Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 3. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 200 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 10–15 m/s en 3–8 m/s suðvestanlands. Víða rigning eða slydda en dálítil snjókoma eða él norðvestanlands. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C FULLTRÚAR fyrir þjóðhátíðarstemningu í Eyjum, sem hugðust setja upp 32 fer- metra þjóðhátíðartjald í Smáralindinni þar sem sýning undir yfirskriftinni Eyjan okkar hefst í dag, fengu ekki að slá upp tjaldinu vegna eldhættu. „Við ætluðum að fara að koma tjaldinu inn, en þegar ég hringdi í gær, fimmtudag, til að spyrja húsvörðinn hvort þeir gætu komið tjaldinu í geymslu til að við gætum flutt það á virk- um degi, sem er auðveldara, var okkur sagt að málin yrðu skoðuð, með tilliti til eldvarna,“ segir Helgi Ólafsson, fulltrúi þjóðhátíðarstemningar. „Daginn eftir var okkur svo tjáð að ekki væri við þetta kom- andi, samkvæmt ákvörðun stjórnenda í Smáralind og Eldvarnaeftirlitsins. Ég frétti það síðan að þetta myndi sleppa til ef við skærum toppinn ofan af tjaldinu og hefðum tvö slökkvitæki í þessum 32 fer- metrum. Þar sem þetta er tjalddúkur upp á ríflega 100 þúsund krónur leist okkur ekki of vel á tjaldskurðinn.“ Þeir sem standa að sýningunni voru leiðir yfir þessum málalokum og buðu fulltrúum þjóðhátíðar bás í Smáralind, sem þeir hafa sætt sig við. Fengu ekki að tjalda Á HEIMASÍÐU Bjarkar Guðmundsdóttur kem- ur fram að nýjasta breiðskífa hennar kem- ur út hinn 7. maí næst- komandi og að platan muni bera heitið Volta. Fjöldi tónlistarmanna leggur Björk lið á plöt- unni, meðal annarra Mark Bell úr LFO’s, Chris Corsano, trommuleikari Sonic Youth, og 10 radda íslenskur kvennakór. Áður hefur verið greint frá því að Antony Hagerty úr Antony and the Johnsons taki einnig þátt í gerð plötunnar. Hún skal heita Volta Björk Ný plata Bjarkar kemur út 7. maí TAP á rekstri fjölmiðla- og afþrey- ingarfélagsins 365 hf. nam 6.943 milljónum króna í fyrra. Árið áður var hagnaður félagsins 718 milljónir. Mest munar um gjaldfærðan kostnað vegna aflagðrar starfsemi sem nam 5.716 milljónum. Rekstrareiningar sem lagðar hafa verið af, en falla und- ir reglulega starfsemi ársins 2006, eru meðal annars NFS, DV og tíma- ritaútgáfa. Hagnaður 365 hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.552 milljónum króna í fyrra. Hagnaður félagsins af sölu á dreifi- kerfi ljósvakamiðla var hins vegar meiri, eða 1.586 milljónir. Dagsbrún var skipt upp í tvö félög á síðasta ári, 365 hf. og Teymi. Í des- ember var greint frá endurskipu- lagningu félaganna og höfðu þau þá bæði selt eignir og lækkað skuldir. Pósthúsið fært á núll í bókhaldi Í tilkynningu frá 365 hf. segir að ákveðið hafi verið að taka niður eign- arhlut félagsins í Pósthúsinu ehf., sem sér um að dreifa Fréttablaðinu. Eignarhluturinn, sem er um 37%, verður því færður á núll í bókhaldi. Jafnframt segir í tilkynningunni að stjórnendur félagsins standi frammi fyrir ákveðnum áskorunum í rekstri. Til að mynda hafi kostnaður við dreifingu Fréttablaðsins farið vaxandi á undanförnum misserum og líklegt sé að sá kostnaður eigi eftir að þyngjast eitthvað áfram. Unnið sé að hagræðingu á því sviði. Þá segir í tilkynningunni að í upp- hafi þessa árs hafi orðið sveiflur á auglýsingamarkaði og dregið hafi úr sölu á auglýsingamarkaði prentmiðla en salan hafi hins vegar aukist hjá ljósvakamiðlum. | 18 Óviðunandi uppgjör Forstjóri 365 hf. segir félagið hafa tekið á sig miklar af- skriftir vegna endurmats á verðmæti fjárfestinga Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STARFSMENN Samkeppniseftir- litsins framkvæmdu húsleit hjá fimm aðilum í ferðaþjónustunni í gærmorgun auk Samtaka ferða- þjónustunnar og lögðu hald á gögn vegna gruns um ólögmætt samráð. Um var að ræða skrifstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Heimsferðir, Terra Nova, Plúsferðir, Úrval-Út- sýn og Ferðaskrifstofu Íslands. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, var um eðlilegt og hefðbundið eft- irlit stofnunarinnar að ræða. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SAF, taldi Sam- keppniseftirlitið að meint lögbrot hefði falist í því af hálfu SAF að setja í fréttabréf leiðbeiningar um það hvernig farið væri að því að reikna matarverðslækkun út frá virðisaukaskattslækkuninni. „Það telja þeir trúlega brot á samkeppn- islögum,“ segir hún og kveður ekki hafa verið rætt á sínum tíma hvort það myndi orka tvímælis að setja þessi skilaboð í fréttabréfið. „Það eru allir að koma þessu á framfæri,“ bendir hún á. „ASÍ, Neytendasam- tökin og fleiri eru að koma því á framfæri að matur eigi að lækka um 6% og gos um 14%,“ segir hún er hún tilgreinir vsk-lækkunina. „Aft- ur á móti er þetta mjög flókið hjá veitingahúsunum vegna þess að á sama tíma fellur niður endur- greiðsla sem þau hafa haft. Við vor- um því með ákveðna formúlu fyrir hvern og einn. Þetta telur Sam- keppniseftirlitið vera lögbrot.“ Húsleit framkvæmd á ferðaskrifstofum Í HNOTSKURN »Á fjórða tug ferðaskrif-stofa eru aðilar að Samtökum ferðaþjónust- unnar. »Ekki er ljóst hvenærSamkeppniseftirlitið lýkur rannsókn á meintum samkeppnislagabrotum. »Samtök ferðaþjónust-unnar þverneita ólög- mætu samráði.  Ferðaskrifstofur grunaðar | 4 TVEIR ökumenn voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi eftir þriggja bíla árekstur sem átti sér stað á mótum Hring- brautar og Njarðargötu í Reykja- vík um hálfníuleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögregluvarðstjóra var þó um minniháttar meðsl að ræða en ekki lá fyrir vitneskja um bílbelt- anotkun. Tildrög slyssins voru þau að tveir bílanna komu hvor úr sinni átt eftir Njarðargötu og beygði annar inn á Hringbraut í veg fyrir bílinn sem kom á móti. Lentu þeir harkalega saman með fyrr- greindum afleiðingum auk þess sem þriðji bíllinn laskaðist þegar hinir lentu utan í honum. Slysa- rannsóknardeild lögreglunnar kom á svæðið til að afla gagna og er slysið nú til rannsóknar hjá um- ferðardeild lögreglunnar. Tveir bílanna sem mest skemmdust voru fluttir á brott með kranabíl enda óökufærir eftir áreksturinn. Lögreglan segir ekki mikið um árekstra á þessum stað. Gatnamótunum er stýrt með umferðarljósum og má ætla að rannsókn beinist m.a. að stöðu þeirra.Morgunblaðið/Júlíus Tveir slösuðust ÓSKAÐ hefur verið eftir því að sænska lágfargjaldafélagið FlyMe verði tekið til gjaldþrotaskipta og strax í gær var Sterling farið að fljúga á leiðum FlyMe innanlands í Svíþjóð og bjóða farþegum FlyMe afslætti og endurgjaldslausar ferðir með breyttri bókun. Hefur Sterling óskað eftir því að fá leigðar þær sex vélar sem FlyMe hef- ur verið með í rekstri. Pálmi Haralds- son, stjórnarformaður Northern Travel Holding, móðurfélags Sterl- ing, segir í Morgunblaðinu í dag að Sterling hafi þar til á miðvikudag í þessari viku verið í viðræðum um yf- irtöku á FlyMe. Ekkert varð af þeim áformum. „Staðan var einfaldlega svo slæm á félaginu að ég mat ástandið þannig að mun ódýrara væri fyrir okkur að gera þetta sjálfir. Þarna eru gríðarleg sóknarfæri fyrir Sterling,“ sagði Pálmi og undir það tekur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, í blaðinu í dag. Fons, eignarhaldsfélag Pálma og Jóhannesar Kristinssonar, átti 20% hlut í FlyMe þar til sl. haust að hann var seldur eftir ágreining við meðeigendur um flugreksturinn, að sögn Pálma. | 18 Sterling ætlar að leigja vélar FlyMe Sænska félagið í gjaldþrotaskipti ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.