Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigurbjörgÞórný Alfreðs- dóttir fæddist á Víkingsstöðum í Vallahreppi 25. apríl 1944. Hún andaðist á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Alfreð Magnússson bóndi og Guðrún Björg Þorsteins- dóttir og var Sig- urbjörg elst þriggja barna þeirra. Á Víkingsstöðum ólst Sig- urbjörg upp og tók þátt í bústörf- um og heimilishaldi. Skólaganga var í farskólaformi en síðan tók við nám í Eiðaskóla og Hús- mæðraskóla á Laugum. Árið 1966 giftist Sigurbjörg Þórhalli Eyjólfssyni. Þau settust að á Egilsstöðum og byggðu yfir sig að Bláskógum 6, en fluttu síð- ar að Laugavöllum 9. Börn Sig- urbjargar og Þórhalls eru: Ing- ólfur vélstjóri, f. 6.2. 1966. Var kvæntur Önnu Aðalheiði Arnars- dóttur og eiga þau 2 drengi, Arn- ar Þór, f. 1991, og Atla Grétar, f. 1994. Þau skildu. Sam- býliskona Ingólfs er Ólöf Björg Óladótt- ir. Magnús raf- eindavirki, f. 7.3. 1968. Var kvæntur Önnu Dóru Helga- dóttur. Þau eiga 2 börn, Agnesi Björgu, f. 1995, og Eystein Orra, f. 1997. Þau skildu. Brynja veit- ingastjóri, f. 19.5. 1970, sambýlis- maður Brynju er Páll Ingólfsson. Árið 1965 hóf Sigurbjörg störf hjá Þráni Jónssyni sem rak veit- ingasölu í Ásbíói á Egilsstöðum og síðar á Egilsstaðaflugvelli, og var það upphafið að ævistarfi hennar utan heimilis um 40 ára skeið.Síðustu 5 árin rak hún eigið fyrirtæki, Flugkaffi, af miklum myndarskap, allt þar til hún varð að láta af störfum vegna veik- inda. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, við trúum því ekki að þú sért farin frá okkur. Við áttum ekki von á að kveðja þig svona fljótt í lífinu. Það verður erfitt að takast á við lífið án þín og þú skilur eftir stórt tómarúm í lífi okkar. Úr æsku er margs að minnast, þið pabbi voruð dugleg að ferðast með okkur krakkana um landið og margar skemmtilegar útilegur voru farnar með gula tjaldið og gott nesti. Vinnustaður þinn, flugvöllurinn, bauð upp á margt spennandi. Við eigum margar skemmtilegar minn- ingar þaðan og oft var slegist um að fá að fara með þér í vinnuna. Þú varst alltaf til staðar og hvatt- ir okkur í gegnum okkar skóla- göngu og þegar erfiðleikar voru í lífi okkar. Þú sýndir svo ótrúlegt æðruleysi og styrk í veikindum þín- um. Aldrei kvartaðir þú þótt síð- ustu mánuðir væru þér erfiðir. Fjölskyldan var alltaf í forgangi í lífi þínu, og þú varst alltaf tilbúin að gefa af þér þannig að aðrir hefðu það gott. Þú varst sú besta mamma og amma sem við gátum hugsað okkur. Minningarnar um þig hverfa aldrei og vonandi getum við kennt börnum okkar allt það sem þú kenndir okkur. Elsku mamma, við kveðjum þig með djúp- um söknuði en við vitum að þú vak- ir áfram yfir okkur. Þín börn Ingólfur, Magnús og Brynja. Elsku Sibba, það er trú mín að allt í lífi manns hafi einhvern til- gang. Hver tilgangurinn er, er manni oft ekki ljóst, en hann hlýtur að vera ærinn þegar á einstaklinga eru lagðar byrðar og þrautir eins og þú hefur þurft að ganga í gegn- um síðustu mánuði. Það er líka trú mín að erfiðustu verkefnin séu lögð á styrkustu stoðirnar. Ég held að þetta sé ekki ólíkt því þegar byggt er hús: ef það á að vera stórt og voldugt þarf undir það tryggan og styrkan grunn. Þú varst, að öðrum ólöstuðum, ótvírætt styrkasta stoð- in í þinni fjölskyldu, bæði hjá þín- um nánustu sem og öðrum sem þér tengdust fjölskylduböndum. Verk- efni hvers dags leystir þú af æðru- leysi, mikilli samviskusemi og vand- virkni. Í öllum þínum ferðum suður vegna veikindanna komstu alltaf jafn hlý og glöð til okkar Brynju í Reynihvamminn. Gerðir lítið úr þínum þrautum þegar maður spurði þig, en svaraðir jafnan með ein- hverjum spurningum um hvernig okkur liði og gengi. Umhyggja þín fyrir þínum nánustu var ólýsanlega mikil og hlý og í raun ekki bara fyrir okkur heldur öllum sem þú umgengst. Þér þótti vænt um sam- ferðafólk þitt og þú naust mikillar virðingar allra sem til þín þekktu og sérstaklega var eftirtektarverð sú mikla virðing sem alltaf ríkti á milli ykkar Þórhalls. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna að Laugarvöllum 9, skarð sem allir eiga eftir að finna svo mikið fyrir. Okkar kynni voru ekki löng en þau voru einstaklega góð og það var gott að finna fyrir þinni vináttu og væntumþykju. Allt frá fyrsta degi fann ég að í þér bjó traust og metnaðarfull persóna, sem vildi hafa sína hluti á hreinu, eiga ekki óuppgert við nokkra sál og fresta ekki til morguns því sem hægt var að ljúka í dag. Þú stóðst sem styrkasta stoðin þar til að und- an fór að halla síðustu vikurnar og er það von mín að börnin þín þrjú og barnabörnin, sem og við hin sem þér tengdumst, nýtum okkur þá reynslu sem við fengum við að alast upp með þér og umgangast þig. Sú reynsla er okkur öllum dýrmæt og gott veganesti í framhaldinu sem þó verður allt öðruvísi en við von- uðum, því þú varst kölluð á fund þeirra sem öllu ráða, alltof snemma að okkur finnst. Við vitum hins veg- ar að þér er ætlað mikilvægt hlut- verk þar og erum þess fullviss að þú munt áfram vaka yfir fjölskyldu þinni sem þér þótti svo vænt um. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég bið góðan Guð að veita öllum þeim sem um sárt eiga að binda styrk og trú til þess að takast á við söknuðinn og varðveita þær góðu minningar sem við eigum um Sig- urbjörgu Alfreðsdóttur. Páll Ingólfsson Það er bara til ein amma Sibba, hún sem pakkaði okkur svo vel inn í sængina fyrir svefninn og hún sem stökk á hraðahindrunum á sín- um daglegu ferðum í Kaupfélagið. Alltaf gafstu þér tíma fyrir okkur, spilaðir og lékst við okkur og þar voru engin takmörk. Þú kenndir okkur svo margt með góðmennsku þinni og hlýju. Elsku amma, við getum aldrei þakkað fyrir allt sem þú gafst okkur og góðu minning- arnar verða geymdar þar til við hittumst aftur. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Agnes Björg og Eysteinn Orri. Elsku Sibba amma. Nú skilja leiðir, þú ert komin á betri stað og við sem eftir stöndum verðum að vera sterk og hugsa um allar góðu minningarnar og allt sem þú hefur gefið okkur. Þegar ég hugsa um þig eru allar hugsanir mínar jákvæðar. Þú varst einstök kona, sjálfstæð, góðhjörtuð, um- burðarlynd og hefur alla tíð verið mér mjög mikilvæg. Þegar ég bjó á Egilsstöðum var fallega, notalega heimilið ykkar afa alltaf eins og annað heimili mitt og Atla og okkur þótti afar þægilegt að koma í heim- sókn til ykkar. Ég held að þau séu óteljandi skiptin þar sem ég kom heim með þér eftir að við höfðum farið út á flugvöll og sofnað í þægi- lega sófanum ykkar eftir að þú hafðir gefið mér eitthvað gott að borða. Þetta hljómar kannski kjánalega, en það var alltaf bara svo gott að vera með þér og ég er afar þakklátur fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér síð- ustu sextán árin. Þegar ég hitti þig í síðasta sinn sagðir þú mér að vera alltaf duglegur og ég skal gera það, amma mín. Ég á eftir að sakna þín, Egilsstaðir eru öðruvísi án þín. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Arnar Þór Ingólfsson. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku Sigurbjörg mín. Nú ertu laus við allar þrautir og ert sofnuð svefninum langa. Ég trúi því að þú sért ekki farin neitt langt, að þú sért ennþá með okkur og það er mjög notaleg tilfinning. Þú varst svo mikill klettur í lífi fjölskyldu þinnar, glæsileg, hugrökk, dugleg og yndisleg mamma og amma. Ég kynntist þér fyrir þremur árum og urðum við fínar vinkonur þó að ólíkar værum enda áttum við það sameiginlegt að elska hann Ingólf son þinn. Hef þetta ekki lengra, þess þarf ekki. Þín verður sárt saknað af ástvin- um þínum, hvíl í friði. Ástarkveðjur frá Ingólfi. Ólöf Björg (Olla). Einstakur, lýsir fólki sem stjórn- ast af rödd síns hjarta, og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur, á við þá sem dáðir eru og dýrmætir, hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur, er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Og í dag kveðjum við elskulega mágkonu mína og vinkonu Sigur- björgu Alfreðsdóttur. Sibba var einstaklega dugleg og mikilhæf manneskja, gestrisin og hjálpsöm. Það var mikil gæfa fyrir Þórhall bróður minn að fá að ganga lífs- brautina með þvílíkri mannkosta- konu. Sú sameiginlega ganga átti bara að verða miklu lengri. En öll- um er okkur afmörkuð stund í þessari jarðvist, og sjaldan erum við sátt þegar stundaglasið tæmist. Það er ómetanlegt að hafa átt slíka vinkonu sem Sibbu. Sú hug- arró og það æðruleysi sem hún sýndi í sínu erfiða veikindastríði var einstakt. Það var tekist á við þessa þrekraun eins og annað sem að höndum bar á lífsleiðinni. En þetta verkefni var henni ekki ætlað að leysa. Við Benedikt erum svo heppin að hafa átt þau hjón að ferðafélögum til margra ára og í öllum okkar mörgu ferðum bar aldrei skugga á samskiptin. Í hugum okkar ríkir nú sár söknuður. Minningin er mild og góð man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði líka hinstu hvílu bjó. Dýrð sé yfir dánarbeði, Dreymi þig í frið og ró. (Bjarni Kristinsson) Við sendum Þórhalli og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um þessa frábæru konu lifir með okkur. Þórey og Benedikt. Elsku Sibba. Af hverju þú, af hverju þú, þetta er ég búin að vera að hugsa síðustu mánuði, af hverju þurfti Guð að fá þig svona fljótt til sín, af hverju gat hann ekki leyft þér að vera lengur hér, hjá öllum sem þótti svo vænt um þig. Hugur minn þessa dagana er fullur af minningum um allt það sem þú gerðir fyrir mig í gegnum árin, alltaf boðin og búin að aðstoða mig við uppeldið á ömmustrákunum þínum og alltaf var það meir en sjálfsagt að rétta mér hjálparhönd ef ég þurfti þess með. Fyrstu minn- ingar mínar um þig eru þegar ég kom vorið 1987 frá Akureyri keyr- andi á bíl sem Ingólfur átti og þurfti að ferja fyrir hann í Egils- staði vegna þess að hann fór beint úr skólanum og á sjóinn, ég tvítug að aldri og nýbyrjuð að vera með syni þínum og ekkert smá stressuð yfir því hvað ég ætti að segja þegar ég hitti tengdó í fyrsta skipti, en til dyra kom elskuleg kona sem dreif mig inn í kaffi og spjall við eldhús- borðið, síðan þá erum við búnar að drekka ófáa kaffibollana og spjalla saman í eldhúsinu á Laugarvöllum. Þú varst alveg einstaklega dugleg kona og féll þér sjaldan verk úr hendi. Hvað þú varst alltaf góð við ömmustrákana þína og lést þér svo annt um þá, alltaf tilbúin að gera allt sem þeir báðu ömmu um, hvort sem það var að fara í feluleik, leika hest og þeysast um gólfin á fjórum fótum með einn eða tvo pjakka á bakinu eða gefa eitthvað gott í gogginn og var ávaxtaskálin þar í miklu uppáhaldi. Að fá að gista hjá ömmu og afa var alveg toppurinn og allt sem því fylgdi. Elsku Sibba, ég gæti endalaust haldið áfram og rifjað upp, en læt þetta duga, þú varst mér yndisleg tengdamamma og hef ég saknað þín oft síðustu árin. Mér þótti svo vænt um það þegar þú hringdir um daginn þegar ég var nýkomin heim af fæðingardeildinni með litlu döm- una mína og þig langaði svo að hitta okkur og sjá hana og ömm- ustrákana þína. Vorum við búnar að ráðgera að hittast en svo veiktist þú svo mikið og komst ekki í bæinn en svona er víst lífið, ekki alltaf eins og við viljum hafa það. Elsku Þórhallur, þinn missir er mestur og votta ég þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem Kveðja frá fyrrverandi tengda- dóttur. Anna Aðalheiður Arnardóttir. Elsku Sibba frænka. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farin frá okkur. Ég vona svo innilega að þú sért komin á góðan stað og að þér líði vel. Það máttu vita að þín er sárt saknað og líf okkar verður aldrei eins án þín. Ég trúi því hins vegar að þú munir alltaf verða með okkur í anda og efast ekkert um að þú munir áfram sjá um þína. Betri frænku en þig er ekki hægt að hugsa sér. Það var alltaf svo hlýtt og gott að koma til þín í Laugavellina. Þar var maður alltaf svo velkominn og alltaf gafst þú þér nægan tíma til að spjalla um allt og ekki neitt. Þú áttir alltaf eitthvert gotterí að gefa litlum nammigrís og eru þær ófáar minningarnar sem ég á úr eldhúsinu þínu. Á grunn- skólaárunum var það mitt helsta tilhlökkunarefni að kíkja til Sibbu frænku í kaffi með mömmu eftir skóla. Mér fannst það einhvernveg- inn alveg nauðsynlegur hluti hvers dags áður en farið var út að leika með vinunum. Elsku Sibba, takk fyrir útileg- urnar, jólaboðin, flugvallarferðirn- ar, kaffibollaspjallið, hlýja nærveru og að vera alltaf svona góð. Að hafa átt frænku eins og þig eru algjör forréttindi. Þú varst dugnaðarforkur sem tókst því sem lífið bauð upp á hverju sinni með miklu jafnaðar- geði. Barðist eins og hetja við and- styggilegan sjúkdóm sem því miður á endanum hafði betur. Þegar ég hitti þig síðast vissum við báðar að við værum að tala saman í síðasta sinn og ég þakka guði fyrir það í dag að hafa fengið þessa stund með þér. Minningarnar um þig eru enda- lausar og allar svo fallegar, þær ætla ég geyma í hjarta mínu allt mitt líf. Þín Tinna. Elsku Sibba frænka. Minningin um þig er falleg og traust, svona eins og þú varst. Á æskuárunum var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og það var alltaf gaman að koma í Bláskógana. Margt var brallað og margir að leika sér en allir nutu sín því ekki var verið að hasta á eða banna heldur mættir þú okkur ávallt með einlægu umburðarlyndi, hlýju og glettni. Þá voru jólaboð ykkar systra skemmtileg og yndisleg og nú í seinni tíð, eftir að við vorum flutt að heiman, ómissandi hluti af jólunum. Okkur þykir mjög vænt um hvað þú fylgdist vel með okkur og veittir okkur athygli. Þannig vafðir þú okkur öll umhyggju alla tíð. Við munum sakna þín sárt en minninguna um þig geymum við í hjarta okkar. Elsku Þórhallur, Ingólfur, Magn- ús og Brynja megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Ása og Guttormur. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minningu þinni. (Sig. Friðjónsson frá Sandi) Það er með harm í hjarta að við kveðjum Sigurbjörgu Alfreðsdóttur eða Sibbu okkar eins og við köll- uðum hana. Fátt er mikilvægara í lífinu en að eiga góða nágranna, vini og sam- starfsmenn. Sibba vann hjá okkur hjónum í fjölda ára, við afgreiðslu í kaffiteríunni á Egilsstaðaflugvelli og síðar tók hún þar við rekstri. Aldrei bar skugga á samstarf okk- ar, þótt stundum hafi verið álag og annríki við afgreiðsluna. Víst er að margir flugfarþegar minnast henn- ar fyrir góða þjónustu og elskuleg- heit. Sibba var glæsileg kona og fríð sýnum. En það sem meira máli skipti var að hún var góð mann- eskja, ósérhlífin og hjálpsöm, elsku- leg í framkomu og trúr vinur. Störf hennar og vináttu fáum við seint að fullu þakkað. Vináttan náði einnig til barna okkar og þeirra fjölskyldna. Ef eitt- hvað stóð til í fjölskyldunni þá var kallað í Sibbu og Þórhall. Sibba var glöð í góðum hóp og gaman að njóta samvista við hana á gleði- stundum. Minnumst við margra slíkra stunda bæði hér heima og er- lendis. Í veikindum sínum stóð hún sig eins og hetja, studd af sinni góðu fjölskyldu. Við trúðum og báðum um að hún fengi sigrast á krabba- meininu, hinum illvíga sjúkdómi, Sigurbjörg Þórný Alfreðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.