Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG nefndi það eigi alls fyrir löngu við gamlan vin Ingvars Ás- mundssonar að þegar Fiske-mótið var haldið í Reykjavík vorið 1968 hefði varla nokkrum manni dottið í hug að bera Ingvar Ásmundsson saman við hálfguðina Mark Tai- manov og Wolfgang Uhlmann. Nokkrum áratugum síðar eða árið 2003 þegar heimsmeistaramót öld- unga fór fram á Ítalíu skaut hann þessum mönnum auðveldlega aftur fyrir sig og hafði þó Elli kerling ekki tekið af þeim meiri toll en eðli- legt gat talist. Ingvar kallaði mig á sinn fund vildi fá úr því skorið hvort hann, karlmaður um sjötugt, væri í framför. Við sátum góða stund yfir skákum hans úr þessu móti þar sem hársbreidd munaði að hann hreppti heimsmeistaratitill öldunga – ef ég man rétt þá dugði jafntefli í síðustu umferð – og er því var lokið kvað ég upp þann úr- skurð að sennilega væri um fram- för að ræða. Reiknigetan væri sennilega svipuð en þekkingin hefði aukist verulega, öryggið væri meira og hann væri að mestu laus við af- leikina sem stundum settu strik í reikninginn hjá honum. Hann hafði átt ágætt næði til að undirbúa sig tefldi látlaust á ICC, kom sér upp góðu safni gagna á tölvutæku formi og náði góðum tökum á byrjunum sem höfðu alltaf verið að vefjast fyrir honum. Skákferill Ingvars Ásmunds- sonar hófst eiginlega ekki að alvöru fyrr en hann var kominn undir fer- tugt. Þó hafði hann verið í fylking- arbrjósti þeirra ungu skákmanna sem komu fram upp úr 1950 en hvarf til náms og síðar til margra ára kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni. Hann tefldi alltaf af og til t.d. á Reykjavíkurmótinu 1964, á Ólympíumótinu í Lugano 1968 en lét þó aðra um sviðið. Árið 1973 var hann mættur til leiks á Ís- landsþinginu og varð efstur en tap- aði í einvígi um titilinn við Ólaf Magnússon, ári síðar varð hann aft- ur efstur og nú jafn Jóni Krist- inssyni. Þeir tefldu fjórar skákir og þegar enn var ekki komin fram nið- urstaða var dregið um það hver skyldi hljóta sæmdarheitið skák- meistari Íslands og hafði Jón heppnina með sér. En Ingvar var ekki að baki dottinn og 1979 varð hann Íslandsmeistari í skák, sá elsti sem hlotið hefur þann titil í fyrsta sinn. Sumarið 1978 stóð Jóhann Þórir Jónsson fyrir hópferð á World Open í Fíladelfíu. Ingvar blandaði sér strax í baráttuna um efsta sæt- ið. Í næstsíðustu umferð tefldi hann við Vitaly Zaltsman, fyrrum Sov- étmann. Við stóðum nokkrum ungir skákmenn á tröppunum og horfðum á sýningartjaldið í stóra skáksaln- um og vorum að velta fyrir okkur leiðum fyrir Ingvar þegar hann hristi fram úr erminni leikfléttu sem var ekkert annað en tær snilld. Þegar mótinu lauk deildi hann efsta sætinu með nokkrum öflugum stór- meisturum. Sá sem þessar línur ritar átti þess kost að ferðast með Ingvari og konu hans á fjölmörg mót. Stund- um gekk vel og stundum miður en hann hafði þá kannski orð á því hversu skemmtilegar skákirnar hefðu verið. Staðreyndin er sú að flestum finnst gaman að vinna en kveljast einhver ósköp þegar þeir sitja að tafli klukkutímunum sam- an. Því var ekki þannig farið með Ingvar. Í september 2001 hélt skáksveit Hellis til Krítar þar sem Ingvar náði frábærum árangri, 5½ vinningi af sjö mögulegum. Hann tefldi á Aeroflot-mótinu í Moskvu 2003 og á Evrópumeist- aramóti einstaklinga í Tyrklandi sama ár. Ingvar dró aldrei neina dul á það hversu gaman hann hafði að því að tefla. Efast ég stórlega um að nokkur Íslendingur hafi teflt jafn margar skákir og hann. Heimili hans og Guðrúnar, hans ágætu eig- inkonu, við Hringbraut og síðar í Breiðholtinu var fastur staður fyrir laugardagshraðskákmót og létu menn ekki heiðríkju og góðviðr- isdaga trufla taflmennsku. Það var líka teflt hjá Guðmundi Ágústssyni bakara og Braga Halldórssyni. Þegar Ingvari fannst halla á sig tal- aði hann stundum um að hann væri búinn að kenna mönnum of mikið og kvartaði yfir því hversu fljótir menn væri á klukkunni. Voru tekin upp ný tímamörk, 7 mínútna skák- ir. Eftir Ólympíumótið í Buenos Ai- res 1978 komu menn heim með hin- ar merku kúluklukkur og voru þær brúkaðar um nokkurt skeið. Á þessum stundum kynntist maður Ingvari best. Hann var mik- ill keppnismaður en ekki tapsár, höfundur ýmissa slanguryrða og hafði stundum yfir setningar sem maður reyndi ekki einu sinni að skilja: Pípagí og sjóræningjarnir ,“ eða „dómsdags dómaldið.“ Það brást raunar ekki að menn af hans kynslóð gátu yfirleitt svar- að fyrir sig með stuttum en hnit- miðuðum setningum: „Ég ber ekki snilld mína á torg,“ sagði einn góður skákmaður þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að tefla á fyrsta Lækjartorgsmóti Mjölnis. „Nei, ég man það. Fyrsta talan er gefin, sjö gengur upp í hinar töl- urnar,“ sagði hinn talnaglöggi Ingvar þegar Guðmundur Sig- urjónsson sem bjó í Hafnarfirði spurði hann hvort hann þyrfti ekki að skrifa niður símanúmerið sitt: 5 28 49. Vorið 1980 tefldi Friðrik Ólafs- son sýningarskák á Kjarvalsstöðum við ungan og efnilegan skákmann, Jóhann Hjartarson. Friðrik vann og þeir komu að því búnu til Braga Halldórssonar þar sem laug- ardagsmót stóð yfir og vitanlega var Kjarvalsstaðaskákin rædd. Jó- hann taldi sig hafa haft ágæta stöðu og sér hefði liðið alveg ágæt- lega. „Þetta hlýtur þá að hafa verið einhverskonar helfró,“ sagði Frið- rik og glotti. Á árunum í kringum 1960 rituðu Ingvar og Friðrik Ólafsson bókina Lærið að tefla. Þetta var ágæt bók fyrir byrjendur og bætti úr brýnni þörf. Í bókinni bregður m.a. fyrir mynd af hinni óútskýranlega fyndnu „óskastöðu“. Ingvar skrifaði um tíma fasta skákdálka í Alþýðu- blaðið, var oft með skákskýringar í sjónvarpi og hélt úti skákþætti í út- varpi ásamt Guðmundi Arnlaugs- syni. Það var ágætt jafnvægi með þeim, Guðmundi varð tíðrætt um meistarana fyrir stríð en Ingvar hélt sig meira við nútímann og leit- aði víða fanga. Nú eru þessir heið- ursmenn fallnir frá og sá tími liðinn er strætisvagnar hlykkjuðust um bæinn og farþegarnir gátu hlustað á útvarpsþáttinn Á hvítum reitum og svörtum áður en þeim var sturt- að út á næsta áfangastað. Óbilandi skákáhugi Ingvar Ásmundsson teflir á Skákþingi Íslands 2005 við Heimi Ásgeirsson. helol@simnet.is Helgi Ólafsson SKÁK INGVAR ÁSMUNDSSON 1934–2007 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTUM ríkissjónvarpsins sunnudags- kvöldið 25. febr- úar var birt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, for- mann Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs (VG). Viðtalið var afar merkilegt fyrir þær sakir að formaður VG „brúaði bilið“ yfir til þeirra sem hann hefur svo harkalega gagnrýnt. Hann taldi aðra flokka sýna „græn- an lit“ sem væri ánægjulegt og höfð- aði þar m.a. til forsíðu Morgunblaðs- ins. Formaður VG sagði orðrétt: „… það verði einfaldlega sterk póli- tísk staða til þess að stöðva allt sem ekki er búið að ákveða og setja af stað með einhverjum óafturkræfum hætti í vor.“ Persónulega fagna ég þessum orð- um formannsins. Ég álít þetta sigur fyrir þá sem standa að undirbúningi álvera við Húsavík og Helguvík ásamt stækkun álversins í Straums- vík. Þá eru þessi orð ánægjuleg yf- irlýsing fyrir Austfirðinga, þar sem ljóst er að framkvæmdir við álver Reyðaráls verða ekki stöðvaðar og Kárahnjúkastífla verður stæðilegur minnisvarði um það hvernig skyn- semin sigrar tækifærisöfgarnar. Af orðum formanns VG er ljóst að flokkurinn mun gera flest ef ekki allt til að komast í ríkisstjórn og þá lík- legast með Sjálfstæðisflokknum. Atriðin nítján sem VG-liðar hafa kynnt sem sín helstu mál eru engan veginn í takt við stórkallalegar yf- irlýsingar síðustu ára. Atriðin nítján má finna hjá flestum hinna flokk- anna. Stóriðjustoppið hans Steingríms er vitanlega bara brandari því þegar hann verður búinn að leyfa þá stór- iðju sem „búið er að ákveða eða setja af stað“ munu líða tugir ára þar til taka þarf slíkar ákvarðanir á ný. Hins vegar ber að fagna þegar menn og jafnvel heilu flokkarnir sýna skynsemi og virðist mér að VG sé að reyna að höfða til skynsem- issjónarmiða í stað öfga. Hvort það er trúverðugt rétt fyrir kosningar veit ég ekki. Formaður VG hefur einnig talað um glæstan árangur í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá undanskilur hann væntanlega Skagafjörð þar sem vinstri grænir biðu afhroð og var hafnað af kjós- endum. Ég verð að viðurkenna að þessi nýja hlið Steingríms og félaga í VG kom á óvart. Hingað til hafa þeir gert lítið úr þeim sem sýna skynsemi og vilja vinna eftir áætlun um vernd- un og nýtingu og hafa jafnvel kallað það hræsni. Steingrímur og félagar ætla hins vegar að leyfa allt sem bú- ið er að ákveða og komið er af stað. Hvað kallast slík stefnubreyting? GUNNAR BRAGI SVEINSSON, sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarfélaginu Skagafirði. VG ætlar ekkert að stöðva Frá Gunnari Braga Sveinssyni: Gunnar Bragi Sveinsson ÞAÐ voru þung spor sem Vest- firðingar urðu að stíga fyrir um 5 ár- um þegar ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæð- isflokks knúði þá til að láta Orkubúið sitt af hendi upp í skuldir, fyrst og fremst við op- inbera aðila eins og Íbúðalánasjóð. Orkubú Vestfjarða var ein af verðmæt- ustu samfélagseigum íbúanna. Þrátt fyrir dreifða byggð og miklar vegalengdir var raforkuverð til neytenda, heimila og fyrirtækja einna lægst á Vestfjörðum. Vegna hás hlutfalls eigin raf- orkuframleiðslu í fjórðungnum var Orkubúið ekki eins háð því og t.d. Rarik að kaupa raforku af Lands- virkjun á uppsprengdu verði til að standa undir stóriðjukostnaði Landsvirkjunar. Það var þungt fyrir Vestfirðinga að vera knúnir til að leiða bestu mjólkurkú sína heim í garð ríka mannsins, drottnara markaðs- hyggjunnar. Loforð svikin og orkuverð hækkar enn Miklir svardagar voru gefnir heimamönnum af hálfu forystu- manna Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks: Þjónustan yrði sú sama, raforkuverð myndi ekki hækka. Orkubúið yrði áfram sjálf- stætt og þjónaði fyrst og fremst hagsmunum Vestfirðinga. Raf- orkuverð átti að lækka með nýjum raforkulögum, markaðsvæðingu og hagræðingu. Raunin hefur orðið allt önnur. Nú berast boð um að Orkubúið hafi ver- ið skyldað til að stórhækka orkuverð frá 1. mars nk. til fyr- irtækja og heimila á Vestfjörðum og uppfylla þar með þær arðsem- iskröfur sem iðn- aðarráðherra Fram- sóknarflokksins gerir til fyrirtækisins. Áður var litið á raforkuna sem grunnþjónustu og lágt verð og góð þjónusta væru því í raun arðurinn til neytenda. Nú er það gróðinn, arðsemi fjár- magnsins, sem gengur fyrir öllu. Vestfirðingar og þjóðin öll sýpur seyð- ið af þeirri stefnu stjórnvalda. Vestfirðingar borga stóriðjutoll ríkisstjórnarinnar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá ríkisstjórninni um að leggja Orkubú Vestfjarða endanlega inn í Landsvirkjun til að „treysta eigna- stöðu hennar“ og þar með yrðu Vestfirðingar skyldaðir til að borga að fullu stóriðjutoll Landsvirkjunar: „Eignarhlutur ríkisins í Orkubúi Vestfjarða hf. og Rafmagnsveitum ríkisins hf. skal lagður til Lands- virkjunar sem viðbótar eigenda- framlag ríkissjóðs í Landsvirkjun fyrir 1. júlí 2007.“ Nái frumvarp rík- isstjórnarinnar fram að ganga verð- ur þetta stolt Vestfirðinga, Orkubú- ið, aðeins pappírsgagn í skúffu Landsvirkjunar. Með því að leggja bæði Rarik og Orkubúið inn í Lands- virkjun verður einfalt að setja einka- væðingu Landsvirkjunar á fulla ferð. Skilum Orkubúinu aftur til Vestfirðinga Þingmenn Vinstri grænna hafa staðið með Orkubúi Vestfjarða alla tíð. Við lítum á raforkuna sem grunnþjónustu og lögðumst gegn markaðs- og einkavæðingu raf- orkukerfisins. Við höfum afdráttarlaust lagst gegn því að afhenda Landsvirkjun Orkubú Vestfjarða og Rarik hf. Við krefjumst þess að Orkubúið fái að vera sjálfstætt opinbert fyrirtæki í forsjá Vestfirðinga sem ber hags- muni heimamanna fyrst og fremst fyrir brjósti. Nóg komið af einkavæðingu Við heitum á Vestfirðinga og landsmenn alla að standa með okkur þingmönnum VG gegn því að fórna Orkubúinu upp í skuldir Landsvirkj- unar vegna stóriðjunnar. Stöðva þarf áform stjórnvalda um að leggja Orkubúið og Rarik inn í Lands- virkjun og það á síðustu dögum rík- isstjórnar sem hefur þegar unnið stórtjón með einkavæðingu á al- mannaþjónustu landsbyggðarinnar. Orkubú Vestfjarða sett upp í skuldir Landsvirkjunar Jón Bjarnason skrifar um Orkubú Vestfjarða »Nái frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga verður þetta stolt Vestfirðinga, Orkubúið, aðeins pappírsgagn í skúffu Landsvirkjunar. Jón Bjarnason Hofundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.