Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Þakkir til Ríkisútvarpsins ÉG VIL þakka fyrir frábæra tónlist- arþætti sem eru á Rás 1 á laug- ardagsmorgnum. Svanhildur Jak- obsdóttir á þar mjög mikinn heiður skilinn fyrir þáttinn sinn. Þar á eftir er ferðaþátturinn Út- um grænar grundir, mjög góður þáttur og svo allir góðu djassþætt- irnir sem þeir flytja, þar er Lana Kolbrún Eddudóttir alveg frábær. Á sunnudögum byrjar klassíkin eld- snemma, sem er ekki síður skemmti- legt. Svo endar það á messunni sem er jafngóð. Rás 1 er besta stöðin sem ég hlusta á. Lifi Ríkisútvarpið. Ásta Lilja Kristjánsdóttir. Íþróttabakpoki týndist BJARGMUNDUR týndi, sennilega í nágrenni Austurbæjarskóla eða Valsheimilisins, svörtum Puma- íþróttabakpoka. Í honum voru svart- ir Nike-körfuboltaskór og körfu- boltabúningur frá Val, merktur Bjargmundur. Skilvís finnandi hringi í síma 895-2590. Fundarlaun. Bakpoka sárt saknað STÓR bakpoki hvarf af bílastæði við Vatnsendaskóla milli 17.30 og 18.30 sl. föstudag. Í honum var ým- iss konar útivistar- og klifurbún- aður. Hans er mjög sárt saknað. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hvar hann er er viðkomandi beðinn að hafa samband við Örnu í síma 694-5708. Leiðrétting MISTÖK urðu í Velvakanda sunnu- daginn 11. febrúar þegar undirskrift á einum pistlinum var röng. Birtum við, hér fyrir neðan, textann aftur með réttri undirskrift, og biðjumst velvirðingar á mistökunum. Áhugavert rit um Barðaströnd FYRIR síðustu jól kom út lítið (80 bls.) og látlaust rit eftir Kristján Þórðarson á Breiðalæk á Barða- strönd. Það heitir Vegir og vegleys- ur og segir frá samgöngum og ferða- lögum á Barðaströnd 1935–1965. Ritið er heillandi fyrir útivistar- og göngufólk og upplagt að stinga því í bakpokann. Það er á mjög fallegu máli og ættjarðarástin skín af hverri setningu. Þökk fyrir. Sesselja Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ. velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is. Morgunblaðið/G.Rúnar 70ára af-mæli. Sjötugur er í dag Sigursgeir Ísaksson, Tjarn- artúni 3, Ak- ureyri. Afmæl- isbarnið verður að heiman í dag. 70ára af-mæli. „Belive it or not!“ Ef þið, vin- ir og vanda- menn, viljið heiðra mig, lítið við á Classik, Ármúla 5, milli kl. 19 og 21 í kvöld og hittið gæjann. Þórir H. Ottósson, Hátúni 10b. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Áhugi íslensku þjóð-arinnar á sviplegu andláti Önnu Nicole Smith hefur komið Vík- verja í opna skjöldu. Hann er stórmerki- legur. Af umfjöllun fjölmiðla um þennan dapurlega viðburð mætti ætla að ein stærsta stjarna heims væri fallin í valinn. Ófáum dálk- sentimetrum hefur verið varið í frásagnir af lífi og dauða Smith. Að ekki sé talað um all- ar ljósmyndirnar. Ekki ætlar Víkverji að gera lítið úr Smith heitinni. Hún hefur örugglega ekki verið ómerkilegri manneskja en hver önnur. En hvers vegna hefur íslenska þjóðin svona mikinn áhuga á henni? Smith var ýmist titluð fyrirsæta eða leikkona en hlaut ekki heims- frægð vegna þeirra starfa sinna – áhugamenn um kvikmyndaleik ættu að vísu að kynna sér feril hennar á imdb.com – heldur vegna þess að hún gekk ung að eiga aldraðan auð- kýfing sem andaðist skömmu síðar. Upp frá því hefur heimsbyggðin fylgst agndofa með deilu Smith við afkomendur gamla mannsins um auðæfin. Andlát Önnu Nicole Smith sýnir, svo ekki verður um villst, að fólk þarf ekki endilega að vinna stór- kostlega listræna sigra eða snerta strengi í brjósti almennings með öðrum hætti til að vekja áhuga. Það er nóg að vera frægur. Frægt fólk er áhugavert. Punktur. x x x Víkverji var staddurá rauðu ljósi í um- ferðinni í höfuðborginni á dögunum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var örlítið viðutan og var andartaki of seinn að taka af stað þegar græna ljósið brast á. Skipti engum togum að maðurinn á eftir honum umturnaðist af bræði og lagð- ist á flautuna. Þegar aumingja Vík- verji loks hrökklaðist af stað undir lúðrablæstrinum spólaði reiði mað- urinn fram hjá honum á jeppanum sínum og steytti hnefann framan í Víkverja. Heldur þótti Víkverja nú tilefni þessarar skapvonsku lítið en mögu- lega hefur maðurinn verið eitthvað illa upplagður, að minnsta kosti hefur Víkverji ákveðið að láta hann njóta vafans. Hitt er þó ljóst að umburð- arlyndi fer ekki vaxandi í umferðinni. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is       dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2007 Orð dagsins : Þú hefur elskað réttlæti og hatað rang- læti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar ol- íu fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.) ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 LITTLE CHILDREN kl. 8 B.i. 14 / KEFLAVÍK PERFUME kl. 8 B.i. 12 ára BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRIPERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 B.i. 16 ára BYGGÐ Á METSÖLUSKÁLDSÖGU PATRICK SUSKIND SJÁIÐ EINA MERKUSTU MYND ÁRSINS EN MYNDIN HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU ATH! BÓKIN HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN Í TENGSLUM VIÐ FRUMSÝNINGU MYNDARINNAR HVERSU LANGT ERTU TILBÚINN AÐ GANGA TIL AÐ HYLJA GLÆP ÓSKARSTILNEFNINGAR2eeeeÞ.T. KVIKMYNDIR.IS GOLDEN GLOBE TILNEFNING BESTI LEIKARI : WILL FERRELL eeeeV.J.V. TOPP5.IS eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee RÁS 2 FOR SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FYRSTA KVIKMYND BYGGÐ Á RAUNVERULEGU SAKAMÁLI SEM ER FRUMSÝND ÁÐUR EN MÁLIÐ HEFUR VERIÐ TEKIÐ FYRIR Í DÓMSSAL Söngkonan Kylie Minogue hefurvísað á bug sögusögnum um að fyrrverandi unn- usti hennar, franski leikarinn Olivier Mart- inez, hafi haldið framhjá henni meðan á fjög- urra ára ást- arsambandi þeirra stóð. „Það er ekkert satt í kjaftasög- um um að Olivier hafi haldið framhjá. Ég trúi ekki neinu af því,“ sagði hún er hún kynnti ilmvatn sitt „Darling“ í versluninni Harrods í London. „Okkur Olivier þykir enn vænt hvoru um annað og það eru enn miklir kærleikar á milli okkar. Við tölum enn saman og það er aldrei að vita hvað mun gerast í framtíðinni.“ Þá hefur spænska leikkonan Penelope Cruz vísað því á bug að hún hafi átt ástarfund með Mart- inez á Chateau Marmont-hótelinu í Los Angeles sama kvöld og greint var opinberlega frá sambandsslit- um hans og Minouge. „Við Olivier höfum verið vinir í sjö ár og við er- um mjög náin,“ segir hún í viðtali við breska blaðið Daily Mirror „Þetta er augljóslega erfiður tími fyrir hann þannig að ég hef reynt að vera til staðar og veita honum stuðning. Það var indælt að hitta hann þennan dag enda var langt síðan við höfðum hist,“ sagði hún en það vakti athygli viðstaddra hversu hlýtt faðmlag þeirra virtist vera er þau hittust umrætt kvöld.    Söng- og leik-konan Jenni- fer Lopez hefur nú slegist í hóp þeirra Holly- woodstjarna sem hafa lýst hrifn- ingu sinni á hjón- unum Victoriu og David Beck- ham og fagnað væntanlegum flutn- ingi þeirra til Kaliforníu. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova. „Við hittumst í boði og Victoria virtist mjög jarðbundin. Marc og David eru líka mjög góðir vinir og þeir tala mikið saman í síma. Þau eru dásamleg fjölskylda,“ sagði hún nýlega í viðtali við blaðið Daily Mirror. „Ég dáist að og ber mikla virðingu fyrir stíl hennar og ótrú- legu tískuskyni,“ sagði Lopez enn- fremur um Victoriu. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.