Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 61 dægradvöl Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Franska undrabarnið og stórmeist- arinn Maxime Vachier Lagrave (2.573) hafði hvítt gegn hinum reynda stórmeistara Viktor Bologan (2.658) frá Moldavíu. 28. Rg5+! fxg5 29. Hf3+ Ke8 30. Dxe6 hvítur stendur nú til vinnings enda sókn hans illstöðvanleg. Framhaldið varð: 30. … Hd7 31. hxg5 Kd8 32. De5 Hg8 33. Hc3 Hxg5 34. Db8+ Rc8 35. Hxc4 dxc4 36. Df4 Hxb5 37. Dxc4 Hbd5 38. Df4 Rd6 39. He5 Hxe5 40. Dxe5 b6 41. Dxh5 Kc7 42. g4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Sjúkleg vandvirkni? Norður ♠Á42 ♥85 ♦ÁK96 ♣D874 Vestur Austur ♠KDG9 ♠107653 ♥109643 ♥2 ♦DG52 ♦1087 ♣ -- ♣9632 Suður ♠8 ♥ÁKDG7 ♦43 ♣ÁKG105 Suður spilar 7 lauf og fær út spaða- kóng. Sum spil eru svo sterk að það jaðrar við sjúkleika að eyða tíma og orku í varúðarráðstafanir. Er þetta eitt af þeim? Það má deila um það, en hitt er óvéfengjanlegt að ef sagnhafi spilar trompi á ás í öðrum slag, þá fer hann niður á 7 laufum! Hjartað er 5-1 og trompnían fjórða í austur gerir það að verkum að sagnhafi nær ekki að byggja upp aukaslag á lauf með öfug- um blindum. Leiðin til vinnings er að trompa spaða (hátt) í öðrum slag. Leggja svo niður laufásinn. Þegar leg- an kemur í ljós er hægt að nota inn- komurnar á ÁK í tígli til að trompa annan spaða og taka síðasta tromp austurs. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 hnífar, 4 slöngu, 7 gangi, 8 svipað, 9 ófætt folald, 11 axla- skjól, 13 skrifa, 14 mannsnafn, 15 kögur, 17 háð, 20 fugls, 22 votur, 23 grefur, 24 deila, 25 skán- in. Lóðrétt | 1 kröfu, 2 hill- ingar, 3 sleit, 4 málmur, 5 hagnaður, 6 búa til, 10 vargynja, 12 bein, 13 á húsi, 15 baggi, 16 ilmur, 18 smáseiðið, 19 skrifið, 20 grama, 21 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 steinsnar, 8 sýpur, 9 eimur, 10 afl, 11 rýrar, 13 lánið,15 músar, 18 stert, 21 ann, 22 slöku, 23 aftur, 24 ökutækinu. Lóðrétt: 2 tapar, 3 iðrar, 4 skell, 5 arman, 6 ósar, 7 bráð, 12 aða, 14 átt, 15 mysa, 16 skökk, 17 rautt, 18 snakk, 19 ertin, 20 tóra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Til stendur að sýna nýtt íslensktleikrit bæði hér heima í Borg- arleikhúsinu og í Maxím Gorkí- leikhúsinu í Berlín. Hverjir eru höf- undar þess? 2 Hvað er gert ráð fyrir löngum við-bragðstíma ef stíflurof verður í Hálslóni við Kárahnjúka? 3 Hver er helsta breytingin semverður með nýjum samningi rík- is og sauðfjárbænda? 4 Ný samtök voru stofnuð vegnaþjóðlendumála. Hvað heita þau? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Tveir frægir og alræmdir bræður eru á leið til borgarinnar frá Akureyri til að skemmta og hrella börnin. Hverjir eru það? Svar: Karíus og Baktus. 2. Ný mið- stöð verður opnuð í Landsbókasafninu í dag. Hvert er hlutverk þessarar nýju mið- stöðvar? Svar: Verður miðstöð munn- legrar sögu. 3. Lóan er komin til Feneyja. Hvaða Lóa er það? Svar: Verk Steingríms Eyfjörðs á Feneyjatvíæringnum. 4. Hver er íþróttamaður Reykjavíkur í ár og hvað grein stundar hann? Svar: Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ALEJANDRO González Iñárritu hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg frá því að Amores Perros sló í gegn eftir að hún kom út árið 2000. Þessi fyrsta mynd hans átti sér stað í Mexíkó, sú næsta, 21 gramm, í Bandaríkjunum en nú hafa Iñárritu og handritshöfund- urinn Guillermo Arriaga, breikkað sjónarsviðið en það nær til fjög- urra mismunandi heimshluta, Bandaríkjanna, Mexíkó, Japans og Marokkó í nýjustu myndinni, Ba- bel. Hér virðast þeir hins vegar hafa misst valdið yfir sögusmíðinni sem er á köflum ómarkviss og þvinguð, ekki síst hvað samþætt- ingu hinna fjögurra meginþráða sögunnar varðar. Þeir sem fylgst hafa með ferli þessa mexíkóska óskabarns al- þjóðlega listabíósviðsins á und- anförnum árum sjá þegar í stað þau minni og stíleinkenni sem leggja mark sitt á Babel líkt og fyrri myndir hans. Voveiflegur at- burður eða slys á sér stað og verð- ur að nokkurs konar skurðpunkti í örlögum nokkurra annars ótengdra persóna eða persónuhópa. Kvik- myndafrásögnin, sem leitast við að bregða birtu á lífsbaráttu og til- finningalíf hinna ólíku persóna, er hins vegar langt frá því að vera línuleg frásögn, heldur hringsólar hún um áfallið sem hefur hnykkt lífi persónanna af vanabundinni sporbraut og raðar saman sam- henginu í sögu hvers og eins á brotakenndan hátt. Í Babel eru tengslin milli örlaga persónanna lauslegri en í fyrri myndunum, enda er þeim ætlað að endurspegla víðara samhengi, þ.e. nokkurs konar hugleiðingu um árekstra og einangrun milli ólíkra menningarheima og fólks sem nýt- ur afar misjafnra lífsgæða. Í gegn- um sögur bandarísks pars sem verður fyrir áfalli á ferðalagi um Marokkó, mexíkóskrar vinnukonu þeirra, japanskrar unglingsstúlku og tveggja marokkóskra drengja, er jafnframt leitast við að minna á að öll tölum við í raun sama tungu- málið þegar að tilfinningalífi okkar kemur. Þó svo að þetta tilfinningahlaðna hnattflug Iñárritus sé vissulega metnaðarfull kvikmyndasmíð er ekki laust við að maður fái þá til- finningu að hér sé teflt fram frem- ur rýru innihaldi í tilkomumiklum umbúnaði. Hinir ólíku þræðir sög- unnar liggja í raun hálfpartinn út í buskann og erfitt er að sjá hvers vegna seilst er svona langt í að púsla saman ólíkum sögum. Hver saga fyrir sig hefur sína áhuga- verðu fleti en hin brotakennda frá- sagnaraðferð truflar miðlun þeirra fremur en styrkir hana. Kostir myndarinnar felast hins vegar í mjög sterkri frammistöðu leikara, (hér má einkum telja Brad Pitt, Kate Blanchett, Adriana Barraza og Rinko Kinuchi sem leikur hina heyrnarlausu Chieko) og magnaðri sjónrænni útfærslu myndarinnar. Tungumál tilfinningalífsins KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Akureyri Leikstjórn: Alejandro González Iñárritu. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Cate Blanchett, Gael Garcia Bernal, Adriana Barraza, Rinko Kinuchi og Koji Yakusho. BNA / Mexíkó, 142 mín. Babel –  Mögnuð Kostir myndarinnar felast hins vegar í mjög sterkri frammistöðu leikara og magnaðri sjónrænni útfærslu myndarinnar. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.