Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁSTÆÐA þessara skrifa er grein Jónasar Sigurðssonar oddvita Sam- fylkingarinnar í Mosfellsbæ er birtist í Morgunblaðinu 25. febrúar sl. og fjallaði um tengibraut í Mosfellsbæ. Í grein sinni rakti Jónas feril tengi- brautarmálsins á sinn hátt. Við lestur greinarinnar mætti halda að meiri- hluti sjálfstæðismanna og vinstri grænna hefði alls ekki tekið tillit til athugasemda og varn- aðarorða er fram hafa komið við undirbúning og lagalegan undanfara framkvæmda við tengi- brautina í Helgafells- hverfi. Fulltrúi Sam- fylkingarinnar rekur hvernig hann hefði staðið að málum ef hann hefði fengið að ráða og er vart hægt að skilja orð hans með öðr- um hætti en svo að þá heyrði umrædd tengi- braut inn í Helgafells- hverfið sögunni til. Hans eigin sögu. Það er svo sann- arlega ekki að ástæðu- lausu að Jónas hvetur fólk í grein sinni til að skoða feril málsins frá vorinu 2006, en það er einmitt sá tímapunktur þegar hann ákvað skyndilega að vera á móti framkvæmdinni. Ekki er ólíklegt að ætla að hann sem oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ hafi þá verið með stefnu- breytingu sinni að höfða til vænt- anlegra kjósenda vegna sveitarstjórn- arkosninganna sem fram fóru þremur dögum síðar. Fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á rannsóknum væri hins vegar verulega áhugavert að skoða aðkomu bæjarfulltrúans fram að umræddum bæjarstjórnarfundi í maí 2006, því allar ákvarðanir sem hann tók í nefndum og ráðum varð- andi Helgafellshverfið hljóta því að hafa verið óhugsaðar. Jónas hefur sem sé ekki áttað sig á því að tengi- brautin kæmi að lokum, sem eðlileg tenging við Helgafellshverfið. Mat á umhverfisáhrifum Í umræðunni undanfarnar vikur hefur meirihluti sjálfstæðismanna og Vinstri grænna verið sakaður um að leggja litla áherslu á umhverfismál og líta til mögulegra áhrifa framkvæmdanna á vist- kerfi Varmár og næsta umhverfi. Þetta er ósatt, enda hefur verið vandað til undirbúnings m.t.t. mögulegra umhverfis- áhrifa, hámarkshraði lækkaður á tengibraut- inni, brautin felld betur inn í landið og fjær Ál- fosskvosinni en fyrra skipulag gerði ráð fyrir. Mosfellsbær kannaði einnig lögum sam- kvæmt hvort fram- kvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Á 770. fundi bæj- arráðs Mosfellsbæjar þann 27. apríl 2006 var tekið fyrir erindi Skipu- lagsstofnunar sem sam- kvæmt lögum óskaði eftir umsögn Mosfells- bæjar varðandi tengi- braut í Helgafellsland. Umsögn Mosfells- bæjar sem send var Skipulagsstofnun: Umrædd tengibraut í landi Mosfellsbæjar er í samræmi við að- alskipulag Mosfells- bæjar 2002–2024 og er nauðsynleg forsenda fyrir uppbyggingu á Helga- fellslandi. Að fráveitumálum verður staðið þannig að ekki komi til aukinnar mengunar í Varmá frá tengibrautinni. Áhrif brautarinnar á náttúru munu vera í lágmarki. Uppbygging tengibrautarinnar í Mosfellsbæ mun fylgja uppbyggingu í landi Helgafells og er því gert ráð fyr- ir því að hún byggist upp í áföngum á næstu árum. Mosfellsbær telur því ekki að framkvæmdin muni hafa í för með sér þá umhverfisröskun að nauð- synlegt sé að fram fari mat á um- hverfisáhrifum vegna hennar. Afgreiðsla bæjarráðs frá 770. fundi var staðfest á 442. fundi bæj- arstjórnar þann 10. maí 2006, með öll- um greiddum atkvæðum og þar á meðal atkvæði Samfylkingarinnar Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum, en sú niðurstaða var kærð til umhverf- isráðherra. Umhverfisráðherra staðfesti nið- urstöðu Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum í desember 2006. Þróun byggðar við Varmá Hvað er átt við þegar talað er um þróun byggðar? Í Mosfellsbæ hefur ör uppbygging átt sér stað á und- anförnum árum og margir hafa kosið að flytja í bæinn og búa í nánum tengslum við ósnortna náttúru og fal- legt umhverfi. Útivistarperlan með- fram bökkum Varmár er okkur Mos- fellingum dýrmæt og svæðið mikið notað til útivistar, en þar hefur einnig ákveðin þróun átt sér stað. Skipulagi hefur verið breytt og fólki gefinn kostur á að búa í fyrrverandi sum- arhúsum við Varmá og hafa einnig verið skipulagðar nýbyggingar á auð- um lóðum. Þessu fylgja aðrar fram- kvæmdir eins og í fráveitumálum, þar sem verið er að tengja holræsi við lagnakerfi bæjarins í stað þess að veita skólpinu í Varmána. Álafosskvosin sjálf, sem byggð er á bökkum Varmár hefur þróast í íbúða- byggð í áranna rás og hafa íbúar sest að í húsum sem áður hýstu starfsemi ullariðnaðar. Það verður því einnig að teljast eðlileg þróun byggðar og nokkuð fyrirséð, að byggt sé upp hverfi sem verið hefur á skipulagi í áratugi eins og Helgafellshverfið. Fjölgun íbúa er ekkert óeðlileg og ekki síst þar sem horft var til þess að gera þetta nýja hverfi sem sjálfbær- ast. Með annan tveggja hliðstæðra grunnskóla, tvo leikskóla og hverf- isverslun, enda hefur alltaf ríkt þver- pólitísk sátt í bæjarstjórn um aukn- ingu íbúamagns og skipulag Helgafellshverfisins. Í ljósi þessa verða því upphrópanir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um óeðlilega íbúaaukningu í Helgafellshverfinu að teljast enn eitt undrið í þessu máli og afar ótrúverðugar. Tengibraut í Mos- fellsbæ og eðlileg þróun byggðar Herdís Sigurjónsdóttir skrifar um skipulagsmál í Mosfellsbæ » Svo virðistsem Jónas hafi ekki áttað sig á því að ákvarðanir hans leiddu til að tengibrautin kæmi að lokum, sem eðlileg tenging við Helgafells- hverfið. Herdís Sigurjónsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. GERA verður alvarlegar at- hugasemdir við forsendur og meg- inatriði samgönguáætlunar, sem Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra lagði fram á Alþingi 15. febrúar 2007. Áform samgöngu- yfirvalda, sem náðu kverkataki á skipulagi Reykjavíkur við upp- haf borgaralegs flugs í Vatnsmýri 1946, miða nú sem fyrr að því að höfuðborgin verði ekki of góð. Ásetningur sam- gönguráðherra að festa flugið í Vatns- mýri er gróf íhlutun í skipulagsrétt Reykvík- inga. Ásetningurinn er andstæður stefnu borgarstjórnarflokka, sem fengu 90% at- kvæða í Reykjavík vorið 2006 og í mót- sögn við ákvörðun kjósenda í Reykjavík vorið 2001, að flug skuli víkja úr Vatns- mýri fyrir árslok 2016. Frá stríðslokum hef- ur samgönguráðherra misbeitt illa fengnu valdi sínu með vaxandi þunga. Hann lítur fram hjá áhrifum flugs í Vatnsmýri á þróun höfuðborgarinnar þó flugið sé augljós orsakavaldur þess, sem farið hefur úrskeiðis í þróun byggðarinnar á lýðveldistímanum. Flug og borg Frá upphafi borgaralegs flugs 1946 hefur útþensla byggðarinnar verið hröð og stjórnlaus. Íbúatalan fjórfaldaðist en landþörfin fertug- faldaðist. Flugið kæfði gamla miðbæinn, splundraði byggðinni, kollvarpaði almenningssamgöngum og nærþjónustu, klippti á stofn- brautakerfið og dró úr umhverf- isgæðum. Yfir öllu Nesinu vestan Elliðaáa liggur skerðingarflötur flugvallarins í Vatnsmýri í 45 m hæð. Þaðan er runnin sú reykvíska „hefð“ að byggja ekki hátt. Af völdum flugsins þróaðist bíla- samfélag, sem á sér hvergi hlið- stæðu. Nú eru 700 bílar á hverja 1.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu en 400 í evrópskum borgum. Vægi stofnbrautanna í borginni óx og þar með jukust áhrif samgönguráðherra á skipulagið og á örlög borgarsam- félagsins. Áhrifin eru ógnvekj- andi og borgarbúar varnarlausir því þegar á reynir standa flestir borgarfulltrúar og þingmenn Reykvíkinga á hliðarlínunni að kröfu samgöngu- ráðherra og lands- byggðarafla í öllum flokkum. Tímasóun, mengun, óhóflegur kostnaður og aðrar af- leiðingar af vítahring bílasamfélagsins bitna á öllu mannlífi í borg- inni. Þessum afleiðingum fylgja lakari lífsgæði: Verri heilsa, svifryk, streita, hærri álögur, minni skilvirkni, hærra verð, lægri laun, veik- ara samfélag, lakari menntun, aukin ein- semd og einangrun, risminni menning, van- rækt börn og eftirlits- lausir unglingar, brenglað gildismat, vafasamar neysluvenj- ur o.s.frv. Tugþúsundum mannára af kjör- tíma borgarbúa, sem spara má ár- lega með skilvirkara borg- arskipulagi, væri betur varið til uppeldis og menntunar barna, til sköpunar, hvíldar, heilsuræktar, af- þreyingar og samskipta, til menn- ingar- og stjórnmálaþáttöku o.s.frv. Að festa flugvöll Fráleitt er í aðdraganda alþjóð- legrar samkeppni um skipulag í Vatnsmýri að samgönguráðherra reisi þar flugstöð fyrir 3.000.000.000 kr. til þess eins að festa flugið í sessi. Fyrir 300 milljónir má stækka núverandi flugstöð um 1.500–2.000 Svo höfuðborgin verði ekki of góð Örn Sigurðsson skrifar um skipulagsmál » Samgöngu-yfirvöld náðu kverkataki á skipulagi Reykjavíkur við upphaf borg- aralegs flugs í Vatnsmýri 1946 og misbeita illa fengnu valdi óvægilega Örn Sigurðsson FYRIR nokkrum árum flutti ég og fjölskylda mín til Svíþjóðar og bjugg- um þar um hríð, sem ekki er í frásög- ur færandi. En ég man hvað ég varð hissa þegar við vorum rétt búin að koma okkur fyrir, er bréf barst inn um lúguna frá tannlæknastofu ná- lægt heimili okkar. Þetta var ekki venjuleg auglýsing. Í bréfinu var sagt frá því að okk- ar væri vænst ákveðinn dag á tannlæknastof- una með börnin okkar og vorum við beðin að láta vita ef tíminn pass- aði ekki. Við kímdum yfir nákvæmni sænska kerfisins sem fylgdist svona vel með okkur, og mættum síðan með börnin eins og okkur var uppálagt. Það gerð- ist svo sem ekkert merkilegt þarna á tannlæknastofunni og börnin héldu brosandi frá tannlækninum, enda þurfti ekkert að bora. En það merki- lega við þessa heimsókn fyrir Íslend- ing var, að það þurfti heldur ekkert að borga. Tannlæknaþjónusta er sem sagt ókeypis fyrir börn og unglinga allt að 18 ára aldri í Svíaríki, og reyndar einnig fyrir öryrkja og ellilíf- eyrisþega. Hið sama gildir á hinum Norðurlöndunum. Nema hér á Ís- landi! Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heyrði fréttir af því að tannheilsa barna og unglinga væri mun verri á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ástæðurnar eru án efa margar eins og t.d. óhófleg gosneysla barna og unglinga hér á landi. En ætli ein stærsta ástæðan fyrir slakri tannheilsu barnanna okkar sé ekki hinn óheyrilegi kostn- aður sem fjölskyldur þurfa að bera af heim- sókninni til tannlækn- isins, því aðeins um 50% af kostnaðinum við tannlækningar barna og unglinga hér á landi fást endurgreidd. Tala nú ekki um ef fara þarf út í kostnaðarsamar aðgerðir eins og tannréttingar sem geta sett fjárhag fjölskyldunnar á hvolf. Tann- réttingar geta hlaupið á hundruðum þúsunda. Aðeins ein föst upphæð er greidd frá ríkinu vegna tannréttinga. Tannréttingar barna og unglinga eru að sjálfsögðu ókeypis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Af hverju er ástandið svona hér á landi? Jú, af því að við, fjölskyldur þessa lands, látum stjórnvöld bjóða okkur upp á það, án þess að gera neitt í málinu. En nú er tækifæri til breyt- inga. Það eru kosningar í vor. Nú ættu foreldrar að sammælast um að kjósa aðeins þá flokka til setu á Al- þingi sem vilja taka upp hætti Norð- urlandaþjóðanna og bjóða börnum, unglingum og ellilífeyrisþegum ókeypis tannlæknaþjónustu. Ókeypis tannlækningar fyrir börn og unglinga Þórhallur Heimisson fjallar um tannlæknaþjónustu Þórhallur Heimisson »Nú ættu foreldrar aðsammælast um að kjósa aðeins þá flokka til setu á Alþingi sem vilja taka upp hætti Norðurlandaþjóðanna og bjóða börnum, ung- lingum og ellilífeyr- isþegum ókeypis tann- læknaþjónustu. Höfundur er prestur. FYRIR nokkrum vikum skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðið vegna ummæla Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar, í garð starfsmanna lögreglu og ákæruvalds þar sem þingmaðurinn fullyrti að lögregla og ákæruvald væri handbendi Sjálfstæðisflokksins og vinnubrögð í samræmi við það. Áður hefur sami stjórnmálamaður haldið því fram að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð við rannsókn til- tekinna mála. Þeir aðilar sem hafa innsýn og þekkingu á störfum lögreglu vita að slíkar fullyrðingar eru rakalaust þvaður, enda unnið af fagmennsku á öllum sviðum innan lögreglu. Að undanförnu hefur mikið borið á sleggjudómum og persónulegum árásum í garð nafngreindra starfs- manna lögreglu og ákæruvalds í tengslum við rannsókn og saksókn í Baugsmálinu. Fyrirfram mætti ætla að slíkur áróður hefði áhrif á traust almennings í garð lögreglu. Það var því sérstaklega ánægju- legt að sjá niðurstöður könnunar sem Capacent-Gallup gerði fyrir skemmstu. Niðurstaða könnunar- innar er að traust almennings í garð lögreglu er mikið og stöðugt og mælist næst mest á eftir Há- skóla Íslands, eða 78%. Athyglisvert var jafnframt að sjá að í sömu könnun kemur fram að þjóðin hefur aldrei áður borið minna traust til Alþingis. Gæti ver- ið að ítrekaðar órökstuddar og ósannar fullyrðingar einstakra þingmanna um spillingu innan réttarvörslukerfisins dragi veru- lega úr trausti almennings í garð Alþingis? Páll E. Winkel Mikið traust í garð lögreglu Höfundur er yfirmaður stjórn- sýslustoðar ríkislögreglustjóra. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.