Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Lár-usson fæddist á Gilsá í Breiðdal 23. mars 1921. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Sig- urðar voru Lárus Kristbjörn Jónsson, búfræðingur og bóndi á Gilsá, f. 31.5. 1892, d. 29.3. 1933, og Þorbjörg R. Pálsdóttir, hús- freyja á Gilsá, f. 11.12. 1885, d. 6.2. 1978. Systkini Sigurðar voru Stefán Ragnar, f. 6.5. 1917, d. 24.5. 1940, Páll, f. 20.1. 1919, d. 10.11. 1979, og Lára Inga, f. 16.2. 1924, d. 30.6. 2004. Hinn 18. desember 1947 kvænt- ist Sigurður Herdísi Erlings- dóttur frá Þorgrímsstöðum í Breiðdal, f. 4.4. 1926. Foreldrar hennar voru Erlingur Jónsson bóndi á Þorgrímsstöðum í Breið- dal, f. 22.10. 1895, d. 12.4. 1944, og Þórhildur Hjartardóttir hús- freyja á Þorgrímsstöðum, f. 4.10. 1897, d. 12.7. 1992. Börn Sigurðar kona Elena Björg Ólafsdóttir. 3) Stefán, f. 8.4. 1956. 4) Þorgeir, f. 8.4. 1956, unnusta Berglind Hrafnkelsdóttir. 5) Sólrún Þor- björg, f. 1.8. 1965, d. 27.5. 1974. Sigurður varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1943. Hann tók við búskap á Gilsá af Páli bróður sínum vorið 1948 og var bóndi þar ásamt eiginkonu sinni til árs- ins 1974, en þá ákváðu þau að draga sig að mestu út úr bú- skapnum af heilsufarsástæðum. Sigurður og Herdís bjuggu á Gilsá til ársins 1990 en þá fluttu þau í Egilsstaði. Sigurður var mjög virkur í félagsmálum í Breiðdal. Hann var m.a. hvata- maður að stofnun Rækt- unarsambands Breiðdals- og Beruneshrepps, Veiðifélags Breiðdæla, Sauðfjárræktarfélags Breiðdæla og Sláturfélags Suður- fjarða og var fyrsti formaður allra þessara félaga. Þá sat hann í hreppsnefnd Breiðdalshrepps samfellt í 28 ár. Hann átti sæti í stjórn Búnaðarfélags Breiðdæla í 33 ár, í stjórn Búnaðarsambands Austurlands í sex ár og var deild- arstjóri Kaupfélags Stöðfirðinga í um 20 ár. Útför Sigurðar verður gerð frá Heydalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. og Herdísar eru: 1) Lárus Hafsteinn, f. 6.7. 1950, maki Helga Pálína Harð- ardóttir, f. 30.5. 1952. Börn þeirra eru: a) Áslaug, f. 18.4. 1973, sambýlis- maður Ari Magnús Benediktsson. Börn hennar eru Andri Fannar Traustason, f. 2.11. 1992; Oddný Lind Björnsdóttir, f. 19.4. 1995; Rebekka Rán Björnsdóttir, f. 28.10. 1998; og nýfædd óskírð Aradóttir, f. 23.2. 2007. Dóttir Ara Magnúsar er Jóna María, f. 22.11. 1999. b) Hrafnkell Freyr, f. 7.6. 1977. 2) Erla Þórhildur, f. 24.4. 1953, maki Guðjón Ein- arsson, f. 12.5. 1949. Börn þeirra eru: a) Laufey Herdís, f. 13.11. 1976, d. 29.8. 2006, gift Hrafnkeli Elíssyni, börn þeirra eru Erla Viktoría, f. 20.7. 1999, og Elís Al- exander, f. 1.3. 2001. b) Sigrún Erna, f. 21.12. 1977, gift Þorsteini Frey Eggertssyni. c) Erlingur Hjörvar, f. 17.3. 1983, sambýlis- Sigurður föðurbróðir minn fæddist á Gilsá í Breiðdal, og ólst þar upp. Hann átti þar heima fram yfir miðjan aldur. Lárus faðir hans dó ungur frá konu og börnum. Mun Þorbjörg móðir hans hafa mótað lífsviðhorf hans meira en aðrir. Hún vildi enga með- almennsku þegar gengið var að við- fangsefnum daglegs lífs. Betra væri að láta þau vera en kasta til þeirra höndum. Sigurður frændi var fæddur til að verða bóndi. Í minningabrotum sem hann gaf út á bók fyrir mörgum árum gengur djúp þrá þess sem valið hefur hlutskipti bóndans eftir fram- gangi ræktunar og umbóta, til hags- bóta fyrir land og þjóð. Óður rækt- unarmanns til íslenskra sveita er eins og rauður þráður í gegn, þegar hann minnist æsku og hugsjóna ungdóms- ára sinna. Hann sýndi það síðar því- líkur eldhugi og afreksmaður í sínu fagi hann var. Fáir stóðu honum jafn- fætis í sauðfjárrækt og góðum bú- skaparháttum meðan honum entist þrek til. Sigurður var gæfumaður að eignast Herdísi Erlingsdóttur fyrir konu. Þeirra leiðir lágu saman í nær 60 ár, í blíðu og stríðu. Sigurður var ákafamaður til vinnu. Mér fannst oft að á hann rynni berserksgangur við erfiðisvinnu. Afköstin voru oft gífur- leg, hann hlífði sér hvergi. Því fór svo, að á miðjum aldri gaf heilsan sig. Starfsþrek dvínaði og langvarandi dvöl á sjúkrastofnunum varð hans hlutskipti, sem og Herdísar konu hans sem hafði ekki gefið bónda sínum eftir með fádæma afköst við bústörf og heimilishald. Heilsuleysi barna þeirra var þungur kross, og fráfall yngsta barnsins Sólrúnar, á barnsaldri, varð þeim hjónum und sem aldrei greri. Leitun var á samhentari hjónum en þeim Sigga og Dísu frá Gilsá. Þau báru lífsins byrðar saman, sem þó voru meiri og þyngri en hjá öðru fólki sem ég þekki. Mættu saman þungum örlögum, áttu líka sínar gleðistundir, voru ætíð samstiga eftir getu. Þau hjón hófu búskap á Gilsá vorið 1948. Ætlun þeirra var að bæta jörð og bú- stofn. Allt gekk það eftir. Sigurður var með póstferðir á vetrum, og síðar allt árið. Í fjarveru bónda síns sá Herdís um bústörfin og heimilið. Eftir að fyrsta barnið, Lárus Hafsteinn, var fæddur, var ég oft á Gilsá til að passa barnið, meðan konan sinnti bústörf- um. Sigurður sat í hreppsnefnd. Vildi hag Breiðdals sem mestan. Virkur í félagsmálum. Áhugasamur um íþrótt- ir. Stuðningsmaður ÍA. Fjárræktar- félagið átti hug hans og orku meðan kraftarnir entust. Óbilandi áhugi á ræktun og kynbótum sauðfjár. Leitað var eftir úrvalsfé, allt norður í Þist- ilfjörð. Sigurður nái þvílíkum árangri með ræktun afburða fjár, að landsat- hygli vakti. Ég minnist sýningar á Eg- ilsstöðum að hausti, þar sem frændi birtist stoltur með vörubílsfarm af hrútum og líflömbum. Ekki varð ann- að séð en stórbændur víða að stæðu í röðum með veskin í höndunum og vildu kaupa hrúta af frænda, og fengu þó færri en vildu. Þegar heilsu þeirra hjóna hrakaði enn meir fluttu þau frá Gilsá, og bjuggu sér heimili á Egils- stöðum, og undu sér vel þar, þegar heilsan leyfði. Við hjónin kveðjum góðan dreng að leiðarlokum, og biðj- um Guð að halda verndarhendi yfir þeim sem eftir standa í fjölskyldu Sig- urðar frá Gilsá, og þá sérstaklega Herdísi konu hans. Við hjónin áttum samverustund með frænda í haust. Blessuð sé minning Sigurðar Lárus- sonar. Stefán Lárus Pálsson. Þegar maður finnur sig knúinn til að tjá tilfinningar sínar eru orðin, sem við höfum lært, ekki alltaf fær um að rúma tilfinningarnar eða skila þeim eins og maður helst kysi. Tungumálið er aðeins einn máti tjáningar og þekk- ing manns á því nær ekki alltaf að gera manni kleift að ná utan um það sem í gegnum hugann fer. Þrátt fyrir þetta langar mig að minnast með nokkrum orðum afa míns Sigurðar Lárussonar sem lést föstudaginn 23. febrúar sl. Frá bernsku og fram á unglingsár var ég í stöðugu samneyti við Sigurð afa minn og Herdísi ömmu mína. Þar sem við bjuggum á sama heimilinu fram til ársins 1990 voru samveru- stundirnar margar. Við systkinin nut- um góðs af því að hafa afa og ömmu hjá okkur. Af þeim lærði maður margt til orðs og æðis og gat sótt til þeirra ráð og þekkingu til viðbótar þeirri sem foreldrar okkar veittu. Sigurður afi minn var ávallt með hugann við margvíslegustu mál. Hann fylgdist vel með og fátt var hon- um óviðkomandi. Þjóðmálin, málefni sveitarinnar sem hann unni svo mjög, málefni félaga sem hann starfaði fyr- ir, eða erindrekstur fyrir fjölskyldu, vini og sveitunga – allt brann á honum og alltaf var nóg um að vera. Afi var fasmikill maður og sagði skoðanir sín- ar umbúðalaust. Sumir samferða- menn hans áttu því ekki alltaf skap með honum en maður fann að hann naut virðingar þeirra sem kynntust honum. Hann var hreinskiptinn og ákveðinn og fylgdi því eftir sem hann tók sér fyrir hendur. Þessir eiginleik- ar ásamt víðtækri félagsmálareynslu urðu til þess að margir vinir hans og kunningjar, sem stóðu í einhvers kon- ar erindrekstri, leituðu til hans. Við slíkum bónum brást afi jafnan vel. En þrátt fyrir annirnar átti hann líka tíma aflögu til að miðla barnabörnum sínum af þekkingu sinni og fróðleik. Afi vakti aðdáun þeirra sem kynnt- ust honum fyrir eljusemi og dugnað þrátt fyrir erfiðleika og vanheilsu stóran hluta ævinnar. Sá styrkur sem hann sýndi jafnan þegar á móti blés var mótaður af æðruleysi og vissunni um að sterkur vilji geti skilað mönn- um yfir ótrúlegustu farartálma á lífs- leiðinni. Þrátt fyrir fötlun sína og veikindi var uppgjöf ekki að finna í huga hans og þar til veikindin helltust yfir, af meira þunga en við varð ráðið, hélt hann sínu striki og sinnti hugð- arefnum sínum og öðru sem þurfti að sinna. Það var ekki síst afi sem beindi huga mínum að sögu og bókmennt- um. Hann kunni reiðinnar býsn af vís- um og gerði sitt besta til að kenna okkur barnabörnunum margar þeirra. Sínum eigin kveðskap var hann síður að flíka þótt hann legði ávallt rækt við hann. Ljóðin hans geyma mörg hver sterkar tilfinning- ar, en hann kaus jafnan að halda þeim fyrir sig. Annað sem afi brýndi fyrir mér var virðing fyrir landinu sem hann vildi nýta með skynsamlegum hætti. Hann var fyrst og síðast bóndi sem vissi að til að landið gæfi af sér mætti ekki ganga á gæði þess. Það hefur verið mér mikill styrkur að hafa notið samvista við Sigurð afa minn og Herdísi ömmu mína, sem ég vona að ég eigi eftir að eiga fjölda góðra stunda með í mörg ár enn. Þeg- ar gefið hefur á bátinn í lífinu hefur það ávallt verið mér styrkur að hugsa til þeirra og þeirrar þrautseigju sem þau hafa sýnt í sinni lífsbaráttu. Þeg- ar maður hugsar til þeirra á erfiðum stundum fyllist maður virðingu og styrk og vandamálin verða smærri á eftir. Ég kveð Sigurð afa minn með sökn- uði en líka þakklæti fyrir að hafa feng- ið að njóta samvista við hann og læra af reynslu hans og því marga sem hann hafði að miðla. Megi minning hans lifa um langan aldur. Hrafnkell Lárusson. Sigurður Lárusson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VÍKINGUR HEIÐAR ARNÓRSSON, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram í Hallgrímskirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins s. 543 3724. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Víkingsson, Svana Víkingsdóttir, Ólafur Axelsson, Gísli A. Víkingsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Þóra Víkingsdóttir, Bjarni Jónsson, Arnór Víkingsson, Ragnheiður J. Jónsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Anton Jakobsson, Þórhallur Víkingsson, Rósa Björk Sigurðardóttir, Steingerður Gná Kristjánsdóttir og Karl Axel Kristjánsson. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, PÉTURS ÓSKARS INGVARSSONAR frá Skipum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir einstaka umönnun og hlýhug við hinn látna. Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Hannes Ingvarsson, Jón Ingvarsson, Sigtryggur Ingvarsson, Vilborg Ingvarsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, SVANHVÍT STEFÁNSDÓTTIR (DIGGA), Snorrabraut 75, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þór Tómas Bjarnason, Erna Stefanía Gunnarsdóttir, Björgvin Hansson, Erna Smith og barnabörn. ✝ Bróðir okkar, SVEINN EINARSSON í Lækjarbrekku, Hörðuvöllum 6, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 28. febrúar. Sigríður, Guðrún og Guðbjörg Einarsdætur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Strandvegi 43 A, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Selfoss fimmtudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Aðventistakirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 9. mars kl. 13.30. Jóhann Þórisson, Þórný Kristmannsdóttir, Erlendur Þórisson, Harpa Kristinsdóttir, Magnús Þórisson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Jón F. Steindórsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Stefánsson. ✝ Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, lést á líknardeild Landakots fimmtudaginn 1. mars. Sturla Pétursson, Ólöf Smith, Hjörtur Erlendsson, Heiðar E. Friðriksson, Linda Vigfúsdóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Halldór Norðquist, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.