Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
EINN af frægari rithöfundum Svía,
Marianne Fredriksson, er látinn, 79
ára að aldri. Fredriksson hóf feril
sinn sem blaðamaður og vann m.a. á
Svenska Dagbladet áður en hún
sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu,
Bók Evu, þá orðinn 53 ára. Hún
skrifaði vel á annan tug bóka áður en
yfir lauk og er meirihlutinn skáld-
sögur. Þeirra frægust er Anna,
Hanna og Jóhanna sem fjallar um
þrjár kynslóðir kvenna.
Verk Marianne Fredriksson hafa
verið þýdd á yfir 40 tungumál. Sam-
kvæmt því sem kemur fram í
sænska dagblaðinu Expressen hafa
bækur hennar selst alls í yfir 17
milljónum eintaka víða um heim.
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir hef-
ur þýtt fjórar af bókum Fredriksson
á íslensku. Þær eru: Anna, Hanna og
Jóhanna, María Magdalena, Von-
arbarn og Símon og eikurnar.
Fredriks-
son látin
Einn þekktasti rit-
höfundur Svíþjóðar
Látin Marianne Fredriksson.
GRÍNMYNDIN Litla ungfrú sól-
skin (Little Miss Sunshine) og
spennumyndin Hinir fráföllnu (The
Departed) tóku til sín aðalverðlaun-
in á árlegri verðlaunaathöfn Sam-
taka bandarískra handritshöfunda
sem fram fór um nýliðna helgi.
Handritið að Litlu ungfrú sólskin
var útnefnt besta frumsamda hand-
ritið og handritið að Hinum fráföllnu
það besta sem gert er eftir bók.
Sjónvarpsþættirnir um Soprano-
fjölskylduna og þættirnir Stóra ástin
(Big Love) þóttu best skrifaðir í
flokki dramatískra þátta enLjóta
Betty (Ugly Betty) fékk verðlaun
sem best skrifaði nýi þátturinn. Amy
Berg hlaut verðlaun fyrir besta
handrit að heimildarmynd, fyrir
mynd sína Frelsa oss frá illu (Deli-
ver Us From Evil), sem tilnefnd er
til Óskarsverðlauna í ár. Þar er
fjallað um fjölskyldur sem urðu fyrir
barðinu á misgjörðum kaþólsks
prests sem misnotaði a.m.k. 25 börn.
Handrit
verðlaunuð
KLUKKAN 12.10 í dag mun
Steinunn Kristjánsdóttir forn-
leifafræðingur ,,ausa úr visku-
brunnum“ á Þjóðminjasafni Ís-
lands. Steinunn gengur með
gestum um grunnsýningu
safnsins og beinir athyglinni
sérstaklega að munum sem
tengjast börnum. Að sögn
Steinunnar hafa fáir gripir
varðveist sem minna á bernsk-
una en þar er mat hennar að
slíkt ætti ekki að hindra okkur í að leiða hugann
að tilvist barna til forna.
Steinunn gegnir stöðu lektors í fornleifafræði
við Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands.
Söfn
Sérfræðileiðsögn á
Þjóðminjasafninu
Steinunn
Kristjánsdóttir
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
Íslands er þessa dagana á tón-
leikaferðlagi um þrjú Evr-
ópulönd ásamt hljómsveit-
arstjóranum Rumon Gamba.
Þrennir tónleikar verða í
Þýskalandi, í Köln, Düsseldorf
og Braunschweig, einir í Zag-
reb í Króatíu og einir í Vín-
arborg í Austurríki.
Nú hefur hljómsveitin byrj-
að með bloggsíðu á vefsetri mbl.is þar sem hljóð-
færaleikararnir segja frá ferðalagi sínu og tón-
leikum, auk þess sem nýjar myndir frá
ferðalaginu verða birtar reglulega.
Slóðin er: sinfonian.blog.is.
Blogg
Sinfóníuhljómsveit
Íslands á mbl.is
Rumon Gamba
ÍSLENSKA kvikmyndin Köld
slóð er ný sýnd með enskum
texta í Regnboganum.
Þar með gefst nýbúum og
erlendum gestum færi á að
sjá þessa íslensku spennu-
mynd, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá aðstandendum
en þar segir jafnframt að eft-
irspurn eftir enskum texta á
myndinni hafi verið talsverð.
Köld slóð hefur nú verið sýnd í rúman mánuð
og eru áhorfendur orðnir tæplega 17 þúsund
talsins sem gerir hana að best sóttu íslensku
kvikmyndinni frá 2004 að Mýrinni undanskil-
inni.
Kvikmynd
Köld slóð með
enskum texta
Úr Kaldri slóð.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
DAGANA 1.–5. mars munu Michael
og Valerie Johnson taka þátt í sinni
fyrstu liststefnu. Tilhlökkunin er
mikil hjá þessum rosknu banda-
rísku hjónum sem ákváðu ekki alls
fyrir löngu að opna nýtt gallerí í
litlum heimabæ sínum skammt frá
Washingtonborg undir nafninu Fire
and Ice Art. Í galleríinu er íslensk
samtímalist kynnt og seld, en auk
þess stendur metnaður Michaels og
Valerie til þess að koma íslenskri
list á framfæri sem víðast í Banda-
ríkjunum. Þeim fyrirætlunum fylgir
augljóslega alvara því það er á einni
stærstu liststefnu heims, New York
Artexpo, sem upphafsskrefin verða
tekin.
„Ég og eiginkona mín höfum allt-
af haft áhuga á list og þá mál-
verkum sérstaklega. Þessi áhugi
hefur færst mjög í aukana á sl. tíu
árum og þá sérstaklega eftir að við
fluttum til Íslands,“ útskýrir Mich-
ael sem þar til fyrir einu ári þjónaði
í bandaríska hernum.
„Við fluttum til Íslands árið
2003,“ heldur Michael áfram. „Við
fórum fljótlega að kynna okkur
hvað Ísland hefði upp á að bjóða á
listasviðinu – vorum dugleg við að
heimsækja gallerí og ekki síst lista-
mennina sjálfa – og komumst að því
að hér er margt hrífandi að gerast.
Við deildum uppgötvunum okkar
með vinum á herstöðinni sem vildu
vita hvernig við hefðum uppi á allri
þessari spennandi list.“
Skipulögðu listagöngur
og sýningar á Íslandi
„Í kjölfarið tók konan mín það að
sér að kynna íslenska list og ís-
lenska listamenn fyrir starfs-
mönnum herstöðvarinnar. Hún
skipulagði t.d. það sem hún kallaði
„listagöngur“, þar sem hún fór með
fólk í heimsókn á vinnustofur lista-
manna og gaf þeim þannig kost á að
hitta listamennina sjálfa og kynna
sér verk þeirra.“
Að sögn Michaels undu listagöng-
urnar upp á sig og þau hjónin tóku
að skipuleggja litlar listasýningar á
herstöðinni með verkum eftir ís-
lenska listmálara. Þær sýningar
urðu nokkrar áður en yfir lauk.
„Við héldum síðustu listasýn-
inguna í endaðan febrúar á síðasta
ári og nokkrum dögum síðar flutt-
um við aftur til Bandaríkjanna,“
segir Michael sem fór á eftirlaun
við þau tímamót. „Við vorum að
velta því fyrir okkur hvað við ætt-
um að gera okkur til dundurs hér
heima þegar við fengum þá hug-
dettu að opna gallerí sem einbeitti
sér að íslenskri list.“
Dýrt að taka þátt í liststefnu
Að sögn Michaels áttuðu þau sig
þó fljótlega á því að þau þyrftu að
komast inn á stærri markað, á
landsvísu, enda eftirspurn eftir ís-
lenskri list takmörkuð. „Við fórum
því að kynna okkur liststefnur og
þá möguleika sem í þeim felast. Og
nú erum við sem sagt að fara að
taka þátt í liststefnunni í New
York.“
Það er von Michaels og Valerie
að þau nái að selja verk fyrir and-
virði um 3,5 til sjö milljóna króna í
New York, en þau leggja talsverða
fjármuni í verkefnið, tæpar tvær
milljónir króna. „Að leigja lítið
pláss kostar um 13.000 dollara
[u.þ.b. 900 þúsund krónur]“ segir
Michael og útskýrir að með litlu
plássi eigi hann við um 18 fermetra
gólfflöt.
Um metnað og væntingar Fire
and Ice Art segist Michael vonast
til að geta sótt fjórar til fimm list-
stefnur árlega víðsvegar um Banda-
ríkin og jafnframt fjölga í þeim hópi
listamanna sem þau vinni nú með.
„Í dag vinnum við með nokkrum
listamönnum sem við kynntumst á
Íslandi. Liðlegheit þeirra í þessu
áhættusama verkefni hafa verið
með ólíkindum. Það er svo okkar
von að það eigi eftir að ganga það
vel að fleiri listamenn vilji slást í
hópinn.“
Selja íslenska samtímalist
Bandarísku hjónin Michael og Valerie Johnson kynna íslenska myndlist
á liststefnunni í New York sem fram fer á upphafsdögum næsta mánaðar
Íslandsvinir Hjónin Valerie og Michael Johnson eru sannir Íslandsvinir.
Í HNOTSKURN
» Áhugi Johnson-hjónanna áíslenskri myndlist kviknaði
fyrir fjórum árum.
» Michael gegndi herþjónustuá herstöðinni í Keflavík
2003–2006.
» Á New York Artexpo verðaMichael og Valerie með verk
eftir Bjarna Jónsson, Jónas
Braga Jónasson, Höllu Har.,
Gunnellu, Sigrúnu Láru Shanko,
Fríðu Rögnvaldsdóttur, Eirík
Árna Sigtryggsson, Thorberg,
Ágúst Bjarnason, Garðar Jökuls-
son og Steinunni Einarsdóttur.
»Árlega sækja um 40.000 gest-ir liststefnuna í New York.
NÆSTKOMANDI laugardag kem-
ur í ljós hver verður fulltrúi Ís-
lendinga í Evróvisjón-söngva-
keppninni. Í tilefni af því hefur
verið boðað til mikillar veislu á
NASA þá um kvöldið. Um leið og
keppninni lýkur byrjar Páll Óskar
Hjálmtýsson að þeyta skífum.
Keppendur í forkeppninni ætla að
láta sjá sig og svo mun sigurveg-
arinn taka sigurlagið. Síðar um
kvöldið mun svo Páll Óskar troða
upp sjálfur, en hann ætlar að
leggja mesta áherslu á Evróvisjón-
lög fyrri ára.
Sérstakur gestur verður svo
fulltrúi Rúmeníu í Evróvisjón árið
2006, Mihai Traistariu, en hann sló
í gegn í Grikklandi með laginu
„Torneró“. Smáskífan með laginu
seldist í stærra upplagi en smá-
skífa sigurvegaranna frá Finnlandi,
Lordi. Lagið hans varð gríðarlega
vinsælt víða um Evrópu og Ísland
var þar engin undantekning.
Evróvisjón-partí
á laugardaginn
Stuð Páll Óskar ætlar að halda uppi fjörinu á laugardaginn ásamt fleirum.
Evróvisjón-partí á NASA laug-
ardaginn 17. febrúar. Húsið verður
opnað klukkan 23. Miðasala 16.
febrúar á milli klukkan 13 og 17 og
svo við innganginn. Miðaverð er
1.900 kr. 20 ára aldurstakmark.
♦♦♦
FRAMLAG
Dana til Evró-
visjónkeppninnar
í ár er lagið „DQ“
með dragdrottn-
ingunni Drama
Queen eða
Dramadrottn-
ingu. Drama
Queen, öðru nafni
Peter Andersen,
var síðasti keppandinn á úrslita-
kvöldinu á laugardaginn og mynd-
aðist mikil stemning í sjónvarpssal
undir atriði hennar. Líkt og hér
heima eru það hins vegar sjónvarps-
áhorfendur sem hafa úrslitavaldið í
sms-kosningu og er ljóst að Drama
Queen náði ekki síður að hrífa þá.
„Í Evrópu eru menn vanari drag-
drottningum en hér,“ sagði Drama
Queen við Jyllands-Posten og bætti
því við að samkynhneigðir mættu
enn þá fordómum í Danmörku.
Danir senda
drottningu
Drama Queen
♦♦♦