Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 51 menning AMERÍSKI leikritahöfundurinn og leikarinn Tracy Letts skrifaði Killer Joe árið 1993. Það er sýnt á Ed- inborgarhátíðinni skömmu síðar og sagt að það hafi haft áhrif á ungt leik- húsfólk á Bretlandi og þróun þar- lendrar leikritunar. En „film noir“, John Steinbeck, jafnvel Tennessee Williams ganga aftur í þessu verki þar sem áhorfendur eru látnir hafa það óþvegið. Sagan gerist meðal hvíts tötralýðs í Bandaríkjunum og segir þar af fjór- um fjölskyldumeðlimum sem búa í húsvagni einhvers staðar í Texas. Chris, sonurinn, er í „djúpum skít“ og þarf að grafa upp 20.000 dollara til að borga eiturlyfjamafíunni. Hann gerir þá djöfullegu áætlun að láta myrða móður sína og fyrri konu föð- urins, sem hann hefur frétt að sé líf- tryggð fyrir 50.000 dollara. Faðirinn Anselm tekur þátt í brallinu. Chris ræður til verksins þaulvanan at- vinnumorðingja, Joe, sem hefur það sem aukastarf til hliðar við að- aldjobbið í löggunni. Chris getur ekki borgað honum fyrirfram svo Joe kemur með þá uppástungu að hann fái systurina, hina „hreinu mey“ Dot- tie, sem tryggingu fyrir greiðslunni og þar með vindur sagan sig áfram með spaugilegum, rómantískum og ofbeldisfullum afleiðingum. Stefán Baldursson hefur valið skemmtilega leið að verkinu, í stað kómískrar stílfærslu kýlir hann nat- úralismann í botn. Leikstíllinn er framan af eins og staðið sé fyrir framan sjónvarpsvélar, lágstilltur. Djöfullegt plottið í upphafi ósköp eðlilegt og smávægilegt. Andlit leik- aranna afhjúpa ekki hvað fer fram hið innra, viðbrögð, gjörðir koma því á óvart, framvinda atburða- rásarinnar flettir ofan af eymdinni inni fyrir. Allt er hér unnið af mikilli nákvæmni og ofbeldið sem skellur yf- ir í seinni hlutanum, kynferðisleg niðurlæging með kjúklingalæri, slagsmálasenur, glettilega vel út- færðar. Leikstíllinn einfaldar að vísu per- sónusköpunina en þó vinna allir leik- ararnir ákaflega vel innan hans. Þröstur Leó Gunnarsson túlkar föð- urinn Anselm sem útbrunninn og eintóna, beinir þeirri litlu orku sem hann á eftir að sjónvarpsskerminum. Chris verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar svolítið heimskur strákur, ruglaður af fíkn og tekst að kveikja samúð hjá áhorf- andanum. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur Dottie sem gengur líkt og í svefni gegnum lífið og er skemmtileg andstæða við spillt umhverfið; alvar- leg, stóreygð, fallega hæg er Unnur Ösp í trúverðugri einfeldni sem af- hjúpar auðvitað ætíð sannleikann; vantar hins vegar eða kannski er ekki unnin út sú kynferðislega út- geislun sem þessi stúlka þarf að hafa og þar hjálpar ekki búningurinn sem gerir hana fremur að íslenskri lág- launamenntakonu en amerískri töt- rastelpu. Sömu sögu er að segja af Maríönnu Clöru Lúthersdóttir sem leikur Shörlu, seinni eiginkonu An- selms. Ekki tekst að afbyggja glæsi- leika þeirrar leikkonu með búningum og gervi og er hún oft, þótt hún geri flest ákaflega vel svo sem túlkun nið- urlægingarinnar eftir kjúklinga- klámið, svolítið eins og utanveltu millistéttarkona meðal þessa tötra- lýðs. Búningar og gervi karlanna (Filippía Elísdóttir) eru hins vegar ákaflega trúverðugir og einkum leigumorðingjans Joes, sem Björn Thors leikur í Sam Shepard-stíl, af kómískri mýkt sem ég hef ekki séð til hans áður og dregur af einstakri lip- urð upp jafnt spaugilegar sem aumk- unarverðar og grimmar hliðar á per- sónunni. Vyutas Narbutas býr auðvitað ekki til natúralíska leikmynd heldur stílfærðan ljótleika; pallur gengur fram í salinn sem áhorfendur sitja umhverfis á þrjá vegu, í bakgrunni hár veggur þakinn plakötum og myndum af íkonum ameríska menn- ingariðnaðarins allt frá Elvis Presley til Jesú Krists. Í fjölda af natúral- ískum leikmunum er vísað til hús- vagnsins með því að undirstöður undir borð, (bíl)stóla og pall eru ým- ist dekk eða felgur. Lárus Björnson lýsir vel að vanda og strópóljós og tónlist gera skiptingar að uppbroti milli atriða. Sagan sem er sögð er ekki illa smíðuð, þótt lausnin sé snubbótt og ekki sviðsvæn. Verkið samt og mór- allinn nokkuð þreytt einkum eftir sýningu LR á Ófögru veröld og Svarta kettinum hjá LA í vetur, en einnig vegna þess að þessari veröld hvíts tötralýðs er búið að lýsa svo oft fyrir okkur í sjónvarpi og í kvik- myndum. Þar að auki líkamnar sig græðgi og ofbeldi einna skýrast nú um stundir í snyrtilegum jakkafata- mönnum og það því ekki beinlínis rökrétt að leita hins dæmigerða í græðgi og ofbeldi (eins og verkið reynir að gera) hjá tötraborgurum. Þá takmarkar einnig þessa sýningu að hér er millistéttarfólk að skapa heim sem því er víðs fjarri fyrir áhorfendur úr millistétt – í samfélagi þar sem nálægðin er mikil. Því verða sumir hlutir er snerta borðhald, reykingar, kynhvöt og nekt persón- anna of oft smáir, stundum nánast penir, menn forðast klám. Áhorfendur fögnuðu ákaflega í lokin og það var full ástæða til því hér vönduðu sig allir allan tímann og megasjónvarpsnatúralismi leikstíls- ins er vissulega eitthvað nýtt á ís- lensku sviði. Ekkert klám Í botn „Stefán Baldursson hefur valið skemmtilega leið að verkinu, í stað kómískrar stílfærslu kýlir hann natúralismann í botn,“ segir m.a. í dómi. LEIKLIST Skámáni Eftir Tracy Letts í þýðingu Stefáns Bald- urssonar. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Lárus Björns- son. Leikarar: Björn Thors, Marianna Clara Lúthersdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Litla sviðið, Borgarleikhúsi, fimmtudag- inn 1. mars kl. 20. Killer Joe María Kristjánsdóttir nefnist Skuggar ástarinnar og er steinþrykk eða litografía. Í Skuggum ástarinnar tvinnast saman fegurð og grimmd, mýkt og harðneskja og ég er ekki frá því að í verkinu felist ívið meiri frásögn en oftast er í verkum Braga. Og ef ég leyfi mér kannski að oftúlka svolítið að þá hvarflar að mér að listamaðurinn hafi verið snortinn af da Vinci lykli Dans Browns og heil- FÉLAGIÐ Íslensk Grafík er fag- félag grafíklistamanna á Íslandi. Á vegum félagsins er rekið verkstæði og sýningarsalur í Tryggvagötu 17 í Reykjavík. Árlega gefur einhver útvalinn listamaður og meðlimur í félaginu grafíkverk sem er selt á hóflegu verði til svokallaðra Graf- íkvina sem er félagskapur áhuga- manna um grafík. Þessi háttur á fjáröflun hefur verið síðan 1994 og reið þá Bragi Ásgeirsson á vaðið. Bragi er nú myndlistarmaður árs- ins hjá Grafíkvinum og Félaginu Íslensk Grafík í annað sinn. Á vetrarhátíð um helgina sem leið var opnuð sýning eða kynning í Grafíksafninu á verkum sem hafa verið gerð fyrir Grafíkvini þessi 13 ár og er nýtt verk Braga Ásgeirs- sonar þar í aðalhlutverki. Verkið ögum kvenleika (The sacret fem- inine) sem fjallað er um í bókinni. Heilagur kvenleiki tengist „móð- urgyðjunni“ sem er að finna í mörgum birtingarmyndum og í flestum trúarbrögðum heimsins. Konan sem gyðjumynd hefur líka gegnum tíðina verið viss staðall fyrir fegurð í listum. Í skuggum ástarinnar birtist konan sem tær, formfögur og saklaus á meðan karlmaðurinn stendur í púlti, hvass og árásargjarn, þrumandi yfir múginn. Hér er karlmaðurinn siða- postuli sem svertir gyðjuna með krossinn að vopni, er þó í raun að sverta krossinn sjálfan, en kross var einmitt táknmynd karlgoða áð- ur en kaþólskan gerði hann að megintákni kristninnar. Bragi er lipur teiknari og nýtur sín því vel í litógrafíu. Hann nær að tefla fram andstæðum í mynd- málinu jafnt sem í teikningunni sem skerpir þá frásögnina enn frekar. MYNDLIST Grafíksafnið Opið fimmtudag til sunnudags frá 14–18. Sýningu lýkur 4. mars. Aðgangur ókeypis. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Ásdís Lipur „Bragi er lipur teiknari og nýtur sín því vel í litógrafíu.“ Jón B.K. Ransu Heilagur kvenleiki KAMMERHÓPURINN Nordic Affect heldur tónleika í Bókasal Þjóðmenn- ingarhússins í dag kl. 17. Tónleikarn- ir eru þeir fyrstu í fyrirhugaðri tón- leikaröð hópsins í Þjóðmenningar- húsinu sem styrkt er af Reykjavíkurborg, Glitni, Minning- arsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, Tónlistarsjóði og Menningarsjóði FÍH. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Girni og viður“ og leikin verður hljóðfæratónlist frá barokk- tímabilinu, allt frá hinum fram- úrstefnulegu strengjaverkum Marini og Merula til eins frægasta flautu- verks sögunnar, h-moll svítunnar eft- ir J.S.Bach. Kammerhópurinn er sá fyrsti hérlendis sem er skipaður fólki sem hefur sérhæft sig í flutningi tón- listar á upprunaleg hljóðfæri. Að- gangseyrir er 2.000 kr., 1.500 fyrir námsmenn. Nánari upplýsingar eru á www.thjodmenning.is. Girni og viður Morgunblaðið/Golli Nordic Affect Kammerhópurinn heldur í dag sína fyrstu tónleika í fyr- irhugaðri tónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu. EINBÝLI Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Fjárhagslega mjög traustur aðili hefur óskað eftir því við Eignamiðlun ehf. að við útvegum honum einbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Verðuhugm. allt að 200 millj. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST 500-800 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups. Staðsetning mætti gjarnan vera Múlahverfi eða Borgartún. Fleiri staðsetningar koma jafnvel til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Sinni einkum eftirfarandi sviðum sálfræði: Taugasálfræðilegri greiningu, endurhæfingu og vitsmuna-rækt; Klínískri sálfræðimeðferð að meðtalinni tilfinningamiðaðri atferlismeðferð - TAM (dialectical behavior therapy) við persónuleikaröskunum, þunglyndi og kvíða; Viðtalsmeðferð og sjálfsstyrkingu fyrir konur og eldra fólk Dr. Þuríður J. Jónsdóttir Sérfræðingur í klínískri sálfræði: Sérgrein taugasálfræði Viðtalsbeiðnir í símum 699-4611, 562-1776, 551-4611 og í tölvupóstföngum rurij@simnet.is - ruri@fsa.is Hef opnað aftur sálfræðistofu mína að Suðurgötu 12, 101 Reykjavík Dr. Þuríður J. Jónsdóttir                     !   "#                             !"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.