Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 31 ytast bæði samfélag okkar mbandið sjálft og því eru ðanir um breytta stefnu r nú. Við höfnum því að Ís- hrekja sig til aðildar vegna dræða eða uppgjafar. Við ð skapa okkur örlög sem g frjáls þjóð,“ sagði Jón. Framsóknarmenn vera þá ast vera og að þjóðin gæti erkunum. „Við aðhyllumst samvinnu og þjóðlega fé- élagshyggja okkar er ekki r þjóðhyggja og á rætur í dinga fyrir þjóðfrelsi, end- framförum. Við leggjum eg, félagsleg og mannúðleg ginu. Við teljum mikilvægt sanngirni ráði úrslitum um ðin nýtur ávaxtanna af talífi og markaðshagkerfi jafnframt að markaðslög- úta mannúðlegum, siðferði- nningarlegum skilmálum, m manngildi ofar auðgildi,“ ætti við að hugsjónir Fram- s væru tengdar lífsbaráttu da segjum við gjarnan að ónir í vinnufötum.“ mikilvægi Framsóknar- skýrara ef horft væri til a flokka í að ryðjast inn á miðjuna. „Sem fyrr verðum við að að- greina okkur vel sem Framsóknarmenn í kosningabaráttunni. Stjórnarsamstarfið hefur gengið ágætlega en það liggur fyrir að áherslur stjórnarflokkanna eru ólíkar. Og ekki fer á milli mála að margt er til ágreinings milli okkar og annarra flokka. En bæði frá hægri og vinstri eru menn að laumast inn á miðjuna og blekkja fólk til fylgilags við sig með fagurgala,“ sagði Jón og taldi fylgi Framsóknar ráða úrslitum varðandi hvernig stjórn eða stjórnar- stefna verði hér á landi. Jón sagði Framsóknarflokkinn standa öðrum flokkum framar í að bjóða konum og ungu fólki forystuhlutverk. Hann sagði kynjahlutföll á framboðslistum fokksins vera næsta jöfn og flokkinn samanstanda af fólki af öllum stigum þjóðfélagsins. „Við höfum nú þegar náð árangri sem við óskum að aðrir nái einhvern tíma líka,“ sagði Jón og uppskar lófatak frá áheyr- endum. Jón lagði áherslu á að á Íslandi væri kraftmikið og vel menntað fólk sem sækti fram á öllum sviðum. „Við eigum að skapa ytri skilyrði til sóknar á öllum sviðum. Við sjáum gríðarlega möguleika í samfélagi framtíðarinnar, samfélagi jafnra tæki- færa. Við framsóknarmenn erum á leið- inni þangað – verið með okkur á miðj- unni,“ sagði Jón að lokum. t.a.m. vera áfram í eigu þjóðarinnar. „Þetta er önnur stefna en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur.“ Guðni sagði að færi Framsóknarflokk- urinn illa í komandi kosningum myndi upplausn blasa við. „Ísland er á grænu na,“ sagði Guðni og sagði r að það væri hættuleg og stöðvunar ef sósíal- éðu ríkjum í bæði Vinstri mfylkingu, kæmust til ri auðvitað hræðilegt ef ð svonefnda, fólkið, sem fir kaffibolla í snakki á næði hér völdum og gði Guðni. t umbótaafl álanna Morgunblaðið/Brynjar Gauti n hafa náð árangri í jafnréttismálum sem hann óski þess að aðrir nái karla í ríkisstjórn og jafnt hlutfall á framboðslistum. » Félagshyggja okkar er ekki sósíalísk heldur þjóðhyggja og á rætur í baráttu Íslendinga fyrir þjóðfrelsi, endurreisn og framförum. » Við framsóknarmenn leggjum ákaflega þunga áherslu á að staðið verði við það ákvæði í samstarfs- samningi ríkisstjórn- arinnar sem kveður á um sameign þjóðarinnar á auð- lindum. » Við höfnum því að Ís- lendingar láti hrekja sig til aðildar vegna einhverra vandræða eða uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur örlög sem metn- aðarfull og frjáls þjóð. ið kinn EFNAHAGSLEG velgengni Íra á síðustu tveimur áratugum hefur vakið heimsathygli. Eftir áralanga baráttu við þrálátt atvinnuleysi og hallabúskap náðu Írar góðum tökum á efnahagsmálum sínum undir lok níunda áratugar lið- innar aldar. Upp frá því hefur öflugur hagvöxtur lyft þeim í röð tekjuhæstu þjóða. Síðustu fimmtán ár- in hafa Írar náð meiri hag- vexti en nokkur önnur þjóð innan OECD. Hag- vöxtur hefur verið jafn og árviss frá aldamótum, á bilinu 4–6% ár hvert, og horfur eru óbreyttar að þessu leyti næstu árin. Það er sérlega athygl- isverður árangur. Bæði Írar sjálfir og aðr- ir sem fylgst hafa með málum nefna einkum tvennt sem skýrt geti írska efnahagsundrið, annars vegar aðild Írlands að Evrópusambandinu og evrusvæðinu og hins vegar reglulega samninga stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka. Þeir samningar kveða á um víðtækt samstarf um efnahags- og félagsmál sem Írar nefna Social Partnership og líklega mætti kalla þjóðarsátt- arsamstarf á íslensku. Um miðjan níunda ára- tug liðinnar aldar var Ír- land í kreppu, hneppt í fjötra efnahagslegrar stöðnunar, verðbólgu, við- skiptahalla, hækkandi skatta og sívax- andi skuldabyrði. Til þess að rjúfa þenn- an vítahring gerði ríkisstjórnin samkomulag við fulltrúa verkalýðs- félaga, vinnveitenda og frjálsra fé- lagasamtaka um endurreisn í efnahags- málum sem hrint skyldi í framkvæmd á árunum 1987 til 1990. Þetta var fyrsta þjóðarsáttaráætlunin. Síðan hafa verið gerðar fimm slíkar áætlanir sem vakið hafa mikla athygli. Írska þjóðarsátt- araðferðin við stjórn efnahags- og fé- lagsmála hefur gefið góða raun. Mikilvægur efniviður í þjóðarsátt- arsamningana er sérstakt yfirlit um ástand og horfur í efnahags- og fé- lagsmálum sem Efnahags- og félags- málaráð Írlands (National Economic and Social Council, NESC) gefur út á þriggja ára fresti í þessu skyni. NESC hefur starfað allt frá árinu 1973, en hlut- verk þess er að greina og lýsa meg- instefnumálum sem stuðlað geti að hag- kvæmri framvindu í þjóðarbúskapnum og félagslegu réttlæti. Á síðari árum hef- ur þjónustuhlutverk NESC við gerð þjóðarsáttarsamninga (Social Partners- hip Agreements) orðið æ mikilvægara. Tveggja áratuga þjóðarsáttarsam- starf hefur greitt fyrir því að víðtækt samkomulag næðist um forgangsröð í landsmálum. Það hefur lagt grunn að öflugum hagvexti, stöðugleika í opinber- um fjármálum, bættu skipulagi í þjóð- arbúskapnum og stórbættum lífskjörum almennings, bæði með lækkun skatta og hjöðnun verðbólgu. Þjóðarsáttin hefur haft í för með sér virkar samræður og samstarf aðila á ólíkum sviðum þjóðlífs- ins sem orðið hefur öllum til gagns. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því Írland var í efnahagskreppu á átt- unda áratugnum, en enn treysta Írar á þjóðarsáttina sem bestu leiðina til þess að takast á við vanda samfélagsins á líð- andi stund og í náinni framtíð. Síðasta þjóðarsáttarsamkomulagið hefur yf- irskriftina ‘Fram til 2016’. Þetta tíu ára samkomulag var birt um mitt ár 2006. Fram til 2016: Æviferilsaðferðin Þessi síðasta þjóðarsátt er athygl- isverð vegna þess meðal annars að þar er tekið með nýstárlegum hætti á þeim verkefnum á sviði efnahags- og félags- mála sem við er að fást á næstu árum. Athyglinni er beint að þeim vanda sem hver einstaklingur glímir við á tilteknu skeiði ævinnar. Í þessu felst að fjallað er sérstaklega um málefni barna, unglinga, fólks á starfsaldri, aldraðra og öryrkja. Rík áhersla er lögð á að samþætta að- gerðir á sviði efnahags- og félagsmála fyrir hvert æviskeið. Æviferilsaðferðin (life cycle approach) beinir athyglinni sérstaklega að nauðsyn þess að opinber þjónustu sé umfram allt sniðin að þörf- um einstaklinga, en ekki bundin af rótgróinni stofnanaskipan stjórnsýsl- unnar. Þessi aðferð kann að leiða til um- fangsmikilla breytinga á opinberri þjón- ustu, og meðal annars af þeim sökum þótti nauðsynlegt að ætla langan tíma til að framkvæma áætlunina eða heilan áratug. Viðfangsefnin eru ærin, því að tekjuskipting á Írlandi er ójafnari en í flestum öðrum hátekjulöndum. Írar eru til dæmis eftirbátar Norð- urlandaþjóða í jafnréttis- og félagsmálum. Því er skiljanlegt að ætla þurfi drjúgan tíma til þeirra brýnu félagslegu umbóta sem settar eru á oddinn í þessari síðustu þjóðarsátt. Í fyrsta kafla sam- komulagsins er fjallað um heildarstærðir þjóð- arbúskaparins og horfur tengdar þeim á árabilinu fram til 2016 og um helstu þætti í stjórn efnahags- mála. Þar er kveðið skýrt á um efnahagslegan stöð- ugleika, samkeppnishæfni atvinnuveganna og sjálf- bæran hagvöxt. Litið er á fjárfestingu í menntun og rannsóknum og stuðning við starfsmenntun og nýj- ungar í atvinnulífinu sem mikilvæga leið til framfara. Sama gildir um aðgerðir til þess að auka samkeppni á innanlandsmarkaði á öllum sviðum og umbætur í reglu- skipan atvinnulífsins til ein- földunar og aukins frjáls- ræðis um leið og hagsmuna neytenda sé gætt. Í öðrum meginkafla samkomulagsins er æviferilsaðkoman að efnahagslegum og félagslegum viðfangsefnum næsta áratugar kynnt til sögunnar. Þar er á at- hyglisverðan hátt sett fram umbótaáætl- un fyrir hvert æviskeið: barnsaldur, æskuár, starfsár og elliár, auk þess sem fjallað er sérstaklega um málefni ör- yrkja. Í áætluninni eru sett sérstök markmið tengd hverju æviskeiði og verkefni hins opinbera og annarra skil- greind svo að þeim megi ná. Æviferils- aðferðin setur einstaklinginn og við- fangsefni hans á hverju æviskeiði sem fremstu viðmiðun allra stefnuákvarðana í þjóðmálum. Þess er freistað að meta hver vandi steðji að einstaklingum á ólíkum tímum ævinnar og hverjum stuðningi þeir þurfi á að halda frá sam- félaginu til þess að sigrast á honum. Þannig fái þeir tækifæri til þroska og geti best notið hæfileika sinna. Í sérstökum hluta samkomulagsins er síðan fjallað um þróun launa á fyrstu ár- um gildistímans og settur tölusettur rammi um launabreytingar bæði á al- mennum vinnumarkaði og í opinberum störfum. Þessum launaramma er ætlað að tryggja í senn sanngjarnar kjarabæt- ur og stöðugleika í efnahagsmálum. Í þessum þætti samkomulagsins er einnig fjallað um margvísleg málefni sem tengjast launamálum, svo sem lág- markslaun, starfsmenntun á vinnustöð- um, viðbótarmenntun starfsfólks, lífeyr- ismál og æskilegt jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í írsku þjóðarsáttinni felst að aðilar á vinnumarkaði og fulltrúar frjálsra sam- taka á ýmsum sviðum taka þátt í mótun stefnu á breiðu sviði þjóðmála ásamt þingi og ríkisstjórn. Forsenda árang- urríks samstarfs er ekki síst sú að við sáttargerðina sé til fulltingis öflug stofn- un sem undirbýr samningana með rann- sóknum og tæknilegri útfærslu. Þessu hlutverki gegnir NESC og tengdar stofnanir. Í áranna rás hefur myndast net stofnana í kringum þjóð- arsáttarstarfið sem forsætisráðherrann, Bertie Ahern, kallar reyndar með nokkru stolti ‘þjóðarsáttarkerfið’ (Sys- tem of Social Partnership). Þjóðarsáttin hefur borið hróður Írlands víða. Vafa- laust má draga gagnlegan lærdóm af reynslu Íra í þessum efnum. Einkum virðist athyglisverð æviferilsaðferðin við mótun stefnu í efnahags- og fé- lagsmálum sem beitt er þegar Írar horfa fram til ársins 2016. Írska þjóðarsáttin Eftir Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson » Þess erfreistað að meta hver vandi steðji að ein- staklingum á ólíkum tímum ævinnar og hverjum stuðn- ingi þeir þurfi á að halda frá samfélaginu til þess að sigrast á honum. Höfundur er fv. bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, alþingismaður og ráðherra. Fjöldi ályktana liggur fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina en unn- ið verður í fjórum hópum. Fyrsti hópuirnn tekst á við málefni varðandi stjórn- arráðið, dómsmál, innflytjendamál og sveitastjórnarmál. Annar hópurinn fjallar um atvinnu-, mennta- og byggðamál. Þriðji hópurinn ræðir félags- og heilbrigð- ismál og sá fjórði utanríkis- og umhverf- ismál. Skýrari stjórnskipan „Framsóknarflokkurinn vill skýrari verka- skiptingu í Stjórnarráðinu. Verkaskipting ráðuneyta skal taka tillit til samfélags- og atvinnuhátta og áherslna ríkisstjórnar á hverjum tíma,“ segir í drögum að ályktun um stjórnarráðið þar sem lögð er áhersla á að ráðuneyti verði ekki fleiri en tíu. Þá er einnig lagt til að ráðherrar gegni ekki þingmennsku til að skerpa enn frekar skilin á milli framkvæmda- og löggjaf- arvalds. Efling sveitarstjórn- arstigsins Í ályktunum sem liggja fyrir þinginu er lögð mikil áhersla á að efla sveitarstjórn- arstigið og m.a. lagt til að heilsugæsla, málefni aldraðra og fatlaðra og fram- haldsskólar verði flutt til sveitarfélag- anna. „Sveitarstjórnarstigið á að vera sterkt og veita íbúum sínum fjölbreytta og öfluga nærþjónustu og stuðla að heil- brigðu samfélagi,“ segir í drögum að ályktun. Íslenskukunnátta lykill- inn að samfélaginu „Innflytjendur eiga að geta aðlagast ís- lensku samfélagi og nýta hæfileika sína til fullrar þátttöku í síbreytilegu samfélagi sem er stöðugri þróun. Kunnátta í ís- lensku er lykillinn að samfélaginu, en áherslu á íslenskumá þó ekki nota sem tylliástæðu til þess að skerða réttindi,“ segir í ályktun um málefni innflytjenda. Þar er jafnframt sagt að Íslendingar eigi að leggja sitt af mörkum við að bjarga flóttafólki frá hörmulegum aðstæðum í samræmi við alþjóðasáttmála og lagt til að atvinnuleyfi verið gefið út til ein- staklinga fremur en atvinnurekenda að því gefnu að viðkomandi hafi tryggt sér at- vinnu. Þá er lögð áhersla á að styrkja stöðu kvenna af erlendum uppruna, t.d. þegar skilnaður verður vegna heimilis- ofbeldis. Skólaskylda frá 5-18 ára Í ályktunum um menntamál er lagt til að skólaskylda hefjist við fimm ára aldurs og nái fram til 18 ára aldurs í samræmi við sjálfræðisaldur. Leikskólinn verði gjald- frjáls og samvinna leikskólakennara og kennara í yngri deildum aukin. „Auka þarf sveigjanleika grunnskólastigsins með einstaklingsmiðað nám að leiðarljósi þar sem hæfileikar hvers og eins fái notið sín. Kennslan skal mæta þörfum bæði innfæddra og aðfluttra Íslendinga. Tryggja þarf nemendum með annað móð- urmál en íslensku, allt frá leikskóla, kennslu í íslensku og aðlögun að ís- lensku samfélagi,“ segir jafnframt í álykt- un um grunnskólastigið. Þá er lögð áhersla á að allir geti lagt stund á fram- haldsnám og mælst til þess að skráning- argjald í ríkisreknum háskólum sé haldið í lágmarki og að Lánasjóður íslenskra námsanna tryggi fjárhagslegt öryggi lán- þega sinna. Á að tryggja fæðuöryggi „Íslenskur landbúnaður á áfram að fram- leiða holl matvæli fyrir íslenska þjóð með hóflegum kostnaði og tryggja með því eft- ir föngum matvælaöryggi og fæðuöryggi þjóðarinnar. Eitt markmið landbún- aðarstefnunnar er að treysta búsetu á landsbyggðinni. Þá er landbúnaðarstefn- unni ætlað að viðhalda mikilvægum hluta af menningararfleifð þjóðarinnar,“ segir í drögum að ályktun um landbúnaðarmál þar sem jafnframt er lögð áhersla á að gerð verði ítarleg athugun á kostnaði ís- lenskra búvara frá haga til maga og leita leiða til að lækka sem flesta kostn- aðarliði. Jafnrétti og 12 mánaða fæðingarorlof Þá liggja fyrir drög að ályktun um jafnrétt- ismál þar sem m.a. er lagt til að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði. „Tryggja þarf jafnan rétt kvenna og karla á öllum svið- um samfélagsins. Að einstaklinga eigi jafnan möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði,“ segir í drögunum. Helstu ályktanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.