Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 49 menning Hoffmannsgallerí er alls ekk-ert gallerí heldur baragangurinn þar sem skrif- stofur Reykjavíkurakademíunnar er að finna, í húsnæði hennar við Hringbraut. Þarna eru reglulega haldnar myndlistarsýningar og þegar þær eru skoðaðar skapar það alveg sérstakt andrúmsloft að sjá og heyra út undan sér fræði- menn við störf og spjall.    En hver var hann þessi Hoff-mann sem gangurinn í Reykjavíkurakademíunni kennir sig við? Í grein sem Ólafur J. Eng- ilbertsson skrifar í veftímaritið Kistuna árið 2005 kemur fram að Pétur Hoffmann Salómonsson hafi reist sér skúr í Selsvörinni, rétt hjá þar sem Reykjavíkurakademían er til húsa, og búið þar 1948–60. Í Selsvörinni voru einnig ruslahaug- ar borgarinnar. Hoffmann gerði út á hrognkelsi og ruslið á haugunum og kallaði ströndina Gullströndina því þar fann hann bæði mynt og heiðurspeninga. Sú nafngift gekk ennfremur aftur í sýningunni Gull- ströndin andar, lifandi listsýningu sem haldin var í JL-húsinu við Hringbraut 1982. Þeir sem hafa áhuga á ævi Hoffmanns geta leitað uppi ævisögu hans, ritaða af Stef- áni Jónssyni, sem gefin var út af Ægisútgáfunni árið 1963.    Nú hefur verið sett upp sýning áganginum sem byggist á tengslum orða og mynda. Sýning- arstjórar eru þeir Davíð Stef- ánsson og Kristinn G. Harðarson og bæði myndlistarmenn og ljóð- skáld eiga þar verk, m.a. nokkrir myndlistarmenn sem markvisst hafa notað texta í verkum sínum, eins og Þorvaldur Þorsteinsson, Ásta Ólafsdóttir og Hlynur Halls- son sem öll nálgast viðfangsefnið á ólíkan máta. Þorvaldur veltir fyrir sér ímynd Akureyrar, Ásta teng- ingu íslensks samfélags og ein- staklingsins innan þess við hinn stóra heim og Hlynur setur fram hugmyndir sínar um tengsl lífs og listar. Hreinn Friðfinnsson sýnir fallegt verk sem speglar viðfangs- efnið skemmtilega og eftir- minnilega. Ljóðmyndir Óskars Árna Óskarssonar eru bæði húm- orískar og óræðar, til dæmis átti ég erfitt með að lesa úr myndinni Þórbergur Þórðarson skoðar Sí- ríus þó að aðrar væru augljósar eins og Jarðarför í rigningu. Sýnd eru ljóð úr bókum Gyrðis Elíasson- ar frá 1984 og ’85 sem endurspegla áhuga hans á myndlist og á þeim tíma á eins konar konkretljóðum. Eftirminnilegt er þar ljóð hans byggt á málverki eftir Scheving. Davíð Stefánsson sýnir verk í anda Hoffmanns, fundið umferðarskilti undir titlinum Hið fundna vill líka.    Sýningin segir ekki mikið umtengsl orða og mynda í íslensk- um listheimi svona almennt eða í gegnum tíðina og það fer ekki mik- ið fyrir henni, en hún gefur engu að síður örlitla innsýn í það hvern- ig íslenskir listamenn og ljóðskáld hafa nálgast viðfangsefnið og óhætt er að mæla með innliti á hana. Í Reykjavíkurakademíunni má einnig sjá sýninguna Bókalíf, bók- verk eftir Unni Guðrúnu Óttars- dóttur. Skörun tveggja heima AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir »Hoffmann gerði út áhrognkelsi og ruslið á haugunum og kallaði ströndina Gullströndina því þar fann hann bæði mynt og heiðurspen- inga. ragnahoh@simnet.is Bókverk Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir um þessar mundir bókverk á myndlistarsýningunni Bókalíf í Reykjavíkur Akademíunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Orðlist Af sýningunni Að mynda orð Fréttir í tölvupósti SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI ÓSKAST – KAUP EÐA LEIGA – Eignamiðlun ehf. hefur verið beðið um að útvega viðskiptavin sínum ca 1.000 fm húsnæði. Eignin má skiptast á tvær hæðir en best væri ef allir fermetrarnir væru á einni hæð. Skilyrði er að eigninni fylgi 40-50 bílastæði. Hverfin sem koma til greina eru 101, 103, 105 og 108. Önnur hverfi koma ekki til greina. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson, lögg. fasteignasali. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Mjög vel skipulögð og björt 142 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Hlíðunum auk 16,0 fm þvottaherbergis og geymslu. Hæðin skiptist m.a. í stórt hol, stórar samliggjandi stofur með fallegum rennihurðum, 3 herbergi, stórt eldhús með góðum borðkrók og flísalagt baðherbergi. Nýtt eikarparket á öllum gólfum nema á baðherbergi. Útgengi á suðursvalir úr stofu og úr hjónaherbergi. Um er að ræða eftirsótta eign á eftirsóttum stað. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 43,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 16-18 Verið velkomin. Skaftahlíð 13 Neðri sérhæð í þríbýlishúsi Opið hús í dag frá kl. 16-18 Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÞETTA verður alls konar músík,“ lofar hinn viðkunnanlegi stórsöngv- ari Raggi Bjarna. „Það verður hopp- að fram og til baka milli stíla á svið- inu. Við flytjum þarna söngleikjamúsík, gömul dægurlög og bara rokk og allar græjur.“ Umræðuefnið eru tvennir tón- leikar með Ragga sem fram fara í Háskólabíói í dag. Tilefnið er ærið: Raggi hefur nú glatt landann með söng og sinni léttu lund í rúma hálfa öld. Það verður því í engu til sparað við að gera tónleikana sem eft- irminnilegasta. „Þarna verður sextíu manna kór og um fjörutíu manna hljómsveit með meðlimum úr Sin- fóníunni og nokkrum stórsveit- arstrákum. Síðan mun Eivör Páls- dóttir syngja og við dúetta saman, sem er sérstaklega gaman fyrir mig,“ segir Raggi og leggur mikla áherslu á að heiðurinn sé allur sinn. Félagi Ragga úr hinni fornfrægu Sumargleði, Þorgeir Ástvaldsson, verður svo eins konar sögumaður á tónleikunum. „Það verður bara eitt- hvað létt,“ áréttar Raggi og hlakkar augljóslega til að heyra hvað vinur sinn hefur að segja. „Hann hefur vafalaust úr nógu að spila,“ segir hann kíminn en tekur fyrir að hann hafi einhverju að kvíða í þeim efnum. Sumargleðin stendur upp úr Þorgeir ætti svo sannarlega að luma á sögum um Ragga þar sem þeir voru saman í Sumargleðinni í fimmtán ár ásamt fleiri lands- kunnum skemmtikröftum. Raggi segir að að öðrum tímabilum ólöst- uðum standi tíminn með Sumargleð- inni óneitanlega upp úr. „Það var ansi magnað tímabil. Við ferðuðumst um landið á hverju sumri í fimmtán ár. Aðsóknin var ótrúleg og viðtökurnar sömuleiðis. Fólk beið eftir þessu, fór ekki í sól- arlandaferðirnar fyrr en við höfðum komið við,“ segir Raggi dreyminn og hlær við tilhugsunina. „En það sem stendur mest upp úr er fólk. Bæði allir þeir sem ég hef haft tækifæri til að vinna með og all- ir þeir sem hafa stutt mig í gegnum tíðina, hlustað á mig og svona. Það er það sem er manni efst í huga, þakklæti fyrir allan stuðninginn og allan vinskapinn.“ Þrátt fyrir langan feril er Raggi hvergi nærri hættur. „Ég er að vinna jólaplötu ásamt Gunnari Þórð- arsyni. Þetta verður alíslensk jóla- plata og allt splunkunýtt. Ég er ein- mitt að fara í upptöku á morgun. Það verður spennandi að sjá hvernig fólk tekur því, þegar það er ekkert „White Christmas“.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Að í hálfa öld Raggi Bjarna hefur sungið sig inn í hug þjóðarinnar. Bara rokk og allar græjur Sjá viðtal við Ragga Bjarna á Vef- varpi mbl.is á slóðinni: http://mbl.is/mm/frettir/ frett.html?nid=1256435 VEFVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.