Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á kæruliðirnir sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, var spurður um í gær varða allir meintar ólögmætar lánveitingar Baugs og líkt og hann hefur ávallt gert neitaði Jón Ásgeir sök. Sigurður Tómas Magn- ússon, settur ríkissaksóknari, dró hvergi af í spurningum sínum og sló ítrekað í brýnu milli hans og Jóns Ás- geirs og Gests Jónssonar, verjanda hans. Fyrir upphaf aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un voru lögð fram nokkur málsskjöl, bæði af hálfu saksóknara og verjanda Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl. Málsskjölin sem bættust við í gær- morgun eru ekki mikil að vöxtum og aðeins dropi í hafið miðað við hinn gríðarlega bunka sem liggur fyrir í málinu og fylla möppur með eintök- um af málsskjölunum átta hillur í sex bókaskápum sem komið hefur verið fyrir í dómsal Héraðsdóms Reykja- víkur, sérstaklega af þessu tilefni. Arngrímur Ísberg dómsformaður skaut því reyndar að áður en hann setti þinghaldið að dómarar væru af- ar þakklátir fyrir að aðalmeðferðin væri munnleg og milliliðalaus en ekki skrifleg. Farið yfir sjö ákæruliði Við þinghaldið í gær spurði sak- sóknari Jón Ásgeir út í átta ákæruliði, liði 2 til 9 en lið 1 var vísað frá dómi á sínum tíma, eins og kunnugt er. Liðir 2, 3, 4, 5 og 6 varða meintar ólögmæt- ar lánveitingar frá Baugi til Gaums, liður 7 og 8 meintar ólögmætar lán- veitingar Baugs til Fjárfars ehf. og liður 9 varðar meintar ólögmætar lán- veitingar til Kristínar Jóhannesdótt- ur sem er systir Jóns Ásgeirs. Gert hafði verið ráð fyrir að Gestur Jóns- son fengi tækifæri til að bera ákveðin gögn undir Jón Ásgeir og fá skýring- ar hans á því, og væntanlega leiða með því fram atriði sem styrkja fram- burð Jóns Ásgeirs, en úr því varð ekki sökum tímaskorts. Aðalmeðferðin hófst á því að Sig- urður Tómas spurði Jón Ásgeir „al- mennra spurninga“ um rekstur Baugs og Gaums, stöðu hans sjálfs hjá þessum tveimur félögum á því tímabili sem ákæran tekur til, þ.e. 1998–2002, verkaskiptingu milli hans og stjórnar Baugs og milli hans og Tryggva Jónssonar, aðstoðarfor- stjóra félagsins. Jón Ásgeir sagði að sem forstjóri Baugs hefði hann séð um daglegan rekstur en minnti jafn- framt á að á hluta þessa tíma eða fram til áramótanna 1999 og 2000 hafi Ósk- ar Magnússon verið starfandi stjórn- arformaður. Þá hefði Tryggvi Jóns- son verið stjórnarformaður, setið í framkvæmdastjórn og verið yfirmað- ur fjármála. Aðspurður sagðist hann ekki muna nákvæmlega hvort Tryggvi hefði getað tekið ákvarðanir um fjárfestingar yfir 10 milljónum án samráðs við sig en hann hefði haft allt sitt traust. Gat ekki nefnt einstaklinga Flestir ákæruliðirnir varða meint- ar ólögmætar lánveitingar Baugs til Gaums. Jón Ásgeir harðneitaði að í þessum viðskiptum hefði hann í raun verið að semja við sjálfan sig en í báð- um félögum gegndi hann lykilstöðu og var ýmist aðaleigandi eða stærsti hluthafi. Saksóknarinn spurði tölu- vert út í uppbyggingu Gaums og hverjir hefðu tekið einstakar ákvarð- anir af hálfu félagsins enda er Jón Ás- geir ákærður fyrir „að hafa látið veita“ lánin. Hann gerði nokkrum sinnum athugasemdir við að Jón Ás- geir benti á að Gaumur hefði tekið til- teknar ákvarðanir eða að mál hefðu verið afgreidd með tilteknum hætti innan Baugs en gæti ekki bent á hver eða hverjir það voru sem það gerðu. Það væru einstaklingar sem hefðu framkvæmt þetta, ekki félögin. Fram kom í gær að Gaumur var á þessum tíma að 90% í eigu Jóns Ás- geirs og föður hans Jóhannesar Jóns- sonar og þó að Jóhannes væri skráður sem framkvæmdastjóri hefðu þeir feðgar gegnt starfinu í sameiningu. Aðspurður af saksóknaranum kvaðst Jón Ásgeir ekki geta tjáð sig um fjölda starfsmanna eða um fjölda þeirra og sagðist ekki vilja giska á hvort þeir hefðu verið einn eða þrír. Sigurður tók fram að ástæðan fyrir spurningum um Gaum væri sá að Jón Ásgeir vitnaði gjarnan til félaga eins og það væru stórveldi með nafnlausa starfsmenn þegar raunin væri önnur og benti á að launagreiðslur Gaums á árinu 1999 hefðu numið 1,7 milljónum og litlu hærri upphæð árið 2000. Starfsmannafjöldinn hefði því varla verið mikill, líklega aðeins einn starfs- maður, en Jón Ásgeir benti m.a. á að hugsanlega hefðu einhverjir unnið sem verktakar og því kæmu launa- greiðslur til þeirra ekki fram. Dómari spurði þá saksóknara hvort rannsóknin hefði ekki leitt í ljós hverjir voru starfsmenn félagsins en því var ekki svarað. Aðspurður hver það hefði verið sem hefði haft umsjón með viðskiptum Baugs og Gaums sagði Jón Ásgeir að ýmsir hefðu sinnt því og hann yrði að meta hvert við- skiptatilvik fyrir sig. Aðspurður hvort það væri rangt sem systir hans, Kristín Jóhannes- dóttir, hefði sagt að hann hefði yfir- leitt komið fram af hálfu Gaums, vís- aði hann í fyrri svör, hann gæti aðeins rætt um hvert og eitt viðskiptatilvik. Það fauk nokkuð í Jón Ásgeir eftir þessa spurningahrinu saksóknarans. „Ég skil núna af hverju við verðum hér í sjö vikur, ef þú ætlar að spyrja sömu spurningarinnar tíu sinnum,“ sagði hann. Ekki beðinn um fartölvu Á því tímabili sem ákæran tekur til var Baugur almenningshlutafélag en var skráð af aðallista Verðbréfaþings árið 2003. Aðspurður sagði Jón Ás- geir að langflestir hluthafanna sem fengu yfirtökutilboð hefðu verið sáttir við innlausnargengið enda hefðu þeir hagnast ágætlega, eða um 50% frá fyrsta hlutafjárútboði. „Það er ekki bankaávöxtun,“ sagði hann, en góð ávöxtun engu að síður. Nú væri félag- ið í meirihlutaeigu Gaums sem ætti allt að 70% en síðan ættu um 40 hlut- hafar afganginn. Tölvubréf eru mikilvæg gögn fyrir ákæruvaldið í málinu og spurði Sig- urður Tómas að því hvort Jón Ásgeir gæti bent á einhver sérstök tölvubréf sem hann teldi fölsuð. Jón Ásgeir svaraði því til að hann yrði að fá að skoða hvern og einn til þess að geta svarað því. Jón Ásgeir var í London þegar húsleitin var gerð í höfuðstöðv- um Baugs 28. ágúst 2002 og þegar hann kom heim var, að hans sögn, ekki óskað eftir því að hann afhenti fartölvuna. Sigurður Tómas spurði hvort hann hefði hringt í Guðmund Inga Hjartarson hjá tölvuþjónustu- fyrirtækinu Netheimum, en hann og Jón Ásgeir hafa þekkst frá því þeir ól- ust upp á Seltjarnarnesi, og beðið hann um að eyða tölvupóstum. Jón Ásgeir sagði að saksóknarinn væri að vitna í Jónínu Benediktsdóttur, sem hann neitaði, og sagði ekkert til í þessu og raunar sorglegt að verið væri að eyða tíma í slíkar spurningar þegar það lægi fyrir að um leið og hann hefði sótt póstinn sinn á net- þjóninn hefði hann þurrkast þar út. Það var á þessum tímapunkti sem Gestur Jónsson gerði fyrstu athuga- semdina við spurningar saksóknar- ans og sagðist ekki átta sig á því hvert hann væri að fara með þessum spurn- ingum. Þótt saksóknarinn segði þær almennar yrðu þær að hafa tengingu við sakarefnið. Saksóknari spyrji um málið Almennar spurningar saksóknar- ans um lánveitingar lutu m.a. að hlut- verki Baugs. Sagði Jón Ásgeir að nú líkt og fyrr væri smásala kjarnastarf- semi Baugs. Félagið hefði einnig lán- að fé og raunar mætti segja að það væri að lána öllum þeim sem greiddu fyrir vörur með krítarkorti. Sigurður Tómas benti þá á verklagsreglur stjórnar Baugs frá janúar 1999 þar sem kæmi fram að stjórn ætti að fjalla um ráðstafanir sem væru óvenjulegar eða mikilsháttar, fjár- festingar sem ekki hefðu verið sam- þykktar og tækju til 20–25 milljóna og um viðskipti við tengda aðila. Jón Ás- geir sagði að þessi samþykkt hefði tekið breytingum seinna og þær verið gerðar með munnlegum hætti. Ef stjórnin hefði átt að fjalla um allar fjárfestingar fyrir þessar fjárhæðir hefði hún þurft að funda á hverjum degi. Aftur mótmælti Gestur Jónsson spurningum saksóknarans og spurði hvort ákæran tæki til þess að starfs- reglur hefðu verið brotnar. Jón Ás- geir benti líka á, eins og hann gerði nokkrum sinnum í gær, að öll lán sem deilt væri um hefðu verið endur- greidd og Baugur hefði aldrei tapað einni einustu krónu á þeim. Hann sagði að veitt hefðu verið viðskiptalán og benti á að það væri stjórnin sem tæki ákvörðun um að lána til hluthafa, ef einhver skrifaði sig fyrir hlutafé og greiddi það ekki, væri það stjórnar- innar að taka ákvörðun um hvort það ætti að innheimta hlutafjárloforðið, fella það niður eða annað. Aðspurður sagði Jón Ásgeir að hann teldi ekki að umræddar lánveit- ingar hefðu brotið gegn 104. grein hlutafélagalaga. Þegar Sigurður sak- sóknari spurði hvernig hann hefði komist að þeirri niðurstöðu tók Gest- ur Jónsson fram í og benti á að það væri ekki sakborninga að túlka laga- reglur. Samsinnti dómari því. Inntur eftir hvaða reglur giltu um lán sem Baugur veitti, sagði Jón Ásgeir að meginreglan væri sú að lána ekki að- ilum sem gætu ekki borgað til baka. Spurður um lánakjör þegar Baugur veitti tengdum aðilum lán, tók Gestur enn orðið og spurði hvort ákært væri fyrir lánakjör. Saksóknari spurði þá um hvort einhverjar reglur giltu um innheimtu og sagði Jón Ásgeir að svo hefði ekki verið, engar reglur hefðu heldur verið um greiðslufrest og fjár- málasviðið hefði spilað þetta eftir hendinni. Spurður hvort aðrir en tengdir aðilar hefðu fengið sömu kjör á lánum, sagði Jón Ásgeir að hann gæti ekki svarað því nema vera með hluthafalistann fyrir framan sig. Hann sagðist heldur ekki geta tjáð sig um hvað réð því að sumir hluthafar hefðu þurft að greiða hlutafjárloforð nánast strax eftir hlutafjárútboð en aðrir fengið lán. Hann gæti ekki held- ur tjáð sig um hvort einhverjir aðrir hefðu notið þessara kjara. Eitt af þeim tölvubréfum sem Jón Ásgeir var spurður um er frá Tryggva Jónssyni og varðaði tiltekið lán sem Tryggvi sagði að væri and- stætt 104. grein hlutafélagalaga og benti Jóni á að hann vildi ekki hafa eintóma já-menn í kringum sig. Jón Ásgeir sagði ekki hægt að taka ein- stök tölvubréf úr samhengi við önnur samskipti og sagði að Tryggvi hefði á tímabili verið þessarar skoðunar en síðan fallist á að hún væri ekki rétt. Hið sama ætti við um áhyggjur Stef- áns Hilmarssonar endurskoðanda um lánveitingar fyrir ríflega 300 milljón- ir, hann hefði fallist á að þær væru í samræmi við lög. Sigurður Tómas spurði einnig út í bréf sem Jón Ásgeir sendi stjórnar- formanni í árslok 2001 þar sem fram kom að félögin Baugur og Gaumur væru skuldlaus hvort við annað, en síðan hefði komið í ljós að ekki var gengið frá skuldum Gaums við Baug fyrr en á árinu 2003. Jón Ásgeir kvaðst líta svo á að þetta hefði verið frágengið um áramótin þar sem ákvörðunin hefði verið tekin. Seinna hefði verið gefinn út víxill fyrir upp- hæðinni og hann liti svo á að víxill væri greiðsluform. Þetta væri ekki annað form á lánveitingu, líkt og sak- sóknarinn héldi fram. Þegar saksóknari lauk við að spyrja „almennra spurninga“ sem lutu að meintum ólögmætum lánveit- ingunum hóf að hann spyrja út í hvern ákærulið fyrir sig. Lán vegna Debenhams Aðspurður um lið 2, sem varðar 100 milljón króna lán Baugs til Gaums, sagði Jón Ásgeir að í raun væri ekki um lán að ræða heldur venjuleg við- skipti sem hefðu snúist um framsal á réttinum til að reka Debenhams. Spurður um hvers vegna til væri skjal úr bókhaldi Baugs þar sem fjallað væri um þessa tiltekna færslu með orðunum „staðfesting á lánveitingu“ sagði Jón Ásgeir að hann gæti ekki svarað því, hann hefði ekki búið til þetta skjal og vissi ekki hver hefði gert það. Þetta tilvik hefði snúist um lán til að fjármagna hlutafjárkaup í Baugi til þess að hægt væri að ganga frá samningi um rekstur Debenhams í Smáralind. Gaumur hefði haft milli- göngu um þessi viðskipti og reyndar tapað á þeim um 10 milljónum króna. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hver það hefði verið af hálfu Gaums sem tók ákvörðun um viðskiptin. Hann hefði heldur ekki komið að því að ákveða að Gaumur greiddi ekki Ólögmætar lánveitingar eða hluti af viðskiptum? Þótt aðalmeðferðin í Baugsmálinu fari fram í stærsta dómsal Hér-aðsdóms Reykjavíkur, sal 101, var nauðsynlegt að gera sér-stakar ráðstafanir til þess að nægt pláss væri fyrir aðstoð- armenn verjenda og sakborninga og bætt var við bókhillum, sex talsins, til að geyma málsskjölin. Í salnum eru að jafnaði sæti fyrir rúmlega 30 áhorfendur, sem reyndar eru sjaldan nýtt nema að litlu leyti, en helmingur sætanna var fjarlægður til þess að hægt væri að koma fyrir borðum og sætum fyrir fjóra samstarfsmenn Gests Jónssonar hrl., verjanda Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar. Hinum megin í salnum var einnig bætt við borð fyrir löglærðan fulltrúa Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts ríkissaksókn- ara. Auk þeirra var Tryggvi Jónsson viðstaddur í upphafi aðalmeðferð- arinnar og verjandi hans, Jakob Möller hrl., hlýddi á hana sem og g Brynjar Níelsson hrl. verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Þá eru auð- vitað ónefndir fjölmiðlamennirnir og einstaka áhugamaður um málið sem hlýddu á aðalmeðferðina í gær. Hljóðupptökur eru bannaðar í dómsölum meðan þinghöld eru háð og verða fjölmiðlamenn því að reiða sig á minnisblokkir eða, eins og er orðið algengara í seinni tíð, að skrifa jafnóðum það sem fram fer á fartölvur. Samstarfsmenn Gests höfðu allir fartölvur, einnig fulltrúi Sigurðar Tómasar, og um tíma var það sem fram fór í réttarsalnum í gærmorgun skrifað á níu fartölvur og nokkrar minnisblokkir. Fyrir áhorfanda sem var ókunnur málinu hefði í sumum tilvikum dugað að hlusta á hljóðin frá lyklaborðinu til að vita hvenær einhver sérlega at- hyglisverð ummæli höfðu fallið. Varð að breyta salnum Morgunblaðið/ÞÖK Hillumetrar Málsskjölin í Baugsmálinu fylla nánast tvær bókahillur. Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður setts ríkissaksóknara, í dómsalnum í gær.  Verjandi gerði ítrekað athugasemdir við spurningar saksóknara  Saksóknari vildi fá skýrari svör um hverjir tóku ákvarðanir  Dómarar töldu ákveðinn losarabrag á yfirheyrslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.