Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 59
menning
GESTIR þáttarins Orð skulu standa
í dag eru Páll Kristinn Pálsson rit-
höfundur og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari. Þau ásamt
liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur
og Davíð Þór Jónssyni fást við
þennan fyrripart, ortan af augljósu
tilefni:
Krónan okkar kastast til
sem korktappi á floti.
Í síðustu viku var fyrriparturinn
um fyrsta leik Íslendinga í heims-
meistaramótinu í handbolta:
Auðveldlega ættum við
Ástrali að vinna.
Davíð Þór Jónsson fann fleiri
óvænta andstæðinga:
Hondúrösk og havaísk lið
og hugsanlega Finna.
Steingrímur Sævarr Ólafsson
leitaði í tónlistarsöguna:
AC/DC-landsins lið
lánlaust meira og minna.
Hlustendur létu sitt ekki eftir
liggja, þar á meðal Sigurlín Her-
mannsdóttir sem breytti tíðinni í
ljósi seinni leikja:
Auðveldlega áttum við
Ástrali að vinna.
Frökkum engin gáfum grið,
gleði seint mun linna.
Valur Óskarsson sendi „þjóð-
rembubotn“:
Frökkum ekki gefum grið,
þeir geta ennþá minna.
Erlendur Hansen á Sauðárkróki:
Góða smurða gangverkið
gefur það til kynna.
Sara Pétursdóttir:
En gleymum seint þeim gamla sið
að gefa stig til hinna.
Halldór Halldórsson:
Okkar góða úrvalslið
eflaust því mun sinna
Jónas Frímannsson:
Íslendinga úrvalslið
ætlar sér ei minna.
Pálmi R. Pétursson:
Andfætlinga aumt er lið,
annað væri ósvinna.
Auðunn Bragi Sveinsson botnaði
tvisvar:
Þeir hafa svo lélegt lið,
og lakan þráðinn spinna.
Okkar hetju-hörkulið
hefur vöðva stinna.
Útvarp | Orð skulu standa
Krónan líkt og korktappi
Orðheppin Davíð Þór Jónsson, Karl Th. Birgisson og Hlín Agnarsdóttir..
Hlustendur geta sent botna sína í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
STRANGFLATARLIST hefur ver-
ið málaranum Þórunni Hjart-
ardóttur hugleikin um langa hríð, og
svo er einnig á sýningu hennar sem
nú stendur yfir í Gallerí Anima við
Ingólfsstræti. Þórunn hefur iðulega
notað sterka liti í verkum sínum, á
borð við grunnlitina, eða t.d. svartan
og rauðan saman og verk hennar
verið unnin mjög í anda strangflat-
armálara á borð við Mondrian. Á ní-
unda áratugnum var svokölluð neo-
geo stefna vinsæl í myndlistinni á al-
þjóðavettvangi en þá var
strangflatarlistin færð í nýjan bún-
ing, oft í tengslum við rýmið eða
samtímaleg fyrirbæri á borð við
vörumerki. Undanfarið er sem rým-
ið og umhverfið og samspil þessa við
áhorfandann leiki stærra hlutverk í
verkum Þórunnar, samanber sýn-
ingu hennar í galleríi Suðsuðvestur í
Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu
þar sem hún virkjaði rýmið sjálft
sem myndflöt. Strangflatarlistin er
heldur ekki langt undan í mynd-
verkum Þórunnar í Anima en hún
sýnir bæði málverk og ljósmyndir.
Málverkin sýna himin og haf mætast
á myndfletinum en ljósmyndirnar
sýna rómantísk birtubrigði Róma-
borgar, laufskrúð og borgarmyndir,
en einnig hér eru litir og form í aðal-
hlutverki, hrynjandi ljóss og skugga,
endurtekning lína og forma.
Í sýningarskrá kemur fram að
málverkin eru máluð í janúar, kaldir
litir eru því mótvægi við hlýja suð-
ræna birtu ljósmyndanna. Þórunn
gæðir myndflötinn næmu lífi með
daufum litbrigðum og sjóndeild-
arhringurinn er jafnan lifandi, hvik-
ull eins og birtan, á einni myndinni
er það myrkrið sem er ráðandi en
örmjó ljósrönd gægist í gegn, eins
og draumur um sólríkan heim mitt í
vetrarkuldanum.
Samspil ljósmynda og málverks er
hér áhugavert, en málverkin gefa til
kynna sterkari tilfinningu fyrir birt-
ingarmyndum hins innra lífs en ljós-
myndirnar gera. Hvort tveggja er
þó tímalaust og engin auðkenni sýna
staðsetningu í veröldinni og verður
þetta til þess að sýningin í heild fær
á sig heillandi, draumkenndan blæ
og vísar áhorfandanum þannig í
ferðalag inn á við. Ljósmyndirnar
verða líkt og málverk sem leitast við
að fanga hið eilífa, en ekki hraða
augnabliksins.
Abstraktmálverkið, strangflat-
arlist þar með talin, leitaðist jafnan
við að sýna myndflötinn sem hið
endanlega verk, hlutverki málverks-
ins sem glugga inn í annan heim var
lokið í augum þeirra sem það stund-
uðu. Ef Þórunn kaus á sýningu sinni
í Suðsuðvestur að opna rými mál-
verksins í verki og beina áhorfand-
anum inn í þrívíðan heim þess, þá
kýs hún hér að opna málverkið á
huglægan hátt og búa til glugga og
beina sjónum áhorfandans inn á við.
Horft inn á við
Rómantík Málverkin sýna himinn og haf mætast á myndfletinum en ljós-
myndirnar sýna rómantísk birtubrigði Rómaborgar
MYNDLIST
Anima Gallerí
Til 27. janúar. Opið þri. til lau.
frá kl. 13-17.
Aðgangur ókeypis.
Þórunn Hjartardóttir
Ragna Sigurðardóttir
ÞAÐ er gaman að vera á frumsýn-
ingu í Iðnó; húsið tekur vel á móti
fólki; samsetning gesta er önnur og
kom á óvart hve mikið var af ljúfum,
brosmildum, kurteisum karl-
mönnum í yngri kantinum. Kannski
var það efniviðurinn sem breytti svo
ásjónum manna, kannski eru líka
þær breyttu aðstæður sem efnivið-
urinn er sprottinn úr þegar farnar
að setja svip sinn á þjóðlífið.
En hvað með það. Í þessu uppi-
standi, einleik Bjarna Hauks, er rak-
in saga ungs manns sem ákveður eða
ákveður ekki að verða faðir og
hvernig hann upplifir meðgöngu
konunnar, fæðinguna og fyrstu ár
barnsins. Og byrjar þetta allt saman
og endar í flugvél. Keðja af kunn-
uglegum atburðum þar sem ákveðið
látbragð eða eitt orð kveikir nýja si-
tuasjón. Sagan sem byggir upp
ágæta stígandi í gamninu er þó
kannski fullöng, ensku sletturnar,
vísanirnar of margar í byrjun, og
brandarnir allir ekki jafn frumlegir.
En Bjarni Haukur er ágætur uppi-
standari, heldur vel utan um salinn
með sínu alvarlega fasi í heimi sem
kemur honum stöðugt á óvart: hann
bregður sér lipurlega í gervi eig-
inkonu, barns, og annarra persóna
með breytingu í látbragði og rödd og
án þess að þurfa að taka á honum
stóra sínum. Samvinna hans og leik-
stjórans Sigurðar Sigurjónsonar
ákaflega góð, allt rennur fram sem
smurt, ekki er dekrað við íslenska
groddann og skemmtilegt að sjá
næmi Sigurðar fyrir gamansemi til-
verunnar endurspeglast í leikara svo
ólíkum honum sem hugsast getur.
Einstaklega skemmtileg er líka úr-
vinnslan á örfáum næstum væmnum
augnablikum í verkinu þar sem leik-
stjórinn með lýsingu Árna Baldvins-
sonar og hljóðmynd Þóris Úlfars-
sonar leikur sér að augnablikinu og
áhorfendum. Góð viðbót við verkið
er spaugilega unninn myndbands-
þáttur Egils Eðvarðssonar sem býr
til stranga ferkantaða, hreina leik-
mynd, (sem síðar brenglast af marg-
litu plastdrasli, bleyjum og barnaföt-
um,) með tveimur tjaldskermum í
bakgrunni, einni bókahillu og hreyf-
anlegum hægindastól sem gegnir
lykilhlutverki.
Bjarni Haukur á sem fyrr vafa-
laust eftir að draga að sér áhorf-
endur enda „Pabbinn“ ágæt af-
þreying.
Vandinn að vera pabbi
LEIKLIST
Íslenska leikhúsgrúppan
Eftir Bjarna Hauk Þórsson. Leikstjóri:
Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd: Egill
Eðvarðsson. Lýsing: Árni Baldvinsson.
Hljóð: Þórir Úlfarsson. Leikarar: Bjarni
Haukur Þórsson. Lára Sveinsdóttir.
Iðnó, fimmtudaginn, 26.janúar, 2007
Pabbinn
Morgunblaðið/Ásdís
Pabbinn Bjarni Haukur er ágætur uppistandari, heldur vel utan um salinn
með sínu alvarlega fasi í heimi sem kemur honum stöðugt á óvart.
María Kristjánsdóttir.
Myrkir músíkdagar
www.listir.is
Tónskáldafélag Íslands
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST
350-500 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups.
Staðsetning mætti gjarnan vera í gamla bænum en fleiri
staðir koma vel til greina.
Nánari upplýsingar veita
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og
Hákon Jónsson lögg.fasteignasali.
Afmælisþakkir
Hugheilar þakkir til allra sem heiðruðu mig á
100 ára afmæli mínu þann 28. desember sl.
Guð blessi ykkur öll.
Guðfinna Hannesdóttir,
Ási, Hveragerði.
Sérstakt tilboð til VISA kreditkorthafa í janúar:*
Miðinn í forsölu á 1.950 kr. í stað 2.900 kr.
*500 kr. afsláttur á miða eftir það.
LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING
VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
FORSALA Á MISERY ER HAFIN
Sýnt á NASA við Austurvöll
Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 11 - 16
í síma 511 1302 eða á NASA.is
2. sýning sunnudaginn 28. janúar kl. 20
3. sýning laugardaginn 3. febrúar kl. 18
4. sýning sunnudaginn 4. febrúar kl. 20
Ath. breyttan sýningartíma