Morgunblaðið - 13.02.2007, Page 41

Morgunblaðið - 13.02.2007, Page 41
staðurstund Íslendingar fjölmenntu á nýj- ustu kvikmynd Wills Smiths, The Pursuit of Happiness, um helgina. » 42 kvikmyndir Hljómsveitin Dikta er ekki bara vinsæl á Íslandi því nú hefur lag með sveitinni einnig vakið athygli í Katar. » 42 tónlist Penelope Cruz segist ekki hafa átt ástafund með Olivier Mart- inez, fyrrverandi unnusta Kylie Minogue. » 48 fólk Grammy-tónlistarverðlaunin voru afhent í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags að viðstöddu fjölmenni. » 49 verðlaun Gamanmyndin Norbit með Eddie Murphy var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um þessa helgi. » 42 bíó Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEGAR ég var beðinn um að ræða við spán- nýja hljómsveit sem héti Riot gerði ég ósjálf- rátt ráð fyrir því að þar færi ung og upprenn- andi harðkjarnasveit, skipuð nokkrum svartklæddum unglingspiltum með brjálað bölmóðsrokk að vopni. Ég rak því upp stór augu þegar ég fékk sendan póst með liðsskip- aninni. Riot er nefnilega skipuð þeim Birni Thoroddsen og Halldóri Bragasyni gítarleik- urum, Jóni Ólafs píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Ásgeiri Óskarssyni trymbli. Sannkallað stórskotalið þar á ferð. Það var reyndar sannkölluð bílskúrsrokks- temning er ég kíkti inn á æfingu í gærmorgun, félagarnir fimm samantroðnir í litlum skúr miðsvæðis í Reykjavík. Blaðamaður fékk að hlýða á nokkur lög, m.a. lagið „Gítarormur“, hratt gítardrifið lag í anda Dick Dale og Vent- ures. Nafn lagsins gefur vísbendingar um form þess og gítarlínurnar hlykkjuðust áfram hratt og örugglega. Í laginu brá þó fyrir alls kyns hlutum, enda ætlun Riot að snúa dálítið upp á hinar og þessar tónlistarstefnur. Riot mun leika á sínum fyrstu tónleikum á fimmtu- daginn næstkomandi. Tónleikarnir fara fram á Domo og er það djassklúbburinn Múlinn sem stendur að tónleikunum. Loksins eitthvað gert Hugmyndin að Riot fæddist er Halldór, eða Dóri, var gestur Björns á tónleikaröð á Q-bar síðasta sumar. Samspil þeirra var með slíkum ágætum að þeir sammæltust um að fara með þetta lengra. „Ég og Dóri hittumst alltaf reglulega á hin- um og þessum hátíðum og þá spjöllum við allt- af saman,“ segir Björn. „Nú var loks ákveðið að gera eitthvað í málunum“. Hann bætir því við að Riot sé partur af stærra verkefni sem nánar verði upplýst síðar. „Þegar andstæðir pólar hittast verður oft til eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ álítur Björn og Dóri tekur undir. „T.d. er Bjössi sérfræðingur í því að spila hratt á meðan ég spila hægt. Þetta er einslags bræðralag blúsarans og djassarans.“ Dóri tekur skýrt fram að hlut- verk hljómsveitarinnar sé þó að gera uppreisn gegn formunum, eins og nafn hennar gefur til kynna. Riot eru í uppreisn gegn rokki, djassi og blús og „reglur“ þessara stefna eru snið- gengnar bæði með- og ómeðvitað. Ríkarður Örn Pálsson, tónlistargagnrýnandi hjá Morg- unblaðinu, sagði enda um upprunalegan sam- slátt þeirra félaga að þar hefðu mæst olía og vatn: „ … þegar mættust virtúós kamm- erdjassfimi Thoroddsens og hlutfallslega hrá- slagalegur og sálarþrunginn blússláttur Hall- dórs, er stundum skartaði nístandi flöskuhálsskrensi af stálgyrtum litlafingri.“ Það er Jón Ólafsson sem fer fimum höndum um píanóið. Hann segist harla glaður með að Björn hafi haft samband við sig. „Já, ég var farinn að sakna svona tónleika- spilamennsku. Maður er búinn að vera fulllok- aður inni í hljóðverum undanfarið þannig að ég stökk á þetta góða tækifæri.“ Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem Dóri og Björn starfa að einhverju ráði saman, og eins er Jón að spila í fyrsta skipti með þeim. Það þarf vart að taka það fram að þegar um svona kanónur er að ræða voru hlutirnir ekki lengi að smella saman. „Ég fann það strax á fyrstu æfingu,“ segir Dóri. „Það var allt á sínum stað. Lögin eru svo djömmuð upp á milli okkar, við erum að leita eftir ákveðnu tempói, ákveðnu grúvi eða til- finningu, frekar en að allt sé kórrétt. Það er verið að sækja í ákveðinn glundroða líka, þannig séð. Við komum allir úr ólíkum áttum og því má segja má að það sé hátt til lofts og vítt til veggja hjá okkur tónlistarlega séð.“ Uppreisn gegn formunum Morgunblaðið/ÞÖK Óeirðir Hugmyndin að Riot fæddist er Halldór var gestur Björns á tónleikaröð á Q-bar síðasta sumar. Tónlist | Ný hljómsveit, Riot, stígur fram Tónleikarnir eru sem áður segir á fimmtudag- inn, í húsakynnum Domo. Dyr verða opnaðar kl. 20 og er aðgangseyrir 1.000 kr. við hurð. Tónleikarnir hefjast svo stundvíslega kl. 21. EINS og sagt var frá í Morg- unblaðinu á sunnudag skrifaði Silvía Nótt (þá væntanlega Ágústa Eva Erlendsdóttir og fyrirtæki hennar Meistari alheimsins ehf.) undir 30 milljóna króna samning við útgáfu- fyrirtækið Reykjavík Records. Samningurinn er eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, sá stærsti sem íslenskur tónlist- armaður gerir við íslenskt plötu- fyrirtæki en að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar hjá Reykjavík Records hljóðar samning- urinn upp á þrjár plötur. Eins og Silvíu er von og vísa var heljarinnar umstang í kringum undirritun samn- ingsins sem fram fór í hvalaskoðunarbátnum Eldingu við Reykjavíkurhöfn og ljóst að nú fer í hönd umfangsmikil markaðsherferð utan um væntanlega plötu og sjón- varpsþátt sem senn fer í loftið á Skjá einum. Silvía Nótt í heimsókn Einn liður í þessari markaðs- herferð hefur komið reyndustu markaðfræðingum í opna skjöldu en það uppátæki gengur út á að Silvía Nótt banki upp á hjá þekktu fólki og/ eða bloggurum til að kvarta undan færslum þeirra á síðum sínum. Á meðal þeirra sem Silvía Nótt heim- sótti á sunnudagskvöld voru Sigmar Guðmundsson Kastljósmaður og Björn Ingi Hrafnsson, borg- arfulltrúi og formaður borgarráðs, en báðir blogga þeir um þetta á síð- um sínum. Sigmar segir frá því að upp úr kvöldmat á laugardag hafi Silvía Nótt bankað upp á hjá honum og minnst á einhverja útilegu um næstu helgi en síðan boðist til að lesa kvöldsögu fyrir dóttur Sigmars. Kveðst Sigmar ekki hafa þorað að bjóða popp-prinsessunni og tveimur fílefldum lífvörðum hennar inn og geisladiskurinn sem hún hafi gefið honum að skilnaði hafi reynst ónýt- ur. Ekki öllum skemmt Björn Ingi Hrafnsson og flokks- félagi hans í Reykjavík suður, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson gagn- rýna hvor um sig blaðamannafund Silvíu Nóttar á laugardag. Segja ummæli Silvíu hafa verið fyrir neðan allar hellur og Sveinn hvetur Ágústu Evu að hætta þessum látalátum og halda sig við alvöru tónlistarflutn- ing. Eins og gefur að skilja rita þeir stuttu síðar á bloggsíður sínar frá heimsókna Silvíu þar sem hún í krafti lífvarða sinna, hvetur þá til að skrifa vel um sig og láta af gagnrýn- inni. Björn Ingi virðist þó gera sér betur grein fyrir markaðsgildi heim- sóknarinnar en Sveinn Hjörtur sem er ekki jafn skemmt. Silvía Nótt herjar á bloggara Morgunblaðið/Kristinn Hörundssár Silvía Nótt ásamt ungum skósveinum við undirritun samn- ingsins. Hún beitir áður óþekktum markaðsbrögðum þessa dagana. |þriðjudagur|13. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.