Morgunblaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 21
MENNING
BRESKA leyni-
þjónustan, MI5,
hafði ljóðskáldið
W.H. Auden
grunað um að
eiga þátt í flótta
tveggja hinna
svokölluðu Cam-
bridge-njósnara
frá Bretlandi árið
1951. Þetta kem-
ur fram í leynilegum skjölum sem
gerð voru opinber í gær.
Grunur um að Auden tengdist mál-
inu vaknaði eftir að blaðamaður á
Reuters-fréttaveitunni skýrði frá því
að annar njósnaranna, Guy Burgess,
hefði reynt að hringja í vin sinn Aud-
en daginn áður en þeir yfirgáfu Bret-
land. Töldu rannsakendur að Burg-
ess hefði e.t.v. haft í hyggju að flýja í
sumarvillu Audens á Ítalíu, en þang-
að fór Auden þremur dögum eftir að
njósnararnir yfirgáfu landið. Sam-
kvæmt skjölum MI5 kom Auden sér
ávallt hjá því að svara spurningum
um meint símtöl.
Burgess flúði ásamt Donald nokkr-
um Maclean eftir viðvaranir frá sov-
éksum gagnnjósnara, Kim Philby að
nafni, sem starfaði fyrir MI6 í Wash-
ington. Auden dvaldi á þeim tíma hjá
rithöfundinum Stephen Spender í
London. Að sögn heimildarmanns
MI6 voru Spender og eiginkona hans
viss um að Burgess hefði tvisvar
hringt heim til þeirra á fjögurra daga
tímabili og verið „óþreyjufullur“ eftir
að heyra í Auden. Auden hefði hins
vegar svarað að Burgess „væri
örugglega fullur“ þegar hjónin létu
hann vita. Síðar neitaði Auden því að
sér hefði verið sagt frá símtölunum.
MI6 ályktaði því sem svo að ann-
aðhvort Auden eða Spender væru að
ljúga.
MI5 grun-
aði Auden
Talinn eiga þátt í
flótta njósnara
W. H. Auden
FORSVARSMENN Söngvakeppni
evrópskra sónvarpsstöðva, Júróv-
isjón, hafa varað við því að framlagi
Ísraela til keppninnar í ár verði
hugsanlega vísað úr keppninni. Er
ástæðan sögð óviðeignandi pólitísk-
ar yfirlýsingar. Þetta kemur fram á
fréttavef Ha’aretz.
Eins og áður hefur komið fram
heitir ísraelska lagið „Push the But-
ton“ eða „Ýttu á takkann“. Það
fjallar um ógnir kjarnorkuvæðingar
og er m.a. talað um djöfullega og
brjálaða ráðamenn sem eigi eftir að
„sprengja okkur öll í loft upp“. Lagið
er sungið á ensku, frönsku og hebr-
esku og þykir vísa til Mahmoud Ah-
madinejad Íransforseta og meintrar
kjarnorkuvopnavæðingar írönsku
þjóðarinnar.
Það er hljómsveitin TeaPacks sem
á heiðurinn að laginu en ísraelska
þjóðin gat valið um eitt af fjórum
lögum með sveitinni. Sigraði „Push
the Button“ með miklum yfirburð-
um.
Einu lagi hefur þegar verið vísað
úr keppninni en það var framlag
Búlgaríu. Var því vísað úr keppni
þegar í ljós kom að um stolið ísr-
aelskt lag var að ræða. Var stuld-
urinn sérlega bíræfinn þar sem í
búlgörsku útgáfunni var jafnvel
hebreska viðlaginu haldið á því
tungumáli.
Of pólitískt í
Júróvisjón?
Umdeildir Meðlimir TeaPacks
ELÍSABET Waage hörpuleik-
ari og Hannes Guðrúnarson
gítarleikari halda tónleika í
Salnum í dag kl. 13. Tónleik-
arnir eru liður í tónleikaröð
kennara Tónlistarskólans í
Kópavogi. Nemendur Tónlist-
arskólans og forráðamenn
þeirra fá frítt inn. Auk þess er
ókeypis fyrir öll börn 12 ára og
yngri. Tónleikarnir bera yf-
irskriftina Náttúran í strengjum og efnisskráin
kallast á við ýmis fyrirbæri í náttúrunni. Elísabet
og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið
2004. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann
í Kópavogi.
Tónleikar
Harpa og gítar
í Salnum
Elísabet Waage
LANDNÁMSSÝNINGIN
871±2 í Aðalstræti 16 verður
opnuð í dag að loknum síðasta
áfanga við forvörslu. Rúst af
skála frá landnámsöld sem
fannst við fornleifauppgröft
2001 hefur nú verið forvarin
og mun væntanlega varðveit-
ast um ókomna tíð. Forvörsl-
una önnuðust forverðir frá
Nordjyllands Historiske Mu-
seum í Álaborg ásamt fornleifafræðingum frá
Fornleifastofnun Íslands. Á sýningunni er miðlað
fróðleik um lífið á landnámsöld og möguleikar
margmiðlunartækninnar nýttir með nýstárlegum
hætti.
Sýningar
Landnámssýning
opnuð að nýju
Frá sýningunni.
BISKUP Ís-
lands, herra
Karl Sig-
urbjörnsson,
opnar sýningu á
verkum Einars
Jónssonar
myndhöggvara í
forkirkju Hallgrímskirkju kl. 17 í dag. Á sýning-
unni eru þrjú gifsverk, Mold frá 1904–1908, Nat-
ura Mater frá 1906 og Minnismerki Hallgríms
Péturssonar frá 1914–1922, sem öll eru hugsuð
sem minnismerki látinna og viðfangsefni þeirra
mót lífs og dauða, hringrás lífsins og sigur andans
yfir efninu. Við opnunina í dag syngur Mótettukór
Hallgrímskirkju.
Sýningaropnun
Einar Jónsson fer
yfir Eiríksgötuna
Minnisvarði Hallgríms
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
Á ANNAÐ hundrað milljónir Kín-
verja hafa neyðst til að flýja úr sveit-
um landsins til borganna í leit að
vinnu. Þeirra bíða nær undantekn-
ingarlaust döpur örlög í verk-
smiðjum þar sem þeir þurfa að sætta
sig við skammarleg laun og ömurleg-
ar aðstæður.
Ein þessara farandverkamanna er
hin fimmtán ára gamla Jasmine.
Jasmine starfar og býr ásamt fimm-
tán öðrum verkamönnum í galla-
buxnaverksmiðju þar sem hún fær
fjórar krónur í laun á klukkutímann.
Þegar mikið er að gera vinnur hún
sjö daga vikunnar og þá allt að tutt-
ugu tíma á sólarhring, nánast án
hvíldar. Hún sefur í litlu herbergi
ásamt ellefu af samstarfsfólki sínu
og deilir með þeim einu salerni – sem
þó þykir nokkuð vel sloppið, her-
bergisfélagarnir geta skipt tugum.
Jasmine er aðalpersónan í heim-
ildamyndinni China Blue eftir kín-
versk-bandaríska leikstjórann
Micha X. Peled sem yfirgefur Ísland
í dag en hér var hann staddur til að
sýna og fjalla um mynd sína á vegum
nýstofnaðs félagsskapar, Reykjavík
documentary workshop. China Blue
hefur vakið mikla athygli hvarvetna
sem hún hefur verið sýnd og hlaut
m.a. sérstök kvikmyndaverðlaun
Amnesty International árið 2005.
Löggjöf ekki fylgt eftir
Þrátt fyrir að hafa nú verið sýnd í
26 löndum er Kína ekki þar á meðal.
„Myndin var reyndar sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Hong Kong en hún
er bönnuð í Kína,“ segir Peled en
kveður það ekki koma á óvart. „Við
gerðum myndina í leyfisleysi; tókum
myndavélina í sundur og smygluðum
henni í pörtum inn í landið. Sú skýr-
ing sem við gáfum á veru okkar var
að við værum ferðamenn.“
Myndatökurnar sjálfar fóru einn-
ig leynilega fram og veita þannig
óritskoðaða innsýn í ömurlegan
veruleika Jasmine og annarra far-
andverkamanna, þess fólks sem ber
kostnaðinn af kínverska „efnahags-
undrinu“, samkvæmt dökkri skýrslu
sem Amnesty International birti í
gær um málefni kínverskra far-
andverkamanna. Heimsókn Peleds
ber þannig upp á sama tíma.
„Ég hef ekki enn séð skýrsluna,
enda er hún splunkuný. En ég þekki
þetta umræðuefni og efast því um að
hún muni koma mér á óvart.“
Peled segir laun Jasmine langt
fyrir neðan lágmarkslaun í Kína.
Vandamálið í þessu tilviki sé þannig
ekki misbrestur í kínverskri löggjöf
heldur að lögunum er ekki fram-
fylgt. „Fólk fær heldur enga yf-
irvinnu greidda, ekki lögbundinn
hvíldardag o.s.frv.“
Peled segir þetta ástand ekki síst
alþjóðavæðingunni svonefndu að
kenna. Kaupsýslumenn frá Vest-
urlöndum geti krafist gríðarlega
lágs verðs og skamms skilafrests,
sem verksmiðjueigendurnir geti
ekki annað en samþykkt, á sama
tíma og þeir lyfta verðinu til neyt-
enda upp úr öllu valdi. Það bitni
fyrst og fremst á verkafólkinu. Í
China Blue er m.a. atriði þar sem
breskur kaupandi sést þvinga verðið
á hverjum gallabuxum niður í um
250 krónur.
„Það þýðir að arður verksmiðju-
eigandans er hverfandi sem verður
til þess að hann lækkar enn við
verkafólkið enda stendur efniskostn-
aðurinn óbreyttur.“
Fjórar krónur í tímakaup
AÐSTÆÐUR kínversks farandverkafólks í þarlendum verksmiðjum hefur
oft verið líkt við nútíma þrælahald. Unnið er myrkranna á milli sjö daga
vikunnar nánast án hvíldar. Það er myrkt yfir nýrri skýrslu Amnesty Int-
ernational um málið. Ljósmyndin er úr heimildamyndinni China Blue.
Nútíma þrælahald
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
AFKOMENDUR Jóhannesar úr Kötlum hafa
sett á stofn skáldasetur Jóhannesar á Netinu, en
þar má finna alhliða gagnagrunn og upplýs-
ingaveitu um ævi hans og skáldskap.
Að sögn Svans Jóhannessonar, sonar skáldsins,
stendur til að uppfæra síðuna reglulega, en hún
var opnuð á fimmtudaginn var, 1. mars.
„Við ætlum að hafa þetta bæði fjölbreytt og líf-
legt,“ segir Svanur, en á síðunni kennir ýmissa
grasa og þar má finna mikinn fróðleik um skáldið.
Lesa má um æviferil Jóhannesar auk þess sem ít-
arleg ritaskrá er einnig á vefnum. Þá hafa afkom-
endur hans tekið saman lausavísur skáldsins og
birt á vefnum. „Ég hef lagt áherslu á að hafa þær
réttar því það er svo mikið um að menn fari vit-
laust með þær,“ segir Svanur.
Í hverjum mánuði verður svo einhver fenginn
til þess að velja sitt uppáhaldsljóð eftir Jóhannes,
en það var Ármann Jakobsson sem reið á vaðið og
valdi ljóðið „Fjöll“.
Þá er hægt að smella á „fréttir“, sem Svanur
segir að verði uppfærðar reglulega. „Þar ætlum
við að hafa fréttir um allt sem gerist í sambandi
við hann. Svo munum við bráðlega setja inn upp-
lýsingar á ensku,“ segir hann.
Greinar sem skrifaðar voru í tilefni af 100 ára
afmæli Jóhannesar hafa verið teknar saman og
eru einnig á vefnum, en þar á meðal eru greinar
eftir Matthías Johannessen og Silju Aðalsteins-
dóttur. Loks má geta þess að mikið magn mynda
er á vefnum, auk handskrifaðra bréfa og teikn-
inga.
Jóhannes úr Kötlum kominn á Netið
Þjóðskáldið Jóhannes úr Kötlum.
www.johannes.is
Í HNOTSKURN
» Þann tíma sem sýning mynd-arinnar China Blue stendur
gera 16 verkamenn í Kína 50
gallabuxur og fá fyrir vikið
hundrað krónur í laun … sam-
tals.
» Amnesty International áætl-ar að 150–200 milljónir
manna úr sveitum Kína vinni í
borgum landsins og er búist við
að þeim fari fjölgandi.
» Kínverskir farandverka-menn geta aðeins fengið bú-
setu sína skráða sem tímabundna
og er mismunað á þeim grund-
velli á ýmsan hátt.
» Meirihlutanum er meinaðum réttindi sín. Þeir fá ekki
aðgang að heilbrigðis- og
menntakerfinu, búa í yfirfullu
húsnæði og eru arðrændir og
misnotaðir af vinnuveitendum
sínum.
» Verkamennirnir sem saumavissar tegundir gallabuxna fá
um 2–3% af söluverði þeirra.
Ný skýrsla Amnesty International um farandverkamenn í Kína er nöpur lesning.
Höfundur heimildamyndar um aðstöðu í gallabuxnaverksmiðju staddur á Íslandi