Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Skýrslutaka af Stefáni H.Hilmarssyni, sem var end-urskoðandi Baugs á þeimárum sem ákæran í Baugs- málinu tekur til, fór í gær töluvert fram úr þeim tímamörkum sem hafði verið miðað við. Í brýnu sló milli hans og saksóknarans eftir að Stefán gagnrýndi harðlega rannsókn lög- reglu en Stefán sagði m.a. að hann hefði verið yfirheyrður 17 sinnum en aðeins einu sinni hefði „fagmaður“ verið viðstaddur, þ.e.a.s. annar end- urskoðandi. Í skýrslutökunni í gær lagði Stefán fram minnisblað sem Hreinn Lofts- son, stjórnarformaður Baugs, sendi honum og er dagsett 29. janúar 2002, þremur dögum eftir frægan fund Hreins og Davíðs Oddssonar, þáver- andi forsætisráðherra, í Lundúnum. Í minnisblaðinu spyr Hreinn m.a. hvort Baugur, Gaumur, Jón Ásgeir Jóhannesson eða Jóhannes Jónsson, hafi átt viðskipti við „Jón Gerhard eða fyrirtæki hans, t.d. Nordica, frá stofnun Baugs.“ Stefán sagði að ástæðan fyrir því að Hreinn spurði um „Jón Gerhard“ en ekki Jón Gerald (Sullenberger) væri sú að Hreinn hefði heyrt nafn hans hjá Davíð. Um þetta atriði hafa Hreinn og Davíð raunar talað í kross. Þannig bar Hreinn t.d. við skýrslutöku fyrir dómi á mánudag að hann hefði ekki heyrt minnst á Jón Gerald fyrr en á umræddum fundi í janúar 2002 en Davíð hefur á hinn bóginn sagt að hann hafi ekki heyrt nafn Jóns Ger- alds fyrr en eftir húsleitina í höfuð- stöðvum Baugs í ágúst 2002. Taldi lán vera ólögleg Stefán var endurskoðandi og með- eigandi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á árunum 1998–2002 og starf- aði að endurskoðun hjá Baugi allan þann tíma ásamt Önnu Þórðardóttur og fleirum. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur ríkissaksóknari, spurði Stefán einna fyrst út í greinargerð KPMG frá 17. maí 2002. Í greinargerðinni sagði Stefán að um 330 milljóna króna viðskiptakröfur Baugs á hend- ur hluthöfum um áramótin 2002 væru andstæðar hlutafélagalögum, en þarna átti Stefán við Gaum, Jón Ás- geir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson og Kristínu Jóhannesdóttur. Ákæru- valdið telur einmitt að þessar kröfur hafi verið ólögleg lán en því hafa Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, neitað. Stefán útskýrði þessa afstöðu sína þannig að á þessum tíma hefði leikið vafi á hvort sú staða sem þarna kæmi fram, væri í raun andstæð hluta- félagalögum. Til að taka af allan vafa hefði verið ákveðið að gera þessi mál upp. Hann hefði síðar komist á þá skoðun að þessi viðskipti stæðust hlutafélagalögin. Það skipti máli að á þessum tíma hefðu hluthafarnir verið að semja um uppgjör á skuldum við félagið og að ekki hefði legið fyrir verðmat á bréfum í Smáralind sem þeir ætluðu að nota sem greiðslu. Hann hefði því verið harðorður í greinargerðinni. Sá víxilinn í maí 2002 Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Jóhanna Waagfjörð sem hafði ver- ið fjármálastjóri Baugs í eitt ár áður en ríkislögreglustjóri gerði húsleit í ágúst 2002, hafði þegar húsleitin fór fram, ekki séð víxil upp á tæplega 337 milljónir sem Gaumur gaf út 20. maí 2002 en víxillinn var með gjalddaga 5. september sama ár, skv. áritun á víxl- inum. Stefán sagðist aðspurður hafa komið að því að reikna út upphæð víx- ilsins í maí 2002. Saksóknari spurði þá hvernig stæði á tölvupóstsending- um milli hans og Kristínar Jóhann- esdóttur þar sem fjallað var um út- reikninga á víxlinum í september, nokkrum dögum eftir húsleitina og sagði Stefán að Kristín hefði ekki haft þessa útreikninga og því óskað eftir þeim. Saksóknari spurði þá hvort það væri ekki þannig að víxillinn hefði verið útbúinn í byrjun september en því hafnaði Stefán og seinna í skýrslutökunni greindi hann frá því að Jón Ásgeir hefði sýnt honum um- ræddan víxil 23. maí 2002. Í svörum sínum gerði Stefán ítrek- að athugasemdir við rannsókn lög- reglu og urðu þær til þess að sak- sóknarinn spurði hvort hann hefði eitthvað almennt við rannsóknina að athuga. Stefán sagðist mjög ósáttur og benti m.a. á að um miðjan júlí 2004 hefði hann, að beiðni Arnars Jensson- ar, þáverandi aðstoðaryfirlögreglu- þjóns, fallist á að gefa nánari skýr- ingar á atvikum málsins. Arnar hefði þá afhent honum ítarlegt bréf frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra og skýrslu frá endurskoðend- um Deloitte sem hefði tekið 18 mán- uði í vinnslu og sagt að hann yrði að fá skýringar Stefáns innan einnar viku. Stefán sagðist hafa verið mjög upp- tekinn vegna starfa sinna og óskað eftir lengri fresti. Frestur hefði ekki verið veittur og hann hefði þurft að sitja undir hótunum Jóns H. Snorra- sonar, þáverandi yfirmanns efna- hagsbrotadeildar, um að hann yrði dreginn fyrir dómara ef hann skilaði ekki skýrslunni næsta dag. Hann hefði síðan skilað skýrslunni 21. sept- ember. Síðan hefði ekkert gerst fyrr en vorið 2005 þegar Arnar Jensson hefði kallað hann fyrir og verið mjög ósáttur, einkum við niðurlag greinar- gerðarinnar þar sem kom fram að Gaumur hefði tekið upphafsáhættu í viðskiptum til að draga úr áhættu Baugs og sagt að hann væri að ljúga. Hann hefði því daginn eftir boðað sig sjálfur í skýrslutöku hjá ríkislögreglu- stjóra til að sýna ummæli Jóns Ás- geirs um hið gagnstæða á stjórnar- fundi í maí 2002 um að Gaumur hefði í áranna rás tekið upphafsáhættu. Stefán sagði í gær að lögregla hefði ekkert mark tekið á greinargerð sinni en saksóknarinn spurði hvort hann kannaðist ekki við að tillit hefði verið tekið til þessarar greinargerðar í greinargerð sem Deloitte gaf út átta mánuðum síðar en á Stefáni var að heyra að hann væri alls ekki á því. Stefán gerði fleiri athugasemdir við rannsóknina, m.a. þá að lögreglumenn hefðu ekki haft þekkingu á bókhaldi og ekki skilið bókhaldsreglur og hug- tök. Sat ekki í súpunni Meðal þeirra tölvupósta sem Sig- urður Tómas vísaði til í gær var tölvu- póstur frá Tryggva Jónssyni til Jóns Ásgeirs frá árinu 2000 þar sem Stefán var sagður sitja í þeirri súpu að „lag- færingar“ hefðu verið gerðar á síðasta ársuppgjöri sem ætti að taka á nú. Þeir myndu samt ná árangri með hon- um og hægt yrði að toga og teygja. Stefán sagði að þarna væri vísað í ársuppgjör ársins 1999 og hann skildi ekki hvað þetta gæti átt við. Hann hefði í öllu falli ekki setið í neinni súpu. Stefán var einnig spurður um tölvu- póst frá Tryggva þar sem Tryggvi virðist vera að þrátta um hvort hagn- aður eftir árshlutauppgjör árið 2000, sem var tæplega 400 milljónir, yrði 10 milljónum hærri eða lægri og minnti Stefán á að reikningsskil væru ekki „nákvæmnisvísindi“ og það skipti Baug máli að talan væri frekar hærri en lægri. Stefán sagði að tölur í upp- gjörum gætu sveiflast töluvert til og frá, t.d. þegar verið væri að meta tekjutap. Í góðri reikningsskilavenju væri til hugtakið „ásættanlegt frávik“ sem tæki til þess hversu mikið frávik- ið mætti vera til að reikningar gæfu samt sem áður glögga mynd af rekstri félags. Árið 2000 hefðu mörk- in hjá Baugi verið 96,5 milljónir. Stef- án sagði ennfremur að árshluta- og ársreikningar Baugs á árunum 2000– 2001 hefðu ávallt gefið glögga mynd af rekstri félagsins. Ómögulegt væri að taka einstaka færslur út úr reikn- ingunum, heldur yrði að líta á reikn- ingana í samhengi. Stefán var töluvert spurður út í kreditreikninga frá Nordica og SMS í Færeyjum og taldi saksóknari m.a. að hann hefði orðið tvísaga í yfir- heyrslunni um hvort Jón Ásgeir hefði gefið skýringar á reikningnum árið 2001 eða 2002 en því hafnaði bæði Stefán og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Stefán sagði eðlilegt að kreditreikningur Nordica hefði verið færður á uppgjörstímabilið sem lauk 30. júní 2001, jafnvel þótt hann væri dagsettur 30. ágúst, enda hefðu tekj- urnar fallið til á fyrri hluta ársins. Þórður Már Jóhannesson, núver- andi framkvæmastjóri Gnúps en fyrrum forstjóri Straums, bar einnig vitni í gær og staðfesti hann að 100 milljóna lán sem Straumur veitti Baugi árið 2001 hefði verið vegna kaupa á veitingahúsakeðju í Svíþjóð. Þá kom Ragnar Þórhallsson, bók- haldari í verktöku hjá Gaumi, fyrir dóminn og sagði m.a. aðspurður að hann hefði ekki hugmynd um hverjir ættu Fjárfar, en hann sá um bókhald félagsins frá árinu 2000. Yfirheyrður 17 sinnum af lögreglu Morgunblaðið/G. Rúnar Endurskoðandi Stefán H. Hilmarsson sagði m.a. að ársreikningar Baugs á árunum 2000–2002 hefðu gefið glögga mynd af rekstrinum. „Reikningurinn gefur aldrei rétta mynd, heldur getur gefið glögga mynd,“ sagði hann. Í HNOTSKURN Dagur 15 » Þrjú vitni komu fyrir Hér-aðsdóm Reykjavíkur í gær. Skýrslutaka af Stefáni H. Hilmarssyni, endurskoðanda Baugs 1998–2002, stóð frá 9:15 til um 15:00, með hléum. » Stefán var ákærður í fyrriákærunni í Baugsmálinu sem var gefin út 1. júlí 2005 en var sýknaður í héraði og síðan í Hæstarétti í lok janúar. » Stefán er nú fram-kvæmdastjóri fjár- málasviðs Baugs Group (e. fin- ance and operations). » Saksóknari spurði m.a.hvort víxill sem notaður var til að gera upp reikninga Gaums hjá Baugi hefði verið gefinn út eftir húsleitina í ágúst 2002 en Stefán sagðist hafa séð víxilinn hjá Jóni Ás- geir Jóhannessyni í maí 2002. » Stefán sagðist ekki hafavitað af kauprétt- arákvæðum Óskars Magn- ússonar, Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar sem samið var um árið 1998 fyrr en fjór- um árum síðar. SAMTÖK verslunar og þjónustu lýsa yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun Alþingis að hafa óbreytt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á kjöti, kjötvör- um og ostum, en það þýði allt að 500 milljóna króna tekjur ríkissjóðs og stuðli að hækkun vöruverðs í land- inu, þar sem þetta fyrirkomulag sé ígildi tolla. Samtökin lögðu til í umsögn um frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum að hætt yrði uppboð- um á tollkvótum. Um tollígildi væri að ræða en það væri andstætt mark- miðum ríkisstjórnarinnar um lækk- un matvöruverðs. „Samtökin vildu að a.m.k. helm- ingi tollkvóta væri úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki, en afgangin- um síðan úthlutað til umsækjenda með hlutkesti. Með þessu móti hefði ríkið engar tekjur af kvótaúthlutun og stuðlaði ekki að hærra vöruverði. Jafnframt væri eðlileg dreifing tryggð á helmingi kvótans með því að miða við markaðshlutdeild þeirra smásala, heildsala og framleiðenda sem sækja um kvótann í viðkomandi vöruflokki og um leið tryggt að markaðsstarf þeirra nýttist. Hlut- kesti við úthlutun afgangsins tryggði hins vegar að nýir aðilar ættu sömu möguleika og hinir eldri á að fá toll- kvóta,“ segir í fréttatilkynningu af þessu tilefni. Skylt að endurúthluta Samtökin lögðu einnig til að bann- að yrði að framselja tollkvóta og að skylt yrði að endurúthluta ónotuðum tollkvóta og vildu með því koma í veg fyrir að framleiðslufyrirtæki sem njóta tollverndar byðu allhátt verð í kvóta og notuðu hann síðan ekki og héldu þannig uppi háu verði á við- komandi vöru. Fram kemur að tekjur ríkisins á síðasta ári af uppboðum á tollkvóta námu 178 milljónum króna og að ef nýr 770 tonna tollkvóti seldist á sama verði mætti gera ráð fyrir því að rík- ið hefði í tekjur allt að 500 milljónir króna af uppboðum á kvótanum. Þar væri um tollígildi að ræða sem stuðl- aði að hækkun vöruverðs. Þá var bent á að í Noregi væri svipuð aðferð viðhöfð við úthlutun tollkvóta og SVÞ væri að gera til- lögur um. „SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu lýsa mikilli óánægju með ákvörðun Alþingis að viðhafa óbreytt verklag við úthlutun toll- kvóta og undrast í ljósi málflutnings þingmanna þann boðskap sem í henni felst,“ segir ennfremur. 500 milljóna tekjur af tollkvótum SVÞ lýsa yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun Alþingis að hafa áfram uppboð á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti og ostum og segja það stuðla að hækkun vöruverðs í landinu Morgunblaðið/Jim Smart Tollkvótar SVÞ vill ekki uppboð á tollkvótum á kjötvörum og ostum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.