Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 68

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vaxandi SV-átt, 13–18 m/s S- og V-lands síðdegis, annars talsvert hægari. Súld eða rigning en þurrt norðaustan til. » 8 Heitast Kaldast 8°C 0°C TEKIN hefur verið upp ný aðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri við að setja mjaðmagerviliði í fólk. Aðgerðin er mun minni en með gamla laginu. Á miðvikudag og fimmtudag var aðgerðin framkvæmd á sex manns á aldrinum 48–54 ára . Hún hentar ekki öllum; helst ungu og hraustu fólki. Það var Guðni Arinbjarnar, bækl- unarlæknir á FSA, sem innleiddi að- ferðina sem hann kallar „stál í stál“. Með þessari aðferð verða aðgerð- irnar tvöfalt dýrari en þær ódýrustu með hefðbundnu lagi. Oft hefur þó verið valin dýrari útgáfa af gömlu leiðinni fyrir yngra fólk og þannig verður kostnaðarmunurinn minni, að sögn Guðna. | 24 Morgunblaðið/Skapti Nýjung Guðni í aðgerð í vikunni. Stál í stál á FSA STJÓRNENDUR Samskipa munu endurskoða öryggismál fyrirtæk- isins á geymslusvæðinu við Holta- garða eftir alvarlegt atvik á fimmtudag þegar andlega van- heilum manni tókst að komast inn á svæðið, ná í lykla að ótollafgreidd- um dráttarbíl og aka honum út af svæðinu þar sem hann olli mikilli umferðarhættu með ofsaakstri. Umfangsmikil lögregluaðgerð fór í gang og tókst loks að stöðva mann- inn við Vífilsstaðaveg. Þótti mildi að hann skyldi ekki valda stórslysi. Áður en maðurinn ók út af geymslusvæðinu olli hann skemmd- um á nokkrum kyrrstæðum bílum með því að aka á þá. Maðurinn hafði áður unnið hjá Samskipum og vissi hvar ótollafgreiddir bílar voru oft geymdir ólæstir með lyklunum í. Að sögn Pálmars Óla Magn- ússonar, framkvæmdastjóra milli- landasviðs Samskipa, er verið að meta tjónið á svæðinu. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir öll okkar ör- yggismál í framhaldi af þessu.“ | 6 Samskip end- urskoða ör- yggismál sín Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er að skoða matvörumarkaðinn hér á landi frá ýmsum hliðum, meðal annars með tilliti til mögulegrar markaðs- ráðandi stöðu, samninga milli birgja og smásala og fleira, samkvæmt upplýsingum Páls Gunnars Pálsson- ar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. „Við erum að skoða matvörumark- aðinn frá ýmsum hliðum. Eitt af þeim atriðum sem við skoðum sér- staklega í því sambandi er smásölu- verslunin og að hve miklu leyti markaðsráðandi staða sé þar fyrir hendi,“ sagði Páll Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Spurt um hækkanir undanfarið Hann sagði að athugunin hefði hafist um mitt síðasta ár. Einnig yrði skoðað með hvaða hætti samningum milli birgja og smásölunnar væri háttað. Þá væri einnig komin af stað athugun á verðlagningu hjá birgjum og í því sambandi væri spurst fyrir hjá þeim um hækkanir að undan- förnu. Páll sagðist ekki geta sagt til um það að svo komnu hvenær niðurstöð- ur af þessum athugunum lægju fyrir. Athugun á smásölunni væri lengra komin en athugun á birgjunum þar sem gagnaöflun stæði enn yfir og gerð yrði grein fyrir framgangi at- hugananna og niðurstöðum eftir því sem hægt væri. Samkeppniseftirlitið er að skoða matvörumarkaðinn Í HNOTSKURN »Vinna Samkeppniseftir-litsins gengur m.a. út á að kanna að hve miklu leyti markaðsráðandi staða sé á smásölumarkaði. »Samkeppniseftirlitið ereinnig að skoða hvernig samningum milli birgja og smásöluverslunarinnar er háttað. ÞAU voru hress á landsþingi í gær, Jón Magnús- son, Ásgerður Flosadóttir, Tryggvi Agnarsson og Höskuldur Höskuldsson. Öll gengu til liðs við Frjálslynda á síðasta ári en voru áður í Nýju afli. Ásgerður, Tryggvi og Höskuldur eru öll í fram- boði til embætta innan flokksins en kosið verður kl. 15 í dag. Hæst ber átök um varaformanns- embætti flokksins þar sem Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson takast á. | Miðopna Morgunblaðið/Sverrir Á fyrsta landsþinginu með Frjálslyndum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÚTGJÖLD heimila vegna trygginga hækkuðu um 17,5% á síðasta ári. Bílatryggingar hækkuðu sýnu mest eða um tæpan fimmtung en heimilis- og húsnæðistryggingar hækkuðu um 11%. Fjögur árin þar á undan eða allt frá 2002 stóð verð á tryggingum í stað og lækkaði meira að segja lítils- háttar. Metafkoma var af starfsemi tryggingafélaganna á árinu 2005 eða 24 milljarðar króna og útlit varðandi afkomuna í fyrra er gott, samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins í nóvember sl. Þegar horft er til einstakra trygg- ingagreina kemur í ljós að frá því í janúar í fyrra til janúar í ár eða á síð- asta ári hafa húftryggingar (kaskó- tryggingar) bifreiða hækkað mest eða um 19,8% að meðaltali sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar. Ábyrgðartryggingar, sem eru skyldutryggingar bifreiðaeigenda, hækkuðu um 18,8% á sama tíma og bifreiðatryggingar að meðaltali um 19%. Húsnæðis- og heimilistrygg- ingar hækkuðu um 11% eins og fyrr sagði og meðaltalshækkun á trygg- ingum samkvæmt vísitölu neyslu- verðs er því 17,5%. Á sama tíma hækkaði verðlag á Íslandi um 6,9%. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, sagði vátryggingafélögin bera því við að neikvæð afkoma væri af bifreiðatryggingum. Hins vegar hefðu vátryggingafélögin verið með metafkomu og hagnast um ríflega 24 milljarða kr. á árinu 2005 þar sem mestur hluti teknanna væri af fjár- málastarfsemi. Hún væri órjúfanleg- ur þáttur tryggingastarfsemi, þar eð iðgjöld væru greidd fyrirfram, bóta- sjóðir hefðu byggst upp hjá trygg- ingafélögunum og þá þyrfti að ávaxta. „Það er okkar mat að það sé ekki eðlilegt hlutfall af þessum svo- köllu fjármagnstekjum sem rennur til baka inn í greinina sjálfa. Þannig voru um áramót sennilega ríflega 26 milljarðar í bótasjóðum vegna bif- reiðatjóna,“ sagði Runólfur. Þetta sýndi að það væri ekki virk sam- keppni á tryggingamarkaði. 17,5% hækkun trygginga  Metafkoma var af starfsemi tryggingafélaganna á árinu 2005 og hagnaður þeirra meira en tvöfaldaðist milli ára  Útlit vegna ársins 2006 er gott   (OP32 >+++    =>+++    $@ >+++    %   ,  Q- @ % @ % > 3 5 O    5 O   ( -A ( +  , -             5   C  JJ " 0  0 J J R 1 ; 9 G    ♦♦♦ ALLT tiltækt slökkvilið var kallað út um miðnættið í gærkvöldi, en klukk- an sex mínútur í tólf var tilkynnt um eld í fiskimjölsverksmiðju Granda á norðanverðum Grandagarði. Umfang eldsins virtist nokkuð en var óljóst þegar blaðið fór í prentun. Slökkvistarf stóð þá enn yfir. Eldur við Grandagarð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.