Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STRAUMUR-Burðarás fjárfesting- arbanki segir að það sé engum vafa undirorpið að bankinn hafi að öllu leyti fylgt réttum lögum við ákvörðun um að færa bókhald og semja ársreikning í evrum. Þetta kemur fram í athugasemd frá Straumi-Burðarási, sem bank- inn sendi frá sér í gær. Segir þar að athugasemdin hafi verið send þar sem í fjölmiðlum hafi að und- anförnu verið dregið í efa að farið hafi verið að lögum er bankanum var veitt leyfi til að færa bókhald og semja ársreikning í evrum. „Við Straum verður ekki sakast þótt skiptar skoðanir séu innan stjórnkerfisins um túlkun laga um ársreikninga og stjórnsýslu- framkvæmd ársreikningaskrár. Sá ágreiningur er bankanum óvið- komandi enda er leyfisveiting árs- reikningaskrár ívilnandi og verður ekki afturkölluð. Er þess óskað að stjórnvöld haldi framvegis nafni Straums utan við opinbera umfjöll- un um þetta efni,“ segir í at- hugasemdunum. Ákvörðun tekin Fram kemur í athugasemdunum að samkvæmt lögum um ársreikninga sé ársreikningaskrá bær til að veita fyrirtækjum leyfi til færslu bókhalds í erlendum gjaldmiðli. Straumur hafi sótt um slíkt leyfi með bréfi sem var dagsett 31. október 2006. „Leyfið var veitt með bréfi árs- reikningaskrár dagsettu 5. desem- ber 2006. Í bréfinu kemur meðal annars fram að bankinn uppfylli þau skilyrði sem talin eru í 8. gr. laga um ársreikninga. Á grundvelli leyfisins tók stjórn Straums á fundi í desember 2006 ákvörðun um að færa bókhald og semja ársreikning í evrum frá 1. janúar 2007 að telja.“ Í skoðun í ráðuneytinu Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að það sé til skoðunar í fjármálaráðuneytinu hvort ástæða sé til að gera ein- hverjar breytingar á heimildum fyrirtækja almennt til að færa bók- hald sitt í erlendum gjaldmiðli. Hann segir að það tengist Straumi- Burðarási ekki sérstaklega og að ekkert liggi fyrir um niðurstöður skoðunarinnar á þessu stigi. Ágreiningur um evrubók- hald Straumi óviðkomandi FULLTRÚAR Reykjavík- urborgar og Kópavogsbæjar funduðu í gær til að fara yfir stöðu mála í tengslum við lagningu vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ í gegnum Heið- mörk. Fram- kvæmdirnar voru nýverið stöðv- aðar sem þar skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafði ekki lokið að fjalla um málið og veitt fram- kvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. „Menn eru sammála um að finna á þessu sameiginlega lausn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs. Segir hún að- ila vera að reyna að leysa málið eins hratt og örugglega og hægt er. Segir hún skipulagssviðs hafa ósk- að eftir umsögnum frá umhverf- issviði, Orkuveitu Reykjavíkur og skrifstofu stjórnsýslu- og lögfræði borgarinnar. Þegar þær umsagnir liggi fyrir muni skipulagssvið taka málið formlega til afgreiðslu. Seg- ist Hanna Birna gera sér vonir um að þær umsagnir berist skipulags- sviði fljótlega og að hægt verði að klára málið innan tveggja vikna með útgáfu framkvæmdaleyfis. Funduðu um framkvæmdir Hanna Birna Kristjánsdóttir SKÓLASYSTKINI Egils Vagns Sig- urðarsonar í Valsárskóla á Sval- barðseyri tóku honum fagnandi þegar hann mætti í skólann í gær- morgun, enda skyndihjálparmaður ársins 2006. Egill, sem tók við við- urkenningunni í Smáralind í fyrra- dag eins og fram kom í blaðinu í gær, var ánægður með titilinn en ekki síður með forláta dvd-spilara sem hann fékk einnig að launum. Móðir Egils Vagns, Ásta Laufey Egilsdóttir, er með bráðaofnæmi og það var síðastliðið sumar að hún féll skyndilega meðvitundarlaus á stofugólfið á heimili fjölskyldunnar á Svalbarðseyri. Egill brást hárrétt við; náði í snatri í adrenalínpenna sem mamma hans geymdi í veskinu sínu og sprautaði hana í lærið um leið og hann hringdi í Neyðarlín- una, 112. Morgunblaðið leit inn í stofuna hjá Einari kennara og krökkunum sem eru saman í 3. og 4. bekk, eftir að þau komu inn úr frímínútum í gærmorgun. Þar var glatt á hjalla og krakkarnir stoltir af bekkj- arbróður sínum. „Hún var búin að segja mér það,“ svaraði Egill Vagn sallarólegur, spurður um það hvers vegna hann hefði brugðist svona hárrétt við. „Mamma sagði mér að koma en datt svo á gólfið. Ég mundi strax það sem hún var búin að segja mér,“ sagði Egill þegar hann rifjaði í gær upp atvikið frá því í sumar. Hann náði í adrenalínpennann í veski mömmu sinnar og lýsti því nákvæmlega fyrir viðstöddum í gærmorgun hvernig hann hefði tekið gult lok af pennanum og síðan hvítt. „Ég hélt á gemsanum í þess- ari hendi og stimplaði númerið með þumalfingrinum á meðan ég skrúf- aði lokin af pennanum með hinni hendinni. Svo þegar maður stingur pennanum í lærið eða höndina þá kemur nálin sjálf út; það er svona sjálfstýring þegar penninn snertir einhvern og þá kemur lyfið.“ Og Egill Vagn vissi sannarlega hvað hann var að gera. „Ég varð að sprauta hana strax svo hún myndi lifa á meðan ég hringdi.“ „Ég varð að sprauta strax“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stoltur bekkur Skólafélagarnir tóku vel á móti skyndihjálparmanni ársins. Aftari röð f.v.: Dagbjört, Guðmundur, Valgeir, Kristófer og Daníel og fyrir framan eru Lotta, Egill Vagn, Jóhanna, Almar og Einar kennari. nýtingar- og verndaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl. Gert er ráð fyrir að báðir starfshóparnir skili tillögum sínum í formi laga- frumvarps til forsætisráðherra og hann muni skipa sérstakan starfs- hóp sem hafi það hlutverk að sam- ræma tillögur hópanna í eitt laga- frumvarp um verndar- og nýtingaráætlun sem lagt verði fram á haustþingi 2010. Getur rekist á við eignarréttarákvæði Umhverfisráðherra sagði á fund- inum í gær að þar sem lögin tækju einnig til jarða í einkaeign væri hugsanlegt að upp kæmu álitamál í tengslum við slíka verndaráætlun enda snerti hún eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og ráðstöfunar- rétt eigenda á jörðum sínum. „Stjórnarskrárákvæði eru hins veg- ar ekki einhlít og þar er að finna heimildir fyrir því að setja almennar takmarkanir á nýtingu eignarlands sé það sama látið yfir alla ganga,“ sagði hún. Á fundinum kynnti umhverfisráð- herra einnig frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar sem ætlað er að stuðla að sjálfbærri þró- Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur sibb@mbl.is JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra mælir í dag á Alþingi fyrir frum- varpi til laga um breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlind- um í jörðu. Með frumvarpinu vilja stjórnvöld skapa heildstæða vernd- ar- og nýtingaráætlun fyrir auðlind- ir í jörðu og vatnsafl á Íslandi. Iðn- aðarráðherra og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kynntu frum- varpið fyrir blaðamönnum í gær og sögðu við það tækifæri að með því væri leitast við að leggja grunn að sátt milli sjónarmiða verndar og nýtingar og að frumvarpið markaði því þáttaskil í umdeildum málum, sem vörðuðu alla þjóðina. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að úthlutun leyfa til rannsókna og nýtingar færist frá iðnaðarráð- herra til Orkustofnunar og verk- lagsreglur verða lögfestar um það hvernig staðið skuli að afgreiðslu og vali milli umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi. Iðnaðarráðherra og umhverfis- ráðherra munu einnig hvor um sig skipa sérstaka og sambærilega starfshópa til að móta sérstakar un og nýtingu umhverfis, samþætt- ingu umhverfissjónarmiða við önnur sjónarmið og að draga úr umhverf- isáhrifum, með hag núlifandi og komandi kynslóða að leiðarljósi. Sagði ráðherra að mikilvægt væri að setja slíkar meginreglur vegna sérstöðu málaflokksins og þess að þær ákvarðanir sem hefðu áhrif á umhverfið væru undirbúnar og teknar af mörgum stjórnvöldum. Stefnt að víðtækri þjóðarsátt um nýtingu auðlindanna Morgunblaðið/ÞÖK Auðlindir Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra kynntu á fundi í gær verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl á Íslandi. Í HNOTSKURN »Mælt verður í dag fyrirfrumvörpum um breyt- ingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum. »Með þeim vilja stjórnvöldskapa heildstæða verndar- og nýtingaráætlun fyrir auð- lindir í jörðu og vatnsafl. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús verður ár- lega fyrir útgjöldum svo milljónum skiptir vegna sýkinga eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika á læknastofum. Þetta kemur fram í Sjónarhorni, starfsemisupplýsingum LSH sem Magnús Pét- ursson, forstjóri spítalans, ritar og nálgast má á vef spítalans. Fram kemur að LSH verður fyrir þessum kostnaði vegna baktrygginga sem hann veitir einkarekinni heilbrigðisþjónustu í landinu og greitt er fyrir með allt öðrum hætti. Að mati for- stjóra væri eðlilegra að tryggingar eða samningar kæmu þarna til. Heildartekjur LSH á árinu 2006 námu 31,9 milljörðum króna sem er, að sögn forstjóra, ívið lægri upphæð en útgjöldin. Um 93% tekna eða 29,6 milljarðar króna komu árið 2006 sem fjár- veiting á fjárlögum. Segir forstjórinn ekki annað fyrirsjáanlegt en að megintekjur spítalans komi áfram frá ríkinu. Segir hann það mat margra að tími sé kominn til að styrkja fjárlagagerð til spít- alans og heilbrigðisþjónustunnar með því að taka upp breyttar aðferðir í fjárlagagerð. „Í vel flest- um nálægum löndum eru fjárframlög nú tengd magni, tegund og gæðum veittrar þjónustu. Óhugsandi er að halda áfram með óbreyttum hætti og hafið er yfir vafa að fjármögnun tengd starfi og afköstum eflir kostnaðar- og tekjuvitund starfsfólks. Með nýju fjármögnunarkerfi stæðu stjórnvöld auk þess nær þeim álitamálum sem fel- ast í takmörkun fjárframlaga til heilbrigðismála.“ Forstjórinn gerir að umtalsefni þá ákvörðun að bjóða sjúklingum að fara í nýrnaígræðslu hér- lendis í stað þess að þurfa að sækja þá þjónustu til útlanda og segir hag samfélagsins í heild af þeirri ákvörðun augljósan. Segir hann samfélagið nú greiða minna fyrir meðferðina en áður, færnin og fjármunirnir hafi færst inn í landið og sjúk- lingar jafnt sem ættingjar virðist sælli með að þurfa ekki að fara utan. Jafnframt hafi sú breyt- ing orðið að fleiri sjúklingar fari í nýrnaígræðslu en áður. Endurskoða þarf kostnað LSH verður fyrir miklum útgjöldum vegna einkarekinnar heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.