Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GÖMUL FRAMSÓKN EÐA NÝ?
Framsóknarmenn halda núflokksþing sitt í talsverðummótbyr. Flokkurinn hefur
misserum saman komið illa úr út
skoðanakönnunum. Hann tapaði
illa í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum og ekkert bendir enn til
þess að fylgið sé að aukast veru-
lega. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gall-
ups, sem birtist á fimmtudag, er
Framsóknarflokkurinn með 10%
fylgi. Í síðustu þingkosningum
fékk hann um 17%. Sá vafi, sem
leikur á því hvort núverandi rík-
isstjórn heldur meirihluta sínum í
komandi kosningum, tengist því
fyrst og fremst erfiðleikum Fram-
sóknarflokksins.
Undanfarin ár hefur Framsókn
verið flokkur á breytingaskeiði.
Það blasir við að hinn gamli fylg-
isgrundvöllur flokksins í dreifbýl-
inu dugir ekki til framtíðar. Hall-
dór Ásgrímsson, fyrrverandi
formaður, tókst það verkefni á
hendur að breyta Framsóknar-
flokknum úr dreifbýlisflokki í
þéttbýlisflokk. Það kemur í hlut
nýs formanns, Jóns Sigurðssonar,
að ljúka því verkefni.
Í ræðu sinni á flokksþinginu í
gær gat Jón Sigurðsson talað af
sannfæringarkrafti um árangur
þeirrar ríkisstjórnar, sem fram-
sóknarmenn hafa nú í þrjú kjör-
tímabil starfað í með Sjálfstæð-
isflokknum. Það er auðvitað alveg
ljóst, þegar litið er framhjá ýms-
um smærri málum, sem rifizt er
um frá degi til dags, að gífurlegar
framfarir hafa orðið á Íslandi und-
ir stjórn þessara tveggja flokka
undanfarin tólf ár.
Jón Sigurðsson sagði þannig að
mönnum hætti til að gleyma liðn-
um erfiðleikum þegar allt léki í
lyndi. Fyrir tólf árum hefði verið
hér talsvert atvinnuleysi. Það væri
nú minnst á Íslandi af öllum Evr-
ópulöndum. Og Ísland er í ein-
hverjum af efstu sætunum á öllum
listum um samkeppnishæfni ríkja.
Kaupmáttaraukning hefur verið
hér meiri en í flestum nágranna-
löndum okkar. Árangurinn fer
ekki á milli mála.
Jóni Sigurðssyni tókst sömuleið-
is vel upp í ræðu sinni þar sem
hann fjallaði um stjórnarandstöðu-
flokkana og hugmyndir þeirra.
Flokksformaðurinn virtist ekki
spenntur fyrir samstarfi við neinn
þeirra; hina sundurlyndu Samfylk-
ingu, Vinstri græna með sínar
geggjuðu hugmyndir í efnahags-
málum eða Frjálslynda, sem kann-
anir sýna að hafa skipt um fylgi;
þeir sækja ekki lengur fylgi til
þeirra sem hafa áhyggjur af sjáv-
arútvegsstefnu eða byggðaþróun
heldur til fólks, sem hefur andúð á
útlendingum.
Jón Sigurðsson sagði ekkert um
áframhaldandi samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn, heldur tíndi til þau
atriði, þar sem stjórnarflokkarnir
væru ósammála, t.d. byggðamál,
einkavæðingu, velferðarþróun og
fleira. Hann nefndi jafnframt
ágreining stjórnarflokkanna um
stjórnarskrárákvæði um sameign
þjóðarinar á auðlindum en gerði
ekki eins mikið úr honum og ýmsir
hafa viljað gera undanfarna daga.
Á þessum tímapunkti er auðvit-
að skynsamlegt fyrir forystu
Framsóknarflokksins að greina
sig frá Sjálfstæðisflokknum eftir
því sem kostur er. Það breytir
ekki því að flokkarnir hafa átt far-
sælt samstarf og hafa staðið sam-
an um stefnu, sem skilað hefur
þjóðinni miklum árangri og fram-
förum.
Í áðurnefndum Þjóðarpúlsi Gall-
up kemur fram að flestir, sem
kjósa Framsóknarflokkinn, geri
það af gömlum vana, vegna varð-
stöðu hans um hagsmuni landbún-
aðarins og vegna þess að hann
hafi reynzt traustur stjórnarflokk-
ur. Ýmislegt í ræðu Jóns Sigurðs-
sonar benti til þess að honum væri
meira umhugað að varðveita þetta
hefðbundna fylgi Framsóknar-
flokksins, að uppistöðu dreifbýlis-
fylgið, en að sækja nýtt fylgi í
þéttbýlinu.
Af þeim meiði var sá kafli ræðu
formannsins, sem fjallaði um Evr-
ópumál. Jón hefur tónað niður þá
jákvæðu stefnu í garð Evrópu-
sambandsins, sem Halldór Ás-
grímsson innleiddi í Framsóknar-
flokknum, þrátt fyrir að vera
sjálfur einn af höfundum þeirrar
stefnu. Stefnan er nú að bíða og
sjá í Evrópumálum. Það friðar
vafalaust dreifbýlisarminn í Fram-
sókn, en vinnur tæplega nein ný
atkvæði í þéttbýlinu, þar sem
nægt framboð er nú þegar af hæg-
fara stefnu í Evrópumálum.
Í ræðu formannsins dró hann
fram ýmis atriði, sem næsta rík-
isstjórn þyrfti að framkvæma. Þar
á meðal eru mörg góð mál, en þó
engin, sem benda til að Jón Sig-
urðsson vilji ljúka því verkefni að
gera Framsóknarflokkinn að nú-
tímalegum þéttbýlisflokki. Hann
boðar endalok stórra einkavæð-
inga og átak í byggðamálum.
Hann talar hins vegar ekkert um
erfið mál eins og bráðnauðsynleg-
an uppskurð á heilbrigðiskerfinu
eða breytingar á landbúnaðarkerf-
inu, hvort tveggja málaflokka sem
Framsóknarflokkurinn hefur farið
með. Hann kemur ekki með neitt
nýtt útspil í umhverfismálum, sem
margir telja að Framsóknarflokk-
urinn hefði nú þurft á að halda til
að losna við stóriðjustimpilinn,
sem festst hefur við flokkinn.
Jón Sigurðsson getur vísað til
góðs árangurs í ríkisstjórn og
hann getur með nokkru stolti vís-
að til jafns hlutfalls kynjanna í
ráðherrastólum og á framboðslist-
um Framsóknarflokksins. En hvað
stefnu og áherzlur varðar virðist
nýr Framsóknarflokkur ekki
munu verða í framboði.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Við erum alhliða þjóðlegt um-bótaafl á miðju stjórnmál-anna,“ sagði Jón Sigurðsson,formaður Framsóknarflokks-
ins í hátíðarræðu sinni á flokksþingi
Framsóknar sem hófst í gær og lagði
áherslu á að á þinginu yrði línurnar fyrir
komandi kosningabaráttu lagðar.
Í kringum fjögur hundruð manns
hlýddu á formanninn í Borgarleikhúsinu
en þar var efnt til sérstakrar hátíðardag-
skrár. Að öðru leyti fer flokksþingið fram
á Hóteli Sögu en um er að ræða framhald
af þingi flokksins í ágúst sl.
Jón lagði áherslu á að Framsókn og
Sjálfstæðisflokkurinn væru ólíkir flokkar
með ólíkar áherslur þrátt fyrir að hafa
setið saman í ríkisstjórn í tólf ár. „Við er-
um ósammála um umfang einkavæðinga,
samfélagshlutverk markaðarins, byggða-
framlög, velferðarþróun og fleira. Við
framsóknarmenn stöndum fast á okkar
málum í baráttunni innan ríkisstjórnar
þótt ágreiningur sé ekki alltaf borinn á
torg,“ sagði Jón og bætti við að flokkarnir
tveir hefðu lengi tekist á og að margt bæri
þar í milli.
Jón sagði ókyrrð vera í íslenskum
stjórnmálum nú um mundir og líkur
benda til að stjórnarandstaðan væri að
klofna í fleiri flokka. „Þetta er að sönnu
nokkurt merki um lifandi lýðræði en þetta
sýnir engin merki um samstöðu innan
stjórnarandstöðunnar.“
Togstreita, ofstopi og ofstæki
Jón sagði togstreitu einkenna Samfylk-
inguna og að innan hennar væri djúpstætt
vantraust sem hafi komið fram í ummæl-
um flokksformannsins um þingflokkinn
fyrir nokkru. Þá sagði hann ofstopa
Vinstri grænna á landsfundi um daginn
hafa gefið fram af flestum landsmönnum
og að Frjálslyndi flokkurinn væri að leita
sér að „málefnagrunni í ofstæki með
skelfilega óheppilegum hætti“.
Jón sagði þjóðina þurfa betri kosti en
þessi andstöðuöfl og að menn þyrftu að
átta sig á hvernig þeir hyggist standa
undir mennta og velferðarkefi með styrk í
hagkerfinu og tekjugrunni ríkissjóðs. „Á
alla alþjóðlega mælikvarða má sjá að ís-
lenska samfélagið stenst samanburð með-
al þess sem best gerist og er framþróun
síðustu ára með ólíkindum, og erlendis
stundum talað um íslenska undrið. Sann-
leikurinn er sá að umliðið stjórnartímabil
Framsóknarmanna er eitthvert mesta
framfaraskeið í allri sögu þjóðarinnar,“
sagði Jón.
Sameign auðlinda í stjórnarskrá
Jón minnti á að tímabili virkrar stór-
iðjustefnu stjórnvalda hefði lokið með
setningu raforkulaganna árið 2003 og að
iðnaðarráðuneytið væri orðið að nýsköp-
unarráðuneyti. „Ísland er til fyrirmyndar
í heiminum í notkun hreinna endurnýj-
anlegra orkugjafa og í sjálfbærum
orkubúskap. Við viljum skynsamlega og
ábyrga atvinnumálastefnu og umgangast
ættjörðina og auðlindir hennar af ráð-
deild, varúð og virðingu héðan í frá sem
hingað til.“
Jón sagði núverandi ríkisstjórn vera
umbótasinnaða velferðarstjórn og þá ekki
síst vegna áhrifa Framóknarflokksins.
„Nýlegar upplýsingar staðfesta að jöfn-
uður er mikill á Íslandi miðað við lang-
flestar aðrar Evrópuþjóðir. En ýmislegt
má bæta og jafna fyrir þá sem höllum fæti
standa, og verkefnin bíða hvarvetna fram-
undan fyrir bjartsýni og framfarahug,“
sagði Jón og rifjaði upp verk ríkisstjórn-
arinnar, t.a.m. skattalækkanir, minnkun
tekjuskerðingar í bótakerfum Trygginga-
stofnunar, aukin framlög til menntamála
og átak í málefnum innflytjenda.
Jón sagði mögulega stofnun Vatnajök-
ulsþjóðgarðs vera mjög merkilegan
áfanga í náttúruverndarmálum og minnti
á frumvörp Framsóknarflokksins í um-
hverfismálum sem nú eru til meðferðar á
Alþingi. „En margt er enn ógert. Við
framsóknarmenn leggjum ákaflega
þunga áherslu á að staðið verði við það
ákvæði í samstarfssamningi ríkisstjórn-
arinnar sem kveður á um sameign þjóð-
arinnar á auðlindum. Við teljum þetta
skipta afskaplega miklu,“ sagði Jón.
Hugsjónir í vinnufötunum
Hvað Evrópusambandið varðar lagði
Jón áherslu á að slíkar ákvarðanir yrðu
teknar á grundvelli styrkleika og eigin
metnaðar sem frjálsrar þjóðar. „Það er
ekki sanngjarnt að kenna íslensku krón-
unni að öllu leyti um verðbólgu eða háa
vexti. Fleira kemur til skoðunar í því sam-
hengi. Við teljum ekki tímabært að taka
núverandi afstöðu Íslands til endurmats
fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi
jafnvægi og varanlegan stöðugleika í
efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum.
Slíkt tekur ekki minna en 4–5 ár. Á þeim
sama tíma brey
og Evrópusam
langtímaákvarð
ekki tímabærar
lendingar láti h
einhverra vand
eigum sjálf að
metnaðarfull og
Jón sagði F
sem þeir segja
dæmt þá af ve
hugsjónir um
lagshyggju. Fé
sósíalísk heldu
baráttu Íslend
urreisn og f
áherslu á þjóðle
gildi í samfélag
að hófsemi og s
athafnir. Þjóð
frjálsu viðskip
en við teljum
málin eigi að lú
legum og me
því að við setjum
sagði Jón og bæ
sóknarflokksin
fólksins. „End
þær séu hugsjó
Jón sagði
flokksins enn
keppni annarra
„ÉG ÆTLA að fullvissa ykkur um það
að við tökumst oft á við Sjálfstæð-
isflokkinn. Það er oft dimmt í herbergi
ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðni
Ágústsson, varaformaður Framsókn-
arflokksins, í umræðum á flokksþinginu
í gær. Guðni sagði Jón Sigurðsson, for-
mann flokksins, halda fast á málum og
hugsjónum Framsóknarflokksins og
hann hefði enga „minnimáttarkennd
fyrir íhaldinu“. „En hins vegar er það
skylda okkar sem drengskaparmanna
að vinna að málefnum þegar við erum í
samstarfi með hógværum hætti og
reyna að leysa hvert mál,“ sagði Guðni
Guðni tók sem dæmi að Framsókn
hefði aðrar hugmyndir en Sjálfstæð-
isflokkurinn varðandi einkavæðingu og
liti svo á sem þeim verkum væri að
mestu lokið. Landsvirkjun, Rík-
isútvarpið og Íbúðalánasjóður skyldu
ljós tækifærann
jafnframt síðar
vegferð eyðslu
istarnir, sem ré
grænum og Sam
valda. „Það vær
kaffibandalagið
ætlar að sitja yf
góðum dögum,
meirihluta,“ sag
Alhliða þjóðlegt
á miðju stjórnmá
Framhaldsflokksþing Fram-
sóknarflokksins hófst í gær
og heldur áfram í dag. Halla
Gunnarsdóttir hlýddi á
ræðu formannsins og leit við
á Hóteli Sögu þar sem
Framsóknarmenn munu í
dag sammælast um helstu
áherslur í kosningabarátt-
unni framundan.
Jafnrétti í raun Jón Sigurðsson sagði Framsóknarflokkinn
og minnti á að flokkurinn er með jafnt hlutfall kvenna og k
Tökumst oft á vi
Sjálfstæðisflokk
Guðni Ágústsson