Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 48
|laugardagur|3. 3. 2007| mbl.is staðurstund Hlustendur og þátttakendur í útvarpsþættinum Orð skulu standa yrkja að þessu sinni um klámráðstefnuna aflýstu. » 50 útvarp Raggi Bjarna fagnar í dag hálfr- ar aldar söngafmæli sínu og blæs til tvennra stórtónleika í Háskólabíói. » 49 tónlist María Kristjánsdóttir fjallar um sýninguna Killer Joe sem frum- sýnd var í Borgarleikhúsinu síð- astliðinn fimmtudag. » 51 dómur Girni og viður er yfirskrift tón- leika kammerhópsins Nordic Affect sem fram fara í Þjóð- menningarhúsinu í dag. » 51 tónlist Angelina Jolie og Brad Pitt hyggjast nú ættleiða sitt þriðja barn og í þetta sinn er stefnan tekin á Víetnam. » 57 fólk Miklar vonir hafa veriðbundnar við Jakobín-urínu, allt frá þvísveitin bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í mars ár- ið 2005. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli erlendis og spilað á fjölmörgum tónleikum og tónlist- arhátíðum á erlendri grundu, þrátt fyrir að hafa ekki gefið út eina ein- ustu plötu. Það stendur hins vegar til bóta í sumar þegar frumburður sveitarinnar lítur dagsins ljós. Hljómsveitin kom heim frá Bret- landseyjum á miðvikudaginn, en þar hafði hún dvalið í tæpa tvo mánuði. Fyrst var hún í upptökum í Wales, en fór svo í tónleika- ferðalag um Bretland. „Upptök- urnar hófust í Wales 4. janúar og stóðu yfir fram í lok janúar,“ segir Gunnar Ragnarsson söngvari. „Svo fórum við á tónleikaferðalag og spiluðum á tónleikum í Skotlandi, Englandi og Wales. Þetta voru nokkuð margir tónleikar, ég er ekki alveg með töluna en þetta var alla- vega tveggja stafa tala.“ Tókst ætlunarverkið Gunnar segir að bæði tónleika- ferðalagið og upptökurnar hafi gengið vel, og að þetta hafi allt saman verið hið mesta fjör. „Við erum mjög ánægðir með upptök- urnar og okkur tókst að klára allt sem við ætluðum að taka upp. Núna eigum við bara eftir svona viku í hljóðblöndun, og þá er platan tilbúin,“ segir hann, en alls tóku þeir félagar upp ein 15 lög. „Við ætlum hins vegar ekki að nota þau öll, þetta verður líklega 11 eða 12 laga plata.“ Aðspurður segir Gunnar að á plötunni verði bæði nýtt og eldra efni. „Þetta elsta er alveg tveggja ára, þetta er sem sagt efni sem við höfum samið á seinustu tveimur ár- um,“ segir hann. Nafnlausa platan Það var upptökustjórinn Stan Kybert sem stjórnaði upptökum á nýju plötunni en 12 Tónar munu gefa hana út hér á landi. Ekki er hins vegar alveg víst hvaða fyr- irtæki muni gefa hana út erlendis. Gunnar segir að ef allt gangi að óskum muni platan koma út snemma í sumar. „Ég mundi segja í maí eða júní,“ segir hann, og bæt- ir því við að engar ákvarðanir hafi verið teknar varðandi nafn nýju plötunnar. „Allavega ekkert sem við viljum gefa út,“ segir hann í léttum dúr. Þrátt fyrir að vera nýkomnir úr tónleikaferðalagi um Bretlands- eyjar segir Gunnar að þeir muni fylgja plötunni eftir með annarri ferð um Bretland í maí. Engar ákvarðanir hafi hins vegar verið teknar um tónleika hér á landi, og því ljóst að aðdáendur Jakobín- urínu á Íslandi verða að kross- leggja fingur og vona það besta. Frumburðurinn varð til í Wales Hljómsveitin Jakobínarína er nýkomin heim frá Bretlandseyjum þar sem hún tók upp nýja plötu og fór að því loknu í tónleika- ferðalag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson heyrði í Gunnari Ragnarssyni, söngvara sveitarinnar, af þessu tilefni. www.myspace.com/jakobinarina Ljósmynd/Gareth Drake GUÐRÚN Kristjánsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum í Ásmund- arsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Guðrún hefur fengist við flatarafst- raksjónir úr landslagi og sökkt sér ofan í birtubrigði landsins í röð mynda þar sem sjóndeildarhringurinn, skil himins og lands eða hafflatar er myndefnið, auk mynda þar sem fjallshlíðarnar fylla upp í myndflötinn. Þær síðastnefndu hafa breyst ört frá því að skrá fleti í landslaginu og skafla í hlíðum yfir í munstur snjóa við leysingar, eins og segir í tilkynningu. Á þessari sýningu beitir hún öllum þessum aðferðum til að teikna heildstæða og umlykj- andi mynd, eins konar umhverfi, þar sem áhorfandanum er sökkt inn í veröld þessara veðurskrifuðu forma. Þessi skrift verður að vísu ekki lesin eins og bók en krefst þó vissu- lega eins konar læsis sem felst einmitt í þeirri samþættingu náttúrupplifunar og afstrakt hugsunar sem Guðrún ræktar með sér og hjálpar okkur til að skilja þegar við gaum- gæfum verk hennar. Sýningin stendur til 25. mars en þann 11. fer fram listamannaspjall þar sem Guðrún ræðir um verk sín og leiðir gesti um sýninguna. Í Arinstofu stendur yfir sýning franska listamannsins Etienne de France. Sýningin er hluti af frönsku menn- ingarhátíðinni Pourqui Pas? Af birtubrigðum og landslagi Morgunblaðið/G.Rúnar Myndlist Guðrún Kristjánsdóttir sýnir verk sín í listasafni ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.