Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Huglist Finnur Ingi Daníelsson og Sigurður Línberg sýna báðir verk. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GEÐFATLAÐIR sem búa á áfanga- heimilum og í þjónustuíbúðum á Ak- ureyri opna í dag listsýningu í Rós- enborg, gamla barnaskólanum, og þar kennir ýmissa grasa. „Þetta er í fyrsta sinn sem áfanga- heimilin eru sýnileg út á við, sem mér finnst mikilvægt. Við bökkum hvert annað dálítið upp og erum mjög stolt af því að geta staðið sam- an,“ sagði Finnur Ingi Daníelsson, einn þeirra sem eiga verk á sýning- unni, þegar Morgunblaðið leit þar við í gær. Listamennirnir eru 12. Lengi í listinni Margir íbúanna hafa lengi fengist við listsköpun og eiga því orðið mikið safn verka. Sú hugmynd kom upp á haustdögum að þeir settu upp sýn- ingu og undirbúningur hefur staðið yfir síðan. Á sýningunni verður myndlist, handverk, ljóð, tónlist, leirlist, gler- list og fleira. Finnur Ingi og Sig- urður Línberg voru að leggja loka- hönd á að setja upp verk sín í gær. Sýningin ber nafnið Huglist - Óð- ur til augna og eyrna og við opn- unina verður einmitt flutt samnefnt lag eftir Atla Engilbertsson, en hann leikur á trommur og syngur, Finnur Ingi leikur á gítar og Sigurður á bassa – sem hann lék á í fyrsta skipti fyrir mánuði, en hefur verið fljótur að læra, ef marka má taktana sem hann sýndi á æfingunni í gær. Að sýningunni lokinni ætla lista- mennirnir að halda áfram með Hug- list sem hóp; „þetta verður sjálf- stætt félag okkar, óháð öllum fagaðilum,“ sagði Sigurður. Þeir voru sammála um að auðveldara væri fyrir þá, sem ættu við geðræn vandamál að stríða, að koma fram sem hópur en að einstaklingarnir sýndu hver í sínu lagi. Þeir Finnur segjasta hafa fundið fyrir fordómum á þann hátt að sumir beri ekki virðingu fyrir list þeirra þar sem hún sé unnin af geðsjúku fólki. „Það er hópur fólks með geð- ræn vandamál sem á verkin á sýn- ingunni, og það er alls ekki og má ekki vera leyndarmál, en listina þarf ekki að skoða með það í huga.“ Þeir segja reyndar langflesta ánægða með framtakið og Finnur Ingi leggur áherslu á að listsköpunin sé mjög uppbyggjandi. Flest verka hans á sýningunni eru frá síðustu 3-4 árum; eftir þá hugarfarsbreytingu sem nauðsynleg er til þess að geta náð bata, eins og hann tekur til orða. Tómar reiðiskálar! Báðir fengust þeir við listsköpun á árum áður en gerðu hlé á henni í nokkur ár. Elsta mynd Sigurðar á sýningunni er frá 1997, „en eftir að ég byrjaði aftur vorið 2006 vinn ég á allt öðrum grunni. Það er hægt að segja að verkið mitt frá 97 sé eftir mann sem er illa við allt í kringum sig, en [leir]skálarnar sem ég sýni núna eru tómar reiðiskálar!“ Hann er sem sagt hættur að vera reiður. „Erum mjög stolt af því að geta staðið saman“ Í HNOTSKURN »Sigrún Björk Jak-obsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, opnar sýninguna í Rósenborg formlega kl. 14 í dag. Sýningin verður opin alla daga kl. 14 -18 til 17. mars. Geðfatlaðir opna listsýningu í Rósenborg dag UM 100 keppendur tóku þátt í Ís- landsmóti barna og unglinga í list- hlaupi á skautum á Akureyri. Kepp- endur voru frá Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur, auk Skautafélags Akureyrar. Keppt var í A- og B-flokkum og efstir urðu: 8 ára og yngri, B 1. Hrafnhildur Birgisdóttir SA, 2. Guðrún Brynjólfsdóttir SA, 3. El- ísabeth Tinna Arnarsdóttir, Birn- inum, og Auður Ilona Henttinen, Birninum. 10 ára og yngri, B 1. Elfa Rut Gísladóttir, Birninum, 2. Hugrún Maríusardóttir, SR, 3. Júlía Grétarsdóttir, SR. 12 ára og yngri, B 1. Sylvía Ösp Guðmundsdóttir, Birn- inum, 2. Aldís Rúna Þórisdóttir, SA, 3. Þórunn Jörgensen, Birninum. Drengir, 13 ára og yngri Lars Davíð Gunnarss., Birninum. 14 ára og yngri, B 1. Tinna María Daníelsdóttir, SR, 2. Bríet Magnúsdóttir, SR, 3. Sandra Ósk Magnúsdóttir, SA. 15 ára og eldri, B 1. Sigrún Björgvinsdóttir, Birninum, 2. Ragnhildur Eik Árnadóttir, SR, 3. Elín Björg Jónsdóttir, SR. 8 ára og yngri, A 1. Þuríður Björg Björgvinsdóttir, Birninum, 2. Bríet Savarsd. Guð- jónsdóttir, Birninum. 10 ára og yngri, A 1. Sunna Hrund Sverrisdóttir, Birn- inum, 2. Urður Ylfa Arnarsdóttir, SA, 3. Birta Rún Jóhannsdóttir, SA. 12 ára og yngri, A 1. Íris Lóa Eskin, Birninum, 2. Ásdís Sigurbergsdóttir, Birninum, 3. Sig- fríð Gyrðisdóttir, Birninum. Novice 1. Sigrún Lind Sigurðardóttir, SA, 2. Nadía Jamchi, SR, 3. Dana Rut Gunnarsdóttir, SR. Junior 1. Audrey Freyja Clarke, SA, 2. Íris Kara Heiðarsdóttir, SR, 3. Hildur Ómarsdóttir, SR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Flott mót Þetta er B-hópur Skautafélags Akureyrar sem keppti á mótinu. Hundrað krakkar kepptu í listhlaupi Selfoss | „Við erum mjög ánægð með að vinna að þessu verkefni hér í Árborg og sérstaklega er ánægjuleg sú nýjung að handsala víðtækt sam- starf við Sjóvá Forvarnahús sem leiðir af sér sérstaka einbeitingu að forvörnum. Það hefur verið sýnt fram á það að með átaki í forvörnum hefur náðst mikill árangur,“ sagði Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, eftir undirritun samnings milli Sjóvár og Sveitarfélagsins Árborgar um vá- tryggingar í kjölfar útboðs þar sem tilboð Sjóvá var lægst. Samningurinn um vátryggingar nær til allra stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins og er gildistími hans fimm ár. Samningurinn tekur til allra vátryggingaviðskipta Árborgar svo sem brunatrygginga húseigna, húseigenda- og lausafjártrygginga og ábyrgðartrygginga bifreiða auk slysatrygginga starfsmanna og skólabarna. „Við erum mjög ánægð með þetta nýja samstarf og horfum með eftir- væntingu til nýja forvarnarverkefn- isins. Við viljum að Árborg verði í forystu í forvörnum fyrir börn og unglinga. Í hraðri uppbyggingu er nauðsynlegt að vera vel vakandi í þessum efnum,“ sagði Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborg- ar. Stofnanir njóta leiðsagnar Við undirritun vátryggingasamn- ingsins var einnig handsalað sam- komulag um frekara forvarnasam- starf á milli Árborgar og Sjóvár Forvarnahúss. Samstarfssamning- urinn um forvarnir tekur meðal ann- ars til tjónagreiningar, áhættuskoð- ana og öryggis skólabarna og hefur það að markmiði að minnka líkur á hvers konar tjónum eða koma í veg fyrir tjón á eignum sveitarfélagsins sem og hjá íbúum þess. Við undirritunina kom fram að stofnanir sveitarfélagsins munu njóta leiðsagnar Sjóvár Forvarnar- húss varðandi forvarnir og fyrir- byggjandi þætti gagnvart óhöppum og slysum. Áhersla lögð á forvarnir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Handsal Þór Sigfússon, Ragnheið- ur Hergeirsdóttir og Herdís Storgaard handsala samninga. Í HNOTSKURN »Samstarfssamningur Ár-borgar og Sjóvár um for- varnir tekur meðal annars til tjónagreiningar, áhættuskoðana og öryggis skólabarna og hefur það að markmiði að minnka líkur á hvers konar tjóni eða koma í veg fyrir tjón á eignum sveitarfé- lagsins sem og hjá íbúum þess. Eftir Sigurð Jónsson Flóahreppur | Nemendur í Flóaskóla luku í gær um- ferðarátaksviku með glæsibrag og sýndu afrakstur vinnu sinnar á umferðarhátíð í skólanum. Var for- eldrum boðið að heimsækja skólann af þessu tilefni og fleiri gestum. Sveitarstjóri Flóahrepps afhenti skól- anum viðurkenningu og nemendur léku á hljóðfæri. Flóaskóli er í samstarfi við Grundaskóla á Akranesi, móðurskóla umferðarfræðslu, og er leiðtogaskóli fyrir Suðurland í umferðarfræðslu. Að frumkvæði skólans vinnur Vegagerðin nú að því að setja upp merkingar á Villingaholtsvegi til að minna vegfarendur á að aka varlega við skólann. Allir grunnskólar á Suðurlandi geta leitað til Flóaskóla vegna umferðarfræðslu. Frið- geir Hákonarson frá Umferðarstofu sagði markmiðið með umferðarfræðslu vera að skila einstaklingum út í samfélagið með rétt viðhorf til umferðarinnar. Ingvar Guðmundsson, lögreglumaður á Selfossi, hef- ur aðstoðað nemendur Flóaskóla við umferðarátakið og fögnuðu nemendur honum vel þegar hann ávarpaði þá en tveir lögreglumenn á Selfossi sinna umferð- arfræðslu í skólum. Flóaskóli stefnir að því að gefa öll- um nemendum reiðhjólahjálma fyrir vorið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýndu afraksturinn á umferðarhátíð ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.