Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is INDÆL LENDING BIRGIR OG SIGRÚN BREYTTU HEILDSÖLU- HÚSNÆÐI Í VINNUSTOFUR OG HEIMILI >> 28 RAGGI BJARNA OG VIÐ HIN Í HÁLFA ÖLD MIKIÐ STUÐ MENNING >> 49 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NOKKUR titringur er á milli ríkisstjórn- arflokkanna í kjölfar yfirlýsinga forystu- manna Framsóknarflokksins um að flokk- urinn muni beita sér af öllu afli fyrir því að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum verði tekið inn í stjórnarskrá. Einnig er kurr meðal sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar félagsmálaráðherra sl. miðvikudag um að hækka lánshlutfall hjá Íbúða- lánasjóði og hámarkslán. ,,Hundóánægður,“ er lýsing eins úr þingmannahópnum. Sjálfstæðismenn urðu undrandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, á því hve fram- sóknarmenn hafa tekið sterkt til orða um auðlindaákvæðið. Skýringar flestra eru þó þær að vegna flokksþingsins gæti mikils tauga- titrings meðal framsóknarmanna, sem virðist vera að fara úr böndum. Framsóknarmenn halda hins vegar fast við að standa eigi við stjórnarsáttmálann. Hafi einhvern tíma verið rétt að láta aðeins hvessa í samstarfinu sé það þegar um stjórnarsáttmálann er að ræða. Spurður hvort framsóknarmenn leggi slíkt kapp á þetta mál að þeir séu reiðubúnir að fá því framgengt með tilstyrk stjórnarandstöðu sagðist Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ekki vilja vera með neinar hótanir eða fullyrðingar á þessu stigi. „Ég trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji efna þetta. Ég segi ekkert meira um það á þessu stigi. Við ræðum það fyrst og fremst við þann flokk sem við gerðum þennan sátt- mála með. Svo er það þá önnur ákvörðun sem verður tekin ef þeir hafna þessu, sem ég trúi ekki.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra gekk þó lengst í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi er hún sagði að stjórnarsamstarfið gæti trosnað ef ekki næðist niðurstaða og mögulega þyrfti minnihlutastjórn eða starfs- stjórn að stýra landinu til kosninga. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu að stjórnarsáttmálinn heldur og við vinnum eft- ir því. Við höfum framfylgt honum öllum og það þýðir ekki að taka svona eitt ákvæði út úr umfram önnur. Við munum gera það sem við getum til þess að stjórnarsáttmálinn og þetta ákvæði haldi,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi. Hún segir málið í höndum for- manna stjórnarflokkanna. „Það er þeirra að leysa þetta en ekki rétt að koma fram með svona hótanir af hálfu ráðherra. Mér finnst það ekki viðeigandi,“ segir hún. Skiptar skoðanir Spurð hvort samstaða sé í stjórninni um ákvörðun félagsmálaráðherra svaraði Þor- gerður Katrín: „Félagsmálaráðherra ákveður þetta og hefur heimildir til þess. En það eru skiptar skoðanir um þetta. Það er spurning hvort þetta sé rétta skrefið inn í þá hagstjórn sem þarf að vera núna. Þetta er á ábyrgð félagsmálaráðherra og hann taldi rétt að gera þetta með þessum hætti.“ Núningur og kurr Þorgerður Katrín segir hótanir ráð- herra ekki viðeigandi EMBÆTTI sýslumannsins í Reykjavík hefur geng- ið ágætlega að ná í fólk, sem hunsað hefur boðanir þess í gegnum tíðina, til að hægt sé að gera hjá því fjárnám, en sérstakt átak í þeim efnum hefur stað- ið yfir í þessari viku og embættið notið aðstoðar lögreglu við að ná í fólk. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeild- ar sýslumannsins í Reykjavík, segir að um 35 manns hafi komið af þessum sökum til fjárnáms, í fylgd lögreglu eða sjálfir fyrir tilstuðlan lögregl- unnar. Átakið muni halda áfram en á upphaflega listanum sem farið var af stað með voru um 120 nöfn og elsta málið frá árinu 2003. „Svona á að framkvæma hlutina. Lögreglan á að aðstoða sýslumann við að færa menn til fjárnáms ef þeir mæta ekki sjálfir. Þannig gera lögin ráð fyrir að þetta sé gert og það hefur alltaf verið þannig í einhverjum mæli en kannski aðeins meira lagt í það núna,“ sagði Þuríður. Hún sagðist vonast til að kerfið yrði að þessu leyti virkara fram- vegis en það hefði verið hingað til. 35 komið til fjárnáms Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og Framsóknarflokkurinn eru ólík- ir flokkar með ólíkar áherslur. Þetta sagði Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins í há- tíðarræðu sinni á framhaldsflokks- þingi Framsóknar í Borgarleikhúsinu í gær. Jón lagði ríka áherslu á að margt bæri í milli flokkanna tveggja sem nú hafa setið í ríkisstjórn í tólf ár. „Við erum ósammála um umfang einkavæð- ingar, um samfélagshlutverk mark- aðarins, um byggðaframlög, um velferðarþróun og fleira. Við Fram- sóknarmenn stöndum fast á okkar málum í baráttunni innan ríkis- stjórnar þótt ágreiningur sé ekki ast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgilags við sig með fagurgala,“ sagði Jón. Jón sagði hlutverk Framsóknar- flokksins mikilvægt og fór ekki fögrum orðum um stjórnarandstöð- una. Hann sagði togstreitu ein- kenna Samfylkinguna, ofstopa Vinstri grænna á landsfundi um liðna helgi hafa gengið fram af flest- um landsmönnum og að Frjálslyndi flokkurinn væri að leita sér að „mál- efnagrunni í ofstæki með skelfilega óheppilegum hætti“. Jón sagði að Framsóknarflokk- urinn teldi ekki tímabært að taka núverandi afstöðu Íslands um ESB- aðild til endurmats fyrr en langvar- andi stöðugleiki væri tryggður. alltaf borinn á torg,“ sagði Jón og lagði jafnframt áherslu á að Fram- sóknarmenn aðgreindi sig vel frá öðrum í kosningabaráttunni. „Stjórnarsamstarfið hefur gengið ágætlega en það liggur fyrir að áherslur stjórnarflokkanna eru ólíkar. Og ekki fer á milli mála að margt er til ágreinings milli okkar og annarra flokka. En bæði frá hægri og vinstri eru menn að laum- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stjórnarflokkarnir tveir ólíkir flokkar Jón Sigurðsson lagði áherslu á muninn á Sjálfstæðisflokki og Framsókn í hátíðarræðu sinni á flokksþingi í gær Í HNOTSKURN » 29. flokksþing Fram-sóknarflokksins hófst í gær. »Um er að ræða fram-haldsþing frá því í ágúst í fyrrasumar. Ólíkir Í ræðu sinni í gær sagði Jón Sigurðsson Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk hafa ólíkar áherslur.  Alhliða þjóðlegt | Miðopna Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FJARÐABYGGÐ undirbýr nú sölu á landi Kollaleiru í Reyðarfirði ásamt húsbyggingum til rómversk- kaþólskrar kapúsínareglu sem hyggst starfrækja klaustur og kirkju á jörðinni. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggð- ar á fimmtudag. Tveir slóvakískir prestar, sr. Davíð Tencer og Anton Majercak, báðir af reglu kapúsína, hafa síð- ustu misseri unnið að því að stofna til tengsla við kaþólskt fólk sem býr og starfar á Austurlandi. Þeir hafa heimsótt fólk við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, lesið með því messur og búið samfélagið undir klaustur- og kirkjustofnunina. Ætlunin er að halda uppi safnaðarlífi á Austur- landi meðal þess kaþólska fólks sem þar býr og starfar til lengri eða skemmri tíma. Mun heita „Boðun Drottins“ Klaustrið á Kollaleiru mun bera heitið „Boðun Drottins“ og verður kirkjan helguð heilögum Þorláki, verndardýrlingi Íslands. Hinu nýja prestakalli munu tilheyra Norður- og Suður-Múlasýsla og A- Skaftafellssýsla. Fyrrnefndu sýsl- urnar tvær tilheyra nú Péturssókn á Akureyri en A-Skaftafellssýsla Maríusókn í Reykjavík. Með stofn- un hinnar nýju Þorlákssóknar skilj- ast þær því frá sínum fyrri sóknum. Sóknarprestur hins nýja presta- kalls verður séra Davíð Tencer. Kapúsínabræðrum á svo eftir að fjölga á Austurlandi síðar meir. Boðun Drottins verður fyrsta munkaklaustrið sem stofnað er á Íslandi eftir siðaskipti og fyrsta klaustur á Austurlandi í 450 ár, eða allt frá því er Skriðuklaustur lagð- ist af. Regla kapúsínabræðra, hettumunka, er klofningsgrein af reglu heilags Franz frá Assisi og varð til á 16. öld Klaustur á Kolla- leiru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.