Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,2% í gær og er lokaverð hennar 7.383 stig. Mest hækkun varð á gengi hlutabréfa Atorku Group, eða 4,9%. Þá hækkaði gengi bréfa Alfesca og Landsbankans um 1,9%, gengi hvors félags. Mest lækkun varð hins vegar í gær á gengi hlutabréfa Kaup- þings banka, 0,8%, og Marels, 0,7%. Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa fallið töluvert í þessari viku en þó varð breyting þar á í sumum kaup- höllum í gær, svo sem í London og í Kaupmannahöfn. Úrvalsvísitala hækkar ● TAP af rekstri Icelandic Group á síðasta ári nam um 11,4 milljónum evra, eða 1.078 milljónum íslenskra króna. Árið 2005 var tap félagsins 15,1 milljón evra. Umbreyting- arkostnaður á árinu 2006 var um 1.885 milljónir króna. Tekjur Icelandic Group jukust um tæp 23% á milli áranna 2005 og 2006 en völusalan í fyrra nam um 139 milljörðum íslenskra króna. Segir í tilkynningu frá félaginu að vöxtur í tekjum sé nánast allur til- kominn vegna ytri vaxtar. Heildareignir félagsins námu um 86 milljörðum króna í árslok 2006 og er eiginfjárhlutfall Icelandic Group 19,4%. Arðsemi eigin fjár var nei- kvæð um 5,7%. Dregur úr tapi Icelandic Group ● STRAUMUR-Burðarás hefur tekið 400 milljóna evra sambankalán, jafnvirði um 35 milljarða króna, með breytilegum vöxtum til þriggja ára. Í tilkynningu til kauphallar segir að veruleg umframeftirspurn hafi verið fyrir þátttöku í láninu og því hafi það verið hækkað úr 175 milljónum evra í 400 milljónir. Það voru BayernLB, Commerzbank, Fortis bank og RZB sem leiddu lánið en alls tóku þátt 29 bankar frá 13 löndum. Straums- menn segja lántökuna bera vott um traust lánveitenda til bankans og trú á langtímastefnu hans. Straumur-Burðarás tekur 35 milljarða lán FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) varar við tilboðum þar sem erlendir aðilar bjóða einstaklingum hér á landi að hafa milligöngu fyrir þeirra hönd um hlutabréfaviðskipti í er- lendum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á heimasíðu FME. Segir í fréttinni að nokkuð hafi borið á tilboðum af þessu tagi og vekur eftirlitið athygli á lista yfir að- varanir sem birtur er á heimasíðunni og innheldur aðvaranir frá systur- stofnunum FME í Evrópu. Í fréttinni er haft eftir Hlyni Jóns- syni, sviðsstjóra verðbréfasviðs Fjármálaeftirlitsins, að íslenskur fjármálamarkaður hafi verið mikið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðl- um síðastliðin tvö ár. Segir hann að það hafi vakið áhuga ýmissa aðila og því miður séu fjársvikarar þar ekki undanskildir. Óþekktir aðilar varhugaverðir Hlynur segir að almennt beri fólki að vara sig á tilboðum óþekktra aðila sem bjóðist til þess að hafa milli- göngu um erlend hlutbréfakaup. Hann hvetur fólk til þess að kanna gaumgæfilega bakgrunn slíkra aðila. „Listinn yfir aðvaranir á heima- síðu FME er ágætis byrjunarreitur hvað þetta varðar,“ segir Hlynur. Að sögn Hlyns er mikilvægt að þeir sem hafa verið í samskiptum við slíka aðila með einum eða öðrum hætti sendi FME ábendingar með nöfnum fyrirtækjanna sem um ræð- ir, eða einstaklinganna, svo að hægt sé að vara við þeim hér á Íslandi sem og í gegnum eftirlitsstofnanir ann- arsstaðar í heiminum. Fjármálaeftirlitið varar við erlendum svikurum Íslenskur fjármálamarkaður vekur áhuga fjársvikara virði þeirra fjárfestinga sem ráðist var í, en eru utan framtíðarreksturs 365 hf.,“ segir Ari. Fram kemur í tilkynningunni að stjórnendur 365 hf. hafi ákveðið að taka niður eignarhlut félagsins í Pósthúsinu ehf. að fullu eftir að hafa tekið inn hlutdeild í tapi og afskrift viðskiptavildar. Neikvæð áhrif á rekstrarreikning nema 375 milljón- um. Vaxandi dreifingarkostnaður Þá segir í tilkynningunni að stjórn- endur 365 hf. standi frammi fyrir ákveðnum áskorunum í rekstri. Til að mynda hafi kostnaður við dreifingu Fréttablaðsins farið vaxandi á und- anförnum misserum og líklegt sé að sá kostnaður eigi eftir að þyngjast eitthvað áfram, en unnið sé að hag- ræðingu á því sviði. „Í upphafi árs hafa orðið nokkrar sveiflur á auglýsingamarkaði, þannig hefur dregið úr sölu á auglýsinga- markaði prentmiðla en aukist hjá ljósvakamiðlum. Ágætur gangur hef- ur verið í öðrum einingum innan 365 hf. og engar sveiflur gert vart við sig viðlíka þeim sem orðið hafa í rekstri fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. gretar@mbl.is Tæplega 7 milljarða tap hjá 365 hf. Forstjóri félagsins segir afkomuna á síðasta ári óviðunandi E = ;           $  @   ! "    % &   !*   ! A) )  5  # '  #''&'           --632 ('73 ( )* -.(0 /..0 ** +-.33 +00( + '0/  +.0-2  3 ! # 5   FGH 2-/0 -'2/' 06// 727- (,( 06 '6-. ))* +'06 +00  +7/ 22-  ;;   (006 -7676  ;G  !  -   = ; IG ;J = ; IJ -   FJÖLMIÐLA- og afþreyingarfélag- ið 365 hf., sem áður var hluti af Dags- brún hf., tapaði 6.943 milljónum króna á síðasta ári. Árið áður var hagnaður félagsins 718 milljónir. Meginskýringin á verri afkomu í fyrra en árið áður er kostnaður vegna niðurlagðrar starfsemi á árinu 2006, sem nam 5.716 milljónum í fyrra. Rekstrareiningar sem lagðar hafa verið af, en falla undir reglulega starfsemi ársins 2006, eru meðal ann- ars NFS, DV og tímaritaútgáfa. Ef einungis er horft á áframhald- andi starfsemi 365 hf. nam tap félags- ins í fyrra 1.227 milljónum samanbor- ið við 57 milljóna hagnað á árinu 2005. Þess ber hins vegar að geta að á fjórða fjórðungi síðasta árs varð 255 milljóna króna hagnaður af áfram- haldandi starfsemi félagsins. Óviðunandi afkoma Tekjur af prent- og ljósvakamiðl- um 365 hf. námu liðlega 7,7 milljörð- um króna á árinu 2006 og EBIDTA- hagnaður um 1,6 milljörðum. Tekjur af afþreyingarhluta félagsins námu um 3,8 milljörðum og EBIDTA- hagnaður um 300 milljónum. Ari Edwald, forstjóri 365 hf., segir í tilkynningu að afkoman á árinu 2006 sé óviðunandi. „Síðasta ár hefur verið tími mikilla umbreytinga hjá 365 hf. og forvera þess Dagsbrún hf. Vinna við þessar breytingar hefur verið tímafrek og kostnaðarsöm, auk þess sem 365 hf. hefur þurft að taka á sig miklar afskriftir vegna endurmats á Uppgjör – 365 hf. Grétar Júníus Guðmundsson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FLYMe Sweden AB, dótturfélag FlyMe Europe, sem skráð eru á hlutabréfamarkaðnum First North, óskaði eftir að verða tekið til gjald- þrotaskipta í gær og allt flug félags- ins var lagt niður, bæði innan Sví- þjóðar og til áfangastaða í Evrópu. Viðskipti með hlutabréf FlyMe Eur- ope voru stöðvuð þar til í næstu viku. Strax í kjölfarið hóf Sterling að und- irbúa flug á leiðum FlyMe og koma til hjálpar farþegum þess félags sem voru strandaglópar. Fleiri félög sýndu því áhuga að taka yfir flug fé- lagsins, m.a. FlyNordic, dótturfélag Finnair. Pálmi Haraldsson, stjórnarfor- maður Northern Travel Holding (NTH), móðurfélags Sterling, upp- lýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að Sterling hefði verið í viðræð- um um yfirtöku á FlyMe Sweden en þeim hefði lokið á miðvikudag. „Staðan var einfaldlega svo slæm á félaginu að ég mat ástandið þannig að mun ódýrara væri fyrir okkur að gera þetta sjálfir. Þarna eru gríðar- leg sóknartækifæri fyrir Sterling,“ sagði Pálmi, sem upplýsti jafnframt að Sterling hefði óskað eftir að taka á leigu þær sex vélar sem FlyMe hefði verið með í rekstri. Fóru útúr FlyMe í haust Flugrekstur FlyMe á sér ekki langa sögu, eða aftur til ársins 2004. Ári síðar komu Pálmi Haraldsson og félagar í Fons eignarhaldsfélagi inn í reksturinn sem meðeigendur, fyrst með 11% hlut, en þegar Fons fór út úr FlyMe sl. haust vegna ágreinings um flugreksturinn við norska með- eigandann Christen Ager-Hansen var eignarhluturinn um 20%. Um svipað leyti hættu bræðurnir Jó- hannes og Lúðvík Georgssynir, sem höfðu verið í stjórnendateymi FlyMe um nokkurt skeið, Jóhannes sem framkvæmdastjóri, en einnig störf- uðu þar nokkrir íslenskir flugmenn. Pálmi sagði gjaldþrot FlyMe vissulega dapurlegt en það hefði í raun ekki komið sér á óvart. Eig- endur félagsins hefðu verið búnir að keyra það í þrot, endalokin hefðu að- eins verið spurning um klukkutíma frekar en daga. „Við seldum allan okkar hlut þarna í fyrra en fengum allt greitt fyrir hann og áttum engin frekari samskipti við eigendurna,“ sagði Pálmi en ferðaskrifstofan Tic- ket, sem er í aðaleigu NTH, lokaði á öll viðskipti við FlyMe sl. haust. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, sagði við Morgunblaðið að félagið hefði strax í gæmorgun tekið við farþegum sem áttu bókað með vélum FlyMe innanlands í Svíþjóð, þegar beiðni um gjaldþrotabeiðni spurðist út. Að sögn Almars munu farþegar á vegum FlyMe, sem fastir eru á áfangastöðum í Evrópu sem Sterling flýgur til, fljúga heim með vélum Sterling endurgjaldslaust á meðan sætarými leyfir. Þá er farþegum sem vilja breyta bókun sinni frá FlyMe til Sterling boðinn afsláttur. Sterling hætti við yfirtöku á FlyMe Hófu strax flug á leiðum FlyMe eftir að beiðni um gjaldþrot kom fram í gær FlyMe Sænska félagið hefur verið með sex Boeing-vélar í leigu. FASTEIGNA- FÉLAIÐ Stoðir hefur keypt allt hlutafé í fast- eignafélaginu Landsafli af Landsbankanum og Straumi- Burðarási. Heild- arvirði alls fé- lagsins er 19 milljarðar króna að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum, sem seldi 80% hlut en Straumur-Burðarás 20%. Landsbankinn var einn af stofn- aðilum Landsafls með 20% hlut árið 1998. Bankinn eignaðist 100% hlut í félaginu í október 2003 og seldi 20% hlut til Burðaráss hf. árið 2005. Landsafl sérhæfir sig í eign- arhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Meðal helstu eigna fé- lagsins eru Höfðabakki 9, Holta- vegur 8 og 10, Suðurlandsbraut 24 og Rannsóknarhúsið á Akureyri, en félagið hefur yfir að ráða rúmlega 100 þúsund fermetrum af húsnæði. Stoðir er í sams konar starfsemi og Landsafl en er með yfir 400 þús- und fermetra í eignasafni sínu hér á landi og um 300 þúsund fermetra í Danmörku í gegnum fasteigna- félögin Atlas I og Atlas II. Stoðir eru að stærstum hluta í eigu Baugs en Kaupþing banki á tæplega 25% hlut. Stoðir kaupa allt hlutafé í Landsafli Eign Suðurlands- braut 24                                   !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6          )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3        14 * + 13 -         ($  -  ( 35      !                                                                               (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                     2 2 2     2 2                      2 2    2 2                      2   2   2 ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#           2 2 2     2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E    F F "=1) G<       F F HH  ;0< 1 ##      F F ;0< . % 9##     F F 8H)< GI J     F F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.