Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ verzlanir þessarar keðju geti selt á svo háu verði? Getur það verið? Ef ekki gæðin hvað þá? Verri inn- kaup? Varla getur það verið að keðja margra verzlana nái verri inn- kaupum en einstaka fisksalar – eða hvað? Íslendingar eru þekktir fyrir ýmislegt annað en verðskyn. En varla fer svona verð- munur fram hjá fólki, ekki sízt þegar erfitt er að skýra hann. Hvað sem segja má um stórmarkaði al- mennt hafa þeir þó lækkað vöruverð a.m.k. miðað við það, sem var í eina tíð. Ætti það sama ekki að gerast í fiski? En talandi um fisk, þá verður Vík- verji alltaf tortrygginn, þegar fiskur er seldur í alls konar sósum. Er ver- ið að selja gamlan fisk í sósum? Eru sósurnar aðferð fisksalanna til þess að koma í veg fyrir að rýrn- unin verði of mikil? Kannski er þetta gamaldags af- staða og allt í lagi með fisk í sósum! En óneitanlega væri fróðlegt ef gerð yrði ekki bara verðkönnun á fisk- meti heldur líka gæðakönnun. Svo að við vitum hvað við erum að kaupa. Víkverji er að veltaþví fyrir sér, hvers vegna fiskbúðir, sem reknar eru undir nafninu Fiskisaga, skera sig svo mjög úr í verðkönnun Alþýðu- sambands Íslands á fiskmeti. Í verðkönnun ASÍ, sem birt var í Morg- unblaðinu í fyrradag, eru fimm fiskbúðir, sem reknar eru undir þessu nafni, sem bend- ir ótvírætt til þess að hér sé að verða til fisk- búðakeðja en það er nýtt fyrirbæri hér. Ætla mætti að slík keðja hefði möguleika á að kaupa fisk á lægra verði frá birgjum en svo virðist ekki vera, ef marka má verðkönnun ASÍ. Ein verzlana Fiskisögu er átta sinnum með hæsta verð. Önnur níu sinnum. Sú þriðja ellefu sinnum, sú fjórða þrettán sinnum og sú fimmta fimmtán sinnum. Í könnun ASÍ kemur fram, að 90% verðmunur reyndist á útvötnuðum saltfiski. Dýrastur var hann í verzl- unum Fiskisögu eða á 1.590 krónur kílóið en ódýrastur í Fjarðarkaupum á 838 krónur kílóið. Hvað veldur þessu? Eru gæðin svona miklu meiri í Fiskisögu, að          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.) Í dag er laugardagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bakkynjur – frábær leiksýning ÉG fór í Þjóðleikhúsið í síðustu viku ásamt stórum hópi nemenda við Kennaraháskóla Íslands og sá sýn- inguna Bakkynjur eftir gríska leik- skáldið Evrípídes. Mig langar að koma því á fram- færi að um er að ræða óvenjulega metnaðarfulla sýningu sem á erindi til okkar allra. Þarna hefur ekkert verið til sparað. Það er því leitt til þess að vita að gagnrýnendur sáu ekki ástæðu til að hrósa sýningunni og hefur það sjálfsagt dregið úr að- sókn. En það er ekki of seint að taka við sér. Allir sem ég hef rætt við og séð hafa sýninguna ljúka upp einum munni: frábær sýning. Þá má geta þess að leikskráin er til fyr- irmyndar og afar upplýsandi. Umrætt kvöld var auk þess boðið upp á fyrirlestur á undan sýning- unni um leikritið og goðsagnirnar um Díonýsos (Bakkos) sem liggja að baki verkinu. Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að flykkjast á þessa sýningu áður en það verður um seinan. Það væri t.d. ekki ama- legt fyrir framhaldsskólanema að fá þarna innsýn í fornan grískan arf og tengja við lesefni skólabókarinnar. Og þeir sem hafa hrifist af norrænni goðafræði munu sjá þarna furðu- legar hliðstæður við þetta gríska efni. En það sem er kannski mest um vert er það að sýningin í Þjóð- leikhúsinu höfðar alveg sérstaklega til samtíma okkar, og það er eig- inlega stórmerkilegt að einmitt það skuli hafa farið fram hjá gagnrýn- endum. Baldur Hafstað. Minningargjöf VIÐ setningu Menntaskólans við Sund sl. haust afhenti 15 ára út- skriftarárgangur skólans veglega bókargjöf í minningu bekkjarbróður síns, Friðrik Ásgeirs Her- mannssonar, sem lést í september 2005. Gjöfin var valin í anda Friðriks með áhugasvið hans í huga. Móðir og fjölskylda Friðriks vilja koma á framfæri kærum þökkum fyrir þá virðingu og hlýju sem skólafélagar sýna látnum vini. Agnes Einarsdóttir. Gullhálsmen týndist GULLHÁLSMEN með bleikum steini týndist á leið frá Seltjarn- arnesi vestur í bæ. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 1329. Fund- arlaun. Púnsi er týndur PÚNSI á heima á Mánabraut 19 í Kópa- vogi. Hann hefur ekki komið heim síðan laugardaginn 13. janúar sl. Púnsi er hvítur með svört eyru og svarta rófu og nokkra svarta bletti. Hann er að verða 2ja ára, er langur, grannur og háfættur. Hann er með svarta hálsól með tveimur bjöllum, lítilli gylltri og stærri blágrænni, en ekki merki- spjald. Hann er eyrnamerktur 05- F-46. Púnsi er nokkuð hræddur við ókunnuga. Þeir sem hafa orðið hans varir og geta gefið upplýsingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðrúnu eða Dagvin í síma 554- 2431 eða 846-42-42. hlutavelta ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Þessir duglegu drengir, Jón Hallmar Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson, söfnuðu fyrir gjafa- bréfum fyrir geitur og hænur að verð- mæti 12.300 kr. til styrktar Hjálp- arstarfi kirkjunnar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýs- ingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 - 8 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 B.i. 12 TENACIOUS D IN: THE PICK OF D... kl. 10 B.i. 12 KÖLD SLÓÐ kl. 10:15 B.i. 12 FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ THE PRESTIGE kl. 5:40 B.i. 12 ára / AKUREYRI ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDUMYND FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA. ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 MARTIN SCORSESE BESTI LEIKSTJÓRINNSÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:50 - 8 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 8:30 B.i. 7 ára HJÁLPIN BERST AÐ OFAN SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee L.I.B. - TOPP5.IS SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is SPARBÍÓ 450kr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.