Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 41
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Árið 2006 hefur nú
kvatt, og þar með er
„gengin sérhver þess gleði og
þraut“. Það tilheyrir því minning-
unum einum. Bróðir minn, Gunn-
ar, kvaddi líka á enduðu því ári.
Líti ég eins og sjö og hálfan ára-
tug til baka rifjast upp tíminn er
við vorum að vaxa upp níu systkin
á Fossárdal í Berufirði, hann elst-
ur, ég fjórða í röðinni.
Þótt bærinn væri lítill og lífsbar-
áttan ströng fannst mér tilveran
Gunnar Guðmundsson
✝ Gunnar Guð-mundsson fædd-
ist á Eyjólfsstöðum í
Beruneshreppi 13.
febrúar 1922. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum 17.
desember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá
Djúpavogskirkju
29. desember.
traust og góð. Eins
var afstaðan til stóra
bróður míns. Þótt
hann væri stundum
stríðinn var hann
samt sá sem gætti
okkar hinna yngri og
honum mátti treysta.
Og árin liðu. Fyrr en
varir er Gunnar orð-
inn fullvaxinn maður,
búinn að fara að
heiman í skóla og
ýmiss konar vinnu, –
ég unglingsstelpa,
sem leit upp til hans,
þótt hann stundum vandaði um við
mig. Framhaldið var svo eins og
gengur. Við fundum okkur maka
og nú hófst „önn og strit“ við að
koma upp heimili og börnum.
Kona Gunnars var Sigrún Er-
lingsdóttir. Samhent og ósérhlífin
ráku þau myndarbúskap á jörðinni
sinni, Lindarbrekku, og ólu upp
börn sín, sex að tölu, við þá siði og
lífsviðhorf sem þau vissu best og
réttust, enda hafa þau svo sann-
arlega tileinkað sér mannkosti for-
eldranna.
Gunnar missti Sigrúnu sína að-
eins rúmlega fimmtuga. Börnin
voru þá orðin „stór“, farin að sjá
um sig sjálf. Og hvað tók nú við?
Honum var ekki að skapi að leggja
árar í bát – elli og einsemd fjarri
honum. Gunnar greiddi börnum
sínum móðurarfinn, fékk yngri
syninum í hendur jörð og bú, en
hélt eftir gamla bænum. Ungi
bóndinn hafði þá byggt sitt íbúðar-
hús rétt hjá hinu. Síðar giftist
Gunnar aftur góðri konu, Þórdísi
Guðjónsdóttur, sem einnig átti
mörg uppkomin börn. Þau bjuggu
sér hlýlegt heimili, önnuðust hvort
annað af mikilli alúð, glöddust
saman við að rækta gróðurhúsið
sitt, við lestur góðra bóka, og síð-
ast en ekki síst ferðuðust þau mik-
ið saman utan lands og innan.
Fjárhagurinn var nú rýmri og
tómstundir fleiri. Börnum hvort
annars sýndu þau vináttu og rækt-
arsemi. Enn var gott að koma að
Lindarbrekku og fá heitan kaffi-
sopa og koss á kinn. Mikil sam-
skipti og gagnkvæm vinátta ríkti
alltaf á milli heimila okkar Gunn-
ars.
Að lýsa Gunnari er varla á mínu
færi. Hann gat sýnst hrjúfur og
lokaður, en að baki bjó viðkvæm
sál, sem hvergi mátti vamm sitt
vita. Hann var aldrei heilsuhraust-
ur og mátti margoft gangast undir
stórar læknisaðgerðir, en það var
ekki hans að kvarta né gefast upp.
Síðastliðið sumar mátti hann lúta í
lægra haldi fyrir illvígum sjúk-
dómi. Síðustu vikurnar dvaldi
hann á sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um og dó þar aðfaranótt 17. des-
ember. Þökk sé því góða fólki sem
annaðist hann þar og þökk sé Þór-
dísi sem gaf honum með sér mörg
góð ár.
Ég sat oft hjá Gunnari stund og
stund þann tíma sem hann var hér
á Egilsstöðum í haust. Hann tók
þá gjarnan kaldar hendur mínar í
sína hlýju lófa, eins og áður frem-
ur veitandi en þiggjandi – og sagði
er ég kvaddi: „Skilaðu kveðju.“
Þeirri kveðju er hér með komið á
framfæri ásamt þökkum frá mér
sjálfri fyrir að hafa – að mér finnst
– þegið dýrmæta gjöf.
Guðrún.
✝ Þorvaldur Sig-urjónsson
fæddist í Núpakoti
undir Austur-
Eyjafjöllum 1.
október 1929.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Lundi
22. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðlaug Guðjóns-
dóttir frá Hlíð og
Sigurjón Þorvalds-
son frá Núpakoti.
Systkini Þorvaldar
eru Vilborg, f. 8.11. 1930, Guð-
jón, f. 9.9. 1931, Björn Sig-
urjónsson, f. 9.9. 1931, d. 9.7.
1976 Karl, f. 11.9. 1936 og Sig-
urður, f. 27.10. 1947.
Hinn 29.12. 1968 giftist Þor-
valdur Möggu Öldu Árnadóttur
frá Bíldudal, f. 21.4. 1936, d.
1.3. 2004. Þau eignuðust tvær
dætur. Þær eru 1) Hafdís, f.
2.12. 1968, gift Matthíasi Jóni
Björnssyni. Börn þeirra eru:
Kolbrún Magga, f. 9.6. 1987, í
sambúð með Bjarka Má Fjeld-
sted, Þorvaldur Björn, f. 26.2.
1991, Ingibjörg, f. 9.12. 1994 og
Sæmundur Örn, f. 27.10.2003. 2)
Guðlaug, f. 25.9. 1972, gift Árna
Gunnarssyni. Dætur þeirra eru:
Ásta Alda, f. 15.4.
1992, Jóna Þórey,
f. 4.11. 1994 og El-
ín, f. 21.9. 1998.
Dóttir Möggu var
Jóhanna Rannveig
Skaftadóttir, f.
21.4. 1962, d. 5.6.
2002. Börn Jó-
hönnu og Ævars
Hjartarsonar eru:
Lára Guðrún, f.
14.10. 1983, í sam-
búð með Villy Tor
Ólafssyni, Vigdís
Hlíf, f. 8.5. 1992 og
Jón Sigmar, f. 10.12. 1994.
Þorvaldur ólst upp í Núpakoti
ásamt systkinum sínum en 16
ára að aldri hóf hann vinnu við
gerð grjótvarnargarða við
Markarfljót. Þaðan lá leiðin til
Vestmannaeyja þar sem hann
vann bæði í landi og á sjó. Á
sumrin vann hann heima við bú-
skapinn og þegar faðir hans
lést árið 1959 tók hann við búi
og bjó þar með móður sinni til
1962 er hann tók alfarið við búi
foreldra sinna. Vegna veikinda
dvaldi Þorvaldur á Dvalarheim-
ilinu Lundi 22. frá árinu 2000.
Útför Þorvaldar verður gerð
frá Eyvindarhólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, það er komið að
skilnaðarstund og það að setjast
niður og skrifa minningargrein er
ekki það auðveldasta sem ég hef
gert. Þegar minningarnar þjóta um
hugann er það fyrsta sem kemur
upp það hversu skilningsríkur og
umburðarlyndur þú varst alltaf. Ég
man allar ferðirnar sem ég fór með
þér í dráttarvélinni um túnin þegar
þú varst að bera haug og þú söngst
alltaf hástöfum. Sjaldan fórstu að
heiman án þess að færa manni eitt-
hvað þegar þú komst heim aftur,
eins og til dæmis súkkulaðistykki
eða lakkríspoka eða jafnvel stangir
sem þú hafðir orð á hvort ekki gæti
verið gott að prófa að setja upp í
hestana – sem ég gerði og eru þær í
notkun enn. Eins man ég vel eftir
því þegar þú sendir mig lengst upp í
brekku til að sækja hana Blökk því
að hún væri borin og þegar ég var á
leiðinni niður beiðst þú í skjóli við
fjósið og hlóst og hlóst þegar hún
stökk hvað eftir annað í hnésbæt-
urnar á mér og ég fór á afturend-
anum meira og minna niður alla
brekkuna. Allt var þetta þó í góðu
gert og hlógum við oft að þessu
saman.
Það hvað þú varst alltaf glöggur á
að þekkja skepnurnar úr órafjar-
lægð fannst manni líka alltaf með
ólíkindum og fór ég margar ferðir
með þér að kíkja eftir þeim, alltaf
fannst manni það hin mesta þolraun
að fylgja þér eftir enda varst þú
alltaf í hinum allra bestu göngu-
skóm sem fyrirfundust, að þú taldir,
sem voru hinir einu sönnu hvítbotna
gúmmískór sem maður varla gat
staulast á yfir hlaðið heima til þess
að sækja mjólk en á þeim fórst þú
upp um alla hamra án þess að verða
fótaskortur hvor sem það var snjór
eða auð jörð. Þér leiddist ekki held-
ur að hjálpa manni í kringum hest-
ana og þú kenndir mér margt í þeim
efnum, hvernig átti að umgangast
þá. Sá allra besti hestur sem ég hef
átt er frá þér og það var hann
Glæsir sem þú sagðir eitt sinn þeg-
ar við vorum að gefa hrossunum síld
norðan við húsið að ég mætti eiga ef
ég gæti riðið honum, sem ég gat og
allar dætur mínar og fjölmargir
aðrir.
Eftir að ég og Árni fórum að vera
saman og bjuggum í Vík voru marg-
ar ferðirnar til ykkar í sveitina enda
vissu stelpurnar ekkert skemmti-
legra en að fara í sveitina til afa og
ömmu og fá að fara í fjárhús og
jafnvel inn í Dal í dráttarvélinni eða
að vera á hrútakerrunni, stundum
var jafnvel sofið á bakaleiðinni á
kerrunni þó að vegurinn væri nú
ekki beint góður. Þegar við fluttum
svo útúr og tókum við búinu var
gott að geta alltaf leitað til þín með
allar þær spurningar sem manni
brunnu á vörum í sambandi við bú-
skapinn og aldrei stóð á hjálpinni úr
neðri bænum þegar hennar var
þörf. Því miður varð veikinda þinn
alltof fljótt vart sem urðu á end-
anum til þess að þú varðst að fara á
Hellu þar sem vel var um þig hugs-
að og allt gert til að þér liði bæri-
lega. En það var samt svo ótrúlega
sárt að sjá þig bresta í grát þegar
maður kom í heimsókn til þín og
vita ekki beint hver ástæðan var en
þó að hún tengdist sjúkdómnum.
Verst var þó að vita ekki hvort þú
fyndir til. Samt fannst manni alltaf
gott þegar maður var búinn að
heimsækja þig þó að manni fyndist
það sífellt erfiðara og erfiðara að
horfa upp á það að þú gætir ekkert
bjargað þér sjálfur,sem varst vanur
því að vera sá allra nægjusamasti
maður sem ég hef nokkru sinni
kynnst. Með þessum orðum vil ég
kveðja gamansaman og góðan mann
sem var allra besti pabbi, tengda-
pabbi og afi.
Við kveðjum með þessari bæn
sem mamma kenndi stelpunum okk-
ar svo vel.
Nú er ég klæddur og komin á ról ,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Guðlaug, Árni, Ásta Alda,
Jóna Þórey, og Elín.
Elsku afi, þá ertu loksins laus
undan þeim þjáningum sem þessi
skelfilegi sjúkdómur lagði á þig. Þó
það sé óumræðilega sárt að kveðja
þig er jafnframt gott að vita að þér
líður ekki lengur illa. Nú ert þú
kominn til annarra heima og von-
andi búinn að hitta ömmu og Jó-
hönnu og alla þá sem þér þótti svo
vænt um og voru farnir á undan
þér. Þó að mjög vel hafi verið um
þig hugsað á Lundi þá vitum við
sem þekktum þig að á Núpakoti
vildir þú helst vera. Sveitin þín með
háu tignarlegu fjöllunum, bröttum
grasi grónum brekkum og allt fólkið
þitt sem þér þótti svo vænt um.
Þegar við komum í heimsókn til
ykkar ömmu varstu alltaf fljótur að
taka okkur í fangið, stakkst nefinu í
hárið okkar eða hálsakotið og lést
okkur sko vita hvað þér þótti af-
skaplega vænt um okkur.
Eftir að þú varðst veikur og
hvarfst okkur alltaf meira og meira
og persónuleikinn breyttist reyndi
mikið á okkur öll. Þú varst bóndi af
lífi og sál, sást alltaf til þess að dýr-
unum þínum liði sem best og þekkt-
ir t.d. kindurnar þínar þó þær væru
hátt uppi í fjalli og við sæjum bara
einhvern hvítan blett þarna uppi.
Að fá að fara með þér í fjárhúsin
var ekkert smáævintýri, sérstak-
lega um sauðburð, þú varst með allt
nákvæmlega niður skrifað í fjárbók-
ina þína og hafðir hana með þér á
ólíklegustu staði. Sennilega mest
lesna bókin á heimilinu.
Sumum þótti nú stundum nóg um
þegar þú varst á keyrslu um sveit-
ina með allavega annað ef ekki bæði
augun upp um allar brekkur að
fylgjast með fénu eða að horfa á
hesta einhvers staðar úti í móa,
okkur fannst það bara enn eitt æv-
intýrið með þér.
Hví drúpir laufið á grænni grein?
Hví grætur lindin og stynur hljótt?
Hví glampar daggir á gráum stein,
sem grúfi yfir dalnum þögul nótt?
Ég veit hvað þú grætur litla lind:
Langt er síðan hún hvarf þér frá;
hún skoðar ei framar fallega mynd
í fleti þínum með augun blá.
Ó manstu, þegar í síðasta sinn
hún settist grátandi á bakkann þinn
og tár hennar féllu í tæran straum?
Hún tregaði fölnaðan sumardraum.
Þá hvíslaðir þú að blómum bláum,
að birkihríslum og klettum gráum:
„Hún leiksystir okkar er komin að kveðja.
Með hverju megum við hana gleðja
í hinzta sinn?“
En blóm og steinar
og birkigreinar
hnípin þá mændu í augu hennar inn
og golan stundi
í grænum lundi:
„Nú kyssi ég vanga þinn í síðasta sinn.“
(Hulda)
Jæja, elsku afi, nú er komið að
kveðjustund. Minningarnar um þig
munu hlýja okkur um hjartarætur
alla tíð, takk fyrir allt og allt.
Guð varðveiti þig.
Þín
Kolbrún Magga, Þorvaldur
Björn, Ingibjörg og
Sæmundur Örn.
Ég sé Valda fyrir mér standa á
hlaðinu á Núpakoti í bláu buxunum,
jakkanum utan yfir köflóttu vinnu-
skyrtuna, með klút um hálsinn og
ullarhúfu efst á kollinum. Hendurn-
ar aftan við bak, örlítið boginn í
baki, japlandi á íslensku neftóbaki
og spýtandi annað kastið til hlið-
anna að sjálfsögðu við glymjandi
undirleik ríkisútvarpsins í fjósinu.
Úr bænum berst ilmur af ástar-
pungunum hennar Möggu.
Ég man svo vel röddina hans,
hvernig „Jæja væna“ hljómaði úr
hans munni. Man hvernig hann var
vanur að stríða mér með því að
grípa mig og nudda skegginu við
kinnar mínar, ég var að auðvitað
rauð og skeggrifin eftir en fannst
þetta samt alltaf jafn gaman. Best
man ég þó eftir Valda í kringum féð
heima. Alltaf smalaði hann með
okkur og vorum við stöllurnar sem
áttum að fylgja honum oft að undra
okkur á því hversu hratt karlinn fór
yfir, við ungar manneskjurnar
þurftum að hlaupa við fót til að hafa
við honum, honum sem smalaði
aldrei öðruvísi en á hvítsóluðum
gúmmítúttum! Það voru hans
smalaskór og á þessu arkaði hann
yfir bæði urð og grjót. Þegar á varð
á vegi hans snaraði hann sér úr
skónum, tróð ullarsokkunum í þá og
óð berfættur yfir með skóna í ann-
arri hendi, prikið í hinni og Dropu
svamlandi á eftir. Við hin reyndum
alltaf að finna stað þar sem minnsta
hætta væri á að við þyrftum að dýfa
tánum í jökulkalt vatnið. Valdi var
því gjarnan kominn langt á undan
þegar við loksins komum okkur yf-
ir.
Mér hefur oft orðið hugsað til
hans frænda míns síðustu árin,
hvernig hann sem alltaf var svo
brattur hefur verið fangi í sínum
eigin líkama. Dauðinn er ekki alltaf
okkar versti óvinur, hann getur líka
verið líknsamur. Kæri frændi, nú er
andi þinn í það minnsta frjáls. Ég
trúi því að nú loksins getir þú litið
til kindanna og nú eftir langa bið
getir þú aftur smalað með okkur.
Takk fyrir samfylgdina.
Elsku Guðlaug og fjölskylda,
Hafdís og fjölskylda og Jóhönnu-
börn, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Birna og Pétur,
Hvolsvelli.
Valdi frændi var samtengdur öll-
um upplifunum á veru okkar í
Núpakoti sem börn. Hann lést á
dögunum eftir langan og erfiðan
sjúkdómstíma, erfiðan tíma þar
sem getan til tjáningar hvarf og
setti mörk á öll samskipti hans við
umhverfið.
Við minnumst bernskuverunnar í
Núpakoti þar sem Núpurinn, sem
okkur þótti þá risastór, gnæfði yfir
bæinn og útihúsin og ótrúlegustu
ævintýrahugsanir urðu til í hugum
okkar. Við minnumst Valda og
sjáum hann fyrir okkur við búskap-
inn eða hestamennsku: grannvax-
inn, glottandi út í annað, álútan,
með klút um hálsinn, í gúmmískóm
og með buxnaskálmarnar gyrtar of-
an í sokkana og tóbaksklút í vasa.
Við sjáum hann líka fyrir okkur
liggjandi á eldhúsbekknum með
dagblað yfir andlitinu og kaffibolla
sér við hlið. Við minnumst ferða inn
í dal með Valda frænda, þar sem
þögn ríkti, burtséð frá náttúru-
hljóðunum frá fossinum, frá ánni
sem braut sér ýmsa farvegi eftir
árstíðum, frá fuglunum og húsdýr-
unum. Valdi gangandi í rólegheitum
með strá í munnviki og með hendur
fyrir aftan bak. Reglulega var
stoppað og rýnt upp í fjall eftir fé.
Við minnumst baðstofunnar hjá
Guðlaugu ömmu í Núpakoti, þar
sem bræðurnir Valdi og Bjössi
sváfu ásamt Sigga frænda. Þar
tikkaði klukkan hægar og sló dýpri
tón í andrúmi fyrri tíma. Nú eru
þau öll farnin á vit feðra sinna en
minningarnar um Núpakot og
veruna þar lifa áfram í hugum okk-
ar. Við minnumst líka Valda eftir að
Magga kom inn í líf hans og dætr-
anna þriggja sem skiptu hann allar
svo miklu máli.
Við kveðjum Valda hinsta sinni
en eigum minningarnar áfram.
Guðlaug Birna
og Stefán Karl.
Þorvaldur
Sigurjónsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýs-
ingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar