Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 24
|laugardagur|3. 3. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Í miðju iðnaðarhverfi við Sundin
blá býr listamannaparið Birgir
Snæbjörn Birgisson og Sigrún
Sigvaldadóttir. » 28
lifun
Í sögu gallabuxnanna og ann-
ars gallafatnaðar endurspegl-
ast baráttu- og uppreisnarandi
mannskepnunnar. » 26
tíska
Hann er stútfullur af fordómum ogbölvaður þumbi í mannlegum sam-skiptum. Hann er erfiður en líkadálítið feiminn og rómantískur inn
við beinið. Hann er snobbaður en ef maður
skoðar undir yfirborðið þá leynist þar mjúkur
maður. Svo er hann náttúrlega svakalega sexí,“
segir Lúðvík Snær Hermannsson um hroka-
gikkinn herra Darcy sem hann leikur í sýning-
unni Hroki og hleypidómar sem Kvennaskólinn
frumsýnir á miðvikudaginn í Tjarnarbíói.
Lúðvík er á lokaárinu sínu í Kvennó og hefur
tekið þátt í öllum leiksýningum skólans. „Ég er
með leiklistarbakteríu og stefni á Leiklist-
arskólann hér heima á Íslandi eða úti í Lond-
on.“
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir leikur hitt aðal-
hlutverkið, ungfrú Elísabetu Bennet. „Ég er
ekki frá því að ég eigi þó nokkuð sameiginlegt
með henni Elísabetu. Hún er mjög sjálfstæð og
stendur fast á sínu. Hún er sérstök manneskja
og hefur gaman af því að ögra fólki og hún fer
stundum yfir strikið, sérstaklega miðað við það
sem tíðkaðist um konur á þeim tíma sem leik-
ritið gerist. Hún er með heilmikla hleypidóma
þó að hún vilji ekki viðurkenna það. Lúðvík er
allur marinn og blár því Elísabet lemur hann
duglega í hverri sýningu. En þau kyssast líka
mikið, þetta eru heitar ástríður,“ segir Andrea
og hlær.
Þau Andrea og Lúðvík hafa bæði séð bíó-
myndina en auk þess hefur Andrea séð sjó-
varpsþættina og Lúðvík hefur lesið söguna.
„Þó að þetta gerist á átjándu öldinni þá á
þetta fullt erindi í dag því að mannfólkið breyt-
ist ekkert, það er alltaf að glíma við sömu
grundvallarvandamálin.“
Andrea segir að frumsýningarspennan
magnist með hverjum deginum en hún er á
öðru ári í Kvennó og er þó nokkuð sviðsvön.
„Ég lék í skólaleikritinu í fyrra en auk þess hef
ég tekið þátt í námskeiðum í Borgarleikhúsinu
og verið með í Möguleikhúsinu.“
Rúmlega þrjátíu krakkar leika í sýningunni
og Sigrún Sól Ólafsdóttir sér um að leikstýra
þessum stóra hóp, en hún sá líka um leikgerð-
ina. Fjögurra manna hljómsveit var sett saman
fyrir sýninguna sem spilar „life“ á hverri sýn-
ingu og tónlistin var frumsamin sérstaklega
fyrir leikritið.
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Aðsvif Hin kauðska ungfrú Debough er hér gripin af skrautlegum hópi vinkvenna sinna í einu af geðshræringarkastinu.
Skrautlegt Grímur og æpandi litir setja svip á sýninguna.
Ástartaktar Elisabeth lætur líða yfir sig svo hún falli í faðm Darcys.
Tveir þverhausar
Þegar saman koma hroki, hleypidómar og misskilningur er næsta víst að útkoman
verður skrautleg. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit við á æfingu hjá Kvennó sem
frumsýnir í næstu viku rómantískan gamanleik um tilfinningabrölt og samskipti
kynjanna sem byggður er á sívinsælli sögu Jane Austin.