Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 2
FEBRÚARMÁNUÐUR nýliðinn var óvenjusólríkur og hafa ekki mælst jafnmargar sólskinsstundir í febrúar og nú frá árinu 1947, að því er fram kemur í yfirliti frá Veðurstof- unni. Sólskinsstundirnar mældust 126 og er þessi febrúarmánuður sá þriðji sólríkasti frá því reglulegar mæling- ar hófust árið 1923. Þá var úrkoma á landinu einnig óvenjulítil. Úrkoman í Reykjavík mældist 44 millimetrar, sem er um 61% af meðalúrkomu mánaðarins, en um 40% mánaðarúr- komunnar féllu á einum degi. Úr- komudagar í Reykjavík voru einnig óvenjufáir eða tíu talsins en þeir eru að jafnaði átján í febrúar. Úrkomu- dagar hafa ekki verið jafnfáir í febr- úar síðan 1977, en þá voru þeir aðeins fimm. Þurrt var einnig á Akureyri og mældist úrkoman þar 24 mm sem er 56% meðalúrkomu, en úrkomudagar voru þar fimmtán talsins. Fram kemur einnig að hiti í Reykjavík var 0,3 stigum ofan með- allags og mældist 0,7 stig. Þá var meðalhitinn á Akureyri –2,1 gráða og hitinn var 0,9 stig á Höfn í Hornafirði. Frost á Hveravöllum mældist 6,3 stig að meðaltali og er þetta kaldasti febr- úar á landinu frá árinu 2002. Veðurstofan segir að tíðarfar í landinu í mánuðinum hafi verið hag- stætt, mjög snjólétt um mikinn hluta landsins og færð á vegum góð. Febrúar óvenju sól- ríkur sunnanlands Úrkomudagar voru fáir eða tíu en eru að jafnaði átján 2 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag lesbók Í Lesbók Morgunblaðsins24.2. sl. birtist ljómandigóð grein eftir ÞröstHelgason undir heitinu Margt skrýtið í kýrhausnum og fjallar um bók mína, Maddömuna með kýrhausinn, og þá einnig um grein dr. Vésteins Ólasonar um þá bók í Tímariti Máls og menn- ingar 2007.1. En bók mín fjallar um Völuspá. Ég þakka Þresti Helgasyni fyr- ir línurnar í Lesbók. Þar má lesa ýmislegt skrýtið, flest sótt í grein dr. Vésteins. Kannski er það skrýtnast, að báðir fjalla þeir um aðferð mína við að meðhöndla Völuspá, en hvorugur lætur þess getið í hverju hún er fólgin. Þá verður það allra skrýtnast, að lát- ið er koma til álita, hvort aðferð mín hafi verið í tízku þegar bókin kom fyrst út fyrir nær hálfri öld. Og skrýtið er það vegna þess, að enda þótt meira hafi verið skrafað og skráð um Völuspá en tölum tæki, hefur mín aðferð aldrei ver- ið notuð fyrr né síðar en á vegum Maddömunnar með kýrhausinn. Svo erfitt væri að eyrnamerkja hana undir einhverja tiltekna tízkusveiflu. Ég mun áður langt líður klóra nokkrar línur á blað um ágæta grein dr. Vésteins Ólasonar og sækja um rúm handa þeim í sama tímariti og hann hefur kosið, ef ég gegn öllum líkindum held áfram að blása úr nös örlitlu lengur en orðið er. Í tízku Helgi Hálfdanarson Laugardagur 3. 3. 2007 81. árg. JÁTNING MICKS JAGGERS MARIA KODAMA, EKKJA JORGES LUIS BORGES BREIÐIR ÚT ORÐSTÍR STÓRU ÁSTARINNAR Í LÍFI SÍNU » 3 Hann er skrautlegur og gefur undarlegar yfirlýsingar » 7 Mugison Ég er ekki með fimm ára áætl- un – ég læt hlutina bara gerast. Ég sendi til dæmis tölvupóst til tveggja vina minna í bransan- um og spurði þá hvar væri best og ódýrast að framleiða plötur. Þeir svöruðu um hæl og Mýrin fór í fram- leiðslu. Ef fólk er sjálft að pæla í þessu þá get- ur það bara sent mér eða Rúnari Júl tölvu- póst og fengið ráð. Ég er bara trillukarl sem tekur einn dag í einu. » Þraut Hvað eru axirnar margar? Lausn aftast. laugardagur 3. 3. 2007 börn LÆRÐU AÐ GERA BÁT FYLGDU LEIÐBEININGUNUM, SKOÐAÐU MYNDIRNAR OG ÆFÐU ÞIG Í BRÉFBÁTAGERÐ >> 3 Dýraorðaleit í verðlaunaleik vikunnar » 2 Breiðnefur er svo mikið furðudýr að fyrst þegar vís- indamenn sáu hann trúðu þeir varla sín- um eigin augum. Breiðnefurinn hefur loðinn feld, gogg eins og önd, sundfit milli tánna og verp- ir eggjum þó að hann sé spendýr. Úr bókinni Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson. Breið- nefur Bræðurnir Máni Borgarsson, 10 ára, og Steinn Borgarsson, 7 ára, eiga ótrúlega ferðareynslu að baki þrátt fyrir ungan ald- ur. Þeir hafa komið til 27 landa og er það örugglega meira en flestir Íslendingar geta státað sig af. Máni hefur komið 7 sinnum til Afríku og Steinn 6 sinnum. For- eldrar þeirra, Elín og Borgar, eiga safarí fyrirtæki í Austur- Afríku og fara 10–15 sinnum á ári til Ken- ýa, Úganda og Tan- saníu. Með þeim í för er yfirleitt hópur af Íslendingum sem þrá að upplifa dýralífið og náttúrufegurðina í Afríku. Bræðurnir fá svo að fara með for- eldrum sínum í ferða- lag einu sinni ári. Ef þið viljið forvitnast um fyrirtækið þeirra getið þið litið á heimasíðuna afrika.is. Mána og Steini þykir ekkert leið- inlegt að ferðast þó að þeir þurfi að vera 11 klukkustundir í flugvél. Þá geta þeir vakað eins og þeir vilja og horft á sjón- varpið og það getur nú verið svolítið spennandi. Það eina sem þeim finnst leið- inlegt er að bíða á flugvöllunum. Við hittum þessa sniðugu stráka og spurðum þá um Afr- íkuferðir sínar. » 3 Ungir ferðalangar Máni og Steinn hafa rekist á fjölda villtra dýra í Afríku og sáu meðal annars þennan gíraffa. Sölvi söngdíll og vinir hans eiga heima í Súdan í Afríku. Þeir eiga heima í mjög stóru fljóti sem heitir Níl. Sölvi lenti í því um daginn að hann fann ekki bestu vini sína þeg- ar hann var að fara að syngja fyrir þá. Getur þú hjálpað honum að finna Bellu ballerínudíl, Didda dansandidíl, Kalla kátadíl, Halla herradíl og Alexander alltafað- slasasigdíl. Þau leynast á síðum Barnablaðsins. Kátir krókó- dílar í Súdan Pennavinir Fara einu sinni á ári til Afríku Hæ, hæ! Ég heiti Jóhanna og óska eftir pennavini á aldrinum 11–12 ára, stelpu eða strák. Sjálf er ég 11 ára og verð 12 ára í maí. Áhugamál mín eru píanó, söngur, dans og fleira. Ég vona að ég fái sem flest bréf. Kveðja, Jóhanna Elísa Skúladóttir Silungakvísl 11 110 Reykjavík Hæ, hæ! Ég heiti Anna Margrét Sverris- dóttir og ég óska eftir pennavini á aldrinum 9–10 ára. Ég er sjálf 9 ára. Ég æfi á þverflautu og ég er líka skáti. Mér finnst gaman að lesa. Kveðja, Anna Margrét Sverrisdóttir Skovvej 11 Horsens 8700 Danmark Krakkar, ef þið hafið áhuga á að eignast pennavini getið þið annað- hvort fylgst með auglýsingum í Barnablaðinu eða sjálf sent inn auglýsingar á heimilis- fangið: Pennavinir – Börn Morgunblaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík. laugardagur 3. 3. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Sveinn Elías Elíasson hjó nærri 35 ára gömlu meti >> 4 410 LEIKIR Í EFSTU DEILD METHAFINN MAREL ÖRN GUÐLAUGSSON ÆTLAR ALDREI AÐ HÆTTA Í KÖRFUBOLTA >> 3 REUTERS Tilþrif Carolina Klüft frá Svíþjóð sigraði í fimmþraut á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Birmingham á Englandi í gær. Hún tryggði sér sigur með frábærum árangri í tveimur síðustu greinunum en hér sýnir hún mikil tilþrif í hástökkskeppninni. Þrír Íslendingar kepptu á EM í gær »4 EIÐUR Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona sem mæta Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla í kvöld. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en Börsungar tróna á toppi deildarinnar með 49 stig en Sevilla er tveimur stigum á eftir. Kamerúninn Samuel Eto’o, sem varð að sætta sig við annað sætið í vali á knattspyrnumanni ársins í Afríku, kemur að nýju í hópinn en hann var hvíldur í bikarleiknum gegn Zaragoza í síðustu viku. Deco, Thuram, Motta og Belletti eru ekki í hópnum, eru meiddir. Brasilíski framherjinn Luis Fa- biano tekur út leikbann í liði Sevilla og þá eru Andreas Hinkel og Enzo Maresca meiddir. Eiður Smári með til Sevilla HÖSKULDUR Eiríksson, fyrirliði Víkings, heldur á morgun til Nor- egs þar sem hann verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Vik- ing í Stavanger vikutíma. Höskuldur, sem er 25 ára varn- armaður, er samningsbundinn Vík- ingi til loka árs 2008 en hann gekk til liðs við félagið frá KR fyrir fimm árum. Fyrir hjá norska liðinu eru tveir Íslendingar, Birkir Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson, og þá hafa forráðamenn félagsins haft augastað á Emil Hallfreðssyni, sem er á mála hjá Tottenham, og Rúrik Gíslasyni, Charlton. Höskuldur til skoðunar hjá Viking ÞAÐ gengur á ýmsu í herbúðum West Ham á lokakafla ensku úrvals- deildarinnar en stjórn félagsins með Eggert Magnússon í broddi fylking- ar þarf nú að kljást við lögmenn ensku úrvalsdeildarinnar samhliða því sem að liðið rær lífróðri fyrir til- verurétti sínum á meðal bestu liða Englands. Íslendingaliðið er ákært fyrir að hafa brotið reglur vegna samninga við argentínsku landsliðsmennina Carlos Tevez og Javier Mascherano. Fari svo að félagið verði dæmt sekt gæti það átt átt yfir höfði sér að missa stig sem yrði nánast dauða- dómur en West Ham er í 19. og næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Það var á síðasta degi ágústmán- aðar í fyrra sem þeir Tevez og Masc- herano gengu til liðs við West Ham frá brasilíska liðinu Corinthians en samningurinn sem West Ham gerði við þriðja aðilann, Media Sports In- vestment, sem Argentínumennirnir voru samningsbundnir, um félaga- skiptin gætu hafa brotið 18. reglu ensku úrvalsdeildarinnar og á því byggist kæran. Mascherano yfirgaf West Ham fyrir nokkru og gekk í raðir Liver- pool en Tevez er enn á mála hjá West Ham. Eggert Magnússon og félagar hans í stjórn West Ham fengu hálfs mánaðar frest til að svara til saka en þess ber að geta að Eggert komi hvergi nærri samningum við Argent- ínumennina því hann tók ekki við völdum hjá West Ham fyrr en í nóv- ember. Þegar Eggert og Björgólfur Guðmundsson keyptu enska félagið á síðasta ári var Eggert spurður um eignarhaldið á Argentínumönnunum og á þeim tíma tók hann það skýrt fram að hann hefði aldrei gert slíka samninga ef hann hefði verið í stjórn þegar samningarnir voru gerðir. Tapar West Ham stigum? DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir varð í35. sæti á heimsbikarmóti í alpa- tvíkeppni sem háð var í Tarvisio á Ítalíu í gær. Dagný var í 38. sæti eft- ir brunið en náði að vinna sig upp um þrjú sæti eftir svigið. Hún varð 7,23 sekúndum á eftir Nicole Hosp frá Austurríki sem varð sigurvegari. Hosp var í 19. sæti eftir brunið en sigur hennar í sviginu tryggði henni sigurinn í samanlögðu. Julia Man- cuso frá Bandaríkjunum varð önnur og Marles Schild, Austurríki, þriðja. Anja Pärson frá Svíþjóð varð að láta sér lynda fjórða sætið en hún var með forystu eftir brunið. Dagný í 35. sæti í Tarvisio laugardagur 3. 3. 2007 íþróttir mbl.is VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. HERINN MÆTIR DJÖFLUNUM! LAUGARDAGUR 3. MARS 12.45 Liverpool-Man Utd 15.00 Arsenal-Reading 15.00 Man City-Wigan S2 15.00 Newcastle-M'brough S3 15.00 Sheff.Utd-Everton S4 15.00 Watford-Charlton S5 17.15 Portsmouth-Chelsea SUNNUDAGUR 4. MARS 13.35 Bolton-Blackburn 16.00 Weat Ham-Tottenham 19.30 Juventus-Piacenza enski boltinn Arsena Wenger óhress með dómgæsluna á Englandi >> 4 ALGJÖRT STRÍÐ! HERMANN HREIÐARSSON SPÁIR Í SPILIN FYRIR STÓRLEIK LIVERPOOL OG MAN. UNITED >> 2 Bolton og Chelsea riðu á vaðið og ilkynntu að þau hefðu ákveðið að ækka miðaverðið á næstu leiktíð og nú hafa Everton, Blackburn og Sheffield United bæst í hópinn. Bolton hefur tilkynnt um lækkun á ársmiðum og Everton ætlar að ækka ársmiða sína um 10% á næstu leiktíð verði stuðningsmenn iðsins fljótir til að útvega sér miða. Aðsókn á leiki sumra félaga í úr- valsdeildinni hefur snarminnkað og Bolton er eitt þeirra liða sem hafa þurft að sjá á eftir stuðningsmönn- um sínum en töluvert hefur verið um auð sæti á Reebok-vellinum á yfirstandandi tímabili. Malcolm Clarke, formaður stuðningsmannasamtaka ensku úr- valsdeildarliðanna, fagnar ákvörð- un félagana en telur að þau hafi svigrún til að lækka miðaverðið enn frekar eftir að upplýst var um nýjan þriggja ára sjónvarpssamn- ing sem færir félögunum auknar tekjur. 1.000 færri áhorfendur þrátt fyrir stærri velli Þrátt fyrir að risaliðin fjögur, Chelsea, Manchester United, Liv- erpool og Arsenal, séu með leik- vanga sína smekkfulla á hverjum einasta leik og þá staðreynd að Old Trafford, heimavöllur Manchester United, hafi verið stækkaður og rúmi nú á áttunda tug þúsunda og að Arsenal hafi tekið í notkun Em- irates-leikvanginn sem tekur rúm- lega 60.000 áhorfendur, hefur með- alaðsókn á leiki úrvalsdeildarinnar minnkað um meira en eitt þúsund. Meðaltalið á tímabilinu er 32.775 áhorfendur en var í fyrra 33.875. Morgunblaðið/Einar Falur Áhorfendur Eiður Smári Guðjohnsen þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn er hann lék með Chelsea. Þrýst á félög að lækka miðaverð MIKIL umræða er á Englandi og víðar yfir háu miðaverði á leiki ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- pyrnu og hefur sú umræða teygt ig alla leið á breska þingið. 50 þing- menn með stuðningi frá Tony Blair orsætisráðherra hafa sammælst um ályktun um að úrvalsdeildarliðið ækki miðaverð. Það hefur rokið upp úr öllu valdi undanfarin misseri em hefur orðið til þess að æ fleiri knattspyrnuáhugamenn hafa ein- aldlega ekki efni á að sækja leiki í deildinni en miðaverð á leiki ensku úrvalsdeildarinnar eru miklu hærra en í efstu deildunum í Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Yf ir l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Bréf 36/37 Staksteinar 8 Skák 36 Veður 8 Minningar 38/41 Viðskipti 18/19 Kirkjustarf 42/43 Erlent 19/20 Menning 48/51 Menning 21 Myndasögur 52 Akureyri 22 Dægradvöl 53 Árborg 22 Staður og stund 54 Landið 23 Bíó 54/57 Suðurnes 23 Víkverji 56 Daglegt líf 24/29 Velvakandi 56 Forystugrein 30 Stjörnuspá 57 Umræðan 32/37 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eru ólíkir flokkar með ólíkar áherslur. Þetta sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsókn- arflokksins í hátíðarræðu sinni á framhaldsflokksþingi Framsóknar í Borgarleikhúsinu í gær. Jón lagði ríka áherslu á að margt bæri í milli flokkanna tveggja sem nú hafa setið í ríkisstjórn í tólf ár. »Forsíða.  Starfsmenn Samkeppniseftirlits- ins framkvæmdu húsleit hjá fimm aðilum í ferðaþjónustunni í gær- morgun auk Samtaka ferðaþjónust- unnar og lögðu hald á gögn vegna gruns um ólögmætt samráð. Um var að ræða skrifstofu Samtaka ferða- þjónustunnar, Heimsferðir, Terra Nova, Plúsferðir, Úrval Útsýn og Ferðaskrifstofu Íslands. »Baksíða  Tæp 206 tonn af loðnuhrognum fengust úr rúmlega 1200 tonna farmi loðnuskipsins Faxa. Það jafngildir 16,94% nýtingu, „sem er ekki bara Íslandsmet, heldur líka heimsmet; ég er alveg klár á því,“ sagði Einar Víglundsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði. 12–13% nýting þykir mjög góð. »14 Viðskipti  Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf., sem áður var hluti af Dags- brún hf., tapaði 6.943 milljónum króna á síðasta ári. Árið áður var hagnaður félagsins 718 milljónir. Meginskýringin er kostnaður vegna niðurlagðrar starfsemi. »18 og 60 Erlent  Stjórn sósíalista á Spáni hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að láta einn af illræmdustu vígamönnum ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, lausan úr fangelsi „af mannúðar- ástæðum“ þar sem óttast var að hann væri að dauða kominn eftir að hafa verið í mótmælasvelti í 114 daga. »20 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TILFINNANLEGUR skortur er á rannsóknum á eðli, umfangi og út- breiðslu netfíknar hérlendis. Slíkar rannsóknir eru forsenda þess að hægt sé að koma upp markvissum og formlegum meðferðarúrræðum á borð við afvötnunarstöðvar fyrir þá sem misst hafa stjórn á netnotkun sinni. Þetta er álit þeirra sérfræð- inga sem blaðamaður Morgunblaðs- ins leitaði til. Í samtali við Eyjólf Örn Jónsson sálfræðing segir hann netfíkn aukast hröðum skrefum í nútímasamfélagi. Minnir hann á að Íslendingar hreyki sér af því að standa fremstir meðal þjóða í innleiðingu netvæðingar og því fylgi auðvitað hætta á misnotkun en 12,5% netnotenda eiga á hættu að þróa með sér netfíkn. Einelti getur leitt til netfíknar „Einu úrræðin sem eru í boði nú eru sjálfstætt starfandi sálfræðing- ar, hugsanlega BUGL, Geðdeild LSH og meðferðarstöðin Stuðlar, ef fíknin er orðin nógu alvarleg hjá um- ræddu ungmenni. Það verður að finna betri úrræði fyrir þessa ein- staklinga og úrræði fyrir fólk sem sjálft vill leita sér aðstoðar,“ segir Eyjólfur og tekur fram að hann myndi vilja sjá afvötnunarstöðvar fyrir netfíkla, sambærilegar við það sem þekkist víða erlendis. Hjá Ólafi Ó. Guðmundssyni, yfir- lækni á BUGL, og Sólveigu Ás- grímsdóttur, forstöðumanni Stuðla, fengust þær upplýsingar, að þau ungmenni sem þangað kæmu vegna þess að þau hefðu misst stjórn á net- notkuninni, ættu yfirleitt líka við önnur vandamál að stríða, s.s. geð- ræn vandamál, hegðunarvandamál, almennt markaleysi og ýmis fé- lagsleg vandamál. Að sögn Sólveigar eru umrædd ungmenni oft fé- lagslega einangruð og hafa verið lögð í einelti. Sagði hún að rannsaka þyrfti mun betur hvað væri afleiðing og hvað orsök í því samhengi. Einnig telur hún skorta nánari skilgrein- ingu á því hvað felist í hugtakinu net- fíkn. Netfíknin iðulega nátengd félagslegum vandamálum Sérfræðingar telja skort á rannsóknum á eðli og útbreiðslu netfíknar hérlendis Í HNOTSKURN »Sífellt færist í vöxt að net-fíkn sé meðal þess sem rætt er um í hjónaviðtölum hjá prestum. »Fylgikvillar netfíknar eruoft þeir sömu og hjá vímu- efnaneytendum, t.d. sinnu- leysi, félagsleg einangrun, þunglyndi, skapofsaköst og veruleikafirring. »Dæmi eru um að menn hafimisst vinnuna vegna þess að þeir eru of uppteknir í tölvuleikjum og tengdri af- þreyingu. TUTTUGU og fimm ár eru liðin frá því að Sambíóin hófu starfsemi í Reykjavík en 2. mars 1982 var kvik- myndin Being There, með Peter Sellers í aðalhlutverki, frumsýnd í Bíóhöllinni í Álfabakka. Myndin gekk í næstum eitt og hálft ár og segir Árni Samúelsson að engin mynd hafi slegið það met. Í tilefni af tímamótunum var slegið upp veislu í Álfa- bakka, sem hefur verið aðalmiðstöð Sambíóanna frá 1982, og m.a. sýnt frá því þegar húsið var vígt en óhætt er að segja að með tilkomu Sambíóanna hafi bíómenn- ing Íslendinga gjörbreyst. Stærsta breytingin var að sjálfsögðu að bandarískar kvikmyndir voru frum- sýndar á sama tíma og hjá nágrannaþjóðum okkar, en ekki jafnvel tveimur árum síðar. Einnig var leyft að fara með gos inn í bíósalina og árið 1989 var byrjað að bjóða upp á heitt popp. „Við ferðuðumst mikið og sáum bíóhúsin í Bandaríkjunum og annars staðar, í kjölfarið huguðum við að því hvernig hægt væri að flytja þetta hingað heim – og það tókst svona vel,“ segir Árni og tekur fram að enn sé verið að bæta bíóhúsin, nú síðast Kringlubíó sem er orðið stafrænt bíóhús og verður brátt í þrívídd einnig. „Þetta er byltingin sem er á leið- inni og verður til þess að fólk vill fremur horfa á mynd- ir í bíóhúsi en heima hjá sér.“ Morgunblaðið/Golli Haldið upp á 25 ára afmælið Afmælishátíð Frá afmælishátíðinni í gær. Talin frá vinstri: Björn Ásberg Árnason, Elísabet Ásberg Árnadóttir, Alfreð Ásberg Árnason, Guðný Ásberg Björnsdóttir og Árni Samúelsson. TÓLF öryggisvörðum sem ráðnir voru til að gæta varnarsvæðisins þegar varnarliðið fór af landi brott hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. mars að telja en þeir hafa þriggja mánaða uppsagnar- frest. Ellisif Tinna Víðisdóttir, aðstoð- arlögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að öryggisverðirnir hefðu verið ráðnir til þess að gæta varnarsvæðisins þegar bandaríski herinn hefði farið af landi brott. Fyrirmæli hefðu komið um það frá utanríkisráðu- neytinu að segja mönnunum upp og það hefði verið gert frá og með 1. mars. Mennirnir hefðu þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þeim hefðu jafnframt verið boðin afleys- ingastörf í sumar á Kefavíkurflug- velli, sem þýddi að þeir gætu haft vinnu út septembermánuð í haust. 12 örygg- isvörðum sagt upp Kynningar - Morgunblaðinu í dag fylgir UT blaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.