Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF AKUREYRARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Barnakórar Akureyr- arkirkju syngja undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar. Súpa og brauð (300 kr.) eftir guðsþjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: | Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar. Leikskólabörn frá Rauðuborg, Rofaborg og Árborg koma og spila og syngja skemmtileg lög. Sunnudagaskólinn, STN og TTT eru búin að æfa lög. Léttmessa kl. 20. Krakkar í eldri hóp æskulýðsfélags- ins dansa flotta dansa og syngja með okkur. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar, Hildar Bjargar og sr. Sigurðar. Gefandi morgunstund með yngstu börnunum. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, einsöngur Ólafur Rúnarsson tenórorganisti. Kári Þormar. Fyrsti sunnudagur í mars er kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls, og sér félagið um kaffi- sölu í safnaðarsal að messu lokinni. BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl. 11 í hátíð- arsal Álftanesskóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl.14 í Bessastaðakirkju. Börn og unglingar þjóna. Sameig- inleg gospelmessa Garðaprestakalls kl. 20 í Vídal- ínskirkju. BORGARPRESTAKALL: | Æskulýðsguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Barnakórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra og leiða bænagjörð. Messa og aðalsafn- aðarfundur í Borgarkirkju kl. 14. Sóknarprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Barnaguðs- þjónusta verður í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi sunnudaginn 4. mars kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Æskulýðsguðþjónusta kl. 11 með yfirskriftinni „En þeirra er kærleikurinn mestur“. Fermingarbörn taka virkan þátt með lestri og túlkun á I. Kor. 13. Unglingahljómsveitin TenSing spilar og barna- kórar kirkjunnar syngja ásamt Barnakór KFUM&K. Ásta B. Schram stjórnar söng barnanna. Organisti Magnús Ragnarsson. BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Bræðratungukirkja. Guðs- þjónusta sunnudag 4. mars kl. 14. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: | Æskulýðsmessa kl. 14. Brynhildur Bolladóttir. Una Stefánsdóttir og Þórður Pálsson flytja fallega tónlist. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja ásamt Kirkjukór Bústaðakirkju. Organisti Gunn- ar Gunnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Æskulýðs- dagurinn 4. mars. Barnamessa kl. 11 og þér boðið á leikritið Eldfærin eftir sögu H.C. Andersen. DIGRANESKIRKJA: | Æskulýðsdagurinn. Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Hljómsveit og sönghópur æskulýðsfélagins Meme sér um tónlistarflutning. Anna Arnardóttir æskulýðsfulltrúi prédikar. Börn úr barna- og unglingastarfi syngja. Súpa í safnaðarsal eftir messu. www.digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 æskulýðsmessa í umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Unglingakór Dómkirkjunnar og skólakór Vesturbæjarskóla syngja, stjórnendur Kristín Valsdóttir og Nanna Ingvadóttir. Nú verður kátt í kirkj- unni! Kl. 14 æskulýðsmessa á vegum Nes- og Dóm- kirkju. Fermingarbörn úr kirkjunum taka þátt í þeim. Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Landakirkju, pré- dikar og Kaffihúsakórinn syngur. Gospelsveifla og sálmasöngur, en umfram allt gleði. Guðmunda Inga og sr. Þorvaldur leiða stundina. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Samstarf presta og safnaða á Héraði. Hlín Stefánsdóttir prédik- ar, barnakór leiðir sönginn. 5. mars (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Fjölskyldumessu kl. 11. Sóknarprestar beggja sókna þjóna. Barna- og unglinga- kór Fella- og Hóla syngur og leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þór- hallsd. Atriði frá barnastarfinu. Léttmessa kl. 20. Eftir messu verður boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk. FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson Bible studies at 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Freddie Filmore. Kirkja unga fólksins leiðir söng. Fyrirbænir. Aldursskipt barnakirkja 1–12 ára. All- ir velkomnir. Bein útsending á Lindinni og www.gospel- .is.Samkoma á Omega kl. 20. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudagaskóli kl.11. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13. Organisti er Skarphéðinn Hjartarson. Prestar: Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Kaffi í safn- aðarheimili að lokinni guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Barnaguðsþjónusta kl. 14. Stoppleikhópurinn sýnir Eldfærin eftir H.C. Andersen. Umsjón með helgihaldinu hafa Ása Björk, Nanda og Pétur. Andabrauð í lokin. Kvöldmessa kl. 20. Þema messunnar er Ljósið og vonin í Jesú Kristi. Gestapré- dikari ásamt Ásu Björk. Anna Sigga og Carl leiða tón- list. Altarisganga. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: | Heimsókn frá Fær- eyjum! Laugardaginn 3. mars kl. 20 er kvöldvaka með Meinhard Bjartalíð, mikill söngur og skemmtun! Sunnudaginn 4. mars kl.15 er færeysk guðsþjónusta í Háteigskirkju, Meinhard Bjartalíð prestur predikar og spilar orgel! Kaffi á eftir á Sjómannaheimilinu! Allir vel- komnir! GARÐAKIRKJA: | Messa kl. 14. Barn borið til skírnar. Kór Vídal- ínskirkju leiðir safnaðarsönginn. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30 og frá Hleinum kl. 13.40. Kirkjan er öll- um opin – verið velkomin! GLERÁRKIRKJA: | Sunnudagur 4. mars. Fjölskylduguðsþjón- usta á æskulýðsdegi kl. 11. Barna- og æskulýðskór Gler- árkirkju syngur. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Sr. Gunn- laugur Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Grafarholtssókn | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Ingunnarskóla. Messa kl. 11 í Þórðarsveig 3, Prestur séra Sigurjón Árni Eyj- ólfsson. GRAFARVOGSKIRKJA: | Æsku- lýðsdagurinn í Grafarvogskirkju. Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Kvöld- guðsþjónusta kl. 20. tileinkuð ungu fólki. Prestur sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Hljómsveitin Samson leikur. Gunnar E. Steingrímsson hefur umsjón. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholtsskóli: | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir. Trúður kemur í heimsókn. Barna- og ung- lingakór kirkjunnar syngur. Undirleikari Guðlaugur Vikt- orsson. GRENSÁSKIRKJA: | Fjölskyldumessa á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar kl. 11. Jóhanna Sesselja Erludóttir pré- dikar. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sam- skot í ferðasjóð æskulýðshóps og kaffisala eftir messu. Minnt á upphafssamkomu kristniboðsviku um kvöldið kl. 20. GRINDAVÍKURKIRKJA: | Æskulýðsmessa – Grindavík- urkirkju. Sunnudaginn 4. mars kl. 14. Í æskulýðs- messunni munu fermingarbörn taka virkan þátt, fara með bænir og leika á hljóðfæri. Mæðgurnar Brynja Guðmundsdóttir og Jónína H. Grímsdóttir flytja sam- talspredikun. Allir velkomnir. Sr. Elínborg Gísladóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fella- og Hólakirkja. Kanverska konan (Matt. 15) HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagurinn 4. mars: Æskulýðsdagurinn. Kl. 11 fjölskylduhátíð. Hljóm- sveitin Gleðigjafar leikur, barnakórinn syngur, glæru- saga, góðgæti í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kl. 20: Æskulýðsmessa í umsjá Æskó, Æskulýðsfélags Hafnarfjarðarkirkju. Hinn landsþekkti Friðrik Ómar syngur, hljómsveitin Gleðigjafar leikur. Eftir æskulýðs- messuna bjóða fermingarbörn fjölskyldum sínum til veglegrar veislu í Hásölum Strandbergs. HALLGRÍMSKIRKJA: | Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Fjölskyldumessa kl. 11. Barnakór Austurbæjarskóla og Hallgrímskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju syngja, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Organisti Lára B. Eggertsdóttir Sveit ungra fiðluleikara, einsöngur o.fl. Kvöldvaka kl. 20. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomn- ir. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa og barnaguðsþjónusta kl. 11. Börnin úr barnastarfinu, sem Erla Guðrún Arn- mundardóttir stýrir og fermingarbörnin taka þátt í at- höfninni og barnakórarnir syngja undir stjórn Þóru Mar- teinsdóttur. Börnin taka á móti okkur í kirkjunni í dag. Organisti Douglas Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA: | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þorvaldur Halldórsson leið- Æskulýðsmessa í Breiðholtskirkju Sunnudaginn 4. mars verður æsku- lýðsdagur þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur í Breiðholtskirkju. Þá verður fjörug æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11 með yfirskriftinni: „En þeirra er kærleikurinn mestur“. Fermingarbörn taka virkan þátt í guðsþjónustunni, m.a. með því að lesa og túlka Óðinn til kærleikans úr fyrra Korintubréfi Páls postula. Unglingahljómsveit Ten-sing starfs- ins mun spila og yngri og eldri barnakórar kirkjunnar syngja og leiða almennan safnaðarsöng. Einn- ig koma gestir úr barnakór KFUM&K og syngja nokkur lög með kórunum. Eftir guðsþjón- ustuna verður kærleikskaffi í safn- aðarheimilinu. Æskulýðsdagurinn í Hallgrímskirkju Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar verða mikil hátíðahöld í Hallgríms- kirkju. Kl. 11 verður sérstök Fjöl- skyldumessa, þar sem margir leggja lið. Kórastarf Hallgríms- kirkju hefur verið blómlegt í vetur sem endranær, ekki síður meðal yngri kynslóðarinnar. Friðrik S. Kristinsson hefur stjórnað þremur barna og unglingakórum við kirkj- una. Barnakór Austurbæjarskóla og Hallgrímskirkju syngja við messuna og einnig Unglingakór Hallgríms- kirkju. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgel kirkjunnar, en hún er ung og hæfileikaríkur organisti og hefur þegar getið sér gott orð. Þá heimsækir kirkjuna hópur ungra fiðluleikara úr Suzuki Allegro Tón- listarskólanum, sem er leiddur af Helgu Steinunni Torfadóttur og verður vafalaust áhugavert að fá að heyra til hinna ungu tónlistamanna. Í messunni syngur svo einsöng ung- ur einsöngvari Sveinn Hjörleifsson. Messugjörðin sjálf er í höndum prestanna og djákna kirkjunnar, sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, sr. Birgis Ásgeirssonar og Magneu Sverrisdóttur. Um kvöldið er svo Kvöldvaka kl. 20 á æskulýðsdegi. Þar verður um að ræða mjög fjölbreytta dagskrá, sem einkum er ætluð unga fólkinu. Drengjakór Hallgrímskirkju syng- ur á kvöldvökunni, en kórinn hefur vakið mikla athygli fyrir fallegan söng. Þar kemur og fram hinn fjöl- hæfi tónlistarmaður Pétur Bene- diktsson. Einnig munu nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur leika á kvöldvökunni, bæði klarínettuleik- arar og strengjakvartett. Stjórn samkomunnar verður í höndum sóknarprestsins, sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar og Magneu Sverr- isdóttur, djákna. Óhætt er að segja að dagskráin sé hlaðin góðum þátt- um af ýmsu tagi og verður þetta ugglaust mikil skemmtun. Allir vel- komnir. Barnaleikrit ásamt kvöldmessu í Fríkirkj- unni í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 14. Auk helgisögunnar, bæna og söngs kem- ur Stoppleikhópurinn, með Eggert Kaaber í fararbroddi, í heimsókn og sýnir Eldfærin eftir H.C. Andersen. Umsjón með helgihaldinu hafa Ása Björk, Nanda María og Pétur Mark- an. Andabrauðið er á sínum stað í lokin. Kvöldmessa kl 20. Þema mess- unnar er Ljósið og vonin í Jesú Kristi. Hugleiðingar kvöldsins eru í höndum gestaprédikara og Ásu Bjarkar. Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina og almennan safn- aðarsöng. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og leiðir mess- una. Altarisganga Æskulýðsdagurinn í Fella- og Hólakirkju Æskulýðsdagurinn er tileinkaður börnum og ungu fólki í kirkjunni. Því leggjum áherslu á þeirra fram- lag til helgihaldsins þennan dag. Við byrjum daginn með fjöl- skyldumessu kl. 11. Sóknarprestar beggja sókna þjóna. Barna- og ung- lingakór Fella-og Hóla syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhallsdóttur. Börn úr barnastarfi kirkjunnar verða með atriði. Um- sjón hefur Sigríður Rún Tryggva- dóttir, æskulýðsfulltrúi og starfs- fólk barnastarfsins. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar. Eftir messuna verð- ur boðið upp á hressingu í safn- aðarheimili kirkjunnar. Léttmessa kl. 20. Um kvöldið verður svo létt- messa kl. 20. Prestar beggja sókna þjóna. Í ár er þema æskulýðsdagsins tengt kærleiksþjónustu kirkjunnar og er yfirskrift dagsins „Réttu mér hönd“. Messan verður að mestu leyti í höndum ungmenna úr Fella- og Hólabrekkusóknum, þau flytja helgileik, ritningalestra og leiða bænir. Þau hafa lagt mikið í æfingar og skemmt sér vel í leiðinni. Því langar okkur að bjóða ykkur að koma og njóta góðrar stundar með okkur. Eftir messu verður boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk í safnaðarheimilinu. Æskulýðsdagurinn í Hjallakirkju Sunnudagurinn 4. mars er Æsku- lýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Af því tilefni verður æskulýðsguðsþjón- usta í Hjallakirkju kl. 11. Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn og Þrá- inn Haraldsson, sem leitt hefur æskulýðsstarfið í kirkjunni í vetur, prédikar. Krakkar úr æskulýðs- starfinu aðstoða í guðsþjónustunni. Að henni lokinni verður Aðalfundur safnaðarins haldinn í safnaðarsal kirkjunnar. Boðið er upp á léttar veitingar á meðan fundurinn stend- ur yfir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Sunnudaginn 4. mars er æskulýðsdagur í Dómkirkjunni. Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. Sr. Þor- valdur Víðisson leiðir barnaguðs- þjónustunaí kirkjunni ásamt Helga, Maríu, Magneu og leiðtogum kirkj- unnar. Barnakórarnir syngja undir stjórn Kristínar Valsdóttur og Nönnu Hlífar Gylfadóttur.Marteinn Friðriksson leikur undir. Kl. 14: Æskulýðsmessa á vegumNes- og Dómkirkju. Sr. Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur æskulýðsfull- trúa Neskirkju. Sr. Kristján Björns- son sóknarprestur í Vestmanna- eyjum prédikar. Kaffihúsakór Landakirkju í Vestmannaeyjum syngur og leiðir söng undir stjórn Óskars kórstjóra síns. Gospelsveifla og sálmasöngur. Fermingarbörn Nes- og Dómkirkju taka virkan þátt, ásamt unglingum úr æskulýðs- félaginu NEDÓ. Allir velkomnir! Æskulýðsdagurinn í Árbæjakirkju. Leikskólabörn syngja Kl. 11: Tónlistarveisla Tónskóli Sig- ursveins D. Kristinssonar og hópur af leikskólabörnum frá Rauðuborg, Rofaborg og Árborg koma og spila og syngja suður-amerísk lög og fleiri skemmtileg lög. Sunnudaga- skólinn, STN og TTT eru búinn að æfa lög. Rebbi refur, Perla prins- essa, Trína tröllastelpa og fleiri góðir gestir koma. Fylkisgulrætur og kirkjukexið eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 20: Léttmessa í umsjá unglinga í Árbænum. Í eldri hóp æskulýðsfélagsins Lúkas er dans- hópur sem kallar sig „Ice-step“. Þau ætla að dansa flotta dansa og syngja með okkur skemmtileg lög. Eyþór Ingi og Jóhanna koma og spila og syngja. Aron Bjarnason og Jón Magnús Kjartansson spila á gítar og bassa. Léttar veitingar í boði að lok- inni messu. Æskulýðsdagurinn í Grafarvogskirkju Sunnudaginn 4. mars hefst æsku- líðsdagurinn með sameiginlegri Barna- og fjölskylduguðsþjónustu kl.11. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Krakkakórinn syngur, stjórn- andi er Gróa Hreinsdóttir. Undir- leikari er Stefán Birkisson. Í Borg- arholtsskóla verður einnig Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Prestur séra Anna Sigríður Páls- dóttir. Umsjón hefur Gunnar, Díana og Guðrún María. Trúður kemur í Stokkseyrarkirkja. MESSUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.