunnudaginn 4. febrúar kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.