Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 24
uppáhaldshlutur 24 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ G uðrún Dögg Guðmunds- dóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttinda- stofu Íslands, á sér einn uppáhaldshlut sem stendur og er það hinn svokall- aði „Big Boss“ stóll sem hún og Óttar Freyr Gíslason, maðurinn hennar, keyptu þegar þau voru að ferðast í Kenía í vetur. „Þegar við fórum til Kenía þá byrjuðum við í Mombasa við Indlandshaf og ferð- uðumst síðan norður strandlengj- una, í átt til landamæra Sómalíu. Keyptur á stórkostlegri eyju Við dvöldumst m.a. nokkra daga á stórkostlegri eyju sem heitir Lamu en að koma þangað er eins og að stíga inn í Þúsund og eina nótt. Forn swahilimenning, mína- rettur, hennaskreyttar konur og ar- abísk seglskip en eyjan er á heims- minjaskrá UNESCO. Það var eiginlega líka eins og fara aftur í tímann að komast þangað landleið- ina; sex tíma rútuferð og síðan báts- ferð. Við erum ýmsu vön og ferð- umst mikið með rútum en þetta var svakalegt. Hluta leiðarinnar fylgdu vopnaðir verðir rútunni, hún var fjaðralaus og vegirnir voru alger- lega ónýtir. Við vorum raunveru- lega blá og marin þegar við loks komumst á áfangastað. Á Lamu fundu þau hinn stórkostlega „Big Boss“ stól en eyjan er þekkt fyrir völundarsmiði. „Þetta eru einstakir stólar en þeir eru swahiliútgáfa af svokölluðum plantekrustólum frá tíma breska heimsveldisins. Stól- arnir eru handgerðir og maður kaupir þá beint af handverksmann- inum. Þeir eru útskornir úr tekki en bakið og setan hnýtt úr bómull. Stólinn okkar er ótrúlega þægileg- ur, sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem get ekki setið eins og manneskja því hann er með fram- lengingu á örmunum sem maður setur fæturna upp á. Þetta eru því- líkir hæginda- og höfðingjastólar.“ Slógu til og keyptu einn Hjónakornin veltu því lengi fyrir sér hvort þau ættu að láta verða af því að kaupa stólinn þar sem það væri ekk- ert grín að ferðast með hann. „Við hugsuðum okkur lengi um, það er náttúrlega fáránlegt að burðast með stól yfir hálfan hnött- inn. En við slógum samt til og keyptum einn. Við fengum reyndar lærlingsstykki en viðurinn í honum er ekki eins fínn og ef um stól frá útlærðum er að ræða. Við höfðum hins vegar ekki nægan tíma til að bíða eftir að næsti stóll yrði tilbú- inn. Hann var því aðeins ódýrari en þeir eru venjulega og kostaði 4.000 krónur.“ Nokkur matarstell og hnattlíkön Guðrún og Óttar héldu svo burt frá eynni en í stað þess að fara aft- ur í rútu ákváðu þau að fljúga til Naíróbí. Þaðan fór stóllinn með í fjögurra daga safaríferð. Hann var bundinn aftan á bílinn en það er hægt að leggja hann smávegis sam- an. ,,Stóllinn hristist og lamdist í fjóra daga og við vorum viss um að hann væri ónýtur eftir þá ferð.“ Svo reyndist þó ekki vera þó hann væri nokkuð lemstraður. Guð- rún ferðaðist svo með stólinn heim þangað sem hann komst heilu og höldnu í stofuna í Miðstræti. „Ég held reyndar ég sé haldin farang- ursmasókisma, ég er alltaf að drusla einhverju með mér frá út- löndum. Meðal þess sem ég hef burðast með frá hinum ýmsu heimshornum er diskókúla, krist- alsljósakróna, sælgætissjálfsali, nokkur matarstell, gólflampi, helgi- myndir og fimm hnattlíkön. En þessi stóll er minn uppáhaldshlutur í dag,“ segir Guðrún að lokum og hallar sér makindalega aftur í stóln- um sem þó þarf að herða aðeins eft- ir ferðalagið frá Kenía. „Náttúrlega fáránlegt að burðast með stól yfir hálfan hnöttinn“ Guðrún Dögg Guðmundsdóttir á sér- stakan stól sem hún heldur mikið upp á. Laila Sæunn Pétursdóttir skoðaði gripinn. Morgunblaðið/Ásdís Fyrirhöfn Guðrún Dögg Guðmundsdóttir lagði mikið á sig til að koma stólnum heim, en það tókst þó að hann væri nokkuð lemstraður eftir ferðalagið. Meðal þess sem ég hef burðast með frá hinum ýmsu heimshornum er diskókúla, kristals- ljósakróna, sælgætissjálfsali … Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is RALPH Lauren er eitt af stóru nöfnunum í bandarískum tísku- heimi. Hann er jafnframt þekktur um allan heim fyrir klassískan, ekta bandarísk- an stíl. Sýning hans á haust- og vetrartískunni 2007-8 fór fram á föstudagskvöld í New York, á síð- asta degi tísku- vikunnar. Fata- línur hans eiga það sammerkt að hann er ekki að reyna að finna upp hjólið og heldur sig við sígildan og fágaðan fatnað. Í línunni var mikið af fötum úr ull og kasmír. Gráir og brúnir tónar voru allsráðandi í dag- fatnaðnaðinum, ásamt svörtum. Til skreytingar notaði hann gylltan, í vesti, jakka, pilsi og kjólum. Sýningunni lauk svo á kjólum, ýmsum einföldum og klæðilegum út- gáfum af bæði síðum og stuttum svörtum kjólum, til dæmis einum með háum kraga. Fágaður fatnaður Ull Fáguð og aðsniðin dragt. Miðjan Áherslan er á mittið. Reuters Kjóll Einfaldur og fallegur. Fylgihlutir Góð taska er ómissandi. Gull Þessi fær fyrstu ein- kunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.